Morgunblaðið - 22.06.2000, Page 31

Morgunblaðið - 22.06.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 31 ERLENT Tveir handteknir í tengsl- um við dauða flóttafólksins Amsterdam, London. Reutcrs, AFP. Talið er að flóttamennirnir hafi verið handteknir í Belgíu í apríl HOLLENSKA lögreglan hefur handtekið tvo menn sem eru grun- aðir um að vera viðriðnir dauða 58 flóttamanna er fundust í vagni hol- lensks flutningabfls í ensku hafnar- borginni Dover á sunnudagskvöld. Saksóknarar í Hollandi sögðu í gær að lögreglan hefði handtekið 24 ára gamlan mann, sem skráði flutn- ingafyrirtækið Van der Spek í Rott- erdam skömmu áður en flutninga- bfllinn fór frá Zeebrugge í Belgíu til Dover. Samkvæmt skrám yfirvalda í Rotterdam heitir eigandi fyrirtækis- ins Arie Frederick van der Spek. 55 ára gamall maður í Rotterdam var einnig handtekinn á mánudag þegar lögreglan leitaði í þremur húsum í borginni að beiðni breskra yfirvalda. Hollenska kvöldblaðið NRC Handelsblad sagði að maður- inn væri faðir 33 ára bflstjóra, sem ók flutningabflnum til Dover. Breska lögreglan hefur handtekið bflstjórann og hugsanlegt er að hann verði ákærður fyrir manndráp. Blaðið sagði að faðir bflstjórans starfaði hjá flutningafyrirtækinu TBA, sem hafði oft séð bílstjóranum fyrir verkefnum. Fyrirtækið missti flutningaleyfi sitt í apríl, að sögn NRC Handelsblad. Lögreglan í Rotterdam sagði að hugsanlega yrðu fleiri handteknir vegna málsins. Breska lögreglan fann lík flótta- mannanna, 54 karla og fjögurra kvenna, sem talið er að hafi komið frá Fujian-héraði í Suður-Kína og verið fluttir með ólöglegum hætti til Evrópu. Aðeins tveir fundust lifandi í vagninum en hann var eins og bak- araofn í steikjandi hitanum sem var á Suður-Englandi um helgina. Slökkt hafði verið á kælikerfi vagns- ins. Breskir fjölmiðlar segja að flótta- fólkið hafi verið í fjóra mánuði á leið- inni til Bretlands, fyrst farið til Rússlands og fleiri ríkja í Austur- Evrópu, gengið yfir fjöll við landa- mæri Tékklands og Þýskalands og komist þaðan til Belgíu. Belgíska lögreglan kvaðst í gær hafa handtekið hóp kínverskra flóttamanna í aprfl og talið er að það sé sami hópurinn og fannst í flutn- ingabflnum í Dover. Lögreglan tók fingraför flóttamannanna og skipaði þeim síðan að fara af Shengen-svæð- inu, sem Bretland tilheyrir ekki. Breskir embættismenn urðu ókvæða við þessar upplýsingar og sögðu það „fáránlegt" að flótta- mönnunum skyldi hafa verið sleppt án þess að fylgst hefði verið með ferðum þeirra. Bretar gagnrýndu einnig að flóttamönnunum skyldi að- eins hafa verið skipað að fara frá að- ildarríkjum Shengen-samningsins um afnám landamæraeftirlits, sem tíu af 15 aðildarríkjum Evrópu- sambandsins hafa undirritað. Talsmaður belgíska innanríkis- ráðuneytisins sagði að mennirnir hefðu verið færðir í lest til Antwerp- en og ekki hefði verið fylgst með því hvort þeir hefðu haldið kyrru fyrir í Belgíu, farið til annars lands í Evrópu eða aftur til Kína. Mál flóttamannanna hefur vakið mikinn óhug í ríkjum Evrópusam- bandsins og Frakkar hafa lagt til að hafin verði herferð gegn smygli á flóttafólki til aðildarlandanna. Breskir fjölmiðlar hafa leitt get- um að því að kínversk glæpasamtök hafi smyglað flóttamönnunum til Evrópu. Kínverskir innflytjendur í Bretlandi, sem hafa ekki fengið dvalarleyfi, eru tregir til að aðstoða lögregluna við rannsókn málsins þar sem þeir óttast að þeim verði vísað úr landi. Lögfræðingar innflytjenda hafa því lagt til að ættingjum þeirra sem dóu í flutningabflnum verði veitt sakaruppgjöf til að hvetja þá til að veita upplýsingar um málið. OPEC eykur framleiðsluna Ekki mik- il áhrif á olíuverð Vín.AP. OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja, ætla að auka framleiðslu sína um 700.000 olíufot á dag. Var það ákveð- ið á fundi olíumálaráðherra ríkjanna í Vín í gær. Ekki er víst, að það hafi mikil áhrif á olíuverðið. Abdalla Salem el-Badri, fulltrúi Líbýu á fundinum, sagði í gær, að aukningin yrði eitthvað innan við 750.000 föt og haft var eftir öðrum heimildum, að hún hefði verið ákveð- in 700.000 föt á dag. Svarar það til 3% af núverandi heildarkvóta. Búist hafði verið við, að aukningin yrði á bilinu 500.000 til 1.000.000 föt og vitað var, að yrði lægri talan fyrir valinu, myndi það engu breyta um ol- íuverðið. Sérfræðingar telja einnig, að aukning um 700.000 föt verði ekki til að lækka olíuverð að neinu marki. Er ástæðan m.a. sú, að hugsanlega verður aðeins um að ræða 200.000 fata aukningu þar sem OPEC-ríkin framleiða nú þegar 500.000 föt um- fram kvóta. Sennilegt þykir þó, að ol- íuverðið muni eitthvað lækka og fara í 27 eða 28 dollara fatið. va, / J uc,rnamatur frá Heinz Fullkomin máltíð fyrir barnið þitt BKÉAKfAST Seven Cereal í meira en 100 ár hefur Heinz framleitt gæðabamamat af ýmsum gerðum. Aðeins eru notuð bestu hráefni í Farley's barnamat og lögð er áhersla á að hann sé bæði bragðgóður og næringarríkur. Farley's barnamatur er fyrir öll börn sem náð hafa 4 mánaða aldri og hægt Wj er að fá hann sem morgunmat, aðalmáltíð eða eftirmat. - fyrir börn sem borða vel Sjálfuppblás Pumpa j frá kr. 190 «J \/\ndsaer'9ur Bakpokár ...........frá'kr^ij|9ö Míttistöskur .......fra kÆ 2SO Mittistóskur m/brúsa kf. 1.600 Gönguskór frá kr. 3.900 Goretex skór frá kr. 6.900 Storutsaia úlivistai'vörur Ármúla 40 Sími: 553 5320 Ifersluninl vVMRK Kælitöskur frá kr. 550 • Kælielement frá kr. 190 • Attavitar frá kr. 190 • Tjaldhælar m/10 frá kr. 250 • Legghlífar frá kr. 490 aönguskór SALOMON 20 - 50%1 .200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.