Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 56
ÍL FIMMTUDAGUR 22. JUNI2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hið listræna gildi FYRIR nokkru skrifaði Halldór Björn Runólfsson, einn af listrýnum Morgunblaðsins, stutta en tíma- bæra umfjöllun um neðanmálslist- ina undir yfirskriftinni „Listsölurn- ar blómstra". Um er að ræða listhús sem leggja svo til ekkert mat á gæðakröfur og eru þ.a.l. þyrnir í augum málsmetandi listamanns. Góð list er enn sem fyrr skil- greind sem fögur. Hinn nútímalegi skilningur segir okkur líka að feg- urðin er ekki bara falleg heldur get- ur hún að sama skapi verið ljót, ^(►jjægileg, ógnvekjandi, melankó- lísk, írónísk o.s.frv. Sönn fegurð er auk þess djúp, hefur karakter, frumleika og býr yfir ákveðinni stærð. Hin gríska fornmenning fann ímynd fullkomnunar í fegurðinni. Löngu síðar, á tímum uppfræðsl- unnar, þá er menn líta rómantískum augum aftur til fortíðar verður feg- urðin lykilorð listarinnar og jafn- framt bókmenntanna. Þýska ljóð- skáldið Winckelmann (1717-1768), einn af mörgum er heiliuðust af forngrísku listinni, útskýrði fallvalt- leika margnefndrar fegurðar á eftir- farandi hátt: „Manneskjan er háð stöðugum umbreytingum, hafi hún náð hátindi fegurðarinnar og tekur við þær aðstæður umskiptum, bregst hún gegn fegurðinni og fellur Listræn sköpun er stór þáttur, segir Jón Thor Gíslason, í uppbyggingu og þroska hvers menn- ingarþjóðfélags. fyrir glæsileika tilgerðarinnar“. Þessi orð; þó svo að þau séu í allt öðru sögulegu og samfélagslegu samhengi sögð, hafa í engu tapað merkingu sinni. Ef við göngum út frá því að hið listræna gildi sé fegurð höfum við nú á seinni hluta 20. aldar- innar, eftir háfagur- fræðilegt tímabil, ekki síst í myndlist, upplifað svipaðar aðstæður og Winckelmann á við með ofangreindum orðum sínum. Hin gíf- urlega framþróun á sviði vísinda og tækni tóku um miðja öldina að ryðja handverkinu úr vegi, á meðan kitsch og glamúr, dilíttant- ismus, var sungið lofgjörð og fékk á sig heimspekilega merkingu í zýn- ískri og írónískri veraldarsýn menntamannsins (Intellektueller). Jón Thor Gíslason TIL EIGENDA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS, RÍKISRRÉFA OG RÍKISVÍXLA Nú hefur verið ákveðið að markflokkar spariskirteina, ríkisbréfa og ríkisvíxla verði skráðir rafrænt i kerfi Verðbréfaskráningar Islands hf. Þann 5. júlí 3000 verða eftirtaldir flokkar spariskírteina og ríkisbréfa rafrænt skráðir hjá Verðbréfaskráningu Islands: RB03-1010/KO RS03-0210/K RS05-0410/K JRS15-1001/K Óverðtryggð ríkisbréf meá gjalddaga 10. oklóber 2003 (RB RÍK 1 .fl. 1998) Verólryggð spariskírteini meó gjalddaga 10. febrúar 2003 (1993 - 1D, 10 ár) Verðtryggð spariskírteini með gjalddaga 10. apríl 2005 (1995 - 1D, 10 ár) Verðtrj'ggð spariskírtcini rneá gjalddaga 1. október 2015 (1995 - 1D, 20 ár) Frá og með 5. júlí 2000 verður því aðeins hægt að eiga viðskipti með verðbréf í framangreindum flokkum rikisverðbréfa á Verðbréfaþingi íslands hafi þeir áður verið skráðir rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Islands. Hvernig rafræn eignaskráning fer fram: Eigcndur framangreindra fjögurra flokka ríkisverðbréfa geta snúið sér með pappírsverðbréf sín til þeirra reikningsstofnam sem gert hafa aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Islands. Þœr eru auk Lánasýslu ríkisins heislu bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtaiki. Þessír aðilar gefa nánaii uppiýsingar um kosti rafrimna verðbréfa og taka jafnfraint víð pappírsverðbréftmi í framangreindum fiokkum tíi rafrœnnar skráningar hjáFerðbréfaskráningu lsiands. Athygli skal vakin á því að spariskírteini ríkissjóðs, ríkisbréf og ríkis- vixlar í pappírsformi halda gildi sínu þar til að eigendur þeirra láta skrá þau rafrænt, en við rafræna skráningu þeirra öðlast þau gildi sem rafbréf í kerfi Verðbréfaskráningar Islands. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, g. hæð • Sími: 56? 4070 • Fax: 56? 6068 Heimasiða: www.lanasysla.is Hinsvegar hefur rót- tæk breyting átt sér stað er hefur með auk- inn skilning okkar á listsköpun að gera og nú vitum við að gæði skila sér ekki eingöngu sem afrakstur hand- verks. Hugverk sem unnið er án allrar handavinnu getur haft drjúgt listrænt gildi. Að sama skapi hefur það að vera flinkur teiknari eða flinkur málari lítið með list að gera. Til að skapa list er handverksleg kunn- átta ekki lengur nauðsynleg, en fyr- ir ákveðna listamenn ómissandi þáttur sköpunarinnar. Snoturt handverk eitt og sér næg- ir þ.a.l. ekki til að vera trygging fyr- ir listrænum gæðum eða fegurð, og var það reyndar aldrei. Vont hand- verk getur skilað meiri áhrifum sé sterk, næm og þroskuð hugsun að baki. Listræn sköpun er stór þáttur í uppbyggingu og þroska hvers menningarþjóðfélags og því mikil- vægt að vera á varðbergi, vera vak- andi og meðvitaður um það sem fram fer og framleitt er á þessu sviði. Ekki kreddufullur og ein- strengingslegur heldur opinn fyrir öllu með hlutlausri en þjálfaðri og næmri dómgreind. Þetta eru sjaldn- ast meðfæddir eiginleikar og þeir krefjast mikils af þátttakendum, bæði fagmönnum sem leikmönnum, því listin er vandmetin og óútreikn- anleg. Auk áhugaverðra heimspeki- legra vangnaveltna um tilgang og tilgangsleysi listarinnar nú á dögum er ekki síður mikilvægt að halda gagnrýni á lofti hvað gæði í myndlist varðar. Því miður á stór hluti fólks nefnilega í erfiðleikum (reyndar engin ný bóla) með að greina á milli fegurðar og væmni. Væmnin á sem fyrr miklu fylgi að fagna og er gróðalind ábyrgðarlausra manna sem nýta sér vannærðan listþroska drjúgs hluta almennings. Þarna verða listmálararnir verst úti, en það fyrirfinnst varla sá maður eða sú kona sem ekki hefur einhvern- tímann tekið í pensil. Við þessu er í raun ekkert að segja og fólki í sjálfs- vald sett að gera það sem það vill en það verður hinsvegar vafasamt vilji þessi hópur fara að yfirtaka það sem við kölíum listamarkað með af- rakstri þess sem það hefur verið að dúlla við í frístundum sínum. Reynd- ar er ekki að sakast við allar þessar húsmæður, ellilífeyrisþega, upp- gjafa leikara og tónlistarmenn sem m.a. fylla þennan hóp, heldur öllu heldur listsalana sem telja þeim trú um að hér sé um merka list að ræða. Hirðuleysi sem þetta kemur í veg fyrir að markverð list geti vaxið og dafnað og ættu menn að vera með- vitaðri um þá staðreynd. Hættan er að hin eiginlega list verði útundan og kafni hreinlega í öllu kraðakinu. Það er því rétt sem Halldór Björn segir að það er gjörsamlega ótækt að þessir neðanmálslistsalar haldi í krossferð gegn málsmetandi lista- mönnum og gagnrýnendum vegna þess sem þeir telja ógnun við starf- semi sína. Þeir eru sannarlega á villigötum. Það er líka rétt að skyndi- og gjafalistin hefur sinn til- verurétt og allt að því óhugsandi að hugsa sér veröldina án alls þessa yndislega skrums og væmni, en... Ég læt orð Halldórs Björns verða lokaorð mín: „Það sem mestu máli skiptir er að vera meðvitaður um eðli fagurfræðinnar. Þannig lærum við að slaka á gagnvart órækum lög- málum menningar og listar. Höfundur er myndlistarmaður, starfar og býr í Diisseldorf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.