Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 49 ÞORLEIFUR K TA RTA N KRISTMUNDSSON + Séra Þorleifur Kjartan Krist- mundsson fæddist í Reykjavík 12. júní 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 4. júní síðastliðinn og fór útfdr hans fram frá Dómkirkjunni 14. júní. Elsku afi minn, mér finnst erfitt að trúa því að þú sért farinn, sorg- in er mikil að missa mann eins og þig, en gleðin yfir því að hafa átt allar þess- ar góðu stundir með þér á eftir að ylja mér alla ævi. Sérstaklega minn- ist ég allra góðu tímanna hjá þér og ömmu á Kolfreyjustað og úti í And- ey, nær öll sumur mín uppvaxtarár. Nafni minn eins og við kölluðum hvor annan oftast, þín minnist ég sem ástríks afa sem var alltaf til taks, stóra virðulega prestsins sem var hvers manns hugljúfi og jafn- framt sem góðs vinar. Megi algóður guð þig geyma og veita ömmu og fjölskyldu okkar styrk á þessum erf- iða tíma. Takk fyrir allt, afi minn. Þinn nafni, Þorleifur Kjartan Jóhannsson. Fundum okkar sr. Þorleifs bar fyrst saman innan Lionshreyfingar- innar. Á umdæmisþingi, sem haldið var á Eiðum í Eiðaþinghá 2. júní 1973, var stofnað fjölumdæmi 109. Þorleifur var kosinn umdæmisstjóri í umdæmi 109 B. starfsárið 1973 til 1974. Árið eftir gegndi Þorleifur starfi fjölumdæmisstjóra, en ég valdist sem umdæmisstjóri í um- dæmi 109 A. Umdæmisstjórinn í umdæmi 109 B. var Jón Ben Ásmundsson, skólastjóri á ísafirði, en hann andaðist í hörmulegu um- ferðarslysi 21. nóvember 1974. Sr. Þorleifur tók þá að sér störf um- dæmisstjóra annað árið í röð og bætti þeim við störf fjölumdæmis- stjóra. Voru þetta drengileg við- brögð hjá sr. Þorleifi og hann leysti mikinn vanda hjá Lionshreyfing- unni með fórnfúsum hætti. Samstarf okkar Þorleifs á þessum tíma og æ síðan innan Lionshreyfingarinnar hefur verið traust og gott. Sr. Þorleifur Kjartan Krist- mundsson gerðist Lionsmaður við stofnun Lionsklúbbs Fáskrúðsfjarð- ar 21. júní 1966 og valdist þegar til forustu í klúbbi sínum. Til er skemmtileg saga um til- drögin að stofnun Lionsklúbbs Fá- skrúðsfjarðar, sem höfð er eftir Þor- valdi Þorsteinssyni, sem lengi var forstjóri Sölufélags garðyrkju- manna og frábær Lionsmaður, er m.a. vann að útbreiðslumálum. Gef- um Þorvaldi orðið: „Eftir að ég hafði gengist fyrir stofnun tveggja klúbba á Austfjörð- um; Reyðarfirði og Eskifirði, datt mér í hug að kanna jarðveginn á Fá- skrúðsfirði. Þar þekkti ég engan, en mér var bent á að tala við prest þeirra Fáskrúðsfírðinga, séra Þor- leif K. Kristmundsson á Kolfreyju- stað, sem ég hvorki þekkti eða hafði séð. Ég hringdi í hann, ræddi málið og sagði honum svo að ég kæmi frá Reyðarfirði með Esjunni næstu nótt og spurði hann hvort við gætum þá hist. Hann tók vel í það og þegar Esja lagði að bryggju á Fáskrúðs- firði var ég tilbúinn úti á dekki. Ég sé að það er aðeins einn maður á bryggjunni, líklega hafnarvörður, ESów«ialwa#3fe* v/ FossvogskirkjugarS Símii 554 0500 og hann tekur á móti landfestum og bindur skipið. Annan mann sá ég ekld. Svo setja skip- verjar landganginn niður og enn er þessi maður til aðstoðar. Ung stúlka fer niður landganginn og maður- inn kemur á móti henni, þrífur hana í fang sér, þrýstir henni að sér um leið og hann heilsar henni og svo gengur hann um borð í skipið. Enn sá ég eng- an annan mann og þar sem Esja átti að hafa skamma við- dvöl spyr ég þennan stóra en spor- létta mann hvort hann hafi séð eitt- hvað til séra Þorleifs og hann svarar um hæl: „Ég er hann.“ Við hlógum báðir, en þarna á dekkinu, og síðan í nokkrar mínútur í viðbót í klefa mínum, voru drögin lögð að stofnun Lionsklúbbs Fá- skrúðsfjarðar. Þessi fyrstu kynni voru ánægjuleg og mér ógleyman- leg.“ Saga þessi lýsir vel báðum þess- um ágætu Lionsfélögum. Störf og árangur Lionshreyfingarinnar fer fyrst og fremst eftir því hve einstak- ir félagar vilja á sig leggja í þágu góðra málefna. Sr. Þorleifur gekk vasklega fram í störfum sínum fyrir Lionshreyfinguna og það var mjög ánægjulegt að starfa með honum á þeim vettvangi. Sr. Þorleifur lauk guðfræðiprófi 31. janúar 1955 og honum var veitt- ur Kolfreyjustaður 28. maí sama ár og hlaut hann vígslu 5. júni. Sumarið fór í hönd þegar Þorleifur og frú Þórhildur Gísladóttir settust að á prestsetrinu fagra, Kolfreyjustað. Þar festu þau strax rætur og undu hag sínum vel. Allan sinn prestskap þjónaði sr. Þorleifur söfnuðum Kolfreyjustaðarkirkju og Búða- kirkju og seinustu árin var hann einnig prófastur. Oft sinnti hann umfangsmikilli þjónustu í ná- grannaprestaköllum og um ein jól og áramót sinnti hann öllu svæðinu frá Fáskrúðsfirði og til Mjóafjarðar. Sóknarpresturinn tók einnig þátt í almennum félagsmálum sóknar- barna sinna, var m.a. fulltrúi í sýslu- nefnd Suður-Múlasýslu. Kirkju- þingsmaður var hann og um tíma í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar. Löngum var hann í stjórn Prestafé- lags Austurlands frá 1956 sem for- maður eða gjaldkeri. Sr. Þorleifur Kjartan Krist- mundsson var myndarlegur maður á velli og tjáði skoðanir sínar með eindregnum hætti. Hann var fjölfr- óður og víðlesinn. Kunni mikið af kveðskap og gamansögum og sagði vel frá. Á góðum stundum var unun að vera með þeim hjónum, Þórhildi og sr. Þorleifi, en nú hefur hann kvatt okkur um sinn og horfið yfir móðuna miklu. Við Þóra Björk söknum vinar í stað og sendum frú Þórhildi, börn- um þeirra og fósturbörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Júsef H. Þorgeirsson. SIGURÐUR ÞENGILL HJALTESTED + Sigurður Þengill Hjaltested fædd- ist í Tidsa í Okla- homa í Bandaríkjun- um 5. maí 1990. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 9. júní síðastliðinn og fúr útför hans fram frá Fossvogskirkju 20. júní. Ég minnist Sigurðar sem smá peyja sem fannst rosa gaman á róló. Fyrstu fregnir af veikindum hans voru erfíðar og sár- ar. Þá var hann aðeins 2ja ára gam- all. Fimm árin á eftir voru nokkuð góð. Þá tók meinið sig upp aftur. En alltaf lifir vonin. Skemmst er að minnast síðastlið- ins vetrar þegar förinni var heitið í Disneyland á Flórída. Hans heitasta ósk var að komast þangað. Sigurður og hin systkinin, Rósa, Guðsteinn, Nína og Ivar, voru mjög spennt og ótrúlegt að draumurinn væri að ræt- ast. A köldum desemberdegi var lagt af stað með stuttbuxur og stutt- ermaboli. Sigurður að sjálfsögðu með hjólastólinn með í för. Ferðin tókst vonum framar og komu þau heim tíu dögum seinna. Þá datt af mér andlitið, því Sigurður kom hlaupandi niður stigann en Nína með gips á handlegg. Flórída hafði farið mjúkum höndum um hann. Við hittumst líka á skíðum eftir áramótin. Þar var Sigurður Þengill kominn með skíðin á fæturna og vildi ólmur sýna mér hvað hann væri orðinn klár, sem hann var orðinn. Hann var mikill útivistarmaður. í vor fór hann hann á Andrésar And- ar-leikana ásamt mömmu sinni og systkinum. Þar var keppt um sæti og medalíur. Hann renndi sér báðar ferðimar báða dagana og var það stolt mamma sem hringdi í mig til að segja mér frá árangri bamanna sinna, því Nína komst á verðlauna- pall og fékk medalíu. En ef einhver átti skilið að fá medalíu var það Sigurður, því hann hafði langmest fyrir þessum ferðum. Ég kveð Sigurð með virðingu. Ég á fullt af skemmtilegum minningum sem ekki er hægt að tíunda hér. Elsku Sissa mín og þið öll hin, megi algóður Guð styrkja ykkur. Er með ykkur í svefni og vöku. „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr).“ Guðrún. Það er erfitt að skilja og fátt um svör þegar spurt er hvers vegna börn deyja eftir langt og erfitt stríð við illvíga sjúkdóma. Mig langar að kveðja hann SSigurð Þengil með örfá- um orðum. Ég var svo heppin að fá að kynnast honum sem litlum dreng. Ég sá hann fyrst í fanginu á henni mömmu sinni aðeins nokkurra mán- aða gamlan. Voru þau mæðginin þá nýflutt heim frá Bandaríkjunum. Ég man hvað mér fannst hann undur- fagurt barn með stríðnislegt blik í Þegar andlát ber að höndum Vesturhllð 2 Fossvogi Sfmi 551 1266 www.utfor.is Onnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan ■ ~ ‘V sólarhringinn. .I*lŒr”ÉÉÍ jf|f) f Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. augum. Hann var ríkj- andi og fjörugur og það er alltaf gaman að fá að kynnast börnum sem eru forvitin og athugul um umhverfi sitt. Sigurður Þengill var svo heppinn að fá að fæðast inn í stóran og traustan frændgarð sem gerði allt til að stytta honum stundir og leyfa honum að fá sínar hjartans óskir uppfylltar. Það er stórt skarð komið í hópinn en minningin um hann mun alltaf lifa. Elsku Sissa, Geir, Siggi, Rósa, Birgitta; Guðsteinn, Þór, Nína Björk, Ivar Rósinkrans, Guðsteinn og Jónína. Ég bið af öllu mínu hjarta góðan Guð að styrkja ykkur í þess- ari þungu sorg. En það er víst til- gangur með öllu sem á okkur menn- ina er lagt og við vitum að núna líður honum vel í faðmi almættisins. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. Æ, tak nú, Drottimu fóður og móður mína í mildríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta bami gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gefi í nótt mig dreymi. I Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (Matthías Joch.) Kær kveðja, Kristrún Sæbjörnsdúttir, Frank Norman og Safír Steinn. Föstudaginn 9 júní barst okkur sú harmafregn að sonur vinkonu okk- ar, hann Sigurður Þengill, væri lát- inn. Lítill drengur ljós og fagur Mkur mömmu í allan stað kröftugur, hraður, þorinn og glaður hleypur götuna heim í hlað. (Lilja Steinberg.) Á sinni stuttu ævi hafði hann af- rekað margt og með sínum einstæða lífskrafti og stuðningi frá fjölskyldu sinni fékk hann tækifæri til að upp- lifa meira en margir jafnaldrar hans. Fjölskyldan naut útivistar og samverunnar og sem dæmi má nefna að fáeinum dögum fyrir and- látið gisti Sigurður ásamt fjölskyldu sinni í tjaldi inni í Þórsmörk en þangað fór fjölskyldan mjög oft. í vetur fór Sigurður ásamt systkinum og móður norður á Andrésar And- arleikana þar sem hann, þrátt fyrir mikil veikindi, náði settu marki, semx' var að komast niður brekkuna. Hann stundaði ásamt Nínu systur sinni skíðaæfingar hjá KR undan- fama vetur. Missir Nínu er mikill. Elsku Sissa, Geir, Rósa Birgitta, Guðsteinn, Nína og ívar: söknuður- inn er mikill og við biðjum guð og alla engla að vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk. Helga Júns, Lilja Steinberg, Kristín Friðriks, Guðrún Skúladúttir, Snjúlaug, Matt- hildur, Kristín Stefáns. Elsku bekkjarbróðir, nú ertu kominn yfir móðuna miklu, og hefur hlotið hvíldina. Vil ég þakka þér fyr^ ir samfylgdina síðastliðin haust. Ég sendi samúðarkveðjur til fjöl- skyldu þinnar. Megi Guð styrkja hana í hinni miklu sorg. En minn- ingin um góðan dreng mun lifa. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu í Drottins skaut Ó, það slys því hnossi að hafna, hvflíkt fár á þinni braut, Ef þú blindur vilt ei varpa vonogsorgíDrottinsskaut .T> (M. Joch). Aldís Ósk Egilsdúttir. ðjffe Legsteinar I Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogl Sími 564 4566 111111111111 h h h h h h h h h h h h h Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 mmm 1111 itx! fjgjjp v H — Guðmundur Jónsson F. 14.11.1807 i D. 21.3.1865 ' Graníf HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Eittarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.