Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Utskrift í Tækniskóla Islands BRAUTSKRÁNING nemenda frá Tækniskóla Islands fór fram Iaug-- ardaginn 3. júní sl. AUs út- skrifuðust 39 nemendur og fór at- höfnin fram í Arbæjarkirkju. 20 nemendur úr frumgreinadeild luku raungreinadeildaprófi en það jafngildir stúdentsprófi af raun- greinasviði. Frumgreinadeild gef- ur iðnaðarmönnum og öðrum þeim sem hafa reynslu úr atvinnulífinu tækifæri til þess að setjast aftur á skólabekk og öðlast réttindi er opna allmargar leiðir til frekara náms á háskólastigi. Tveir byggingatæknifræðingar útskrifuðust frá byggingadeild að þessu sinni. Það nám tekur 3 og 'k ár og veitir B.Sc-gráðu. Þá luku fjórir nemendur fyrsta hluta raf- magnstæknifræðináms en þeir þurfa að leita út fyrir landsteinana til þess að ljúka sínu námi. Hægt verður að ljúka námi til B.Sc.- gráðu í rafmagnstæknifræði hér á landi áður en langt um líður. Einn- ig útskrifuðust tveir iðnaðar- tæknifræðingar, báðir af þróunar- og sjálfvirknisviði eftir 3 og 'k árs B.Sc.-nám. Alls útskrifuðust ellefu nemend- ur úr rekstrardeildinni. Þar af voru fjórir iðnrekstrarfræðingar, en það er tveggja ára diploma-nám ýmist með sérhæfingu á sviði markaðs eða reksturs. Þá lauk einn nemandi B.Sc.-gráðu í alþjóðamarkaðsfræði en það er árs viðbótarnám eftir iðn- rekstrarfræði. Loks útskrifuðust sex rekstrariðnfræðingar eftir einnar annar rekstrarnám að loknu bygginga-, vél- eða rafiðnfræði- námi. Þegar deildarstjórar höfðu af- hent nemendum prófskírteini sín tók við brasskvintett ungs fólks úr Grafarvoginum og skemmti gest- um með frábærum hljóðfæraleik. Styrkir og viðurkenningar Styrktarsjóður sameinaðra verk- taka við Tækniskóla íslands veitti þremur nemendum styrki að upp- hæð 120.000 hveijum. Sturla Böðv- arsson, formaður stjórnar sjóðsins, afhenti styrkina en þá hlutu Sigur- veig Hallsdóttir og Davíð Hauksson úr rekstrardeild fyrir sérlega góð- an námsárangur og Hinrik Jó- hannsson sem útskrifaðist sem FRAMKVÆMDASTJÓRN Verka- mannasambands Islands ræddi á fundi sínum á þriðjudag starfsloka- samning þann sem gerður var við Bjöm Grétar Sveinsson, fyrrverandi formann og framkvæmdastjóra sam- bandsins. Harmar framkvæmda- stjórnin þá umfjöllun sem orðið hef- ur um starfslokin og hvetur aðildarfélögin til þess að snúa sér að uppbyggilegri umfjöllun um samein- ingu landssambanda ófaglærðra að því er fram kemur í bókun sem sam- þykkt var á fundinum. Hervar Gunnarsson, starfandi for- maður VMSÍ, sagði að á fundinum hefði verið farið yfir málið í heild og skipst á skoðunum um það og niður- staðan eftir umræðuna hefði orðið sú bókun sem samþykkt hefði verið á fundinum. í bókuninni segir meðal annars að í starfslokasamningnum sem væri undirritaður af fulltrúum fram- kvæmdastjórnar og Birni Grétari Sveinssyni, kæmi skýrt fram að Bjöm Grétar segði af sér sem for- maður VMSÍ og jafnframt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri. Þá komi einnig fram að hann dragi sig í hlé frá þeirri umræðu sem snúi að Verkamannasambandinu. „Fram- kvæmdastjórn vill nota tækifærið og þakka Birni Grétari vel unnin störf fyrir sambandið og óska honum velf- amaðar í þeim störfum sem hann kann að taka að sér í framtíðinni. Framkvæmdastjóm VMSI harm- ar þá umfjöllun sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum um starfslok Bjöms Grétars Sveinssonar og um orkutæknifræðingur árið 1999 og hyggur á framhaldsnám erlendis. Páll Á. Jónsson, fv. formaður Tæknifræðingafélags Islands, ávarpaði útskriftarnema og afhenti viðurkenningar Tæknifræðingafé- Iags íslands fyrir framúrskarandi lokaverkefni. Iðnaðartæknifræð- ingurinn Kristinn Harðarson og byggingatæknifræðingurinn Val- geir Bergmann Magnússon hlutu hvor sína viðurkenninguna. f lok athafnarinnar flutti rektor Tækniskóla fslands, Guðbrandur Steinþórsson, ávarp. Þar kom m.a. fram að hann vonast til þess að nám nemenda við skólann hefði lagt grunn að farsælli framtíð þeirra hvort heldur sem þeir stefndu í enn frekara nám eða út í atvinnulífið. þann samning sem gerður var við hann. Sú umfjöllun hefur því miður verið byggð á misvísandi og jafnvel röngum upplýsingum. Framkvæmdastjórn VMSÍ hvetur aðildarfélög og forsvarsmenn þeirra til að láta af þessari umfjöllun. Þess í stað hvetur framkvæmdastjórn að- ildarfélögin til þess að snúa sér að uppbyggilegri og jákvæðri umfjöllun er snertir það sem mestu máli skiptir þessa stundina, sameiningu lands- sambanda ófaglærðra," segir enn- fremur. Ekki nein eftirmál Hervar sagðist ekki telja að það ættu að vera um nein eftirmál að ræða, málinu væri lokið hvað þennan þátt varðaði. Hann gæti ekki skilið þetta öðru vísi en þannig að menn væru sáttir við að ljúka málinu með þessum hætti. Nú væri brýnasta verkefnið að sameina almennt verka- fólk í einu landssambandi, þ.e. Þjón- ustusambandið, Verkamannasam- bandið og Landssamband iðnverkafólks. Stefnt væri að því að niðurstaða í þeim efnum lægi fyrir í síðari hluta septembermánaðar og ef allt gengi að óskum ætti að vera hægt að halda stofnfund hins nýja sambands um miðjan októbermán- uð. „Það er aðalatriðið að menn séu ákveðnir í að fara að vinna þetta verkefni sem skiptir máli fyi-ir alla og sérstaklega fyi-ir þá umbjóðendur sem við erum að vinna fyiir,“ sagði Hervar ennfremur. Hljóðkerfi Hallgríms- kirkju komið í lag Hið talaða orð heyrist skýrt og greinilega KIRKJUGESTIR í Hallgríms- kirkju geta nú heyrt hið talaða orð í kirkjunni skýrt og greinilega. Stefán Guðjohnsen hljóðtækni- fræðingur hefur unnið að tilraun- um með samþættan hljómburð kirkjunnar í nokkra mánuði og hefur sú vinna skilað tilætluðum árangi’i. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur í Hallgrímskirkju, segir það mjög mikilvægt að tekist hafi að leysa þetta vandamál, en hljóm- gæði hins talaða máls hafi verið slæm í kirkjunni síðan hún var vígð fyrir 15 árum. Að sögn sr. Jóns hefur eitthvað borið á því að fólk sæki ekki athafnir við kirkjuna vegna þessa vandamáls en nú standi það sem betur fer allt til bóta og mikil ánægja ríki meðal presta og sóknarnefndar kirkjunn- ar með þessa nýju stöðu mála. : Morgunblaðið/Amaldur Halldórsson Hljómgæði hins talaða máls I Hallgrímskirkju hafa batnað. --------------- Fríverslun- arsamn- ingur gerður við Makedóníu HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðhen’a undirritaði á mánudag ásamt starfsbræðrum sínum frí- verslunarsamning milli EFTA-ríkj- anna og Makedóníu á ráðherrafundi EFTA. Samningurinn sem er sá 16. í röð fríverslunarsamninga EFTA- ríkja við þriðju ríki felur í sér frí- verslun með iðnaðarvörur, sjávar- afurðir og unnar landbúnaðarafurð- ir. Á ráðherrafundinum sem haldinn var í Ziirich var m.a. rætt um innri málefni EFTA, endurskoðun EFTA-samningsins, framkvæmd EES-samningsins og samskipti EFTA við Evrópusambandið. RáðheiTarnir væntu þess enn- fremur að unnt yrði að ljúka gerð fríverslunarsamninga við Jórdaníu sem fyrst og Egyptaland og Túnis í kjölfarið. Einnig ákváðu ráðherrarn- ir að halda áfram könnun á gerð frí- verslunarsamnings við Suður-Afr- íku. Ráðherrarnir ræddu ennfremur um að kanna grundvöll fyrir viðræð- um um fríverslunartengsl við Singa- púr, Suður-Kóreu og Japan. Allsherjarþing ásatrúarmanna verður á Þingvöilum um helgina Ætla ekki að nota aðstöðu kristnihátíðar ÁSATRÚARMENN halda allsherjarþing sitt á Þingvöllum um næstu helgi. Jörmundur Ingi Hansen allsherjargoði segist búast við að 200- 300 manns, þar af um 100 útlendingar, muni sækja hátíðina sem er haldin í tilefni þúsaldarmótanna. Jörmundur Ingi segir að ásatrúarmenn muni ekki nýta sér þá aðstöðu sem búið er að reisa á Þingvöllum vegna kristnihátíðar enda hafi sífelldar tæknilegar hindranir ítrekað gert skipuleggjendum hátíðarhaldanna erfitt fyrir. Allsherjarþingið verð- ur sett í dag, fimmtudaginn 22. júní, sem ásatrúarmenn nefna reyndar Þórsdag. Rútuferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 19 í kvöld. í fréttatilkynningu frá Ása- trúarfélaginu segir að dagskrá þingsins verði með fomum blæ. Þingið verði sett kl. 21 með sömu athöfn og á landnámsöld, blásið verður í lúðra og leikin íslensk þjóðlög. Um helgina verður bníðkaup að ásatrúarsið og siðfesta sem er sambærileg athöfn og ferming hjá kristnum mönnum. Einnig verður tendraður níundi landnámseldur- inn og þar með lýkur endurhelgun landsins sem hófst fyrir um l'/z ári en ásatrúarmenn hafa tendrað átta slíka elda víða um land. Tæknilegar hindranir Dagskrá allsherjar- þingsins raskast reyndar nokkuð vegna þess að sviðið sem ásatrúarmenn höfðu áður talið að þeir gætu notað við hátíðar- höldin er ekki tilbúið, en á laugardaginn verður hafist handa við að setja upp hljóð- kerfi fyrir kristnihátíðina sem hefst á Þingvöllum 1. júlí. Af þeim sökum verður ekkert af tónlistar- dagskrá sem Hilmar Örn Hilmars- son tónlistarmaður hafði skipu- lagt. Hilmar Öm taldi þau vinnubrögð sem hann hefði kynnst í þessu máli í meira lagi undarleg. „Það getur verið að verklag hafi breyst á íslandi þau sex ár sem ég hef verið búsettur í Danmörku en hér áður fyrr tóku menn sér ekki viku í að setja upp hljóðkerfi," seg- ir Hilmar. Þrátt fyrir þetta ætla ásatrúar- menn að halda sínu striki og halda allsherjarþing sitt án þeirrar að- stöðu sem kristnihátíðamefnd hef- ur látið koma upp á Þingvöllum. Jörmundur Ingi segir að allir séu velkomnir, þingið sé ekki ein- göngu hátíð heiðinna manna held- ur sé verið að fagna þeim sáttum sem náðust á Alþingi fyrir 1000 ár- um. Jörmundur Ingi Hansen Framkvæmdastjórn VMSÍ Harmar umfjöll un um starfs- lokasamning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.