Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Nissan íhugar að flyija smíði
Micrunnar frá Englandi
Sterku pundi
kennt um
London. Daily Telegraph, Reuters.
STERK staða sterlingspundsins
gagnvart evrunni hefur dregið
verulega úr líkum á því að nýja
Micran frá Nissan verði smíðuð í
Englandi. Verði smíðin flutt yfir á
meginlandið munu allt að 12.000
störf tapast. Michael Portillo, fjár-
málaráðherra í skuggaráðuneyti
íhaldsflokksins, ítrekaði í gær að
baráttan gegn evrunni yrði eitt af
helstu málum flokksins í næstu
kosningum.
John Cushnaghan, framkvæmda-
stjóri Nissan í Bretlandi, sagði á
fundi með breskri þingnefnd í
fyrradag að gengismálin myndu
vega þungt þegar ákveðið yrði hvar
Micran yrði framleidd.
Líkur á afturför?
Sagði hann að hátt gengi punds-
ins og óvissan um aðild Breta að
myntbandalaginu væru farin að
skaða breska hagsmuni og taldi að
vegna þess væru „miklar líkur á
afturför í breskum iðnaði“.
Nissan-verksmiðjurnar í Sund-
erland framleiða 350.000 bfla á ári
og þar af er helmingurinn Micra.
Nú er hins vegar verið að kanna
hvort rétt sé að smíða nýju gerðina
í verksmiðjum Renault í Frakk-
landi eða á Spáni en Nissan og
Renault hafa með sér samstarf.
Hvatt til umræðu
Portillo sagði að baráttan gegn
evrunni yrði eitt af helstu málum
íhaldsflokksins í næstu kosningum
og ríkisstjórnin gæti ekki lengur
þaggað niður almenna umræðu um
þessi mál. Sagði hann að bresku
fjármálalífi hefði vegnað vel án evr-
unnar auk þess sem unnt væri að
lækka vexti ef Bretland stæði utan
myntbandalagsins. Þá sagði hann,
að kostnaður við gjaldeyrisyfir-
færslur væri lítill og færi lækkandi.
Heilsugæsla talinbest í
Frakklandi og á Italíu
London. Reuters, AP.
HEILSUGÆSLA er almennt best í
Frakklandi, Ítalíu, San Marínó og
Andorra og er þá miðað við ævilíkur
og skilvirkni, jafnan aðgang þegn-
anna að kerfinu og hvemig það
bregst við félagslegum og fjárhags-
legum aðstæðum þeirra. Kemur
þetta fram í nýrri skýrslu frá Al-
þjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO,
og þar segir, að þau keríí, sem fjár-
mögnuð eru með sköttum og trygg-
ingum, séu betri en þau, sem byggj-
ast á því, að fólk greiði hjálpina úr
eigin vasa.
Mikil umskipti í Óman
Hvergi er varið meira fé til heil-
brigðismála en í Bandaríkjunum,
rúmlega 281.000 ísl. kr. á mann, en
kerfið þar í landi er þó aðeins það 37.
í röðinni af 191 landi. Dr. Christ-
opher Murray, einn af yfirmönnum
WHO, segir, að í könnuninni hafi
ekki fyrst og fremst verið kannað
hve miklu fé væri varið til heilbrigð-
ismála, heldur ekki síður hvað feng-
ist fyrir það. Skilvirkni í bandaríska
heilbrigðiskerfinu sé t.d. ekki nógu
J ónsmessutilboð
ELsta og yngsta gróðrarstööin á Reykjavikursvæðinu
bjóöa viðskiptavinum sinum Jónsmessutilboð um heLgina
4 sumarblóm í pottum aðeigin vali 1*190 kr.
(Fjöldi tegunda íyrir ker, hengipotta eða í garð)
4 fjölærar plöntur að eigin vali 1*190 kr.
(Yfir 400 tegundir úr að velja)
32 grænmetisplöntur aðeigin vali 1*190 kr.
GRÓÐRARSTÖÐIN
Furugerði 23 (við Bústaðaveg)
Sími 553 4122
60 ár á sama stað
Oplö:
mánud. tll föstud. 9 -20
laugardaga 9-19
sunnudaga 10 -19
GRÓÐRARSTÖÐIN
ST«RÐ
Dalvegi 30 • Kópavogur
Sími 564 4383
Gróðrarstöð í vexti
Heilbrigðiskerfið
best þar sem það
er fjármagnað
með sköttum
mikil og jöfnuður þegnanna ónógur
og því lendi kerfið í 37. sæti þrátt
fyrir fjárútlátin.
Ef talin eru tíu efstu rfldn á listan-
um þá eru Frakkland, Ítalía, San
Marínó og Andorra í þeim fjórum
fyrstu en síðan koma Malta, Singa-
púr, Spánn, Óman Austurríki og
Japan. Mesta athygli vekur Óman en
fyrir tveimur áratugum létust 23%
bama þar í landi áður en þau náðu
fimm ára aldri. Síðan hefur orðið
bylting í heilsugæslumálunum þótt
fjárframlög á mann séu ekki nema
rúmlega 23.000 ísl. kr.
Sem dæmi um iðnvædd ríki, sem
eru tfltölulega aftarlega á merinni í
þessum efnum, má nefna Ástralíu,
sem er í 32. sæti, og Nýja-Sjáland í
því 4i. Þá er athýglisvert, að Kína,
sém einu sinni þótti til fyrirmyndar í
heilsugæslunni, er nú í 144. sæti af
191.
I skýrslunni segir einnig, að komið
háfi í ljós, að kerfi, sem fjármögnuð
eru með almennum sköttum, séu
betri en þau, sem byggjast á því, að
þegnamir greiði sjálfir þjónustuna
að einhverju leyti úr eigin vasa. Þar
sem það á við eru dæmi um, að fólk
fari með allt að helming teknanna í
heilsugæslukostnað.
Einn höfunda skýrslunnar, dr.
Christopher Murray, heilsugæslu-
hagfræðingur við Harvardháskóla
og starfsmaður WHO, var undrandi
á niðurstöðunum. Hafði hann vænst
þess að Skandinavíuríkin eða Kan-
ada yrðu efst á listanum því þau ríki
eru oftast talin til fyrirmyndar í
þessum efnum. En raunin varð sú að
Noregur, er varð efst Skandinavíu-
ríkjanna, var í 11. sæti og Kanada í
30. sæti.
Efasemdir
um aðferðir
Sumir heilsugæsluhagfræðingar
hafa látið í ljósi efasemdir um þær
aðferðir sem notaðar voru við röðun-
ina. Lítil ríki þar sem sjúklingar eru
fáir, San Marínó, Andorra og Malta,
raða sér efst á listann. Aðrir sérf-
ræðingar töldu listann segja meira
um heilsufar fólks í löndunum en
gæði heilbrigðiskerfisins.
„Þeir njóta greinilega ólívuolíu-
áhrifanna,“ sagði Nick Bosanquet,
prófessor í heilsugæslustefnu við
London-háskóla, og skírskotaði þar
tfl neysluvenja íbúa Miðjarðarhaf-
slandanna. „Engar kannanir á ít-
alska heilbrigðiskerfinu hafa sett
það í annað sæti í heiminum. Röðun
sem setur Finnland í 31. sæti og Ita-
líu í annað hlýtur að vekja spuming-
ar.“
Staða Bandaríkjanna kom fáum á
óvart. Þótt þar í landi séu menn dug-
legir að veita dýra neyðarþjónustu
standa þeir sig illa við þá ódýru for-
varnarþjónustu sem heldur Evrópu-
búum heflbrigðum, að sögn Uwe
Reinhardts, prófessors í heilbirgðis-
hagfræði við Princeton-háskóla í
Bandaríkjunum.
Brestirí ríkis-
stjórn Irlands
ALVARLEGIR brestir em nú
komnir í stjómarsamstarf Fianna
Fáil og Framsækna demókrata-
flokksins (PD) á frlandi og þykir líf
stjómarinnar hanga á bláþræði. Til
harðra orðaskipta kom á þingfundi í
Múrarau
STEIIMIIMGARLIM margir litir
FLOTMÚR 6 tegundir
ÚTIPÚSSIMIIMG margir litir - 3 tegundir
IIMIMIPÚSSIMIIMG - RAPPLÖGUIM úti og inni
LÉTTIÐ vinnuna og
MARGFALDIÐ afköstin með notk
ELGO múrdælunnar
Leitið tilboða!
Traust íslensk múrefni
síðan 1979
il steinprýöi
Stangarhyl 7 — Pósthólf 10058 — 130 Reykjavík
Sími 567 2777 — Fax 567 2718
gær og var fundinum tvívegis frestað
þegar stjórnarandstæðingar gengu
á lagið og nýttu sér glufur í samstöðu
stjómarflokkanna. Heimtuðu þeir
frekari skýringar á ummælum sem
forsætisráðherrann Bertie Ahern,
leiðtogi Fianna Fáil, lét falla á
þriðjudag varðandi skipan í stjóm
Fjárfestingabanka Evrópu en þau
munu hafa valdið mikilli reiði Mary
Hamey, leiðtoga PD.
Ahem lét þau ummæli falla í út-
varpsviðtali á þriðjudag að Hugh
O’Flaherty, fyrrverandi hæstarétt-
ardómari, sem nýverið var skipaður í
stjóm Fjárfestingabanka Evrópu að
undirlagi PD, mætti gjaman skýra
betur þátt sinn í nýlegu fjármála-
hneyksli. Taldi Harney að með þessu
væri Ahern að reyna að þvo hendur
sínar af skipan O’Flahertys sem
þótti afar umdeild. Sagði hún í gær
að annaðhvort stæði stjórnin saman
að skipan í embættið eða leita hefði
átt annarra leiða.
Ólíklegt að stjórnin
endist út kjörtímabilið
Ahem lýsti því yfir við upphaf
þingfundar í gær að hann stæði
100% á bakvið skipan O’Flahertys og
létu fulltrúar PD í kjölfarið í það
skína að málinu væri þar með lokið.
Samkvæmt fréttum netútgáfu írska
ríkisútvarpsins RTÉ var hins vegar
augljóst að vík er milli vina og kemur
þessi uppákoma enda í kjölfar
margra annarra atvika þar sem kast-
ast hefur í kekki með stjórnarflokk-
unum tveimur. Hafa fjármála-
hneyksli sem tengjast ýmsum
núverandi og fyrrverandi forystu-
mönnum Fianna Fáil einkum valdið
stjómarsamstarfinu erfiðleikum.
Stjómin hefur afar nauman þing-
meirihluta og þykir nú næsta hæpið
að hún endist út kjörtímabilið en
seinast var kosið á írlandi um mitt ár
1997.