Morgunblaðið - 04.07.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913
150. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ihaldsmaðurinn Vicente Fox sigraði frambjdðanda PRI í Mexíkó
Meira en sjötíu
flokkseinræði að
Mexíkóborg, Washington, Brussel. AP, AFP, Reuters.
ara
ljúka
Blaðasali í Mexíkóborg heldur á eintaki af blaðinu Metro með mynd af sigurvegaranum í forsetakjörinu,
stjörnarandstæðingnum Vicente Fox. Fyrirsögnin er: „Núna er það Fox!“
MEIRA en sjö áratuga einræði
PRI-flokksins í Mexíkó lauk á laug-
ardag er frambjóðandi íhaldsflokks-
ins PAN, Vicente Fox, varð efstur í
forsetakosningunum. Er búið var
að telja 92% atkvæða hafði Fox
hlotið 42,8% en aðalandstæðingur
hans, PRI-maðuiinn Francisco
Labastida, 35,7%. Úrslitin eru talin
vera jafn afdrifarík þáttaskil í sögu
landsins og hrun kommúnismans
fyrir Rússa. Ekki var skýrt frá
neinum dæmum um svik í talning-
unni í Mexíkó eins og reglan hefur
annars verið síðustu áratugina. Al-
þjóðlegir eftirlitsmenn lýstu ánægju
sinni með alla framkvæmd kosning-
anna, þær hefðu farið vel fram.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sendi Fox hamingjuóskir og bauð
honum í heimsókn til Washington
eftir embættistökuna sem verður í
byrjun desember. Javier Solana,
sem fer með sameiginleg utanríkis-
og varnarmál í Evrópusambandinu,
fagnaði einnig niðurstöðunni. „Ég
vil óska Mexíkóum til hamingju fyr-
ir að hafa sýnt pólitískan þroska og
lýðræðisvilja,“ sagði hann.
Stuðningsmenn Fox fögnuðu úr-
slitunum ákaft og innilega á götum
úti en margir Mexíkóar voru þó
áhyggjufullir og sögðust óttast
óvissuna. Markaðir voru á hinn
bóginn jákvæðir og hækkaði verð á
verðbréfamörkuðum um 5% í gær.
„Okkur getur ekki mistekist
vegna þess að við höfum vakið of
miklar væntingar, ýtt undir drauma
og þrár,“ sagði Fox í útvarpsávarpi
í gær. Fox var oft gagnrýndur í
kosningabaráttunni fyrir mikla
hörku og jafnvel ruddaskap gagn-
vart aðalandstæðingi sínum en fór
hlýjum orðum um Labastida í gær.
Einnig hrósaði hann fráfarandi for-
seta, Emesto Zedillo, fyrir að hafa
umsvifalaust viðurkennt ósigur PRI
þegar Ijóst var hvert stefndi. Lab-
astida var miður sín er hann ávarp-
aði stuðningsmenn sína en sagði um
úrslitin að virða bæri ákvörðun
borgaranna „og sjálfur mun ég
sýna gott fordæmi11.
PAN öflugri í borgunum
PRI fékk oft yfir 90% atkvæða í
kosningum fyrstu áratugina en á
sjöunda áratugnum fór að bera æ
meira á óánægju vegna lélegra
lífskjara, stöðnunar og spillingar. Á
undanfömum ámm hefur flokkur-
inn misst völdin í nokkmm sam-
bandsríkjum og mörgum borgum.
Líkur bentu til þess í gær að
PAN yrði öflugastur í 12 helstu
borgum landsins en í sjálfri
Mexíkóborg varð frambjóðandi
flokksins þó að sætta sig við annað
sætið á eftir Andres Manuel Lopez
Obrador úr Lýðræðislega bylting-
arflokknum. Fulltrúi PRI hlaut þar
aðeins um 22%. I kosningum til
þingsins virtist PAN ætla að verða
stærstur í báðum deildum.
Fox verður forseti rúmlega 90
milljóna Mexíkóa næstu sex árin.
Hann er 58 ára gamall, fyrrverandi
forstjóri hjá mexíkóska Coca Cola-
fyrirtækinu en var lengi ríkisstjóri í
sambandsríkinu Guanajuato. Flokk-
ur hans hefur lengi haft sterk
tengsl við kaþólsku kirkjuna. Vænt-
anlegur forseti segist vera íhalds-
samur miðjumaður og leggur
áherslu á að rétta hlut fátæklinga,
bæta menntun og auka hagvöxt og
atvinnu.
■ Líkt við hrun/24
Leyniskýrsla um
Bretiand utan EMU
Varað
við hruni
í iðnaði
London. Morgunblaðið.
GANGI Bretar ekki í Efna-
hags- og myntsamband
Evrópu, EMU, blasir við hrun í
breskum iðnaði því erlendar
fjárfestingar munu dragast
saman. Þetta er inntakið í
leynilegu minnisblaði frá In-
vest in Britain Bureau, IBB,
skrifstofu undir viðskiptaráðu-
neytinu, sem freistar þess að
ýta undir erlendar fjárfesting-
ar í Bretlandi. Minnisblaðinu
var lekið til breskra fjölmiðla á
sunnudaginn.
Tony Blair forsætisráðherra
og aðrir leiðandi breskir ráð-
herrar fara oft jákvæðum orð-
um um mikilvægi EMU fyrir
Breta en hafa ekki komið með
neinar afgerandi yfirlýsingar.
I minnisblaðinu segir Anth-
ony Fraser, forstöðumaður
IBB og ákafur stuðningsmaður
EMU, að æ fleiri verksmiðjum
muni þurfa að loka í Bretlandi,
líkt og hafi gerst með verk-
smiðjur Rover og Ford, birti
breska stjórnin ekki brátt skýr
svör um breska EMU-aðild.
Tölur um erlendar fjárfest-
ingar í Bretlandi verða birtar í
vikunni. Allt bendir til að met
síðasta árs, þar sem 650 ný
verkefni skiluðu 118 þúsund
störfum, verði slegið. Fraser
álítur þetta þó ekki segja alla
söguna. Við blasi að mörgum
verksmiðjum verði lokað. Þetta
stafi af því að erlendir fjárfest-
ar, til dæmis japanskir, fari nú
að hugsa sig tvisvar um varð-
andi fjárfestingar í Bretlandi,
fyrst ekki séu líkur á breskri
ÉMU-aðild á næstunni. Þar
sem 70 prósent af breskri fram-
leiðslu fari til EMU-landanna
hljóti gengismálin að hafa sitt
að segja og hve dýrt pundið sé
orðið.
Hyggjast
auka
olíusölu
Riyadh. AFP.
SAUDI-Arabar munu ásamt fleiri
olíuþjóðum „mjög bráðlega“ auka
olíuiramleiðslu sína verulega ef verð
á olíu helst áfram jafn hátt, að sögn
Ali al-Nuaimi olíumálaráðherra í
gær.
„Ef verðið lækkar ekki mun
Saudi-Arabía, ásamt hinum olíu-
framleiðslulöndunum, auka fram-
leiðsluna innan skamms um 500 þús-
und föt á dag,“ sagði ráðherrann.
Bandaríska blaðið The Wall
Strcet Journal hefur eftir heimild-
armanni hjá samtökum olíuútflutn-
ingsríkja, OPEC, að í reynd muni
Saudi-Árabar annast aukninguna.
Heimsmarkaðsverð á olíufatinu er
nú rösklega 30 dollarar en fari það
niður fyrir 25 dollara mun aftur
verða dregið úr framleiðslunni.
Tugir hermanna Moskvustjórnarinnar faila f Tsjetsjnfu
Mesta mannfall hjá Rúss-
um svo mánuðum skiptir
Moskvu, Argun í Rússlandi. AP.
AÐ MINNSTA kosti 49 manns,
flestir rússneskir hermenn, létu lífið
um helgina og fjöldi slasaðist í mörg-
um sjálfsmorðsbílsprengjuárásum í
bæjum sem Rússar hafa á valdi sínu í
Tsjetsjníu. Embættismenn greindu
frá þessu í gær. Átta fórnarlamb-
anna voru óbreyttir borgarar og að
minnsta kosti sex uppreisnarmenn
eru taldir hafa látist er bílamir
sprungu í loft upp.
Skotmörk hryðjuverkamannanna
voru í öllum tilvikunum byggingar
yfirstjómar hersins og aðrar stöðvar
rússneskra hermanna.
Að minnsta kosti 25 rússneskir
hermenn féllu og 81 særðist á sunnu-
dagskvöldið þegar bíll sprakk í loft
upp íyrir utan svefnskála Rússanna í
Árgun, 15 kílómetra austur af
Grozníj, höfuðborg Tsjetsjníu, að því
er neyðarástandsráðuneytið sagði.
Var þetta blóðugasta tilræðið.
Tveir hermenn og átta óbreyttir
borgarar féllu í tveim öðmm bíl-
sprengjuárásum á sunnudagskvöldið
í Gudermes, næststærstu borg
Tsjetsjníu. I Gudermes em höfuð-
stöðvar stjórnarinnar sem Rússar
hafa skipað í Tsjetsjníu.
Tveir hermenn féllu í Ums-Mart-
an, þegar reynt var að aka vömbíl,
fullum af sprengiefni, í gegnum
varnir við byggingu er hýsti skrif-
stofur yfirmanna hersins og skrif-
stofu innanríkisráðuneytisins, að því
er Sergei Jastrzjembskíj, talsmaður
Rússlandsstjórnar, sagði og þrír
féllu og 20 slösuðust er bíll sprakk
skammt frá Novogrozníj.
Hermenn skutu
á bflana
í öllum tilfellum utan einu hófu
rússneskir hermenn skothríð á bíl-
ana sem hlaðnir vora sprengiefnum
og ollu þannig sprengingunum, sagði
Jastrzjembskí. í hverjum bíl vom
tvö til fimm tonn af sprengiefni, að
því er sjónvarpsstöðin NTV greindi
frá.
Þetta er mesta mannfall sem orðið
hefur á einum degi svo mánuðum
skiptir í röðum rússneska hersins
sem reynir að ná völdum í Tsjetsjníu.
Segja leiðtogar uppreisnarmann-
anna árásirnar vera svör við þeim
tíðu fullyrðingum rússneskra emb-
ættismanna að rússneski herinn hafi
bundið endi á skipulagða andspyrnu
uppreisnarmannanna.
MOROUNBLAÐIÐ 4. JÚLÍ 2000