Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 20

Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ 30% FSLj.mJR *\ ésWrtenda Tilboð til áskrifenda Svona er ísland í dag er ný bók sem er kjörin til gjafa fyrir vini heima og erlendis sem hafa áhuga á íslensku mannlífi og íslenskri tungu. Bókin er á tveimur tungu- málum, íslensku og ensku. Svona er ísland í dag byggist á stuttum fréttum og greinum úr daglega lífinu ásamt myndum sem birst hafa í Morgun- blaðinu. Áskrifendum Morgunblaðsins býðstbókin á sérstöku tiiboðsverði 2.450 kr. en almennt verð er 3.500 kr. Þeir áskrifendur sem vilja eignast bókina eða gleðja vini sína geta keypt bókina í Moggabúðinni á mbl.is eða komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu Kringlunni 1. Einnig er tekið við pöntunum í síma 569 1122. mbl.is Góð gjöf lII VIf isCÍ heimaogerlendis LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Slökkviliðsmenn æfa reykköfun Hrunamannahreppi - Nýlega komu fulltrúar Brunamálastofnunar að Flúðum til að gera árlega úttekt á slökkviliðum landsins. Tilgangur heimsóknarinnar er að taka út tól og tæki og reyna á hæfni slökkvilið- smanna til að leysa þau verkefni sem fyrir þá eru lögð. Slökkviliðsmenn í brunavörnum Hrunamanna og Gnúpverja voru æfðir í reykköfun og einnig var reynt í fyrsta skipti nýtt loftfroðu- búnaðartæki við að slökkva eld við raunverulegar aðstæður. Þetta tæki fékk slökkviliðið á Flúðum í vetur frá Kanada og hefur því nú verið komið fyrir í slökkvibíl. Að sögn Bernhards Jóhannessonar hjá Brunamálastofnun reyndist þetta tæki, sem nefnt hefur verið eldbít- ur, afar vel. Þá sagði Bernhard að tækjakost- ur slökkviliða í hinum dreifðu byggðum landsins væri afar mis- jafn, en slökkviliðið á Flúðum væri vel búið tækjum. Hann telur árang- ur og áhuga manna vera meiri þar sem tækjabúnaðurinn er betri og að í sumum sveitarfélögum þyrfti að gera verulegar úrbætur. Slökkviliðsstjóri á Flúðum er Jó- hann K. Marelsson. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hrafnsungarnir tveir sem eftir eru í hreiðrinu eru orðnir stórir og þess ekki langt að bíða að þeir fljúgi burt á eftir þeim sem þegar er farinn. Hrafnar á hreiðri HRAFNSUNGARNIR í Urðar- teigsfjalli í Hrafnkelsdal eru komnir vel á legg og auðséð að foreldrarnir hafa séð vel fyrir þeim. Ekki er mikið pláss í hreiðrinu sem er á syllu í þröngri klettaskoru og einn unginn hefur neyðst til að fljúga burt úr hreiðrinu þar sem ekki er pláss fyrir hann þar lengur og situr á klettasillu f nágrenni hreiðursins. Hinir tveir sem eftir eru sitja sem fastast og bíða eftir að for- eldrarnir færi þeim að borða og skilja ekkert í þessum óboðnu gestum sem eru að skoða heimili þeirra og gerast svo nærgöngulir að foreldrunum líst ekkert á. Þeir fylgjast með hcimsókninni og búast við hinu versta. Fréttagetraun á Netinu vg> mbl.is _/KLLTAf= eiTTH\SAÐ NÝTT Skemmti- ferðaskip í Grund- arfírði SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Astra frá Panama lagðist að ytri höfninni í Grundarfírði hinn 20. júní síðastliðinn. Um borð voru 355 farþegar, flestir Þjóðverjar, en í áhöfn skipsins eru 179 manns og langflestir Rússar. Fólk var ferjað í skipsbátum að landi en frá bryggjunni fóru flestir í hringferð um Snæ- fellsnes. Stór hópur farþega kaus þó frekar að njóta feg- urðar Grundarfjarðar og skoð- aði sig þar um í veðurblíðunni. Skipið lagði síðan úr höfn um kl. 15 eftir að hafa legið á firð- inum í 9 kukkustundir. Skip þetta hefur komið til Grundarfjarðar tvisvar til þrisvar á sumri sl. fjögur ár og er væntanlegt aftur 7. júlí. Komur skemmtiferðaskipa í Grundarfjörð hafa aukist síð- ustu ár og hafa jafnvel þrjú til fjögur skemmtiferðaskip kom- ið á hverju ári í Grundarfjörð allt frá árinu 1993.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.