Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Engar verulegar skemmdir á Selfossi f jarðskjálftanum á Suðurlandi í gær Fólk þusti úr hús- um við skjálftann Selfossi. Morgunblaðið. FÓLK á Selfossi þusti út úr húsum sínum, sumt fáklætt, þegar skjálft- inn reið yfir í gær. Engin ofsa- hræðsla greip þó um sig og greini- legt að fólk lagði sig fram um að halda ró sinni og fara eftir þeim leið- beiningum um viðbrögð sem gefnar hafa verið út. Margir voru á ferli fram eftir nóttu og segja má að vel- flestir íbúar hafi lítið sofið. Fólkið hugaði að nágrönnum sínum, talaði saman fyrst eftir jarðhræringarnar og bar saman bækur sínar um skjálftann og viðbrögð við honum. Nokkuð var misjafnt hvemig skjálft- inn fannst á Selfossi, munir féllu úr hillum í mörgum húsum en í öðrum hreyfðust hlutir lítið úr stað. Ljóst er að fólk hefur almennt lagt sig eftir því að fara að leiðbeiningum um vamir gegn skjálftum með því að festa lausa muni og færa hluti til sem geta fallið. Ein kona sagðist hafa Iæst skáphurðum og sett hæginda- stól framan við sjónvarpið og um nóttina hafnaði það í stólnum. Vegum og brúm lokað um tíma Strax eftir skjálftann þustu lög- reglubílar frá lögreglustöðinni og lokuðu Suðurlandsvegi vegna upp- lýsinga um skemmdir á honum nærri Skeiðavegamótum. Þá var Ölfusár- brú og Þjórsárbrú lokað um stundar- sakir af öryggisástæðum. Það sem bjargaði Þjórsárbrú frá hrani er að undir henni eru jarðskjálftalegur. Fullvíst er talið að hún hefði ekki þolað tvo svo stóra skjálfta í röð. Þetta er mat dr. Ragnars Sigbjörns- sonar hjá jarðskjálftamiðstöð Há- skóla íslands á Selfossi. Lögreglubílar frá Reykjavík lok- uðu Suðurlandsvegi við Sandskeið. Þá var fenginn sjúkrabíll frá Hvera- gerði til að vera tiltækur á meðan Olfusárbrú var lokuð. Svanur Krist- insson varðstjóri lögreglunnar sagði að allt tiltækt lögreglulið hefði verið kallað út og lögreglumenn sendir á svæði sem gera mátti ráð fyrir að hefðu orðið illa úti og farið var heim á bæi. Síðan hefðu björgunarsveitar- menn tekið við því verki. Lögreglan fékk strax gróft yfirlit yfir stöðuna og gat leiðbeint björg- unarsveitum um hvar þyrfti að bera niður við athuganir. Engin merki um ofsahræðslu „Það var ekki áberandi hræðsla í fólki og það var greinilega mjög ró- legt og yfirvegað og virtist hafa und- irbúið sig,“ sagði Svanur. Hann sagði engin merki hafa verið um of- sahræðslu þó svo fólki hafi auðvitað verið bragðið eins og eðlilegt væri. „Það var nánast eins og fólk tæki þessu eins og hverju öðra hundsbiti. Ég held að fólk hafi búið sig undir að eitthvað þessu líkt gæti gerst en auð- vitað era allir slegnir yfir þessu eins og eðlilegt er,“ sagði Svanur. Engar verulegar skemmdir á húsum Engar veralegar skemmdir urðu á Selfossi í skjálftanum nema hvað hlaðinn veggur við lögreglustöðina og sýsluskrifstofuna hrandi auk þess sem greinilegt var að nýjar álmur sýsluskrifstofunnar höfðu hreyfst til. I Húsasmiðjunni á Selfossi féllu málningadósir á gólfið og unnu starfsmenn við að hreinsa málning; una upp strax um morguninn. í verslunum féllu hlutir úr hillum en hillustæður stóðu skjálftann af sér. I Fjölbrautaskóla Suðurlands komu ekki fram neinar skemmdir vegna skjálftans og þar var allt með kyrram kjöram og engin ummerki að sjá á stóra gluggaveggnum á suð- urhlið skólans. Starfsmenn vora við vinnu morguninn eftir og sögðu hús- ið koma vel undan skjálftanum. Á Sjúkrahúsi Suðurlands varð fólk veralega vart við skjálftann og var bragðist við honum með því að róa Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Starfsmaður Húsasmiðjunnar hreinsar upp málningu í versluninni. fyrir utan. Einnig var farið inn í bústaði þar sem sjáanlegar vatns- skemmdir höfðu orðið,“ sagði Páll Bjamason hjá Björgunarfélagi Ár- borgar. Um 120 björgunarsveitar- menn vora á svæðinu, úr Árnessýslu og frá höfuðborgarsvæðinu. „Við fengum mjög fljótt upplýs- ingar um hvar aðalálagssvæðið væri og sveitirnar vora mjög fljótar af stað og um tvöleytið var komið gott skipulag og umferð björgunarsveita í góðum gangi.. Skemmdir vora á brotabeltinu og miklar skemmdir á sumum bæjum. Það urðu engar sjá- anlegar skemmdir á Selfossi og við þurftum ekki að beita raðningi neins staðar," sagði Páll. þá sjúklinga sem urðu órólegir. Eng- in hætta skapaðist fyrir sjúklinga en lyfta hússins skekktist og varð óstarfhæf. Engin slysaútköll bárast til heilsugæslunnar vegna skjálftans. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Sól- vallaskóla og um nóttina höfðu fjórir einstaklingar samband og fengu að- stoð. Níu sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum komu á vakt í skólann og vora þar fram eftir nóttu. 120 björgunarsveitarmenn á skjálftasvæðinu „Björgunarsveitarmenn fóra heim á alla bæi þar sem skjálftinn var harðastur og farið var heim að öllum sumarbústöðum þar sem bílar vora Mikið grjót- hrun í Vest- mannaeyjum Vestmannaeyjum. Morgnnblaðið. Morgunblaðið/Sigurgeir Stórt bjarg hefur losnað frá berginu milli svokallaðrar Háar og Litla- Klifs f Vestmannaeyjum og getur skapast hætta ef það losnar alveg. Sprengiefnageymsla Vestmannaeyjabæjar sem stóð inni í Friðarhöfn varð að rústum einum er stórt bjarg endaði í henni miðri. EFTIR jarðhræringar undanfar- inna daga hefur stórt bjarg losnað frá berginu milli svokallaðrar Háar og Litla-Klifs í Vestmannaeyjum. Bjarg þetta er engin smásmíði eða rúmir 3 metrar á hæð. Ef bjargið Iosnar alveg frá berginu getur skapast mikil hætta og mannvirki í Eyjum stórskemmst. Malbikunarstöð og fleiri fyrirtæki era með aðsetur sín undir jaðri fjallsins. Flokkur manna athugaði í gær hvemig best væri að standa að því að fjarlægja bjargið og era uppi hug- myndir um að sprengja eða jafnvel toga í stykkið og hafa þannig áhrif á hvar það endar. „Það er nokkuð ljóst að það þarf að gera eitthvað í málinu og það fljót- lega. Hvort betra er að sprengja eða gera eitthvað annað vitum við ekki á þessari stundu en það þarf að fara mjög varlega að því hvemig þetta er framkvæmt", sagði Ragnar Þór Baldvinsson, yfirverkstjóri Áhalda- húss Vestmannaeyjabæjar. 600 kílóum af sprengiefni bjargað Minnstu munaði að illa færi í Vest- mannaeyjum þegar jarðskjálftinn reið yfir Suðurland í fyrrinótt. Sprengiefnageymsla Vestmanna- eyjabæjar sem stóð inni í Friðarhöfn varð að rústum einum er stórt bjarg endaði í miðri geymslunni. Á svipuð- um slóðum eða á Eiðinu eyðilagðist annar skúr jarðskjálftanum er bjarg úr Heimakletti endaði á honum. Skúrinn sem er í eigu Vestmanna- eyjabæjar hafði að geyma birgðir bæjarins af sprengiefnum, alls 600 kg af dínamíti og hvellettum. Greið- lega tókst að bjarga sprengiefnunum og flytja í öraggara skjól. „Sérfræðingur okkar í sprengiefn- um taldi enga hættu vera á ferð er bjargið fór í gegnum skúrinn, hann segir að rafmagn þurfi til að sprengi- efnið verði virkt. En við náðum að bjarga sprengiefninu úr rústunum í og koma í öraggt skjól," sagði Ragn- ar Þór Baldvinsson, yfirverkstjóri Áhaldahúss Vestmannaeyjabæjar. „Það verður vissulega mikið að gera hjá okkur þegar kemur að því að hreinsa götur og tún víða um bæinn eftir skjálftana en það er ekk- ert sem við ekki ráðum við“, sagði Ragnar Þór. Á Eiðinu við Heimaklett varð skúr sem hýsti áður báta skriðum úr Heimakletti að bráð og er hann tal- inn vera ónýtur. Vegtálmar meðfram íjöllunum Að sögn lögreglu og Björgunarfé- lags í Vestmannaeyjum skapaðist ekki umtalsverð hætta er jarð- skjálftinn reið yfir aðfaranótt gær- dagsins. Mildi var að engin var á ferð er ósköpin dundu yfir „Við voram nýkomnir inn á stöð og höfðum verið að skoða svæðið undir Klifinu þar sem hvað mest hrandi niður. Eftir að skjálftinn var genginn yfir fóram við yfir svæðið og mátum aðstæður og settum upp vegartálma. Ég tel að engin sérstök hætta hafi myndast við þessar kringumstæður en það var mildi að skjálftinn reið yf- ir að nóttu til og enginn var á ferð“, sagði Halldór Sveinsson varðstjóri lögreglunnar. „Það er búið að setja upp tálma meðfram fjöllunum hér í Eyjum þar sem hvar mest hætta er á skriðum og grjóthrani. Þannig að núna fer í hönd ákveðinn biðtími, menn eru að tala um 10-12 daga og þá verður hægt að opna fyrir umferð og ákveða hvað verður gert í framhaldinu,“ sagði Adolf Þórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja. Fundir í Almannavarnanefnd „Vandamálið hjá okkur er aðal- lega í sambandi við návígi við fjöll og hraun. Það hefur hranið töluvert síð- an þessir skjálftar byijuðu sl. laug- ardag og mikið hrandi í fyrrinótt á þremur stöðum. Almannavamanefnd hefur haldið nokkra fundi frá því skjálftamir hóf- ust og staðan hjá okkur í dag er sú að við höfum lokað götum þar sem við teljum hættu vera hvað mesta með- fram fjöllum hér í Eyjum og síðan eram við viðbúnir ef fleiri skjálftar láta á sér bera. í dag ætlum við síðan að halda fund með bæjarbúum og Al- mannavarnanefnd og fara yfir stöð- una,“ sagði Guðjón Hjörleifsson bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum sem jafnframt er formaður Almanna- varnanefndar hér í Eyjum. Fólk var vel und- irbúið Selfossi. Morgunblaðið. „FYRSTU aðgerðir okkar vora að fá upplýsingar hjá lögreglunni um stöðu mála. Við óskuðum fljótlega eftir því að björgunarsveitir héðan færa um skjálftasvæðið og skömmu síðar var kallað eftir aðstoð björgun- arsveita frá höfuðborgarsvæðinu. Þannig vora fljótlega komnir 120 björgunarsveitarmenn og þeir fóra nánast heim á hvern einasta bæ. Sem betur fer kom í ljós að enginn hafði slasast í þessum hamförum," sagði Karl Björnsson bæjarstjóri og formaður almannavarnanefndar Ár- borgar og nágrennis. Vatnsæð milli Selfoss og Eyrarbakka í sundur Nefndin fékk, fljótlega eftir að hún kom saman, upplýsingar um að mest tjón hefði orðið í austanverðum Flóa, á Skeiðum og í Grímsnesi. Allra fyrst fékk nefndin upplýsingar um skemmdir á Suðurlandsvegi og kannað var í framhaldi af því ástand brúa á svæðinu. Þá sagði Karl að haft hefði verið samband við Vega- gerðina og veitufyrirtæki en aðal- vatnsæðin milli Selfoss og Eyrar- bakka fór í sundur. Vatni var komið á um morguninn. Frá Laugarvatni og úr Grímsnesi fengust fréttir af breytingum á flæði vatns í borholum. Opnuð var fjöldahjálparstöð í Sól- vallaskóla á Selfossi í samstarfi við Rauða krossinn þar sem ljóst var að tjón hefði orðið veralegt í sumum til- fellum. Nefndin kallaði út alla bygg- ingafulltrúa til að skoða og meta byggingar þannig að fyllsta öryggis yrði gætt. Karl sagði að allar aðgerðir hefðu gengið fumlaust fyrir sig og gott samstarf hefði verið við lögreglu og björgunarsveitir. „Þetta gekk allt mjög vel en mikið atriði er hvað fólk var vel undirbúið heimafyrir og hef- ur það örugglega dregið úr tjóni,“ sagði Karl Björnsson bæjarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.