Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ 30% FSLj.mJR *\ ésWrtenda Tilboð til áskrifenda Svona er ísland í dag er ný bók sem er kjörin til gjafa fyrir vini heima og erlendis sem hafa áhuga á íslensku mannlífi og íslenskri tungu. Bókin er á tveimur tungu- málum, íslensku og ensku. Svona er ísland í dag byggist á stuttum fréttum og greinum úr daglega lífinu ásamt myndum sem birst hafa í Morgun- blaðinu. Áskrifendum Morgunblaðsins býðstbókin á sérstöku tiiboðsverði 2.450 kr. en almennt verð er 3.500 kr. Þeir áskrifendur sem vilja eignast bókina eða gleðja vini sína geta keypt bókina í Moggabúðinni á mbl.is eða komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu Kringlunni 1. Einnig er tekið við pöntunum í síma 569 1122. mbl.is Góð gjöf lII VIf isCÍ heimaogerlendis LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Slökkviliðsmenn æfa reykköfun Hrunamannahreppi - Nýlega komu fulltrúar Brunamálastofnunar að Flúðum til að gera árlega úttekt á slökkviliðum landsins. Tilgangur heimsóknarinnar er að taka út tól og tæki og reyna á hæfni slökkvilið- smanna til að leysa þau verkefni sem fyrir þá eru lögð. Slökkviliðsmenn í brunavörnum Hrunamanna og Gnúpverja voru æfðir í reykköfun og einnig var reynt í fyrsta skipti nýtt loftfroðu- búnaðartæki við að slökkva eld við raunverulegar aðstæður. Þetta tæki fékk slökkviliðið á Flúðum í vetur frá Kanada og hefur því nú verið komið fyrir í slökkvibíl. Að sögn Bernhards Jóhannessonar hjá Brunamálastofnun reyndist þetta tæki, sem nefnt hefur verið eldbít- ur, afar vel. Þá sagði Bernhard að tækjakost- ur slökkviliða í hinum dreifðu byggðum landsins væri afar mis- jafn, en slökkviliðið á Flúðum væri vel búið tækjum. Hann telur árang- ur og áhuga manna vera meiri þar sem tækjabúnaðurinn er betri og að í sumum sveitarfélögum þyrfti að gera verulegar úrbætur. Slökkviliðsstjóri á Flúðum er Jó- hann K. Marelsson. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hrafnsungarnir tveir sem eftir eru í hreiðrinu eru orðnir stórir og þess ekki langt að bíða að þeir fljúgi burt á eftir þeim sem þegar er farinn. Hrafnar á hreiðri HRAFNSUNGARNIR í Urðar- teigsfjalli í Hrafnkelsdal eru komnir vel á legg og auðséð að foreldrarnir hafa séð vel fyrir þeim. Ekki er mikið pláss í hreiðrinu sem er á syllu í þröngri klettaskoru og einn unginn hefur neyðst til að fljúga burt úr hreiðrinu þar sem ekki er pláss fyrir hann þar lengur og situr á klettasillu f nágrenni hreiðursins. Hinir tveir sem eftir eru sitja sem fastast og bíða eftir að for- eldrarnir færi þeim að borða og skilja ekkert í þessum óboðnu gestum sem eru að skoða heimili þeirra og gerast svo nærgöngulir að foreldrunum líst ekkert á. Þeir fylgjast með hcimsókninni og búast við hinu versta. Fréttagetraun á Netinu vg> mbl.is _/KLLTAf= eiTTH\SAÐ NÝTT Skemmti- ferðaskip í Grund- arfírði SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Astra frá Panama lagðist að ytri höfninni í Grundarfírði hinn 20. júní síðastliðinn. Um borð voru 355 farþegar, flestir Þjóðverjar, en í áhöfn skipsins eru 179 manns og langflestir Rússar. Fólk var ferjað í skipsbátum að landi en frá bryggjunni fóru flestir í hringferð um Snæ- fellsnes. Stór hópur farþega kaus þó frekar að njóta feg- urðar Grundarfjarðar og skoð- aði sig þar um í veðurblíðunni. Skipið lagði síðan úr höfn um kl. 15 eftir að hafa legið á firð- inum í 9 kukkustundir. Skip þetta hefur komið til Grundarfjarðar tvisvar til þrisvar á sumri sl. fjögur ár og er væntanlegt aftur 7. júlí. Komur skemmtiferðaskipa í Grundarfjörð hafa aukist síð- ustu ár og hafa jafnvel þrjú til fjögur skemmtiferðaskip kom- ið á hverju ári í Grundarfjörð allt frá árinu 1993.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.