Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? * I árs fang- elsi vegna brota gegn drengjum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum og til að greiða þeim 650 þúsund krónur í miska- bætur. Ákæruvaldið krafðist 5 milljóna króna í miskabætur vegna annars drengsins og 3 milljóna kr. vegna hins drengsins. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa brotið gróílega gegn öðrum drengnum á heimili sínu í Reykja- v£k og einnig í nokkur skipti á Akur- eyri og á Laugarvatni. Hann braut líka gegn hinum drengnum á heimili sínu. Brotin stóðu frá haustinu 1997 fram á árið 1999 þegar drengirnir voru ellefu til þrettán ára. Akærði játaði skýlaust við rann- sókn og meðferð málsins að hafa gerst sekur um brotin. Hann hefur einu sinni áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. í dómi Héraðsdóms segir að brot ákærða séu alvarleg. Telja verði ljóst að slíkir atburðir sem hér um ræðir séu til þess fallnir að valda þeim sem fyrir verða margvíslegum sálrænum erfíðleikum. Af þeim sök- um var ákærði dæmdur ti! að greiða báðum drengjunum miskabætur. Málið dæmdi Greta Baldursdóttir héraðsdómari. Samgönguráðherra í skoðunarferð við gangastæði við Héðinsfjörð Morgunblaðið/Þorkell Frá ferðinni í Héöinsfjörð. F.v. Jón Rögnvaldsson aðstoðarvegamálastjóri, Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður ráðherra, Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra, Hreinn Haraldsson jarðfræðingur og Jón Birgir Jónsson ráðuneytisstjóri, en fyrir aftan hann sést í Jóhann Guðmundsson skrifstofu- sljóra samgönguráðuneytisins. Framkvæmdir árið 2002 STURLA Böðvarsson, samgönguráðherra heim- sótti í gær fyrirhugaða jarðgangastaði við Héðins- fjörð. Með ráðherra í för voru m.a. Jón Rögnvalds- son aðstoðarvegamálastjóri og Hreinn Haraldsson, sérfræðingur Vegagerðarinnar í jarðgangagerð auk ráðuneytisstjóra og fleiri starfsmanna Sam- gönguráðuneytisins. Eftir fund með bæjarstjóra og bæjarfulltrúum á Siglufírði var litast um þar sem ætlað er að ganga- munni Siglufjarðarmegin muni verða, en eftir það var siglt til Héðinsfjarðar. Litaðist ráðherra um ásamt föruneyti sínu þar sem fyrirhugað er að gangamunnar verði sitthvorum megin fjai'ðarins, en því næst var siglt til Ólafsfjarðar og væntanlegt vegstæði þeim megin barið augum. Rannsóknir á svæðinu hafnar Að sögn Sturlu eru rannsóknir á gróðurfari og dýralífi við Héðinsfjörð hafnar, þeim næst hefjast jarðfræðirannsóknir og síðan hönnunarvinna vegna ganganna. Gert er ráð fyrir að þessi vinna verði unnin samhliða fyrir austan og norðan, þ.e. vegna jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar annars vegar og hins vegar vegna Héðins- fjarðarleiðar milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Gert er ráð fyrir að rannsóknarvinna muni standa fram á næsta ár, en ætlunin er að ganga- gerðin á báðum stöðum verði þá boðin út í einum pakka þannig að framkvæmdir geti hafist árið 2002. Ennþá hefur ekki verið tekin ákvörðun um á hvorum staðnum verði byrjað, enda segir Sturla að slík ákvörðun verði ekki tekin fyrr en í ljós kemur hvemig framkvæmdaálag verði í landshlutunum tveimur og eins hvernig væntanlegur verktaki hugsi sér að haga framkvæmdum. Náttúra Héðinsíjarðar ekki í hættu Fram hefur komið í máli þeirra, sem bent hafa á svokallaða Fljótaleið sem betri kost en Héðins- fjarðargöng til samgöngubóta fyrir Siglufjörð, að dulúð Héðinsfjarðar og sú hreina náttúra sem þar er að finna gæti verið stærri fórnarkostnaður en menn geri sér almennt grein fyrir. Slíkt ósnortið svæði gæti verið dýrmætur afþreyingarkostur fyr- ir ferðaþjónustu framtíðarinnar á Mið-Norður- landi. Aðspurður um það, hvemig dulúð og náttúrufeg- urð fjarðarins hefði komið honum fyrir sjónir svar- aði Sturla því til að hann væri vanur að ferðast um landið og þekkti því vel tO margra eyðifjarða sem skörtuðu ósnortinni náttúra líkt og Héðinsfjörður. Vissulega væri full þörf á að fara varlega um þetta svæði, en rétt væri að bíða eftir niðurstöðum þeirr- ar rannsóknarvinnu sem þegar er hafin áður en endanlegar ákvarðanir um framkvæmdir verða teknar. Hins vegar sagði Sturla, að í þessari stuttu ferð hefði hann ekki séð neitt sem benti tO þess að vega- gerð í Héðinsfirði hefði neinar hættur í för með sér, heldur væri verið að opna mjög faOegt svæði með því að veita umferðinni þar í gegn. Aðalatriðið væri að vinna þetta verk vel, vinna rannsóknir ítarlega og taka tillit til náttúrannar, en mikOvægt væri að átta sig einnig á því að þegar allt kemur til alls þurf- um við að búa í landinu. Kippur í laxveiðarnar STÆRSTI lax sumarsins til þessa veiddist í Fiyóská í vikubyrjun, 22 punda og í Laxá í Kjós dró um Þor- bergur Karlsson 19 punda hæng á inaðk í Kvíslafossi. Þá má segja að fyrsta alvöru skot sumarsins hafi komið er 17 laxar veiddust í gær- morgun í Norðurá. Það var fiskur af blandaðri stærð, þ.e.a.s. bæði var um smálax og stórlax að ræða. Holl- ið var þar með komið með 34 laxa eftir tvo daga af þremur og er það langbesta veiðin til þessa. Dauft á Snæfellsnesi Helstu laxveiðiár Snæfellsness hafa byrjað á rólegu nótunum. Veiði hófst í Haffjarðará, Straum- fjarðará og Hítará á mánudaginn og veiddist fyrsti laxinn á þriðju- dagsmorgun. Var það 17 punda grálúsugur fiskur sem veiddist í Kvörninni í Ilaffjarðará í gærmorg- un. Að sögn Einars Sigfússonar eru menn alls ekki óhressir með byijun- ina þvf víða sást lax en hann tók illa vegna kulda. Settu menn í þó nokkra, en allir utan sá 17 punda láku af. Ástþór Jóhannsson, einn leigu- taka Straumfjarðarár sagði fyrsta fiskinn enn i ánni, menn hefðu litið séð og veiði hefði engin verið. „Okkur var aðeins brugðið, en kannski var ekki við öðru að búast, áin afar vatnslítil og glær í sólinni. Stefán kokkur í Lundi við Hítará sagði menn hafa sett í tvo laxa í opnuninni, en misst báða. Ein bleikja tíndi lífi. Veiði hófst í Stóru Laxá í Hrepp- um í gærmorgun og á hádegi voru komnir þrír laxar á iand á efsta svæðinu, en fréttir fengust ekki af neðri svæðum. Að sögn Bergs Steingrímssonar hjá SVFR voru laxarnir 10 til 15 pund, en talsvert af laxi sást á nokkrum stöðum, helst og mest á Hólmabreiðu. Sá fyrsti var 12 pund Rangárnar Ytri og Eystri voru báðar opnaðar í gærmorgun og fréttist aðeins af tveimur löxum á fyrstu vaktinni, 12 punda hrygnu sem leigutakinn Þröstur EUiðason veiddi á Rangárflúðum og öðrum boltafiski sem Óðinn H.Jónsson veiddi á Klöppinni í Ytri Rangá. Eitthvað hafa rnenn séð af laxi í ánni síðustu daga. Nokkrir vænir silungar slæddust upp á þurrt í gær. Geimfari meðal gesta á vík- ingahátíð ALÞJÓÐLEG víkingahátíð verður haldin í þriðja sinn á Víðistaðatúni í Hafnarfirði 22,- 25. júní. Fyrri hátíðir voru 1995 og 1997. Að hátíðinni stendur Landnám ehf., sem er að mestu í eigu Hafnarfjarðarbæjar, auk annarra. Fyrirlestrar verða fluttir undir samheitinu „Land- könnuðir nútímans" kl. 21 í kvöld í Hafnarborg, Listamið- stöðinni við Strandgötu. Erindi flytja: Bjami Tryggvason, geimfari frá NASA, sem segir frá landkönnun í geimnum, Durita Holm, nútímavíkingur frá Færeyjum, sem segir frá ferð sinni umhverfis jörðina í opnum seglbáti, og Haraldur Örn Ólafsson pólfari, sem segir frá heimskautaferðum. Miðað er við aðsókn um 10- 15 þúsund gesta, sbr. fyrri há- tíðir. Islenskir og erlendir vík- ingar setja upp víkingaþorp með tjaldbúðum, handverks- gerð, sölu, bardögum, o.fl. Allir þeir sem taka þátt í hátíðinni leitast við að nota upprunaleg efni í handverk, fatnað og mat- argerð. Það má segja að með víkingahátíðinni sé verið að setja á svið lifandi safn, þar sem gestum gefst kostur á að kynnast lifnaðarháttum víking- anna og menningu þeirra, segir í fréttatilkynningu Markmiðið með hátiðinni er ekki einungis að kynna menn- ingu víkinga með aðgengileg- um og líflegum hætti, heldur einnig að styrkja Hafnarfjörð sem ferðaþjónustubæ. Upplýs- ingar um hátíðina gefur skrif- stofa Landnáms, Vesturgötu 8, Hafnarfirði. Setning alþjóðlegu víkinga- hátíðarinnar verður á Víðist- aðatúni í dag, fimmtudaginn 22. júní, kl. 16. Viðstaddir verða boðsgestir - fulltráar sendiráða og ræðismenn þjóð- landa þátttakenda. Opið er frá kl. 13-21 fram á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.