Morgunblaðið - 22.06.2000, Síða 80

Morgunblaðið - 22.06.2000, Síða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SlMBRÉF 56911S1, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: fiI7STJ@MBUS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Jarðvísindamenn telja töluverðar líkur á frekari stórskjálftum á næstu vikum Ókyrrðarsvæði vestur eftir Reykjanesskaga Morgunblaðið/Sverrir Miklar skemmdir urðu á Suðurlandsvegi frá Bitru austur undir Þjórsár- brú og flettist klæðning upp í stórar öldur á köflum. JARÐVISINDAMENN telja að skjálftavirkni muni halda áfram á skjálftasvæðum á Suður- og Suðvesturlandi í framhaldi af stóra jarð- skjálftanum sem varð í fyrrinótt. Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræð- ingur á Veðurstofunni, segir að enn séu meiri líkur á því en minni að allstór jarðskjálfti gæti orðið á svæði vestur af upptökum jarðskjálft- anna sem riðið hafa yfir Suðurland. Hann telur þó að slíkur skjálfti yrði ekki eins kraftmikill og stóru skjálftarnir að undanfömu. Að sögn Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla ís- lands, nær ókyrrðarsvæðið alveg út á Reykjanesskaga. Stöðugir smáskjálftar mældust í gærdag og gærkvöldi. Aðallega við Hestfjall þar sem upptök stóra skjálftans voru í fyrrinótt og á svæði vestan til í Flóanum. „Það er svæðið vestur í Flóanum og inni í Ölfusi sem menn hafa mestar áhyggjur af næstu daga,“ sagði Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í gærkvöldi. Stærsti eftirskjálftinn í gær mældist 3,3 á Richter. Verulega hefur dregið úr smáskjálftavirkni í Holtum, þar sem upptök skjálftans 'VvóJJru á laugardag. Ragnar Stefánsson segir að eftir á að hyggja megi segja að lítiisháttar aukning sem varð á smáskjálftavirkni upp úr miðnætti í fyrrakvöld, hafi ver- ið forboði stóra slq'álftans sem varð laust fyrir kl. eitt um nóttina. Hann sagði að jarðvísindamenn gætu hugs- anlega notfært sér þessa þekkingu í viðleitni sinni til að segja fyrir yfír- vofandi stórskjálfta. Yfir 100 tjónatilkynningar Mikið tjón varð á mannvirkjum og innanstokksmunum í jarðskjálftanum í fyrrinótt. Að sögn Karls Björnsson- ar, formanns Almannavama Árborg- ar og nágrennis, bárust í gær á annað Jaundrað tilkynningar um tjón á hús- um, munum og sumarbústöðum. Skemmdir urðu á Suðurlandsvegi frá Bitru austur undir Þjórsárbrú. Klæðning flettist upp í öldur og veg- urinn seig einnig á nokkrum stöðum, SUÐURLANDSSKJÁLFTAR íbúar kvíða fyrir að sofa heima BLAÐB ■ Forystugreín /midopna skv. upplýsingum Svans Bjamason- ar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Selfossi. Vegagerðarmenn hófu strax vinnu að viðgerðum og var Suður- landsvegur opnaður fyrir umferð í gærmorgun. Einnig urðu skemmdir á Sólheimavegi, Biskupstungnabraut við Mosfell og á Villingaholtsvegi. Almannavamaráð hélt fund í gær með dómsmálaráðherra og vísinda- mönnum og kom þar fram að jarð- skjálftavirkni mundi halda áfram á skjálftasvæðum sunnan- og suðvest- anlands og í Ijósi reynslu af fyrri jarð- skjálftum yrði að telja nokkrar líkur á að frekari stórir skjálftar yrðu á svæðinu á næstu vikum. Á fundi stjómar Orkuveitu Reykja- víkur í gær var samþykkt að fela for- stjóra Orkuveitunnar að láta yfirfara allar neyðaráætlanir fyrirtækisins og auka viðbúnað vegna jarðskjálfta- hættu á höfuðborgarsvæðinu. I tilkynningu frá Almannavömum er áhersla lögð á að fólk treysti varúð- arráðstafanir sínar með því að festa lausa muni og taka hluti úr hillum. Töluvert brottkast a afla NIÐURSTÖÐUR mælinga Fiski- stofu á aflasamsetningu átta drag- nóta- og netabáta gefa vísbendingu um töluvert brottkast á afla. í öllum tilvikum var niðurstaðan sú að minni fiskur kom síður að landi þegar eft- irlitsmaður Fiskistofu var ekki um borð en stærðardreifingin var meiri þegar eftirlitsmaður var um borð. Fiskistofa hefur sent skipstjórn- armönnum eða útgerðum viðkom- andi skipa bréf þar sem óskað er skýringa á þessu misræmi og er fresturinn til að svara um það bil að renna út. Ámi M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir þessar upplýsingar sláandi en þó megi ekki draga þá ályktun að ástandið sé almennt eins og fram kemur í úrtaki Fiskistofu. Hann segir upplýsingarnar meðal annars verða lagðar til gmndvallar þegar ákveðið verður hvernig tekist verður á við brottkast afla. Frjálslyndi flokkurinn sendi í gær opið bréf til sjávarútvegsráðherra þar sem krafist er tafarlausra að- gerða gegn brottkasti. ■ Vísbendingar /26 ----------------- Utafakstur og eldur á Mýrum BIFREIÐ lenti utan vegar og í skurði skammt frá Hítardalsafleggj- ara á Mýrum í gærkvöldi. Eftir út- afaksturinn kviknaði í bflnum. Aðvífandi vegfarendur hjálpuðu ökumanninum út, en hann var einn í bifreiðinni. Hann var fluttur á heflsugæslustöðina í Borgamesi þar sem gert var að skurðsámm sem hann hlaut á höfði og handleggjum við óhappið. Slökkvilið brást fljótt við og slökkti eldinn í bifreiðinni, sem talin er ónýt eftir slysið. 17 sagt upp hjá HB SAUTJÁN starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi vegna endurskipulagningar í rekstri fyr- irtækisins. Starfsmennirnir, tólf fastráðnir og fimm lausráðnir, _starfa við löndun hjá fyrirtækinu eh ætlunin er að löndunin verði framvegis í höndum verktaka. Haraldur Sturlaugsson fram- kvæmdastjóri segir að hluta starfsmannanna sem sagt var upp verði boðin vinna hjá verktakanum sem tekur löndunina að sér því áfram sé ætlunin að landa á Akra- nesi. „Við viljum gefa þessar landanir frá okkur þar sem undanfarið hef- ur verið svo mikil eftirspurn eftir mannskap að við höfum þurft að fá fimm til sex utanaðkomandi aðila tfl að landa í hvert sinn sem hing- að hefur komið skip,“ segir Har- aldur. Morgunblaðið/BFS Banaslys í Skagafírði ÖKUMAÐUR fólksbfls, kona um fimmtugt, lést eftir harðan árekst- ur á mótum Norðurlandsvegar og Sauðárkróksbrautar, rétt við Varmahlíð, um kl. 14 í gær. Slysið varð með þeim hætti að fólksbifreið og Econoline-bifreið skullu saman. Áreksturinn var mjög harður og er talið að öku- maður fólksbílsins hafi látist samstundis. Tvær fullorðnar kon- ur, sem voru farþegar í fólksbfln- um, voru fluttar með þyrlu Land- helgisgæslunnar til Reykjavíkur. Að sögn læknis á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi eru þær á gjörgæsludeild, báðar mikið slas- aðar. Þrír voru í Econoline-bílnum, faðir með tvo syni sína, og voru meiðsli þeirra talin óveruleg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.