Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Verkfallsverðir stöðva rútu frá Hópferðabifreiðum Guðmundar Jónassonar í Þverholti í gærmorgun.
Beiðni um lögbann
hafnað í annað sinn
SYSLUMAÐURINN í Reykjavík
hafnaði í annað sinn í gær að taka
fyrir lögbannskröfu Guðmundar
Tyrfingssonar ehf. á verkfallsað-
gerðir Bifreiðafélagsins Sleipnis en
fyrri lögbannskröfu fyrirtækisins
var hafnað á þriðjudag.
Sigríður Benediktsdóttir hjá Guð-
mundi Tyrfíngssyni ehf. segist enga
skýringu á því hafa af hverju lög-
bannskröfu þeirra er hafnað en ekki
annarra. „Við sitjum einfaldlega
ekki við sama borð og aðrir. Við
leggjum fram nákvæmlega sömu
'gögn og aðrir og af sömu forsendum
en þeir hafna hjá okkur en ekki hin-
um. Ég kann enga skýringu á þessu
og það er hreinlega verið að mis-
muna fyrirtækjum.“
Sigríður segir að hjá Guðmundi
Tyrfingssyni sé einn starfsmaður í
fullu starfi sem sé meðlimur í
Sleipni og tveir lausamenn og segir
að það sé ekki stór hluti starfs-
mannajþar sem fyrirtækið rekur 22
bíla. „Eg sé enga aðra skýringu á
þessu en þá að formaður Sleipnis
hafi verið ósáttur við að við fengjum
lögbann en sáttur við að hinir fengju
það,“ segir Sigríður.
Heiðursmannasamkomulag
Óskar Stefánsson, formaður Bif-
reiðastjórafélagsins Sleipnis, segir
að þessi lögbannskrafa Guðmundar
Tyrfingssonar hafi komið tiltölulega
flatt upp á menn. „Ég stóð í þeirri
meiningu að gert hafði verið heið-
ursmannasamkomulag milli manna
hjá sáttasemjara á þriðjudaginn að
menn yrðu spakir fram að sátta-
fundinum á föstudag. Því kom þessi
krafa okkur í opna skjöldu, sér í lagi
þar sem það er lögmaður Samtaka
atvinnulífsins sem leggur hana
fram,“ segir Óskar.
Óskar segist vona að einhver
árangur verði af sáttafundinum sem
búið er að boða og segir að það sé
auðvitað betra þegar menn vilji tala
saman. Hann segir einnig að nokkr-
ir aðilar séu að skoða tilboð Sleipnis
frá 7. júní en áður voru tveir aðilar
búnir að samþykkja það. .Annars
munum við halda verkfallsvakt okk-
ar áfram og verður slagkrafturinn í
þeim aðgerðum úti á landi á næst-
unni.“
Á gráu svæði
Verkfallsverðir Sleipnis stöðvuðu
bifreið frá Hópferðabifreiðum Guð-
mundar Jónassonar í Þverholti í
gærmorgun. Ingi Sverrisson, einn
af verkfallsvörðum Sleipnis, segir að
leigubflstjóri hafi ekið bifreiðinni
sem verktaki og það sé verkfalls-
brot. Hann segir að þá haíi verk-
stjóri frá Guðmundi Jónassyni skor-
ist í leikinn og ekið bifreiðinni niður
á Umferðarmiðstöð þar sem farþeg-
amir stigu um borð í aðra rútu sem
var í eigu Hópferðamiðstöðvarinn-
ar. Þeirri rútu var ekið af eiganda á
áfangastað farþega.
,Að okkar mati er verkstjórinn
hjá Guðmundi Jónassyni á mjög
gráu svæði með að keyra bflinn en
bifreiðastjóri bílsins frá Hópferða-
miðstöðinni var hins vegar einn eig-
endanna og því í fullum rétti.“
Bjarni Tryggvason geimfari
í heimsókn á Islandi
Býst við að snúa
aftur út í geim
innan 3-4 ára
BJARNI Tryggva-
son, sem stundum er
nefndur fyrsti ís-
lenski geimfarinn, er
nú staddur á íslandi
en hér mun hann
m.a. halda fyrirlest-
ur um landkönnun í
geimnum og geim-
ferðina sem hann fór
í fyrir um þremur
árum. I gær kynnti
Bjarni sér viðbúnað
á Veðurstofunni
vegna Suður-
landsskjálftanna en
Bjarni kom til Iands-
ins í gærmorgun og
fann því ekki sjálfur
fyrir skjálftanum í
gærnótt.
Bjarni hefur að
undanförnu verið
við æfingar hjá
NASA í Kaliforníu
þar sem hann æfir
m.a. sljórnun
geimskutlunnar auk
þess sem hann
stjórnar hópi verk-
fræðinga sem vinnur
að gerð búnaðar sem
á að nota f skutlunni.
Bjarni segist búast
við því að að hann
muni snúa aftur út í
geim innan 3-4 ára.
Bjarni vinnur nú
að því að efla tengsl
á milli visindamanna
á íslandi og í Kan-
ada en Bjarni segist
lengi hafa haft
áhuga á því að efla samstarf ís-
lenskra og kanadískra vísinda-
manna.
Bjarni mun dvelja hér á landi
í nokkra daga en í kvöld heldur
hann fyrirlestur í Hafnarborg
um landkönnun í geimnum. Fyr-
Morgunblaðið/Jim Smart
Bjarni Tryggvason geimfari heimsótti
Veðurstofu íslands í gær og kynnti sér
m.a. jarðhræringarnar á Suðurlandi.
irlesturinn hefst kl. 21 og er lið-
ur í víkingahátíðinni. Auk
Bjarna segir Haraldur Örn Ól-
afsson frá göngu sinni á norður-
pólinn og Durita Holm segir frá
ferð sinni umhverfis jörðina í
opnum seglbát.
Andlát
JAKOBINA
MATHIESEN
JAKOBÍNA Mathie-
sen andaðist á Hrafn-
istu í Hafnarfirði að
kvöldi 19. júní. Hún var
á 101. aldursári.
Jakobína fæddist í
Keflavík 9. mars 1900,
dóttir hjónanna Guð-
finnu Andrésdóttur
húsmóður og Júlíusar
Petersen kennara í
Keflavík. Að lokinni
skólagöngu í Keflavík
var Jakobína við nám í
Flensborgarskóla í
Hafnarfirði. Hún
stundaði verslunarstörf
í Hafnarfirði þegar hún kynntist og
síðar giftist Jóni Mathiesen kaup-
manni árið 1929.
Jakobína var mjög virk í félags-
málum alla tíð. Var hún um áratuga-
skeið í forystu Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði og á Reykjanesi og var
m.a. einn af stofnendum Vorboða, fé-
lags sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði,
árið 1937 og var formaður þess fé-
lags í 26 ár og síðar heiðursfélagi
þess. Hún átti sæti í fyrstu stjóm
kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins
á Reykjanesi. Árum saman átti hún
sæti í fulltrúaráði sjálfstæðisfélag-
anna í Hafnarfirði og tók virkan þátt
í landsfundi Sjálfstæðisflokksins
landsfundarfull-
Jakobína lét málefni
kvenna jafnan til sín
taka og starfaði m.a. í
Landssambandi sjálf-
stæðiskvenna, í full-
trúaráði Kvenréttinda-
félags íslands og í
Kvenfélagasambandi
Islands. Hún átti aðild
að því að hrinda í fram-
kvæmd orlofi hús-
mæðra.
Hún starfaði ötul-
lega að bindindismál-
um og var m.a. fulltrúi
Kvenréttindafélagsins í Landssam-
bandinu gegn áfengisbölinu árum
saman og átti sæti í áfengisvamar-
nefnd Hafnarfjarðar.
Hún var stofnfélagi og síðar heið-
ursfélagi Krabbameinsfélags Hafn-
arfjarðar og heiðursfélagi í Inner-
wheel. Hún átti sæti í stjóm Nátt-
úrulækningafélags Islands og var
mikil áhugamanneskja um heilbrigt
lífemi, hollt mataræði og hreyfingu.
Þeim Jakobínu og Jóni varð
tveggja dætra auðið, en Jón lést árið
1973. Eldri dóttir þeirra, Soffía, lést
1964 en yngri dóttir þeirra, Guð-
finna, lifir móður sína. Jakobína læt-
ur eftir sig fjölda afkomenda.
Virkjun við Búðarháls
er til athugunar
ALÞINGI veitti á síðasta ári Lands-
virkjun heimild til að ráðast í virkjun
við Búðarháls í Þjórsá. Óljóst er hins
vegar hvenær fyrirtækið nýtir þessa
heimild, en ef samningar verða gerð-
ir milli Landsvirkjunar og Norðuráls
um stækkun álversins á Gmndar-
tanga er líklegast að farið verði út í
hana. A.m.k. þrír aðrir virkjanakostir
era taldir hagkvæmir neðar í Þjórsá.
Búðarhálsvirkjun er á milli Sultar-
tangavirkjunar og Hrauneyjafoss-
virkjunar. Hönnun virkjunarinnar er
að mestu lokið og er gert ráð fyrir að
hún gefi 100 MW. Aðeins þarf að
byggja lítið inntakslón við virkjunina,
en ekki ný miðlunarlón. Virkjunin á
eftir að fara í umhverfismat enda hef-
ur engin ákvörðun verið tekin um að
ráðast í hana.
Einar Benediktsson skáld mun
hafa verið fyrstur manna til að benda
á mögulegar virkjanir neðst í Þjórsá.
Landsvirkjun hefur látið gera for-
athugun á vh-kjanakostum þar og
hafa einkum þrír kostir verið skoðað-
ir. Virkjun við Urriðafoss, Búðafoss
og Núp. Allt era þetta rennslisvirkj-
anir með lítil inntakslón. Þorsteinn
Hilmarsson, upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar, sagði að þessar hug-
myndir væra á framstigi og það tæki
2-3 ár að rannsaka og hanna þessar
virkjanir áður en hægt væri að hefja
framkvæmdir. Þær þyrftu auk þess
að fara í umhverfismat. Hann sagði
of snemmt að svara því hve mikla
orku þessar virkjanir gætu gefið.
Norðurál hefur mildnn áhuga á að
stækka álver fyrirtækisins á Grand-
artanga, en Landsvirkjun mun ekki
geta selt álverinu meiri raforku nema
að virkja meira. Viðræður fyrirtækj-
anna era að fara af stað, en talsmenn
Landsvirkjunar segja að ef koma eigi
á móts við óskir Norðuráls sé eðlilegt
að huga að byggingu fleiri virkjana í
Þjórsá.
Góð aðsókn að íslenska skálanum á EXPO 2000
Fjöldi gesta nálgast hálfa milljón
AÐSÓKN að íslenska sýningarskál-
anum á EXPO 2000, heimssýning-
unni í Hannover í Þýskalandi, hefur
verið afar góð og reiknað er með að
síðdegis á föstudag eða snemma á
laugardag muni hálf milljón manna
hafa heimsótt skálann. I fyrradag
nam heildarfjöldi gesta í skálann
36.514 og segir Sverrir Haukur
Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri í ut-
anríkisráðuneytinu, skálann jafnan
þétt setinn og að veralega langar
biðraðir myndist gjarnan við
innganginn.
„Aðsóknin að sýningarsvæðinu í
heild fer vaxandi og þær bölsýnis-
spár sem voru í upphafi virðast ekki
ætla að rætast," sagði Sverrir Hauk-
ur. „Ein ástæðan er sú að yfirstjórn
EXPO hefur lagað sig að aðstæðum
og opnað fyrir þann möguleika að
fólk geti komið síðdegis eða að kvöldi
til fyrir mun lægri aðgangseyri held-
ur en til stóð.“ Segir Sverrir Haukur
það aukinheldur reynslu íslendinga
af þessum sýningum að aðsóknin fari
yfirleitt hægt af stað í byrjun en auk-
ist síðan veralega þegar sumarleyf-
istímabilið fer í hönd.
Sverrir Haukur segir mun hæraa
hlutfall sýningai-gesta heimsækja ís-
lenska skálann en gert hafði verið
ráð fyrir.