Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SlMBRÉF 56911S1, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: fiI7STJ@MBUS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Jarðvísindamenn telja töluverðar líkur á frekari stórskjálftum á næstu vikum Ókyrrðarsvæði vestur eftir Reykjanesskaga Morgunblaðið/Sverrir Miklar skemmdir urðu á Suðurlandsvegi frá Bitru austur undir Þjórsár- brú og flettist klæðning upp í stórar öldur á köflum. JARÐVISINDAMENN telja að skjálftavirkni muni halda áfram á skjálftasvæðum á Suður- og Suðvesturlandi í framhaldi af stóra jarð- skjálftanum sem varð í fyrrinótt. Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræð- ingur á Veðurstofunni, segir að enn séu meiri líkur á því en minni að allstór jarðskjálfti gæti orðið á svæði vestur af upptökum jarðskjálft- anna sem riðið hafa yfir Suðurland. Hann telur þó að slíkur skjálfti yrði ekki eins kraftmikill og stóru skjálftarnir að undanfömu. Að sögn Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla ís- lands, nær ókyrrðarsvæðið alveg út á Reykjanesskaga. Stöðugir smáskjálftar mældust í gærdag og gærkvöldi. Aðallega við Hestfjall þar sem upptök stóra skjálftans voru í fyrrinótt og á svæði vestan til í Flóanum. „Það er svæðið vestur í Flóanum og inni í Ölfusi sem menn hafa mestar áhyggjur af næstu daga,“ sagði Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í gærkvöldi. Stærsti eftirskjálftinn í gær mældist 3,3 á Richter. Verulega hefur dregið úr smáskjálftavirkni í Holtum, þar sem upptök skjálftans 'VvóJJru á laugardag. Ragnar Stefánsson segir að eftir á að hyggja megi segja að lítiisháttar aukning sem varð á smáskjálftavirkni upp úr miðnætti í fyrrakvöld, hafi ver- ið forboði stóra slq'álftans sem varð laust fyrir kl. eitt um nóttina. Hann sagði að jarðvísindamenn gætu hugs- anlega notfært sér þessa þekkingu í viðleitni sinni til að segja fyrir yfír- vofandi stórskjálfta. Yfir 100 tjónatilkynningar Mikið tjón varð á mannvirkjum og innanstokksmunum í jarðskjálftanum í fyrrinótt. Að sögn Karls Björnsson- ar, formanns Almannavama Árborg- ar og nágrennis, bárust í gær á annað Jaundrað tilkynningar um tjón á hús- um, munum og sumarbústöðum. Skemmdir urðu á Suðurlandsvegi frá Bitru austur undir Þjórsárbrú. Klæðning flettist upp í öldur og veg- urinn seig einnig á nokkrum stöðum, SUÐURLANDSSKJÁLFTAR íbúar kvíða fyrir að sofa heima BLAÐB ■ Forystugreín /midopna skv. upplýsingum Svans Bjamason- ar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Selfossi. Vegagerðarmenn hófu strax vinnu að viðgerðum og var Suður- landsvegur opnaður fyrir umferð í gærmorgun. Einnig urðu skemmdir á Sólheimavegi, Biskupstungnabraut við Mosfell og á Villingaholtsvegi. Almannavamaráð hélt fund í gær með dómsmálaráðherra og vísinda- mönnum og kom þar fram að jarð- skjálftavirkni mundi halda áfram á skjálftasvæðum sunnan- og suðvest- anlands og í Ijósi reynslu af fyrri jarð- skjálftum yrði að telja nokkrar líkur á að frekari stórir skjálftar yrðu á svæðinu á næstu vikum. Á fundi stjómar Orkuveitu Reykja- víkur í gær var samþykkt að fela for- stjóra Orkuveitunnar að láta yfirfara allar neyðaráætlanir fyrirtækisins og auka viðbúnað vegna jarðskjálfta- hættu á höfuðborgarsvæðinu. I tilkynningu frá Almannavömum er áhersla lögð á að fólk treysti varúð- arráðstafanir sínar með því að festa lausa muni og taka hluti úr hillum. Töluvert brottkast a afla NIÐURSTÖÐUR mælinga Fiski- stofu á aflasamsetningu átta drag- nóta- og netabáta gefa vísbendingu um töluvert brottkast á afla. í öllum tilvikum var niðurstaðan sú að minni fiskur kom síður að landi þegar eft- irlitsmaður Fiskistofu var ekki um borð en stærðardreifingin var meiri þegar eftirlitsmaður var um borð. Fiskistofa hefur sent skipstjórn- armönnum eða útgerðum viðkom- andi skipa bréf þar sem óskað er skýringa á þessu misræmi og er fresturinn til að svara um það bil að renna út. Ámi M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir þessar upplýsingar sláandi en þó megi ekki draga þá ályktun að ástandið sé almennt eins og fram kemur í úrtaki Fiskistofu. Hann segir upplýsingarnar meðal annars verða lagðar til gmndvallar þegar ákveðið verður hvernig tekist verður á við brottkast afla. Frjálslyndi flokkurinn sendi í gær opið bréf til sjávarútvegsráðherra þar sem krafist er tafarlausra að- gerða gegn brottkasti. ■ Vísbendingar /26 ----------------- Utafakstur og eldur á Mýrum BIFREIÐ lenti utan vegar og í skurði skammt frá Hítardalsafleggj- ara á Mýrum í gærkvöldi. Eftir út- afaksturinn kviknaði í bflnum. Aðvífandi vegfarendur hjálpuðu ökumanninum út, en hann var einn í bifreiðinni. Hann var fluttur á heflsugæslustöðina í Borgamesi þar sem gert var að skurðsámm sem hann hlaut á höfði og handleggjum við óhappið. Slökkvilið brást fljótt við og slökkti eldinn í bifreiðinni, sem talin er ónýt eftir slysið. 17 sagt upp hjá HB SAUTJÁN starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi vegna endurskipulagningar í rekstri fyr- irtækisins. Starfsmennirnir, tólf fastráðnir og fimm lausráðnir, _starfa við löndun hjá fyrirtækinu eh ætlunin er að löndunin verði framvegis í höndum verktaka. Haraldur Sturlaugsson fram- kvæmdastjóri segir að hluta starfsmannanna sem sagt var upp verði boðin vinna hjá verktakanum sem tekur löndunina að sér því áfram sé ætlunin að landa á Akra- nesi. „Við viljum gefa þessar landanir frá okkur þar sem undanfarið hef- ur verið svo mikil eftirspurn eftir mannskap að við höfum þurft að fá fimm til sex utanaðkomandi aðila tfl að landa í hvert sinn sem hing- að hefur komið skip,“ segir Har- aldur. Morgunblaðið/BFS Banaslys í Skagafírði ÖKUMAÐUR fólksbfls, kona um fimmtugt, lést eftir harðan árekst- ur á mótum Norðurlandsvegar og Sauðárkróksbrautar, rétt við Varmahlíð, um kl. 14 í gær. Slysið varð með þeim hætti að fólksbifreið og Econoline-bifreið skullu saman. Áreksturinn var mjög harður og er talið að öku- maður fólksbílsins hafi látist samstundis. Tvær fullorðnar kon- ur, sem voru farþegar í fólksbfln- um, voru fluttar með þyrlu Land- helgisgæslunnar til Reykjavíkur. Að sögn læknis á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi eru þær á gjörgæsludeild, báðar mikið slas- aðar. Þrír voru í Econoline-bílnum, faðir með tvo syni sína, og voru meiðsli þeirra talin óveruleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.