Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Rekjanleikanúmer á pakkningum
Hægt að rekja
uppruna kjúklinga
SÝKINGAR af völdum campylo-
bacter eru mun færri nú en á
sama tíma í fyrra samkvæmt upp-
lýsingum frá sóttvamarlækni.
Svokallað rekjanleikanúmer á
pakkningum kjúklinga á þar hlut
að máli því með því er hægt að
rekja afurðir til ákveðins eldis-
hógs.
Á fundi Umhverfís- og heil-
brigðisnefndar Reykjavíkur fyrir
skömmu var samþykkt samhljóða
bókun að frá og með 16. júní yrði
sala kjúklinga í Reykjavík m.a.
háð þeim skilyrðum að allar
pakkningar ferskra kjúklinga
ættu að hafa rekjanleikanúmer.
„Þessi bókun var gerð í sam-
ráði við framleiðendur og rekjan-
leikanúmerið er nú komið á
pakkningar hjá flestum þeirra,“
segir Rögnvaldur Ingólfsson,
sviðsstjóri matvælasviðs Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur.
„Nánari útfærsla á reglugerðinni
er síðan væntanleg." Að sögn
Halldórs Runólfssonar yfírdýra-
læknis er tilbúin reglugerð sem
snýr að rekjanleikanúmerum og
bíður hún einfaldlega staðfesting-
ar sem er væntanleg fljótlega.
Mikilvægt að tryggja
árangur sem náðst hefur
Rögnvaldm- segir rekjanleika-
númerið og heimildir um það afar
mikilvægar fyrir móttöloieftirlit
matvælafyrirtælga til þess að
hægt sé að gera sér nánari grein
fyrir því hvort kjúkiingar eigi í
hlut ef upp koma matarsýkingar-
tilfelli. „Ef fólk telur sig hafa
sýkst af kjúklingi er hægt að leiða
líkur að því að svo sé ekki ef það
kemur fram að rekjanleikanúm-
erið er úr hópi sem er laus við
campylobacter og að sýni sem
voru tekin fyrir og eftir slátrun
voru neikvæð.
Það er afar mikilvægt til að
tryggja þann árangur sem náðst
hefur að allir aðilar starfí sam-
kvæmt þeim reglum sem yfir-
dýralæknir og önnur heilbrigðis-
yfirvöld hafa sett,“ segir
Rögnvaldur.
Verð á papriku hátt miðað við árstíma
Uppskera takmörkuð
vegna kulda og sólarleysis
Verð á papriku hefur verið óvenju
hátt undanfarið miðað við að nú á
uppskerutími grænmetis að vera í
hámarki en kílóverð er allt að 698
krónur. „Islenska paprikan er dýr
en á þeirri erlendu eru svimandi
háir verndartollar sem gera það að
verkum að ekki er hægt að bjóða
upp á ódýrari innflutta papriku"
segir Guðmundur Marteinsson
framkvæmdastjóri í Bónus. „Við
seljum paprikuna á 499 krónur
kílóið þrátt fyrir að kaupa hana á
háu verði en það er vegna þess að
við höfum ákveðið að bjóða neyt-
endum ekki upp á papriku sem er
dýrari en 500 krónur."
Vemdartollar á innfluttu græn-
meti eru breytilegir en þeir fara
eftir framboði á íslensku grænmeti
að sögn Ólafs Friðrikssonar hjá
landbúnaðarráðneytinu. „Við
hækkum tollana á innflutta græn-
metinu þegar íslenska uppskeran
kemur á markað en samkvæmt
upplýsingum sem ráðuneytið hefur
aflað sér er framboð á íslenskii
papriku nægilegt sem stendur og
þess vegna era verndartollar á inn-
fluttu grænmeti núna 22,5% verð-
tollur og 298 króna magntollur sem
bætist við kílóverðið.
Hjá Kolbeini Ágústsyni hjá Sölu-
félagi garðyrkjumanna fengust þau
svör að ekki væri mikið framboð á
íslenskri papriku núna vegna þess
hve kalt hefur verið og lítil sól.
„Það er til nóg af papriku en það
er ekkert offramboð og því lækkar
verðið ekki. Uppskei’an er seint á
ferðinni í ár, gulu, rauðu og appels-
ínugulu paprikurnar era rétt að
koma til en magnið er ekki það mik-
ið að verðið lækki. Verð á grænni
papriku hefur verið lægra undan-
farið þegar mikið hefur verið til af
henni. Það er jafnvægi á markaðn-
um núna en paprikan á líklega eftir
að lækka eitthvað í verði þegar
uppskeran verður meiri en hvenær
það verður er háð veðri.“
Matreiðslu
RJÓMI
Hann er aðeins 15%!
Njóttu þess að borða góðan mat. Prófaðu fituminni
rjóma en þó með ekta rjómabragði!
Hann er kjörinn til notkunar hversdags við matargerð,
með eftirréttum og út í kaffi en hann hentar ekki til
þeytingar.
Hann er aðeins 15% og hitaeiningarnar eru helmingi
færri en í venjulegum rjóma!
~mt
MJÓLKURSAMSALAN
www.ms.is
Spurt og svarað
Leiðbein-
ingar
á lyíjum
Á eyrnadropunum Cerumenex
stendur að þá skuli nota sam-
kvæmt leiðbeiningum en þær sem
fylgja eru á þýsku. Er ekki skylda
að leiðbeiningar á lytjum séu á ís-
lensku?
„Samkvæmt löggjöf um lyf sem
tóku á gildi á Islandi þegar við
gengumst undir EES eiga að vera
leiðbeiningar á íslensku með öllum
lyfjum sem eru á markaði á Is-
landi. Þegar þessar reglur tóku
gildi var ákveðið að gefa fyrirtækj-
um fímm ára frest til að koma öll-
um merkingum á íslensku,“ segir
Guðrún S. Eyjólfsdóttir hjá Lyfja-
eftirliti ríkisins. „Þetta ákveðna
lyf, Cerumenex, tók framleiðandi
af markaði meðal annars vegna
þess að talið var að það mætti
flokka sem lækningatæki, en um
þau gilda aðrar reglur en um lyf.
Ekki hefur verið úr því skorið
hvort Ceramenex teljist til lyfja
eða lækningatækja en þar sem
þörf var fyrir lyfið er það fáanlegt
samkvæmt sérstakri undanþágu
sem Lyfjanefnd ríkisins veitir.
Fyrir slík lyf gilda ekki sömu
reglur um merkingar og leiðbein-
ingar og gilda fyrir lyf sem hafa
markaðsleyfí. Það er ástæðan fyrir
því að leiðbeiningar á þessu
ákveðna lyfí þurfa ekki að vera á
íslensku. I apótekum sem ég hef
haft sarnband við var mér sagt að
starfsfólk legði sérstaka áherslu á
að fræða neytandann um notkun
lyfja þegar leiðbeiningar era á
öðra tungumáli, eins og í þessu til-
viki.“
Islenskt
hreinsikrem
Hvers vegna fæst ekki lengur ís-
lenskt hreinsikrem sem áður var
framleitt og selt f Austurbæjar-
apóteki?
„Kremið er framleitt ennþá en
hefur ekki verið selt hjá okkur
undanfarið vegna þess að umbúð-
ir kremsins hafa ekki verið til hjá
birgjum," segir Atli Jakobson hjá
framleiðsludeild Lyfja og heilsu
Háteigsvegi, áður Austurbæjar-
apóteki. „Við erum búin að panta
umbúðirnar og þegar þær koma
getum við hafið framleiðslu á
kreminu aftur. Það ætti því að
verða fáanlegt fljótlega aftur.“
Nýtt
Gosdrykkir
í SUMAR verða
Tesco-gosdrykk-
ir fáanlegir í
Hagkaupi. I
fréttatilkynn-
ingu segir að
drykkirnir hafi
verið framleiddir
fyrir verslunar-
keðjuna Tesco í
Bretlandi síðustu ár. Drykkirnir
eru í tveggja lítra umbúðum og fást
með appelsínu-, ananas- og límón-
aðibragði.
ST0R HUMAR
Glæný laxaflök 890 kr. kg.
Vestfirskur harðfiskur
Stórlúða - Skötuselur - Stórar rækjur
Gæðanna v