Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 47 MINNINGAR ' GUÐRUN HELGADOTTIR + Guðrún Helga- dóttir fæddist á Jarðlangsstöðum á Mýrum II. júní 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 14. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jósef- ína Sigurðardóttir, f. 19. apríl 1892, d. 1971 og Helgi Jóns- son, f. 27. febrúar 1891, d. 1943. Systur Guðrúnar eru: Krist- ín, f. 1918, Hólmfríð- ur, f. 1921, Halldóra, f. 1922, d. 1993, Þrúður, f. 1925. Guðrún giftist 16. október 1948 Ársæli Karlssyni, vélstjóra, frá Stokkseyri, f. 21. des. 1915, d. 26. okt. 1990. Foreldrar hans voru Guðmundur Karl Guðmun- dsson sjómaður og Sesselja Jóns- dóttir. Börn þeirra eru: 1) Helgi, f. 25. okt. 1949, kvæntur Stein- unni Óskarsdóttur, börn þeirra eru: a) Guðrún, barn: Eva Björk Gunnarsdóttir, b) Ey- þór, c) Kristinn Ingi. 2) Guðfinna, f. 29. mars 1951, gift Zden- ek Smidak, börn þeirra: a) Stefán Páll, b) Magnús Þór. Guðrún lauk námi við Iljúkrunarskóla íslands í maí 1938, var við framhaldsnám í geðhjúkrun í Viborg í Danmörku, 1938- 1939. Iíjúkrunarkona við Landspítalann 1938, á Roskilde amts og bysygehuse 1939. Á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum frá 15. okt. 1939 til 15. maí 1949, þar af yfirhjúkrunarkona í fjögur ár. Á sjúkrahúsi Selfoss frá 15. júní 1963 til 1. sept. 1966, þar af yfirhjúkrunarkona í tvö og hálft ár. Yfirhjúkrunarkona á Heilsu- hæli NLFÍ frá 1. okt. 1966 til 1. sept. 1985. Utför hennar fer fram frá Kot- strandarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Móðursystir mín, Guðrún Helga- dóttir hjúkrunarkona, lést á Ljós- heimum á Selfossi skömmu eftir 86. afmælisdag sinn. Við minnumst hennar fyrir einstaka hlýju og Ijúf- mennsku. Hún var forkur til allrar vinnu enda af þeirri kynslóð sem vann frá blautu barnsbeini og féll aldrei verk úr hendi. Hún var einörð, sterk og ákveðin og framkvæmdi það sem hún ætlaði sér. Hún braust til mennta án nokkurrar aðstoðar og lærði hjúkrun. Hún naut mikillar velgengni í starfi og var m.a. árum saman yfirhjúkrunarkona á Heilsu- hæli NLFÍ í Hveragerði. En þrátt fyrir annasaman vinnudag hafði hún alltaf tíma til að sinna handavinnu af mikilli list. Hvort sem það voru út- prjónaðir vettlingar, sokkar, peysur, útsaumaðir strengir, púðar, heklaðir dúkar, gardínur eða rúmteppi. Allt lék þetta í höndum hennar. Otrúlegt því alla tíð hafði hún mjög slæma sjón. Eftir að hún hætti störfum má segja að þetta hafi verið vinnan hennar. Eflaust mun hún ganga rösklega til verka og gusta af henni þegar inn fyrir gullna hliðið er kom- ið. Gunna var fædd 1914 að Jarð- langsstöðum í Mýrarsýslu_þar sem foreldrar hennar bjuggu. Árið 1922 flutti fjölskyldan alfarin til Vest- mannaeyja og bjó á Sólvangi. I sama húsi bjó Magnús föðurbróðir hennar með fjölskyldu sinni. í einu herbergi og eldhúsi í kjallaranum á Sólvangi ólst Gunna upp hjá foreldrum sínum og ijórum systrum, Stínu, Fríðu, Dóru og Þrúðu. Helgi faðir þeirra missti heilsuna og varð óvinnufær meðan dæturnar voru ungar og lést aðeins 63 ára gamall. Það kom því í hlut Jósefínu móður þeirra að vinna fyrir heimilinu. Það var því mikil ábyrgð sem lögð var á ungar herðar þeirra systra. Gunna sem var elst bar hag systra sinna mjög fyrir brjósti og var sífellt að gera eitthvað fyrir þær og þannig var það alla tíð. Þær hafa oft minnst þess hve góð hún var við þær. Þó heimilið væri fá- tækt var reisn yfir því. Foreldrar þeirra voru víðlesin, umræður oft fjörugar, kveðskapur viðhafður við hvert tækifæri og dætrunum gefin heilræði sem þær hafa búið að og gefið börnum sínum. Gunna giftist Ársæli Karlssyni og eignaðist tvö börn, Helga og Guð- finnu. Lengst af bjuggu þau í Hvera- gerði. Húsið við Reykjamörkina var umlukið fallegum garði sem var hennar líf og yndi. Samverustund- imar hafa verið margar um dagana og oft var glatt á hjalla í garðinum á fallegum sumardögum enda Gunna höfðingi heim að sækja. Börn hænd- ust að henni og sonur okkar ungur dreif sig snemma á fætur þegar við dvöldum hjá henni því hann vildi ekki missa af morgunspjallinu við Gunnu. Nú þegar við kveðjum Gunnu er okkur efst í huga minning um kjark- mikla konu sem hafði mikið að gefa. Blessuð sé minning hennar. Börnum hennar og fjölskyidum þeirra vottum við samúð okkar. Fríða og Bjössi. Ljúft er að minnast Gunnu frænku. Sólvangsfólkið hefur svo lengi sem ég man eftir verið mér og mínum eins og önnur fjölskylda. Mamma og Gunna voru hjúkrunar- konur og miklar vinkonur. Þegar Gunna giftist Ársæli Kar- lssyni vélstjóra fluttu þau fljótlega til Stokkseyrar og bjuggu þar í nokkur ár, en fluttu síðan til Hvera- ELSE AASS + Else Aass fædd- ist í Arendal í Noregi 2. maí 1912. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 18. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Oscar Risted, skattstjóri í Arendal, og kona hans Gudrun, dóttir Oscars Bæroe, pró- fasts á Holt í Aust- Agder, en hann var einnig vel þekktur listmálari í Noregi. Else átti einn bróð- ur, Finn. Hann flutti til Englands á stríðsárunum og var síðan bú- settur þar til dauðadags 1969. Else giftist árið 1938 Einari J. Aass frá Drammen, blaðamanni og ritsljóra. Þau eign- uðust tvö börn; 0m- ulf Aass, f. 1939, og Sidsel Gudmn Risted Aass, f. 1943. Else átti íjögur bamabörn. Böm 0rnulfs eru Ane og Jorgen Aass og böm Sidsel em Anne Stine og Kathrine Reine. Else hélt alla tíð góðu sambandi við fjölskylduna í Noregi og gladdist yfír vel- gengni hennar. Barnabarnabörnin tvö, Ingvild og Eilert, börn Kathrine, voru henni sannk- allaðir sólargeislar. Útför Else Aass fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 16. Kveðja frá Norræna húsinu I dag kveðjum við kæra vinkonu okkar og fyrrum starfsfélaga, „lífs- kúnstnerinn" Else Aass. Hún lifði fyrri helming ævinnar í heimaland- inu Noregi og síðustu 38 árin fékk ísland að njóta starfskrafta hennar. Hún var lærður kjólameistari og rak eigin saumastofu í Osló með mörgum nemendum. Einnig stund- aði hún um tíma nám í Myndlista- og handíðaskólanum með áherslu á teiknun. Hún tók mikinn þátt í menningarlífi borgarinnar og þekkti marga rithöfunda og listamenn. Að hennar sögn hlaut hún strangt uppeldi í foreldrahúsum. Foreldra sinna naut hún ekki lengi, þau dóu bæði á besta aldri. Tónlistin var mjög í heiðri höfð á æskuheimilinu. Faðirinn söng og móðirin lék á píanóið. Else elskaði að syngja fram til æviloka. Else var mjög nátengd afa sínum og ömmu, prófastshjónunum. Hún talaði oft um þau og heimilið í Holt og sýndi stolt málverk afa síns. Árið 1962 ílutti Else til Reykjavík- ur og starfaði fyrst um sinn sem kjólameistari í Guðrúnarbúð, hjá Henson og víðar. Hún kynntist Is- lendingnum Jóni Guðjónssyni sem reyndist henni góður förunautur þau ár sem þau áttu saman. Hann lést langt um aldur fram eins og svo margir af nánustu aðstandendum hennar. Þegar Else var orðin 71 árs og flestir jafnaldrar hennar komnir á eftirlaun, fannst henni tími kominn til að skipta um starf og prófa eitt- hvað nýtt. Hóf hún þá störf í Nor- ræna húsinu sem hún þekkti vel. Sem virkur félagi í Nordmanslaget í Reykjavík og formaður þess í sjö ár hafði hún fylgst með stofnuninni frá upphafi og var góður vinur Ivars Eskeland og fleiri sem störfuðu hér. í sýningarsalnum starfaði hún fram á níræðisaldur við góðan orðstír. Else tók mikinn þátt í starfsemi Nor- ræna hússins og var alltaf hrókur alls fagnaðar þegar komið var saman við ýmis tækifæri. Alltaf einstaklega smekklega klædd og fín. Hún hafði sérstaka útgeislun og laðaði að sér fólk og var fljót að eignast vini hvar sem hún fór. I Norræna húsinu fannst henni gott að vera. Þetta var einmitt staðurinn fyrir svona list- elskandi konu. Og ekki má gleyma bókasafninu. Það notaði hún sér óspart, las ósköpin öll af norskum bókum. En hún var vandlát á bækur eins og allt annað. Það þýddi ekki að bjóða henni hvað sem var að lesa en það mátti gjarnan vera dálítið krass- andi! Þar voru líka norsku dagblöðin svo auðvelt var fyrir hana að fylgjast með því helsta sem á döfinni var í Noregi. Þó að Else dveldi svona lengi á íslandi og vildi hvergi annars staðar vera, var hún Norðmaður fram í fingurgóma! Stórbrotin kona er kvödd með söknuði og þakkað fyrir allt og allt. Alla gestrisni, hlýhug og umhyggju sem hún hefur borið fyrir okkur í Norræna húsinu viljum við þakka fyrir að leiðarlokum. Við minnumst glæsilegrar konu sem hélt fagurt heimili fram á síðasta dag á löngum og gifturíkum ferli. Hún var alltaf já- kvæð og kvartaði aldrei þótt á móti blési. Eftir að heilsu hennar hrakaði og hún treysti sér ekki lengur til vinnu hélt hún góðu sambandi við okkur vini sína hér og talaði oft um Norræna húsið sem sitt annað heim- ili. Hún fylgdist með starfseminni af einlægum áhuga og kom í heimsókn öðru hvoru svo lengi sem heilsa og kraftar frekast leyfðu. Síðast kom hún fyrir rúmum mánuði og gladdi okkur með nærveru sinni eins og alltaf. Guð blessi minningu Else Aass. Starfsfólk Norræna hússins. gerðis. Þar vann Gunna um árabil á Heilsuhælinu. Ógleymanlegt er árið 1951 þegar ég fékk að vera hjá þeim hjónum sumarlangt á Stokkseyri. Þaðan á ég ekkert nema góðar minningar. Þau hjón voru góð heim að sækja. Fínar veitingar, gi-ammófónspil og oftar en ekki útsaumur og hekl í nesti. Þegar aldur og sjúkdómar herja óvægilega á einhvern sem manni þykir vænt um og viðkomandi fær kærkomna hvfld er það eina sem mér dettur í hug fallegar hugsanir til góðrar konu og óska ég henni far- sællar heimkomu. Samúðarkveðjur sendum við Daníel til aðstandenda. Dóra. Okkur langai’ til að minnast ömmu okkar og þakka henni fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir okkur. Amma átti heima við hliðina á skólanum og kunnum við að meta það, mikið var gott að koma við hjá henni að skóladegi loknum og fá ka- kómalt og ristað brauð. Hún amma var sérstök kona. Hún var sívinnandi, eftir langan og oftast strangan vinnudag tóku við heimilis- störfin og öll handavinnan. Það þurfti að Ijúka öllum verkum strax, það var ekki geymt til morguns sem gera átti í dag. Mörg pör af sokkum prjónaði hún á okkur í gegnum tíðina og hún gerði margar tilraunir til ai kenna okkur þá list sem okkur tókst>: þó misjafnlega vel að tileinka okkur. Samt hafði hún nægan tíma til að spjalla við okkur systkinin og þær voru margar pönnukökumar sem hún bakaði með okkur og á eftir var drifið í að finna einhver verkefni, stundum að mála glugga eða fai-a út í garð og hreinsa til. Seinni árin þegar starfsþrekið hafði minnkað og sjónin var orðin lé- leg sat hún við handavinnu og mun- um við alltaf sjá hana fyrir okkur þar sem hún situr með heklið sitt. Elsku amma, við þökkum þér fyrir .. allar samverustundimar. Blessuð sé' minning þín. Guðrún, Eyþórog Kristinn Ingi. Elsku langamma. Ég þakka þér fyrir þennan stutta tíma sem ég þekkti þig, ég vildi óska að hann hefði verið lengri. Þín Eva Björk. t Frændi okkar, SVERRIR GUÐBRANDSSON Eyrarvegi 8, Flateyri, sem lést á Sjúkrahúsinu á (safirði fimmtudaginn 15. júní, verður jarðsunginn frá Flateyrarkirkju laugardaginn 24. júní ki. 14.00. Systkinabörn hins látna. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA G. HELGADÓTTIR, Þverholti 30, áður Skiphoiti 47, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 23. júní kl. 13.30. Svavar Svavarsson, Anna Lilja Sigurðardóttir, Hulda Maiforth, C.J. Maiforth, Ólafur Ingibjörnsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og lang- ömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Gerðum í Garði. Brynjólfur Erik Eiríksson, Beverley Eiríksson, Guðmundur Eiríksson, Þórey Vigdís Ólafsdóttir, Guðný Eiríksdóttir, Atli Arason, Hjördís Guðmundsdóttir, barnabörn oa barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR AXELSDÓTTUR, Kelduhvammi 20, Hafnarfirði. Magnús Ágústsson, Ingibjörg Auðbergsdóttir, Axel Magnússon, Inger Petersen, Magnús Valur Magnússon, Þórunn Matthíasdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Guðjón Arnbjörnsson, Auðbergur Magnússon, Edith Þórðardóttir, Sigurður Magnússon, Helma Gunnarsdóttir, Axel Sigurður Axelsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.