Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Athugun Fiskistofu á aflasamsetningu Vísbending um mikið brottkast ATHUGUN Á MEINTU BROTTKASTI lengd á fiski 45,0- 50,0- 54,0- 60,0- 65,0- 70,0- 75,0- 80,0- 85,0- 90,0- 95,0- 100,0-105,0-110,0-115,0-120,0- 125,0- 49,9 54,9 59,9 64,9 69,9 74,9 79,9 84,9 89,9 94,9 99,9 1 04,9 109,9 114,9 119,9 1 24,9 129,9 50 Fjöldi fiska — 45 40 Veiðarfæri: Dragnót 5. maí 2000 Enginn eftiriitsmaður um borð Fjöldi mældra fiska: 143 lengd 30,0- 35,0- 40,0- 45,0- 50,0- 54,0- 60,0- 65,0- 70,0- 75,0- 80,0- 85,0- 90,0- 95,0- 100,0- 105,0- áfiski 34,9 39,9 44,9 49,9 54,9 59,9 64,9 69,9 74,9 79,9 84,9 89,9 94,9 99,9 104,9 109,9 Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum Tveggja til fímm ára físki hent ATHUGUN Fiskistofu á veiði til- tekinna báta gefur vísbendingu um verulegan mun á aflasamsetningu og má draga þá ályktun að mismun- urinn liggi í brottkasti, en töluverð- ur munur er á aflasamsetningu þegar eftirlitsmaður er um borð og þegar eftirlitsmaður er ekki um borð. Petta eru niðurstöður úr mæling- um sem sýna aflasamsetningu hjá átta bátum í tveimur samliggjandi veiðiferðum á sama veiðisvæði með eða án eftirlitsmanns. Athugunin var gerð vegna þess að eftirlitsmenn Fiskistofu urðu varir við einkennilega aflasamsetn- ingu, sáu t.d. að ákveðnir bátar voru nánast eingöngu með físk sem var yfír 5 kg, og jafnframt var sterkur orðrómur um brottkast. Fiskistofa fékk Landhelgisgæsluna í lið með sér og fóru athuganimar fram í apríl, maí og júní. Ámóta niðurstaða í öllum tilvikum Könnuð var aflasamsetning fjög- urra netabáta og fjögurra báta á dragnót og var niðurstaðan ámóta í öllum tilvikum - minni fiskur kom síður að landi þegar eftirlitsmaður var ekki um borð en stærðardreif- ingin var meiri þegar eftirlitsmaður var um borð. Fiskistofa hefur sent skipstjóm- armönnum eða útgerðum viðkom- andi skipa bréf þar sem óskað er skýringa á þessu misræmi og er fresturinn til að svara um það bil að renna út. Hert eftirlit Fyrir viku greindi Árni M. Mat- hiesen sjávarútvegsráðherra frá plastlagnakerfi fyrir þrýstiloft leyfilegum heildarafla á næsta fisk- veiðiári og gat þess að allir hags- munaaðilar hefðu sagt í gagnlegum viðræðum við sig að herða þyrfti eftirlit með brottkasti afla. „Jafnvel þótt fískifræðingar geti ekki bent á né staðfest brottkast í sínum tölum, þá tel ég að það sé ábyrgðarhluti af minni hálfu að athuga það ekki frekar," hafði Morgunblaðið eftir ráðherra sl. föstudag. „Ég hef hins vegar engar forsendur til að ásaka neinn í þessum efnum en hef engu að síður ákveðið að gerð verði at- hugun á þessu á veiðislóðinni. Einn- ig verður eftirlit með brottkasti aukið. Það skipir máli að brottkast eigi sér ekki stað, enda er þar verið að henda verðmætum sem við ekki nýtum og þar af leiðandi fiski sem annars yrði stærri og ætti að skila okkur meiri tekjum. Eins truflar brottkast þau gögn sem Hafrann- sóknastofnun hefur til úrvinnslu.“ Sláandi upplýsingar Að sögn Árna er umrætt starf hafið af hálfu ráðuneytisins og Fiskistofu og fyrrnefndar upplýs- ingar auk annarra sem koma út úr starfinu verða lagðar til grundvall- ar þegar ákveðið verður hvernig tekist verður á við vandann. „Upp- lýsingarnar eru mjög sláandi en , hins vegar hika ég við að draga þá ályktun að ástandið sé almennt eins og kemur fram hjá bátunum sem um er að ræða í úrtakinu." Hann segir ennfremur að allir verði að taka höndum saman til að koma í veg fyrir brottkast afla. „Það er mjög jákvætt í þessari um- ræðu að allir hagsmunaaðilar, sem ég hef rætt við að undanförnu, höfðu að fyrra bragði orð á þessu og það herðir okkur í að hraða og auka þessa vinnu.“ Árni segir að umræddar upplýs- ingar séu til komnar vegna þess að verið sé að reyna að komast til botns í málinu. „Við tökum þær mjög alvarlega en þær eru mjög vandmeðfarnar." FRJÁLSLYNDI flokkurinn sendi í gær frá sér opið bréf til sjávarút- vegsráðherra þar sem krafist er tafarlausra aðgerða gegn brottkasti. „Ef þetta er það sem er í gangi hjá flotanum get ég ekki séð hvernig á að viðhalda þessu frjálsa framsali áfram því brottkastið er afleiðing þess,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins, og bætir við að arðsemis- krafan virðist vera orðin svo mikil að enginn geti leyft sér að koma með fisk að landi sem er undir 70 senti- metra langur. Á árum áður hafi smá- fiski undir 43 sentimetrum verið kastað en þá hefði verið reynt að hirða og landa 43 til 50 sm fiski sem kallaður hefði verið undirmálsfiskur. Nú mætti gera ráð fyrir að tveggja ára fiski væri hent að stórum hluta „en svo er verið að henda honum þriggja ára, fjögurra ára og jafnvel fimm ára“. Gífurlegt brottkast Guðjón segir að upplýsingar Fiskistofu leiði ótvírætt til þeirrar niðurstöðu að um gífurlegt brottkast sé að ræða og telur að enginn viti hver staða íslendinga sé á nýtingar- kúrfu fiskistofna. Hafrannsókna- stofnun og sjávarútvegsráðuneytið hafi ekki greint frá athugun Fiski- stofu varðandi brottkast fisks en á sama tíma hafi heildarafli fyrir næsta ár verið ákveðinn. „Er bara verið að þegja um svona upplýsing- ar? Geta menn leyft sér það? Ér það allt í lagi?“ í bréfi Frjálslynda flokksins kem- ur fram að flokkurinn hafi sýnt fram á með Ijósum rökum að krafan um verðmesta fisk í núgildandi fiskveið- istjómarkerfi leiði til brottkasts. Guðjón segir jafnframt að engu máli skipti hvort skip eigi mikinn eða lít- inn kvóta. „Það virðist enginn kom- ast upp með það lengur að vera einn gikkur í veiðistöð, sem landar miklu smærri fiski en hinir. Það eru þá helst krókabátarnir í dagakerfinu sem reyna að landa öllu sem þeir fá.“ Aukning undanfarin ár Að sögn Guðjóns er mikilvægt að umræddar upplýsingar varðandi brottkast komi upp á yfirborðið. „Við gerum þá kröfu til ráðuneytis- ins að þessi mál verði könnuð ger- samlega ofan í kjölinn og upplýsing- ar Fiskistofu verði rækilega skoðaðar." „Ef sjávarútvegsráðuneytið treystir sér ekki til að veita nauðsyn- lega forystu í málinu hlýtur Alþingi að taka undir eins í taumana á haust- dögum með lagasetningu um ger- breytta fiskveiðistjórn,“ segir í fyrr- nefndu bréfi. Guðjón bætir við, að þótt brottkast hafi viðgengist lengi hafi það aukist mikið á undanfömum árum eða síðan verðmæti kvótans jókst. „Menn byrjuðu á kvótalitlum skipum að þurfa að velja undan til að ná upp arðsemi i veiðarnar hjá sér. Þegar einn var farinn að landa miklu betri fiski en annar leiddi eitt af öðra þar til allir vora komnir í sama munstrið," segir Guðjón. GLÆSILEG SÉR.VERSLUN MEE) ALLT I BAÐE1 ERBERGIÐ BAÐSTOFAN BÆJARLIND 14, SlMI 564 57 OO Loftpressur Margar stærðir og gerðir Hagstætt verð AVSIMÖTÆICi Hi Akralind 1, 200 Kópavogi, sími 564 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.