Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AP Gary Graham lætur mótmæli í ljós í viðtali við Qölmiðla á dauðadeildinni í Livingston í Texas fyrr í mánuðin- um. Hann verður tekinn af lífi í dag með banvænni sprautu hljóti náðunarbeiðni hans ekki hljómgrunn. Sofandi lögfræðing- ur og gleymd vitni Réttarkerfið í Texas hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Þar er afkastamesta dauðadeild í Bandaríkjunum og ríkisstjór- inn, Goerge W. Bush, segir starfsemina eðlilega. Gagnrýnendur tína þó til mörg dæmi sem þeir segja benda til hins gagnstæða. Dallas, Houston. Reuters, AP. Á MEÐAN lögfræðingurinn svaf í réttarsalnum var skjólstæðingur hans fundinn sekur um morð. Ann- ar maður var dæmdur til dauða en verjandi hans hafði gleymt að kalla til vitni sem hefðu getað borið að maðurinn hefði ekki framið glæp- inn. Áreiðanleiki réttarfarsins í Tex- as í Bandaríkjunum er nú í kast- ljósinu þar vestra og ríkisstjórinn, George W. Bush, sem einnig er væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ber blak af afkastamestu dauðadeild Banda- ríkjanna. I síðustu viku voru þrír fangar teknir af lífí og hefur þá 221 verið liflátinn í Texas frá því dauðarefs- ingar voru teknar upp þar 1982, sex árum eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam bann við þeim. Þar af hafa 134 verið líflátnir síðan Bush tók við ríkisstjóraemb- ættinu 1995. Hefur Bush sagst sannfærður um að allir sem hafa verið teknir af lífi hafi verið sekir, hafi fengið rétt- láta málsmeðferð og notið áfrýjun- arréttar. Menn sem gera skoðanakannan- ir segjast ekki telja að þetta mál verði Bush þrándur í götu á leið hans í Hvíta húsið. Væntanlegur andstæðingur hans, A1 Gore, fram- bjóðandi demókrata, er eindreginn stuðningsmaður dauðarefsinga. En í Texas eykst nú þrýstingur á að endurbætur verði gerðar á réttarkerfi sem tekur fleiri menn af lífi en réttarkerfið í nokkru öðru ríki í Bandaríkjunum. „Til skammar“ Nýjustu tilfellin, er vakið hafa spurningar um ágæti réttarfarsins, eru mál Calvins Burdines annars vegar og Garys Grahams hins veg- ar. Að öllu óbreyttu verður Gra- ham tekinn af lífi í dag. Burdine fékk sem verjanda lög- fræðing á kostnað hins opinbera og var lögfræðingurinn stundum sof- andi í réttarsalnum meðan á rétt- arhöldunum yfir Burdine stóð. Graham var fundinn sekur um að hafa skotið mann til bana og var úrskurðurinn byggður á framburði eins vitnis þrátt fyrir að önnur vitni hafi borið að Graham hafi ekki verið á morðstaðnum. Dómsmálaráðherra Texas reyndi að fá hnekkt þeim úrskurði alríkisdómara að Burdine skyldi látinn laus eða réttað yrði á ný í máli hans. Hélt ráðherrann því fram í áfrýjunarrétti að jafnvel sof- andi lögfræðingur geti gert gagn. „Þetta er til skammar," segir Rodney Ellis, öldungadeildarþing- maður demókrata, um rök Texas fyrir því að Burdine sé áfram á dauðadeildinni. Ellis er hlynntur dauðarefsing- um en hefur lagt til víðtækar um- bætur á réttarkerfinu þannig að fátækir sakbomingar eigi kost á betri lögfræðingum, leyft verði að gera DNA-próf á sönnunargögnum og farið verði nákvæmar í saumana á dauðadómum. Frestað í Illinois Mikil umræða hófst í Bandaríkj- unum í febrúar þegar ríkisstjórinn í Illinois, sem er hlynntur dauða- refsingum, tilkynnti að engum dauðadómum yrði fullnægt í ljósi þess að síðan 1977 hefðu þrettán dauðamenn verið látnir lausir í kjölfar þess að dómnum yfir þeim hefði verið hnekkt. Á því tímabili höfðu tólf fangar verið teknir af lífi. Réttarkerfið í Texas hefur m.a. verið gagnrýnt fyrir að þar séu fá- tækum sakborningum ekki fengnir hæfir lögfræðingar á kostnað hins opinbera. Dómstólar tilnefni lögfræðinga sem fái lítið borgað en í flestum öðrum ríkjum Bandaríkjanna er starfrækt skrifstofa opinbers verj- anda. Bush beitti neitunarvaldi gegn lagafrumvarpi um stofnun embættis opinbers verjanda í Tex- as. Enn fremur er gagnrýnt að í Texas eru geðfatlaðir sakboming- ar teknir af lífi og unglingar undir átján ára aldri sem framið hafa til- tekna glæpi. Hafa bæði mannréttindasamtök- in Amnesty International og Lög- mannasamtök Bandaríkjanna lýst því yfir að þessu skuli hætt. Stjórnarskrárbundinn réttur Andstæðingar dauðarefsinga segja að mál Burdines og Grahams dragi galla kerfisins berlega fram í dagsljósið. Burdine, sem kveðst vera sam- kynhneigður, var dæmdur til dauða 1983 fyrir að ræna og stinga til bana sambýling sinn. Burdine áfrýjaði dómnum á þeim forsend- um að verjandi sinn, Joe Cannon, hafi hvað eftir annað sofnað í rétt- arsalnum á meðan málsmeðferð stóð og aldrei andmælt þegar sak- sóknari hafi beint ummælum, er lýstu andúð á samkynhneigðum, tö kviðdómsins. Dómurinn var staðfestur af áfrýjunardómstóli í Texas en í fyrra ógilti alríkisdómari úrskurð- inn á þeim forsendum að Burdine hafi verið svikinn um stjómar- skrárbundinn rétt á gagnlegri vörn og skyldi látinn laus eða að réttað yrði á ný í máli hans. John Comyn, dómsmálaráð- herra í Texas, áfrýjaði úrskurði al- ríkisdómarans til fimmta umdæm- isáfrýjunardómstóls Bandaríkj- anna og hélt því fram að lögfræðingur sem sofnaði gæti samt veitt gagnlega vöm svo fremi sem hann missti ekki af mikilvæg- ustu þáttum réttarhaldanna. „Burdine og lögfræðingar hans hafa ekki sýnt fram á hvaða rök verjandinn hefði getað lagt fram en gerði ekki vegna þess að hann svaf,“ sagði fulltrúi Cornyns, Heather Brown. Urskurðar er vænst frá áfrýjunardómstólnum á næstu mánuðum. Vilja ekki ósanngjama dauðarefsingu Mál Grahams er þó ef til vill meira aðkallandi, því hann verður tekinn af lífi í dag ef sýknu- og sakaruppgjafarráð Texas verður ekki við náðunarbeiðni hans. For- veri Bush í ríkisstjóraembættinu frestaði aftökunni á Graham og því getur Bush ekki frestað henni aft- ur nema sýknuráðið mæli með náð- un. Graham var fundinn sekur um að hafa skotið mann til bana fyrir utan verslun i Houston 1981 og var dauðadómurinn yfir honum að mestu byggður á framburði eins vitnis sem benti á hann í röð manna við sakbendingu á lögreglu- stöð. Sex önnur vitni, sem hafa vakið efasemdir um sekt Grahams, voru annaðhvort ekki kölluð til vitnis við réttarhöldin eða hafa komið fram eftir að þeim lauk að því er verj- endur Grahams segja. Lawrence Marshall, sem er lög- fræðingur við Northwestern-há- skóla í Chicago, segir að Graham eigi yfir höfði sér aftöku á grund- velli „veikustu sannana sem ég hef séð í þrjátíu ár“. Marshall vinnur við að varpa ljósi á gallaða dóms- úrskurði og það var ekki síst á grundvelli uppgötvana hans sem öllum aftökum í Illinois var frest- að. „Fólk stendur annars vegar frammi fyrir raunverulegri dauð- arefsingu og hins vegar óhlutbund- inni dauðarefsingu,“ segir Stephen Bright, framkvæmdastjóri Mann- réttindamiðstöðvar Suðurríkjanna í Atlanta, sem veitir efnalitlum dauðamönnum lögfræðiaðstoð. „Bandaríkjamenn eru fylgjandi dauðarefsingu," segir hann, „en þeir vilja ekki ósanngjarna dauða- refsingu.“ „Martröð með morðingja“ Fjögur fórnarlömb Grahams hafa lýst þeirri skelfingu sem árás hans á þau hafði í för með sér og vilja með því stemma stigu við þeirri athygli sem þeir hafa hlotið er vilja hnekkja dauðadómnum yfir honum. „Það sem ég mátti þola er mar- tröð með morðingja," segir David Spiers um það þegar Graham skaut hann í ránsferð. Spiers var af þeim völdum rúmfastur í þrjá mánuði og gat ekki gengið í tvö ár. „Ef dómstólar okkar, réttarkerf- ið okkar og allir þessir mótmæl- endur láta náunga eins og Gary Graham lausan úr fangelsi mætti allt eins opna flóðgáttimar og sleppa öllum,“ sagði Spiers. Hann og þrjú önnur fórnarlömb Grahams héldu fund með frétta- mönnum í Houston í byrjun vik- unnar. Graham var 17 ára í maí 1981 er hann fór í vikulangan glæpaleiðangur sem hófst með morðinu á Bobby Lampert. Alls er Graham sakaður um að hafa fram- ið 22 glæpi á þessari einu viku og hefur hann játað á sig tíu árásir en neitar því að hafa skotið Lampert. Bianca Jagger, framkvæmda- stjóri Amnesty International í Bandaríkjunum, er andvíg öllum dauðarefsingum. Hún segir að rétta ætti í máli Grahams á ný. „Það væru alvarleg réttarglöp ef ríkið tekur Gary Graham af lífi. Hann er saklaus." Meðal þeirra sem hafa veitt Gra- ham stuðning eru leikaramir Danny Glover og Ed Ashner. Sol Wisenberg, lögfræðingur og verj- andi í Washington, er aftur á móti á öðru máli. „Graham er ákaflega sekur og hann er mikið illmenni,“ sagði hann í viðtali við CNN. „All- ar þessar svokölluðu vísbendingar sem sagt er að hafi verið stungið undir stól stangast á við það sem vitni upphaflega báru eða sögðu við lögregluna.“ Wisenberg segir enn fremur að það sé rangt að vitnið sem bar kennsl á Graham hafi ekki séð hann vel. Vitnið hafi horfst í augu við Graham í um það bil eina og hálfa mínútu á vel upplýstu bíla- stæði. alla fjölskylduna! Kl. 16,00 Kaffitímatónlist með Tilraunabandinu. Kl. 17.00 Barnahornið Kl. 18.00 Grill og góð stemmning i. 21.00 Tónleikar Perluvinir (Kvartett úr Gnúpverjahreppi) Ingvar Valgeirsson trúbador Gulli Og Maggi (frá Ólafsfirði) Blátt áfram Jón á Kirkjulæk Ólafur Þórarinsson Bubbi "eftirherma" Tilraunabandið o fl. Kl. 00.30 Dansleikur Hljómsveitin Mávarnir Alþýðutónlistarhátíð fyrir Kl. 18.00 Kl. 00.30 Dansleikur Hátíðin sett og hljóðfærum pakkað upp. Hljómsveitin Mótrarnir Tilraunabandið hefur æfingar. Kl. 19.00 Grill og góð stemmning Kl. 21.00 Tónleikar Gulli Og Maggi (frá Ólafsfirði Tamóra Ólafur Þórarinsson (Labbi f KK og Magnús Eiríksi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.