Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 41
40 FIMMTUDAGUR 22. JIJNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ P'OTÖW'tlllfeíliÍíl STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKJÁLFTARNIR OG FÓLKIÐ Hinn öflugi jarðskjálfti sem varð í fyrrinótt nokkrum sólarhring- um eftir fyrsta skjálftann er staðfesting á því að mat vísindamanna okkar á jarðskjálftunum er rétt. Þeir spáðu því að í kjölfar jarðskjálftans 17. júní mundu fylgja fleiri skjálftar á næstu dögum, vikum, mánuðum eða ár- um og þeir gætu orðið svipaðir að styrk- leika og hinn fyrsti. Þessar spár urðu að veruleika fyrr en nokkurn grunaði. Fleiri hús hrundu, fleiri fjölskyldur misstu heimili sín og innbú. Frekari skemmdir urðu á mannvirkjum. Við höfum vitað af því í langan tíma að til þessa mundi koma en frekar búizt við þessum atburðum í einhverri óskil- greindri framtíð, en stöndum frammi fyrir því að þeir eru að gerast núna. Þeir tveir skjálftar sem þegar hafa gengið yfir hafa reynt mjög á íbúa Suð- urlands. Umtalsverður fjöldi fólks stendur frammi fyrir því að hafa misst heimili sín, húsin eru gerónýt eða mikið skemmd, innbú illa farið eða ónýtt og margvíslegir munir, sem tengjast göml- um minningum, hafa týnzt. Það er erfitt að horfast í augu við að þetta hefur gerzt óvænt og á sekúndu- broti. Fjárhagstjónið verður bætt en hið tilfinningalega tjón verður ekki hægt að bæta. Umhugsunin um frekari skjálfta sem í vændum eru mun fylgja fólki þangað til þessi hrina verður end- anlega afstaðin og 100 ár verða í næstu Suðurlandsskjálfta. Fullorðna fólkið, sem hefur kynnzt ýmsu á lífsleiðinni, á auðveldara með að takast á við þessa snöggu breytingu á stöðu og högum. Fyrir börn og unglinga er þetta enn meira áfall. Börnin þurfa á að halda því öryggi sem fylgir föstum samastað. Myndirnar sem birtast í Morgunblaðinu í dag tala sínu máli. Mynd af lítilli stúlku sem hniprar sig saman innan um eyðilegginguna segir meira um það tilfinningalega áfall sem börnin hafa orðið fyrir en flest orð. Það er mikilvægt að hraða eins og kostur er greiðslu bóta fyrir það fjár- hagstjón sem fólk hefur orðið fyrir. En mikilvægast af öllu er að takast á við þau tilfinningalegu áföll sem fólk á öll- um aldri en ekki sízt börn og unglingar hefur orðið fyrir og getur fylgt þeim alla ævi. I þeijn náttúruhamförum sem orðið hafa á Islandi undanfarna áratugi hafa margir sorglegir atburðir gerzt og á það ekki sízt við um snjóflóðin á Vest- fjörðum sérstaklega en einnig á Aust- fjörðum. Kannski ná Vestmannaeyjar sér aldrei að fullu eftir eldgosið þar fyr- ir rúmum aldarfjórðungi. Til allrar hamingju hefur ekki orðið manntjón í þeim tveimur stóru skjálft- um sem gengið hafa yfir. Við höfum ver- ið ótrúlega heppin og vonandi verðum við það áfram. En við þessar aðstæður er ekkert þýðingarmeira en að huga að þeim tilfinningalega vanda sem sækir að fólki þegar atburðir sem þessir gerast. MENNING OG BÚSETA Umræða um byggðamál hefur að miklu leyti snúist um stóriðju, landbúnað og sjávarútveg á undan- förnum misserum. Minni gaumur hef- ur verið gefinn að menningar- og menntamálum í þessu samhengi, að minnsta kosti hefur umræðan um þá þætti ekki verið jafn áköf. Lítill vafi leikur hins vegar á því að framboð á menningu og menntun hefur síst minni áhrif á búsetu en framboð á atvinnu. Gott dæmi um þetta er átak sem gert hefur verið í tónlistarkennslu á Egilsstöðum en að sögn Magnúsar Magnússonar, skólastjóra Tónlistar- skóla Austur-Héraðs, hér í Morgun- blaðinu fyrir skömmu, hefur það orðið til þess að nú flyst fólk til Egilsstaða vegna þess að tónlistarlífið er öflugt þar. Komið hefur verið á fót Operu- stúdíói Austurlands undir stjórn W. Keith Reed, söngvara og söngkennara á Egilsstöðum, en það frumsýndi óper- una Rakarann í Sevilla eftir Rossini 12. júní síðastliðinn við góðar undir- tektir. Sagði gagnrýnandi Morgun- blaðsins að sýningin væri til vitnis um að Grettistaki hefði verið lyft í fjórð- ungnum. Framtak Héraðsmanna er til eftir- breytni og varpar nýju og skærara ljósi á lífið á landsbyggðinni. Hið sama má segja um metnaðarfullar tónlistar- hátíðir sem haldnar eru að sumarlagi víða um land og hefur fjölgað mikið undanfarinn áratug. Einnig menning- arhátíðir á borð við Á seyði á Seyðis- firði og Menningarveisluna á ísafirði. Einnig mætti nefna málþing á borð við það sem haldið var í Bolungarvík nýl- ega um séreinkenni Vestfirðinga. Allt er þetta starfsemi sem eykur breiddina í mannlífinu á landsbyggð- inni og sennilega er fátt sem gerir hana fýsilegri til búsetu en einmitt það, fjölbreytt mannlíf og menningar- líf og möguleikar til menntunar, bæði fyrir börn og fullorðna. NOTKUN UPPLÝSINGA KPMG-ráðgjöf gerði í febrúarlok könnun meðal stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins, þar sem leitazt var við að afla vitneskju um að- gang þeirra að upplýsingum og gagn- semi þeirra við áætlanagerð eins og fram kom á viðskiptasíðu Morgun- blaðsins í gær. Það sem kannski vekur mesta athygli er hvað upplýsingar eru misjafnlega nýttar í fyrirtækjunum. Þannig kemur í ljós, að þriðjungur fyrirtækjanna, sem könnunin nær til, gerir ekki áætlanir um efnahag og enn færri gera mánað- arlegar sjóðstreymisáætlanir. Þá kem- ur fram, að fæstir þeirra, sem þátt tóku í könnuninni hafa aðgang að upplýsing- um um afkomu eftir viðskiptavinum eða upplýsingar um áhrif markaðsaðgerða, svo að dæmi séu nefnd. í heild bendir könnunin til þess að ótrúlegur fjöldi fyrirtækjanna hafi ekki vissar grunn- upplýsingar á takteinum. Könnun KPMG-ráðgjafar bendir tví- mælalaust til þess, að hægt sé að bæta stjórnun og rekstur íslenzkra fyrir- tækja umtalsvert með betri nýtingu þeirra upplýsingakerfa, sem fyrir eru og kostað hefur fyrirtækin stórfé að koma upp. ++ Fjöffurra daga norrænu augnlæknaþingi í Reykjavík lokið Erfðafræði veitir von um lækn- ingu augn- sjúkdóma Augnlæknar binda miklar vonir við að ýmsa illlæknanlega augnsjúkdóma, sem í dag hrjá fólk, verði í framtíðinni hægt að lækna með aukinni tækni og þekkingu í erfðafræði. Vala Ágústa Káradóttir kynnti sér Norræna augnlæknaþingið í Reykjavík, þar sem þetta kom meðal annars fram. NORRÆNU augnlækna- þingi lauk í Borgar- leikhúsinu í gær. Um það bil 700 manns sóttu þingið en þar voru jafn- framt sýnd áhöld og verkfæri til augnlækninga sem og augnlyf. Fjöldi fyrirlesara kom fram á þinginu og voru margir vel þekkt- ir vísindamenn þar á meðal. Meðal þátttakenda sem Morg- unblaðið ræddi við var Thomas Rosenberg, augnlæknir frá Dan- mörku, sem meðal annars vinnur að rannsóknum á blindu vegna arfgengra sjúkdóma, en Rosen- berg telur að eftir 20-30 ár verði mögulegt að lækna slíka sjúk- dóma. Einnig var rætt við Aa- mund Ringvold, prófessor í augn- lækningum, sem stundað hefur umfangsmiklar rannsóknir á gláku og tengdum sjúkdómum, en gláka er talsvert algengur sjúk- dómur á Islandi. Éiríkur Þorgeirsson, formaður undirbúningsnefndar þingsins, segir í samtali við Morgunblaðið að þingið hafi gengið mjög vel, 240 vísindaleg erindi hafi verið flutt og margt áhugavert hafi komið fram enda farið yfir vítt svið. Eiríkur segir að á þinginu hafi talsvert verið litið á umfang augnlæknaþjónustunnar á Norð- urlöndunum og meðal annars lagt mat á það hvort samhengi sé á milli þeirrar þjónustu sem fólk fær og þeirrar áherslu sem lögð er á viðkomandi sjúkdóma í lönd- unum. Skipt um augastein með skurðaðgerð Eiríkur nefndi sem dæmi að á Norðurlöndunum væri töluverður munur á fjölda þeirra aðgerða sem fjarlægðu ský á augasteini en að sögn Eiríks er það algeng- asta skurðaðgerð sem gerð er á augum. Mun minna er um slíkar aðgerðir hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Ský á auga- steini er algengur sjúkdómur meðal eldra fólks. Sjúkdómurinn skerðir sjónina og getur jafnvel valdið sjónmissi en með nútíma- tækni er hægt að lækna sjúkdóm- inn á frumstigi. „Það er gríðarlega mikil undir- liggjandi þörf fyrir þessa aðgerð og hún hefur vaxið það mikið síð- ustu ár að ekkert Norðurland- anna hefur fylgt alveg eftir þörf- inni. Annars staðar á Norðurlöndum eru gerðar um það bil 7 aðgerðir fyrir hverja 1000 íbúa á ári hverju, en á Islandi eru gerðar helmingi færri aðgerðir, eða 3 Vi aðgerð fyrir hverja 1000 íbúa. Hinar Norðurlandaþjóðirnar telja sig vera aftarlega á merinni og til þess að ná jafnvægi þurfi enn fleiri aðgerðir," segir Eiríkur. Aðspurður segir Eiríkur að þörfin fyrir aðgerðina sé heldur minni hér, þar sem íslenska þjóð- in sé í dag heldur yngri en hinar Norðurlandaþjóðirnar og þess vegna séu færri í þeim aldurshópi sem þurfi mest á aðgerðinni að halda en það skýri þó engan veg- inn þann mikla mun sem sé til staðar. Sjóngæði nánast þau sömu eftir aðgerðina „Ský á auga verður sjaldan vandamál fyrir sjötugt en fer hratt vaxandi eftir það og þegar þjóðir verða eins gamlar og við Islendingar erum að verða þá verður þörfin enn meiri og það má í raun gera ráð fyrir því að fyrr eða síðar þurfi að gera þessa aðgerð á allavega öðrum hverjum manni,“ segir Eiríkur. Að sögn Eiríks er aðgerðin gerð miklu fyrr í dag en áður var gert og er miðað við að skýið sé farið að trufla sjónina að ein- hverju marki og valda fólki óþæg- indum. „í dag ætlumst við til þess að geta haldið þeim lífsgæðum að fá að sjá og njóta umhverfisins eins lengi og mögulegt er,“ segir Eiríkur. Eftir aðgerðina ættu sjóngæðin að verða mjög svipuð því sem þau verða best að sögn Eiríks, en aðgerðin fer þannig fram að tær gerviaugasteinn er settur í stað gamla augasteinsins. „Eini gallinn við gerviaugastein- inn er að hann getur ekki breytt fókusfjarlægð einsog heilbrigður augasteinn gerir hjá ungu fólki. Það kemur þó varla að sök þar sem menn eru hvort sem er búnir að missa þessa hæfni um 55 ára aldur þar sem augasteinninn er orðinn stífur og getur ekki fókus- erað á mismunandi fjarlægðir," segir Eiríkur. Það er fleira sem getur unnist við aðgerðina: „Undirliggjandi sjónlagsgalli, það er nærsýni, fjarsýni og stund- um að hluta til sjónskekkja er leiðrétt um leið og skipt er um augastein. Margt gamalt fólk, sem alltaf hefur þurft að nota Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Leisertæki sem notað er við sjónlagsaðgerðir. Þórður Sverrisson, augnlæknir, og Aamund Ringvold hafa báðir feng- ist við rannsóknir á gláku og tengdum sjúkdómum. Eirfkur Þorgeirsson við tæki sem hann notar mikið til skurð- aðgerða á augasteini. gleraugu, verður því gleraugna- laust eftir aðgerðina, nema til þess að lesa. Fólk fær því í raun tvöföld lífsgæði út úr aðgerðinni," segir Eiríkur. Arfgengir augnsjúkdómar í börnum Thomas Rosenberg, augnlækn- ir frá Danmörku, hélt fyrirlestur á þinginu um arfgenga sjúkdóma sem leiða til blindu en hann stýrir stofnun í Danmörku sem rann- sakar ýmsa arfgenga sjúkdóma í augum. I samtali við Morgunblað- ið segir Rosenberg að um helm- ingur blindu meðal barna og ungs fólks stafi af galla í genum og mikilvægt sé að finna þessi gen og þar með ástæður þess að fólk fái sjúkdóma í augum sem leiði til þess að það missi sjón að miklu eða öllu leyti. Rosenberg segir mikilvægt að hið opinbera og einkafyrirtæki á sviði erfðafræði vinni saman til þess að ná árangri í slíkum rann- sóknum og besti árangur náist ef upplýsingar eru öllum aðgengi- legar. „Með því að finna gölluð gen og rannsaka þau opnast nýjar + Thomas Rosenberg hefur rannsakað sjúkdóma sem leiða til blindu. leiðir til þess að þróa meðferð við augnsjúkdómum og í framtíðinni ætti að vera hægt að nota erfða- fræðilegar upplýsingar til þess að lækna sjúkdóma sem leiða til blindu," segir Rosenberg. Rosenberg segir að stofnun hans leggi mikla áherslu á að greina sjúkdóma í augum snemma, þar sem sjúkdómar sem greinist í augum barna séu á bil- inu 5-600 að tölu og mikilvægt sé fyrir alla sem að málinu koma að vita hvaða sjúkdóm barnið glímir við, hvort hann sé hluti af stærri heild og hvernig sé hægt að bregðast við honum. Áhættuþættir tengdir gláku Aamund Ringvold, prófessor í augnlækningum við ríkissjúkra- húsið í Ósló, stýrði á þinginu vís- indafundi um gláku og áhættu- þætti tengda sjúkdómnum. Gláka er hægfara sjúkdómur í augum þar sem sjóntaugin skaddast en það leiðir til skertrar hliðarsjónar og síðan blindu. Rannsóknir Ringvolds snúast aðallega um sérstakan sjúkdóm, tálflögnun á augasteini, og tengsl hans við gláku en þessi sjúkdóm- ur er mjög algengur á Islandi og meðal norrænna þjóða. Ringvold gerði, ásamt samstarfsmönnum sínum, viðamikla rannsókn um þetta efni í Noregi á árunum 1984-1992. Ringvold segir sjúk- dóminn arfgengan en hann geti einnig verið tengdur umhverfinu að einhverju leyti. Hann segir að nauðsynlegt sé að safna upplýs- ingum um áhættuþætti sem tengjast gláku. „Það er mikilvægt að vita að fólk beri í sér tilhneigingu til sjúkdómsins til þess að hægt sé að hefja meðferð fyrr en einnig er hugsanlegt að í framtíðinni verði tæknin komin á það stig að hægt verði að koma í veg fyrir að fólk fái þennan sjúkdóm ef nægar upplýsingar um hann eru fyrir hendi,“ segir Ringvold. Sjónlagsaðgerðir sem valkostur við gleraugu Nokkuð var rætt um sjónlags- aðgerðir á þinginu en með þeim er nærsýni, fjarsýni eða sjón- skekkja leiðrétt að miklu eða öllu leyti. Slíkar aðgerðir eru gerðar með blöndu af hátækniskurðað- gerð og hátæknileiseraðgerð á hornhimnu augans en sú tækni hefur verið að þróast mjög ört síðustu árin að sögn Eiríks og er fyrst núna komin á það stig að ís- lenskir augnlæknar vilji vera í forsvari fyrir því að hefja þessa starfssemi á íslandi. „Þessi tækni er öruggust og nær besta árangri hjá fólki með tiltölulega litla sjónlagsgalla en auðvitað sækist fólk, sem er með mikla sjónlagsgalla, töluvert eftir aðgerðinni. Þar þarf að hafa viss- an vara á því aðgerðin byggist á því að breyta hornhimnunni og þynna hana og það er ekki hægt að gera upp fyrir ákveðin mörk. Fólk með mikinn galla á mögu- leika á því að fá ágætan bata, en samt sem áður er ekki hægt að lofa því að þetta fólk verði glera- ugnalaust eins og fólk með minni sjónlagsgalla getur átt von á,“ segir Eiríkur. íslenskar vísindarannsóknir athyglisverðar Eiríkur segir að framlag ís- lenskra vísindamanna hafi verið gott, enda séu vísindarannsóknir á Islandi á sviði augnsjúkdóma ríkulegar. Ýmsar rannsóknir sem kynntar hafi verið á þinginu séu athyglisverðar svo sem rannsókn- ir á gláku, sykursýki og tengslum hennar við sjónmissi og rann- sóknir á illkynja sjúkdómum í augum. Hann segir að fjallað hafi verið um æxli og illkynja sjúkdóma í augum á tveimur stórum vísinda- fundum og línur lagðar fyrir sam- ræmda meðferð og greiningu á þessum sjúkdómum á Norður- löndum. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 41 . » Haraldur Sigurðsson prófessor á Rhode Island Skjálftar hér fara vart yfír sjö stig Haraldur Sigurðsson, prófessor í jarðvísindum Við Rhode Island-há- skóla í Bandaríkjunum, gerir á næstunni út leið- angur til að rannsaka hafsbotninn suður af Súmötru. Þar varð 7,7 stiga jarðskjálfti á * sunnudag. I samtali við Morgunblaðið segist Haraldur telja útilokað að tengsl séu milli skjálftanna á íslandi og þeirra miklu jarðhrær- inga sem orðið hafí í heiminum síðustu daga. Reuters Haraldur Sigurðsson er að fara rannsaka jarðskjálftann, sem varð suður af eynni Súmötru á sunnudag. Þessar skemmdir urðu á vegi á Súmötru í byrjun mánaðar. AÐ er lán hvað jarðskorp- an undir Islandi er léleg og þunn, segir Haraldur Sigurðsson, prófessor í jarðvísindum við Rhode Island-há- skóla í Bandaríkjunum, því að það tryggir að jarðskjálftar hér á landi verða ekki mikið sterkari en sjö stig á Richter-kvarða. Haraldur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að jarðskorpan undir íslandi væri mjög sprungin og tiltölulega þunn. „Skorpan er léleg og veik á ís- landi miðað við skorpu meginland- anna,“ sagði hann. „Það góða við þetta er að skorpan brotnar við fremur lítið átak. Kraftur eða spenna safnast fyrir í skorpunni og þegar hún verður meiri en styrkleiki skorpunnar brestur hún. Á Islandi getur bara safnast fyrir spenna upp að vissu marki áður en hún brotnar. Það er okkur því í hag að skorpan er svona brothætt. Ef skorpan væri sterkari eins og meginlandsskorpan myndi spennan hlaðast upp og jarð- skjálftar gætu náð styrkleikanum sjö eða meira á Richter-kvarða. Það er blessun fyrii’ okkur að skorpan er veik og brotnar svona oft.“ Jarðskorpan léleg á fslandi Hann sagði að vitað væri á íslandi að jarðskjálftar færu lítið yfir sjö á Richter vegna þess hvað skorpan væri brotin, gliðnuð, veik, þunn, heit og lin þannig að hún brotnaði við lít- ið álag. Vii’kni gæti haldið áfram íyrir austan, en líklegt væri að „þetta stóra [væri] búið í bili“, þótt ekki vildi hann taka dýpra í árinni en það. Haraldur hefur verið við Rhode Island-háskóla frá 1975 og vinnur um þessar mundir að rannsóknum á eldfjallavirkni í Mið-Ameríku og Indónesíu. Síðari rannsóknin tengd- ist skjálftanum sem varð suður af eyjunni Súmötru á sunnudag og mældist 7,7 stig á Richter. Hann sagði að nú væri verið að undirbúa leiðangur þangað til að setja jarð- skjálftamæla á hafsbotninn þar sem upptökin voru, á um 300 metra dýpi. Mælana á að geyma þar í mánuð og verða þeir síðan látnir fljóta upp. „Þarna er mikið um eftirskjálfta og við ætlum að reyna að mæla þá til að skilja betur hvað gerðist, hvar upptökin voru nákvæmlega og hvernig hreyfingar áttu sér stað,“ sagði hann. „Jarðhræringarnar þar verða þegar ein plata gengur undir aðra. Hafsbotninn gengur niður undir Súmötni um eina sjö sentím- etra á ári og hefur þetta staðið yfir í nokkrar milljónir ára.“ Haraldur sagði útilokað að sam- hengi væri milli skjálft- anna á Suðurlandi og annarra stórra sþjálfta, sem mælst hafa víða um heim und- anfarið. „Það er alveg klárt að það er ekkert samhengi þar á miili,“ sagði Haraldur. „Það verða ekki margir stór- ir sþjálftar og þegar þeir þjappast saman er það einfaldlega töl- fræðileg tilviljun. Það má ekki líta á slíkt sem vísbendingu um þróun í ákveðna átt í jarð- hræringum.“ Hann sagði að oft væri því einnig haldið fram að tíðni jarðskjálfta hefði aukist, en sýnt hefði verið fram á að það væri ekki tilfellið heldur. „En það er náttúrlega miklu meiri tíðni í fréttum af jarðskjálftum þannig að fjölmiðlar hafa skapað þá tilfinningu í vitund fólks,“ sagði Haraldur. „En hvað jörðina snertir er tíðnin sú sama, það er aðeins oft- ar og betur skýrt frá jarðskjálftum en áður fyrr og fréttir berast mun hraðar og víðar. Það hafa verið gerðar mælingar á tíðni eldgosa og jarðskjálfta og sama tíðni hefur haldist út alla tuttugustu öldina." Styrkja þarf GPS-mælingar Haraldur sagði að jarðskjálfti væri einfaldlega afleiðing af upp- byggingu spennu og krafta í jarð- skorpunni og þar kæmi margt fram. Spenna byggðist upp á löngum tíma og þá væri hreyfing á jarðskorp- unni. Hún bólgnaði upp eða gengi til í norður-suður eða austur-vestur. Mæhngar, sem gerðar hefðu verið á hreyfingu skorpunnar áður en brot eða skjálfti ætti sér stað væru mjög mikilvægar. Þessar mælingar væru gerðar með GPS-tækni. Væri til dæmis skráð fjarlægðin frá Reykja- vík til Víkur í Mýrdal. Hefðu mæl- ingar Veðurstofunnar sýnt að fjar- lægðin gæti verið breytileg dag frá degi eins og hægt væri að fylgjast með á heimasíðu stofnunarinnar. „Þær mælingai’ geta haft mikið hlutverk," sagði hann. „í fyrsta lagi nýtast þær til að skilja upptök jarð- skjálftanna og í öðru lagi geta þær verið þáttur í jarðskjálftaspá. GPS- mælingarnar ætti að styrkja af öll- um mætti því að þær eru einn af lyk- ilþáttunum." Haraldur sagði að engu síður væri Richter-kvarðinn rétti kvarð- inn til að mæla orkuna, sem leystist úr læðingi og það myndi ekki breyt- ast. Einnig væri notað- ur Mercali-kvarði, sem lýsti áhrifum á mann- vii’ki, en hann væri mjög afstæður því að þau færu eftir fjarlægð frá upptökum, hvernig hús væru byggð og fleiru. „Það þarf að minnsta kosti tvo kvarða,“ sagði hann. „Annar er Richt- er, sem notaður er fýrir kraftinn og orkuna sem leysist úr læðingi, en hinn kvarðinn er skemmdir. Það getur komið risastór jarð- skjáflti úti í miðju Kyrrahafi þar sem ekki verða nein- ar skemmdir, en einnig getur orðið skjálfti undir Reykjavík eða San Francisco, sem ekki er mjög stór, en getur gert mikinn usla.“ Sérgrein Haraldar er jarðskorp- an og eldgos. Hann sagði að ekki væri líklegt að eldgos fylgdi Suður- landsskjálftunum. „Undir Suðurlandsundirlendi liggur brotabelti frá austri til vest- urs nokkurn veginn frá Hveragerði í áttina að Hvolsvelli og Heklu,“ sagði hann. „k þessu svæði eru plötu- mörkin þannig að sunnan sprangu- svæðisins í Flóanum er Evrasíuplat- an, en norðan er Ameríkuplatan. Þegar umbrot verða kemur því hhð- arhreyfing, en ekki nema tiltölulega lítil gliðnun þannig að þetta er ekki svæði þar sem kvika leitar upp, þótt það hafi gerst á þessu svæði. Seyðis- hólar, sem mynduðust fyrir um 3.500 áram, era sennilega það næsta og síðan ekkert fyrr en komið er yfir í eystra gosbeltið - Heklusvæðið, Tindfjallajökul og Eyjafjallajökull. Þarna á milli er mikið bil þar sem er mikil hreyfing á jarðskoi’punni og sjálfsagt er kvika þama undir jarð- skorpunni, en hún gliðnar ekki það mikið í sundur að kvikan komist upp. Því eru mjög litlar líkur á eld- virkni á því svæði eins og jarðsagan og flatneskjan þarna sýna. Svona hreyfingar gætu hins vegar haft áhrif á eldfjöllin við austurendann á því svæði og hleypt kvikunni þar upp og sömuleiðis við vesturendann, á Hengilssvæðinu og nágrenninu. Ekki er heldur útilokað að kom?o gætu upp nýir Seyðishólar." Haraldur sagði að einnig væri við- búið að breytingar yrðu á virkni hverasvæða, jafnvel þótt skjálftar ættu upptök langt frá. Mörg dæmi væra um það í jarðsögunni að hverir hyrfu eða nýir kæmu fram í jarð- skjálftum. „ Haraldur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.