Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Minningargrein
*um þorsk
NÚ hefur þjóðinni
verið tilkynnt að
200.000 tonn af þorski
eða meira hafi horfið af
Islandsmiðum á einu
ári. Frá þessu er sagt
rétt eins og regnskúr
hafi fallið og mönnum
þyki svo sem verra að
vökna, þótt tjónið fyrir
. bjóðarbúið hljóti að
Aeljast í tugum millj-
arða. Skýringar eru
ekki gefnar á þessum
hamförum í hafinu á
tímum þegar ástand
þess er sagt betra en
það hefur verið um ára-
tuga skeið. Fyrr á árum, þegar ráð-
herrar leyfðu sér að láta veiða
nokkru meira af fiski en Hafró hafði
lagt til, var ofveiði eina skýring stofn-
unarinnar á svona þróun. Nú gengur
það ekki. Síðasta áratug hefur næst-
um verið farið eftir ráðgjöf Hafró og í
fimm ár algerlega. Þá er búin til ný
skýring: ofmat. En það er engin
skýring. Vitneskjan, sem var traust
síðustu tvö ár, er nú allt í einu orðin
>feng. Hvers vegna ætti þjóðin að
trúa því, að niðurstaðan í ár sé betri?
Arum saman hef ég sýnt áhuga
minn á fiskveiðistjórn í verki með
skrifum um efnið í Mbl. Nær ein-
göngu hafa þau skrif snúist um
ágalla kvótaúthlutunar og þjóð-
hættulegar afleiðingar þeirra, sem
sífellt eru að koma fram og verða
þeim mun hættulegri sem tímar líða.
Það var fyrst fyrir fáum mánuðum að
ég skrifaði grein þar sem bent var á
að árangur af öllu þessu friðunar-
vafstri undir leiðsögn
Hafró væri harla lítill
og í flestum botnfisk-
tegundum neikvæður.
Nýjasta skýrsla Hafró,
a.m.k. eins og frá er
sagt í fjölmiðlum, stað-
festir þetta. Það er eitt-
hvað í grundvallarat-
riðum að því sem verið
er að gera. Árangri
skilar það alla vega
ekki.
Ég hef hvorki fræði-
lega burði til að deila
um þessi efni né að-
stöðu til að sökkva mér
niður í þau. Hins vegar
sér hver leikmaður af fréttum hvem-
ig árangur af allri þessari friðunar-
og kvótasetningarviðleitni, hefur
skilað sér í minnkandi afrakstri af
öllum botnfisktegundum bæði talið
frá 1984 og 1990. Ég lagði til í grein
minni að stjómvöld kölluðu tfi ráðs-
lags ekki aðeins þá sem allt þykjast
vita inni á Hafró heldur einnig þá
aðra náttúrufræðinga sem hafa mikl-
ar efasemdir um ágæti þeirra for-
sendna sem stofnunin byggir alla
sína ráðgjöf á. Þeir eru æðimargir ef
að er gáð. Innlegg sjávarútvegsráð-
herrans, fiskifræði sjómannsins, á
þar líka fullt erindi.
Vegna dapurlegra tfidraga þess,
sem nú er skrifað, þykir mér við hæfi
að skrifin verði að hluta minningar-
grein um öll þau ókjör af þorski sem
síðasta ár hafa farist í hafinu við Is-
land. Hver áhugamaður um náttúr-
una og hag þjóðarinnar hlýtur að
vera harmi sleginn. Fiskdfræðingar
Kvótinn
En hvort sem þorskarn-
ír, segír Jón Sigurðsson
í fyrri grein sinni, sem
farist hafa við Island sl.
ár, án þess að komast í
aflaskýrslur, eru fleiri
eða færri, blessuð sé
minning þeirra.
hafa reynt að sefa þennan harm með
því að halda því að fólki að þessi
þorskur hafi aldrei verið tfi. Nógu
slæmt er ef hundmð þúsunda tonna
af þorski hafa farist. Mér þykir þó
enn sárara, ef rétt er, að Hafró hafi
tvö ár í röð sagt rangt til um þorsk-
stofninn eða týnt honum sem þessu
nemur. Hún hefur lengi þóst geta
nánast talið hann. Stofnunin er svo
sem ekki ein í þess háttar hremming-
um því að norskum fiskifræðingum
tókst með svipuðum aðferðum að
týna milljón tonnum af þorski eða
svo fyrir fáum árum.
En hvort sem þorskamir, sem far-
ist hafa við Island sl. ár, án þess að
komast í aflaskýrslur, eru fleiri eða
færri, blessuð sé minning þeirra.
Um þetta efni verður nánar fjallað
í síðari grein.
Höfundur er fyrrverandi
framkvæmdastjóri.
Jón Sigurðsson
Milljóna álögur
ríkisstjórnar-
innar á sjúklinga
ÞAÐ ER þokkaleg-
ur glaðningurinn frá
Davíð Oddssyni og fé-
lögum hans í ríkis-
stjórninni til sjúklinga
nú þegar heilbrigðis-
ráðherra eykur lyfja-
kostnað almennings
um mörg hundruð
milljónir króna með
reglugerð þessa dag-
ana.
Við í Samfylking-
unni bentum á það í
þinginu í vetur að
sparnaðaráform ríkis-
stjórnarinnar um
milljarð í lyfjakostn-
aði ríkisins væru alls-
endis óraunhæf. Ráðherra hafði
áður fullyrt við fjárlaganefnd Al-
þingis að hægt væri að spara einn
milljarð í lyfjamálum með svipaðri
aðferð og Danir beittu. Þar fór
ráðherrann villur vegar.
Sjúklingar tekjulind
ríkisstjórnarinnar
Það er nú komið í Ijós að stað-
hæfingar okkar jafnaðarmanna
voru réttar. Ekki er unnt að spara
milljarðinn og hann fellur sem
þungur skattur á sjúklinga nú í
góðærinu. I reglugerð Ingibjargar
Pálmadóttur hækka greiðslur
sjúklings fyrir hvern lyfjaskammt
um allt að 700 krónur. Við síðustu
reglugerðarbreytingu í vetur var
hlutur sjúklinga einnig aukinn og
þeim gert að greiða
ákveðin lyf að fullu,
sem þeir greiddu áður
að hluta. Nú er einnig
verið að breyta flokk-
un lyfja í sömu veru,
ákveðin hlutfalls-
greiðslulyf þarf al-
menningur nú að
greiða að fullu.
Bitnar illa á öldr-
uðum og öryrkjum
Lyf eins og ákveðin
verkjalyf verður
sjúklingur nú að
greiða að fullu og
sömuleiðis sveppalyf.
Ég vakti athygli á
miklum kostnaði aldraðra vegna
sveppalyfja í vetur á þinginu og al-
varlegra afleiðinga þeirrar hækk-
unar á forvarnir. Ég nefndi dæmi
af ellilífeyrisþega sem þurfti að
borga hátt í 20 þúsund krónur iýr-
ir sveppalyfin, sem áður kostuðu
rúmar 1.000 krónur. Þetta er
mörgum lífeyrisþeganum um
megn, sérstaklega nú, þegar þeir
hafa orðið fyrir verulegri kjara-
skerðingu í verðbólgunni undan-
farið, sem étið hefur upp þá litlu
kjarabót sem ríksstjórnin skammt-
aði þeim úr hnefa. Sveppasjúk-
dómar eru mjög smitandi og al-
gengir hér á landi, sem er
sérstaklega rakið til vinsælda
sundlauga. Ef fólk hefur ekki efni
á lyfjunum heldur það áfram að
fyrir alla fjölskylduna
Didrifesons
vatns og vindheldur
regnfatnaður á
alla fjölskylduna
Veriö viö öllu
búin
stígvél og gúmmískór
á alla fjölskylduna
Opið alla virka daga frá kl. 8:00- 18:00
og laugardaga frá kl. 10:00-16:00.
- Næg bílastæði -
%
1' ’ -i
/ ■ W&Æsý '
'SsMssF' Æ