Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 30 ára afmælisflughátíð Flugmódelfélagsins Þyts í TILEFNI 30 ára afmælis Flug- módelfélagsins Þyts mun félagið í samstarfi við Flugmálafélag íslands standa fyrir fiughátíð á Hamranes- flugvelli í Kapelluhrauni nk. sunnu- dag kl.11:00 til 16:00. Þar er félagið með tveggja brauta malbikaðan flugvöll og flugstöð. Til að komast þangað er beygt af Keflavíkurvegi hjá íþróttasvæði Hauka, ekið fram- Ifcjá spennustöðinni á Hamranesi og síðan beygt til vinstri. Þarna verður í gangi tveggja tíma síendurtekin dagskrá með módelvélflugi, módel- svifflugi, módelþyrluflugi, flugi risa- módela og flugi mótórsvifdreka og flugvéla í fullri stærð. Mikill fjöldi flugmódela verður til sýnis á staðn- um og þar seldar veitingar. Selt er inn á svæðið og kostar kr. 500 fyrir fullorðna, en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Dregið er úr seldum aðgöngumiðum á klukkutíma fresti og fá þeir heppnu stutta kennslu með reyndum módelflugmanni. Flugmódelfélagið Þytur var stofnað á árinu 1970 og er 30 ára á þessu ári. Félagið hefur í gegnum ^in verið öflugur bakhjarl þeirra sem hafa viljað smíða og fljúga fjar- stýrðum flugmódelum og vettvang- ur fyrir fræðslu, félagsstarf og þjálfun á þessu sviði. Einar Páll Einarsson var formaður Þyts fyrstu átta árin, en faðir hans, Einar Pálsson, smíðaði fyrsta fjarstýribúnað- inn sem flogið var með hér á landi. Módelið sem flogið var með þessari fyrstu fjarstýr- ingu var sviffluga sem hönnuð var og flogið af Pétri Filipussyni. Þytur hélt 30 ára af- mælisfagnað 7. mars sl. og þar voru fjórir félagar gerðir að heið- ursfélögum, þeir Ólaf- ur Sverrisson, Axel Sölvason, Ageir Long og Birgir Sigurðsson. Sérstaka heiðursviður- kenningu fékk eini stofnfélaginn á afmælisfagnaðinum, Jón Pétursson, og aðrir sem fengu viðurkenningu voru Ágúst Bjarna- son, Pétur Hjálmarsson, Frímann Frímannsson, Hannes S. Kristins- son, Kristján Antonsson, Rafn Thoroddsen, Björgúlfur Þorsteins- son, Skjöldur Sigurðsson, Arnar B. Vignisson og Böðvar Guðmundsson. Fyrstu áratugina var oft flogið við frumlegar og erfiðar aðstæður eða þar til á árunum 1998 til 1990 þegar félagið fékk úthlutað 70.000 fermetra svæði undir fiugvöll og flugstöð á Hamranesi í Kapellu- hrauni fyrir sunnan Hafnarfjörð. Á nokkrum árum var þarna komið upp tveggja brauta malbikuðum flug- velli, sem var opnaður af Matthíasi Á. Mathiesen, þáverandi samgöngu- ráðherra, 4. júní 1998, einnig þjón- ustusvæði fyrir þá sem eru að fljúga og glæsilegu flug- stöðvarhúsi, en það var opnað 1990. Þetta af- rek er ótrúlegt þegar litið er til þess að fé- lagsmenn voru innan við tvö hundruð á þess- um tíma. Þessi aðstaða er líklega ein sú besta í Evrópu, ef ekki heim- inum öllum. Svæðinu var úthlutað til 10 ára og þeim samningi var framlengt á síðasta ári. Hafnarfjörður hefur stutt vel við bakið á Þytsfélögum með við- haldi á vegum, slætti á flugsvæðinu og fleiru allt frá því svæðinu var úthlutað til félagsins. Flugmódelfélagið Þytur hefur á 30 árum staðið fyrir íslandsmótum í módelvél- og svifflugi, séð um fram- kvæmd á Norðurlanda- og heims- meistarmótum í svifflugi og félags- menn hafa tekið þátt í þessum mótum erlendis. Einnig eru árlega haldin svokölluð hraðflugsmót, lendingarkeppnir og alls konar skemmtilegar uppákomur í flugi, s.s. hópflug, stangarmarkflug, tíma- flug, baunaflug, limbóflug, blöðru- markflug og fleira. Mikið af ungum nýliðum hefur komið í módelflugið hjá Þyti að und- anförnu og m.a. tóku 10 þátt í Tímamót * A 30 ára afmælinu, segir Guðmundur G. Krist- insson, er við hæfi að þakka frumkvöðlunum sem lagt hafa grunn að því glæsilega umhverfí sem áhugafólk á fjar- stýrðum flugmódelum nýtur í dag. smíða- og flugnámskeiði á síðasta ári og annar eins hópur sem undan- farið hefur verið í flugnámi. Mikil- vægt er að sinna þessum þætti vel, en það hefur ávallt verið forgangs- mál í Þyt að sinna kennslu og þjálf- un nýliða í módelsmíði- og flugi. Með aðstoð Reykjavíkurborgar fjárfesti Þytur á síðasta ári í nokkr- um fullkomnum fjarstýringum og kennsluflugvélum og býður í dag upp á 10 tíma fiugnámskeið með reyndum módelflugmönnum til kennslu. Þeir sem hafa áhuga á módelflugi og kennslu geta aflað sér frekari upplýsinga á heimasíðu fé- lagsins www.thytur.is. Flestir félagsmenn í Flugmódel- félaginu Þyti bæði smíða og fljúga sínum flugmódelum, en síðustu árin hefur framboð á tilbúnum flugmó- delum aukist verulega og hefur það Guðmundur G. Kristinsson auðveldað þeim, sem vilja einbeita sér að fluginu, að sinna áhugamáli sínu. Stærð flugmódela, sem smíðuð eru og flogið, hefur aukist verulega og hefur flugmódelum sem eru einn fjórði og einn þriðji af stærð raun- verulegra flugvéla fjölgað mikið. Tækjabúnaður sem notaður er fyrir módelflug hefur batnað verulega tæknilega og er nú svo komið að flestir nota tölvustýrðar fjarstýr- ingar sem útbúnar eru með ótrúleg- um möguleikum til að stilla rafmó- tora þá sem í flugmódelum stjórna stýriflötum vélarinnar. Nokkrir aðilar í Flugmódelfélag- inu Þyti hafa í gegnum árin verið í algjörum sérflokki hvað varðar smíði á því sem kallað er „skalamó- del“ og áhugafólk um flugmódel gat augum litið suma af þessum dýr- gripum á sýningu sem haldin var í Kolaportinu á síðasta ári. Þar mátti sjá eftirlíkingar af ýmsum flugvél- um frá upphafi aldarinnar, flugvélar úr fyrri og seinni heimsstyrjöldinni, kennsluvélar, þyrlur, listflugvélar og margt fleira. Gestir völdu besta flugmódel sýningarinnar, Douglas C-47 með 3,6 metra vænghaf og tvo þriggja hestafla bensínmótora, sem smíðað er af Skildi Sigurðssyni eftir Jökli, flugvél Loftleiða. í öðru sæti varð falleg Citabria í einum fjórða af fullri stærð smíðuð af Gunnari Jónssyni og í þriðja sæti einn fjórði stærðar af Mustang orustuflugvél úr seinni heimsstyrjöldinni sem Skjöldur Sigurðsson smíðaði einnig. Á þessum tímamótum er við hæfi að þakka frumkvöðlunum sem lagt hafa grunn að því glæsilega um- hverfí sem áhugafólk á fjarstýrðum flugmódelum býr við og nýtur í dag. Þeir sem eru að koma nýir inn í þetta sport í dag njóta þess að byrja við bestu fáanlegar aðstæður, þökk sé frumkvöðlunum. Höfundur er fomiaður Flugmódelsfélagsins Þyts. Sumarboð Samfylkingarinn ar Samfylkingin boðar til sumarhátiða um Jónsmessuna i;ír - - " ' r ' mSs. ■ Reykjavík Föstudaginn 23. júní í Öskjuhlíð, kl. 19:00. Komið verður saman i Öskjuhlíðinni vestanverðri (á leiðinni til Nauthólsvíkur) og verður fólki vísað á réttan stað með fánum. Staðkunnugir munu síðan lóðsa gesti um hlíðina. Að þvi búnu flytur Össur Skarphéðinsson ávarp og að lokum verður grillað og samverunnar við náttúruna notið. Reykjanes Laugardaginn 24. júní í Straumi kl. 15:00. Komið verður saman við Menningarhúsið Straum í Straumsvík kl 17.00. Áður verður gönguferð um hraunið vestan Straumsvíkur. Göngustjóri og leið- sögumaður verður Lúðvík Geirsson. Að gönguferð lokinni kl 17:00 verður grill og skemmtun fram eftir kvöldi. Össur Skarphéðinsson ávarpar sam- komugesti i Straumi. Norðurland eystra Sunnudaginn 25. júni í Kjarnaskógi kl. 16:00. Grill, söngur og almenn skemmtun. Össur Skarphéðinsson ávarpar gesti. Sumarboð eru ráðgerð á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi vestra í ágúst og verða nánar auglýst síðar. Samfylkingin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.