Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Elskulegur faöir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRHALLUR BJÖRNSSON frá Kópaskeri, til heimilis í Hamraborg 14, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudag- inn 16. júní. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju í dag, fimmtudaginn 22. júní, kl. 15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi, sími á skrifstofutíma 560 4100. Björn Þórhallsson, Guðný S. Sigurðardóttir, Njörður, Margrét og Gísli Friðriksbörn, Gunnar Þór Þórhallsson, Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir, Guðrún Þórhallsdóttir Ludwig, Thomas M. Ludwig, Gunnþórunn R. Þórhallsdóttir, Stefán Örn Stefánsson, Helga, Þórný og Þórhallur Barðabörn, Anna Helgadóttir, Kristveig Þórhallsdóttir, Jens L. Eriksen, Þorbergur Þórhallsson, Sigurborg Þórarinsdóttir, Guðbjörg Þórhallsdóttir, barnabörn og fjölskyldur. MAGNUS JÓNSSON + Magnús Jónsson fæddist 13. októ- ber 1927og Iést 17. júní síðastliðinn. Magnús var einka- sonur Jóns Frið- laugssonar, f. 17. 12. 1897 á Litluvöllum í Bárðardal, d. 29. 9. 1979, búfræðings og verkamanns á Akur- eyri, og konu hans Valgerðar Magnús- dóttur, f. 27. 7. 1902 í Vestri-Garðsauka, Rangárvallasýslu, d. 15.12.1988, hús- freyju. Magnús kvæntist 6. 11. 1948 Sigríði Loftsdóttur frá Böggvis- stöðum, f. 20. október 1927. Börn þeirra eru: 1. Valgerður, f. 24. 2. 1949, sálfræðingur, maki Teitur Jónsson, tannlæknir. Synir þeirra eru: a) Andri, f. 1966, verkfræð- ingur, maki Auður Hörn Freysdóttir, lög- fræðingur, og þeirra dætur Eir, Iðunn og Urður. b) Magnús, f. 1972, háskóianemi. 2. Jón, f. 22. 5. 1952, vátrygginga- maður í Reykjavík, maki Selma Tómas- dóttir, bókari. Börn þeirra eru: a) Valdís, f. 1976, leikskóla- kennari, unnusti Lár- us Óskar Lárusson prentari. b) Arnór, f. 1980, nemi. 3. Haukur, f. 15. 3. 1954, tækni- fræðingur í Reykjavík, maki Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, sagnfræðingur. Börn þeirra eru: a) Sigtryggur, f. 1992 og b) Steingerður, f. 1996. 4. Hildur, f. 17. 4. 1962, ritari á Akureyri, maki Sigurður H. Bald- ursson, bátasmiður. Börn þeirra eru: a) Róbert, f. 1995 og b) Sig- ríður Halla, f. 1997. Dóttir Hildar er c) Katla Þorsteinsdóttir, f. 1982 og dóttir Sigurðar er d) Selma, f. 1988. Magnús tók gagnfræðapróf 1944, lauk sveinsprófi í bifvéla- virkjun á Akureyri 1948 og fékk síðan meistararéttindi í greininni árið 1951. Hann stofnaði ásamt öðrum bifreiðaverkstæðið Víking og keypti síðan hlut í bifreiða- verkstæðinu Þórshamri hf. Þar starfaði hann sem aðalverkstjóri og síðar verslunarstjóri og var oft kenndur við það fyrirtæki. Jafn- framt var hann lengi umboðsmað- ur fyrir Volvo bátavélar, bfla og vinnuvélar. Magnús vann að fé- lagsmálum og var meðal annars í nokkur ár formaður Iðnráðs Ak- ureyrar og Akureyrardeildar KEA. Magnús var í áratugi félagi í frímúrarareglunni og hlaut þar æðstu heiðursmerki. Siðustu árin var hann starfsmaður frímúrara- reglunnar á Akureyri. Utför Magnúsar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÞORSTEINN JÓNSSON, frá Drangshlíðardal, l^sem andaðist á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, sunnudaginn 18. júní, verður jarðsunginn frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 24. júní kl. 14.00. Jón Dalmann Þorsteinsson, Dóra Hafsteinsdóttir, Yngvi Þorsteinsson, Guðlaug Sæmundsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Gísli Ágústsson. + Elskuleg móðir mín og fósturmóðir, DAGBJÖRT STEFÁNSDÓTTIR frá Hvammi, sem lést laugardaginn 17. júní sl. verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 23. júní kl. 14.00. Jarðsett verður á Hólum í Hjaltadal. Sigurður Pálsson, Kolbrún Guðveigsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA STEINDÓRSDÓTTIR, Víðilundi 20, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 16. júní. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 23. júní kl. 13.30. Þorsteinn Þorsteinsson, Þórhildur Valdemarsdóttir, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Ágúst Bjarnason, Anna Soffía Þorsteinsdóttir, Sturla Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓHANNA BJÖRG BJARNADÓTTIR, Vatnskoti, Þykkvabæ, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtu- daginn 8. júní, verður jarðsungin frá Þykkva- f bæjarkirkju laugardaginn 24. júní kl. 13.00. Óli Ágúst Ólafsson, Rósa Emilía Óladóttir, Gunnar Ársælsson, Ólafur Bjarni Ólason, Kristín Jónsdóttir, Sigrún Óladóttir, Árni Þorbergsson, Jóhannes Ólason, Þórdís María Viðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Afi Magnús var festumaður, svo reglusamur og áreiðanlegur að leitun var að öðru eins. Þetta var sterkur þáttur í skapgerð hans en jafnframt voru lífsskoðanir hans grundaðar á mikilli samkennd og djúpri ábyrgðar- tilfinningu gagnvart samfélagi sínu og sérstaklega ættingjum og ástvin- um. Þegar hann gaf fuglunum í garð- inum læddist stundum að sú tilfinning að hver og einn þeirra væri sérstakur vinur hans. Á sama hátt og hann naut þess að hlúa að umhverfi sínu í stóru sem smáu hafði hann sérstaka ánægju af því að fylgjast með fram- gangi barnabarna sinna og litlu langafastelpnanna. Hjá honum var alltaf að fá hlýleg hvatningarorð í mótlæti og einlæga gleði og bjartsýn- isspár þegar vel gekk. Nöldur og svartsýni var afa þvert um geð. Okkur er til efs að hann hafi nokkum tíma kvartað undan hlut- skipti sínu við nokkum mann og bar- áttuþrek hans og harka gagnvart sjúkdómnum sem nú hefur borið hann ofurliði vora ótrúleg. Hann átti svo sannarlega skilið að fá meiri tíma til að njóta vel unnins dagsverks en við vitum að hann mætti endalokun- um með ró í hjarta. Við kveðjum afa okkar með miklum söknuði og hugs- um til þess að honum líður vel á næsta tilverustigi. Magnús og Andri. Varanleg minning er meitlub ístein. ÍIS.HELGASOIMHF STEINSMIDJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is Þegar ég heyrði lát Magnúsar Jónssonar kom mér í hug orðið vinur. Máltækið segir „sá er vinur sem í raun reynist,“ og það fengum við sannarlega að reyna í veikindum Ragnars eiginmanns míns, sem stóðu í þrettán mánuði. Þar var Magnús hans trausti vinur, kom allflesta daga til hans á sjúkra- húsið, í Kristnes og síðustu mánuðina á Sel. Umræðuefni höfðu þeir nóg, sem var Frímúrarareglan, hún var þeiira hjartans mál. Margar ferðim- ar fóra þeir saman út á land að heim- sækja aðrar stúkur, oft var illfært á vegunum á vetuma, en aldrei man ég eftir því að þeir létu það aftra sér. Þá voru óteljandi ferðir þeirra á frímúr- arafundi í Reykjavfk. Þeiira samstarf var mikið og gott og væntumþykja gagnkvæm. Margar ferðimar var Magnús búinn að keyra mig fram í Kristnes, þegar ég hafði ekki far, því ég keyri ekki bíl og engar fastai' ferðir fram efth'. Hann vildi alltaf vera viss um að ég kæmist. Hann var einstakur vinur, alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. Eg veit að vinimir em búnir að hittast hjá almættinu og taka upp þráðinn. Sigríði, bömunum og ástvinum öll- um sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Vertu svo guði falinn kæri vinur, með þökk fyrir alit. Sigurlaug Ingólfsdóttir. Hinn 17. júní andaðist Magnús Jónsson á heimili sínu í faðmi fjöl- skyldunnar. Baráttu hans við illvígan sjúkdóm er nú lokið, ekki óvænt en þó ótímabært. Lífskraftur hans og bjartsýni varð loks að láta undan því valdi sem öllu ræður. Hjá þeim okkar sem vom á unglingsaldri við stofnun íslenska lýðveldisins 17. júní 1944 hef- ur dagurinn ætíð snert viðkvæma strengi í bijósti. Frelsisbaráttu ís- lendinga var að ljúka með sigri og jafnframt vom þjóðir heims famai' að vænta þess að nú færi brátt að sjá fyr- ir endann á styrjöldinni miklu sem þá vai' háð um heim allan. Allt þjóðlífið hér á íslandi stóð á þröskuldi mikillar byltingar og unga fólkið í landinu var tilbúið að takast á við þær þjóðlífsbreytingar sem fram undan vom. Magnús Jónsson var þá um vorið að ljúka prófi frá Gagnfræðaskólan- um á Akureyri. Hann gat horft til framtíðarinnar með björtum augum hins unga hrausta manns sem átti allt sitt lífsstarf fram undan. Hans ævi- starf varð, eins og tugþúsunda ann- arra íbúa landsins, einn þátturinn í uppbyggingu hins unga lýðveldis. Lýðveldishátíðarkynslóðin hefur nú misst enn eina grein úr sínu mikla h'fstré. Samgöngutæknin var meðal þeirra mála sem vakti áhuga Magnúsar og innan þeirrar greinar valdi hann sitt lífsstarf. Hann lauk sveinsprófi í bif- vélavirkjun og hlaut síðan meistara- réttindi í þeirri grein. Hann stofnaði ásamt Jóhanni Kristinssyni Bifreiða- verkstæðið Víking, gerðist meðeig- andi að Bifreiðaverkstæðinu Þórs- hamri og starfaði þar sem yfiiverkstjóri og verslunarstjóri um áratuga skeið. Þá var hann lengi um- boðsmaður fyrir Volvobíla og vélar á Norðurlandi. Hann gegndi lengi ýms- um trúnaðarstörfum innan stéttar sinnar, var m.a. foiTnaður Iðnráðs Akureyrar og ýmsum fleiri trúnaðai'- störfum gegndi hann á sviði félags- mála hér í bæ. Þá em ótalin störf Magnúsar í Frímúrarareglunni á Ak- ureyi'i, en hann var einn af burðarás- um í starfsemi hennai'. Hann starfaði þai' um langt árabil og skilaði miklu og góðu verki. Störf hans þar verða seint fullþökkuð. Þrátt fyiii' margs konar annir í hinu daglega lífi vai' hugur Magnúsar ætíð bundinn fjölskyldunni; eigin- konu, bömum, öðmm afkomendum og ástvinum. Velferð þessa hóps átti hug hans allan. Magnús var skapríkur maður, duglegui' og samviskusamur svo af bar. Hann gerði kröfur ti) manna og gat á stundum verið nokk- uð ákveðinn og kveðið fast að orði. En ætíð gat hver og einn verið viss um að mestu kröfurnar gerði Magnús til sinna eigin verka. Það blandaðist eng- um hugur um að þar fór maður sem vildi koma að málumá heiðarlegan og hreinskilinn hátt. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera samstarfs- maðm' Magnúsar í vinnu og félags- starfi um nær fjömtíu ára skeið. Eg vil þakka þau kynni sem aldrei bar skugga á og þakka fyrir að fá að starfa með svo heilsteyptum og ábyrgðarríkum manni. Þá veit ég að þeir mörgu félagar sem störfuðu með Magnúsi að málefnum Frímúrara- reglunnar heiðra minningu hans með innilegu þakklæti og djúpri virðingu. Eg sendi Sigríði, börnum þeirra hjóna og öllum aðstandendum og ást- vinum hugheilar og innilegar samúð- arkveðjur og bið þeim blessunar Guðs og huggunar í sámm söknuði. Jafn- framt vil ég óska Magnúsi fararheilla og velfamaðar á ókunnum vegum í austrinu eilífa, þar sem öll orka guð- dómsins á uppmna sinn. Hann var vel búinn til þeirrar ferðar. Sigurður Jóhannesson. rfisdrykkjur í Veislusalnum jSB Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrír allt að300 manns. EINNIG LÉ' MEÐKAFFI OG TERTll ITTUR HADEGISMATUR U A EFTIR - SAMA VERD . skoiii Vtfo' ritta hJá oWcor ° ”etinul VEISLAN G3 Glœsilegar veitingar frá Veislunni Austurclrönd 12 »170 SeHjornomw »511111:561 2031 • Fox: 561 2008 VEITINGAELDHUS www.veislan.is . _ — — og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.