Morgunblaðið - 04.07.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 04.07.2000, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svipuð skjálfta- virkni undanfarið TALSVERÐ skjálftavirkni var um helgina og á sunnudag fannst jarð- skjálfti greinilega víða á höfuð- borgarsvæðinu en ekki á Þingvöll- um þar sem fjöldi hélt kristnihátíð. Skjálftinn átti upptök sín í Skálafelli og var 3,4 á Richter. Að sögn Vigfúss Eyjólfssonar, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu íslands, hefur verið stöðug skjálftavirkni á svæði frá Krýsuvík og austur í Brennisteinsfjöll þar sem næststærsti skjálfti helgarinn- ar mældist en hann var rúmir 2 á Richter. Vigfús sagði að skjálftavirknin væri enn svipuð og undanfarnar vikur. „Ég get alveg fullyrt það að þetta eru tímabundnar breytingar," sagði Helgi, aðspurður hvort líkur væru á að Geysir væri orðinn goshver að nýju. Hann sagði ekki vafa á að þetta væru tímabundnar breytingar í kjölfar jarðhræringanna, líkt og gerðist í kjölfar Suðurlandsskjálft- anna 1896. Þórir Sigurðsson í Haukadal segir að talsverður fjöldi innlendra ferða- manna hafi komið að Geysi undan- farna daga í kjölfar umfjöllunar um hræringar á svæðinu. „Það er ein- hver spenningur í fólki,“ segir hann. „Umfjöllunin hefur verið það mikil um þetta. Þetta er mjög jákvætt. Vonandi fær Geysir að hreyfa sig.“ Michael Crichton á Islandi EINN söluhæsti rithöfundur í heiminum í dag, Bandaríkja- maðurinn Michael Crichton, er væntanlegur til íslands nú í vikunni. Crichton er íslendingum að góðu kunnur en margar af bók- um hans hafa verið þýddar á ís- lensku. Þá hafa fjölmargar kvikmyndir verið gerðar eftir bókum hans. Meðal verka Michael Cricht- ons má nefna Jurassic Park, Airframe, Disclosure, Sphere, Congo, The 13th Warrior og sjónvarpsþættina um Neyðar- vaktina (ER). Þá er ótalin nýj- asta bók Crichtons, Timeline, sem hefur selst í stórum upp- lögum. Áritar í Eymundsson Crichton dvelst hér á landi í sumarleyfi. Hyggst hann ferð- ast um landið meðan kona hans sækir Landsmót hestamanna en hún á nokkra íslenska hesta. Crichton hefur fallist á að gefa íslenskum lesendum sínum færi á að eignast bækur sínar áritaðar og mun áritunin fara fram í Pennanum-Eymunds- son í Austurstræti, fimmtudag- inn 6. júlí frá klukkan 16.30 til 18. Aðeins verður um þessa einu áritun að ræða. 2-3 gos hafa verið dag hvern AUKIN virkni er á Geysissvæðinu í kjölfar Suðurlandsskjálftanna. Geysir skvettir úr sér tvisvar til þrisvar á dag, að sögn Þóris Sigurðs- sonar í Haukadal. Helgi Torfason, sérfræðingur frá Orkustofnun, var á svæðinu í gær við rannsóknir og sagði í samtali við Morgunblaðið að Geysir hefði greinilega hitnað og væri virkari en hann var. Helgi sagðist hafa verið við rennslismælingar á hvemum um þrjúleytið í gær þegar hverinn fór að gjósa og skvetti úr sér nokkrum 5-10 metra háum gusum í rúman klukku- tíma. Þess á milli dettur hverinn nið- ur. Helgi segir að aukinnar virkni gæti á svæðinu öllu; farið er að krauma í hverum sem áður létu lítið yfir sér og leirhver á svæðinu er orð- inn fullur af vatni. Ekki eru hins veg- ar sjáanlegar miklar breytingar á Strokk, hvernum sem einn hefur gosið reglulega síðustu ár, en niður- stöður úr rennslismælingum þar liggja ekki íyrir. Tímabundnar breytingar á Geysissvæðinu Morgunblaðið/Jim Smart Viggó Sigursteinsson og Vignir Siggeirsson við undirbúning Landsmóts hestamanna í gærkvöld. Landsmótið hefst í dag LANDSMÓT hestamannafélaga hefst í dag á svæði Fáks á Víðivöll- um og ber það yfirskriftina „Lands- mót nýrra tíma“. Þar mun fremstu fákum landsins verða att saman í keppni og leik. Hátt íþúsund hross eru skráð til þátttöku. Mótið er haldið í Reykjavík í fyrsta sinn. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum. Hópreið sú sem hefur verið fastur liður á dagskrá mótsins verður nú með öðru sniði. Riðið verður í kringum Rauðavatn ásamt forseta, ráðherrum og ýmsum fyr- irmennum þjóðfélagsins. Stefnt er að því að tvö þúsund manns taki þátt í hópreiðinni og þar með sett met. ■ Landsmótíð/54 Norskt skip grunað um að falsa aflatölur Aukin virkni er >44» >42» 64» >3.8» 64.2' 64» 63.8 >3.6» 63.6 Gaf ekki upp 1.000 tonn af loðnu LANDHELGISGÆSLAN hefur óskað eftir upplýsingum frá norsku fiskistofunni um landanir norska loðnuskipsins Vendla en grunur leikur á að skipið hafi ekki gefið upp réttan afla í íslenskri lögsögu. Samkvæmt upplýsingum frá Land- helgisgæslunni tilkynnti skipið sig án afla inn í íslenska lögsögu í síð- ustu viku en gaf upp 750 tonna afla þegar það hélt út úr lögsög- unni áleiðis til Noregs. Síðan hafi borist upplýsingar frá Haugasundi í Noregi um að skipið hafi landað þar 1.750 tonnum af loðnu og þar af hafi 1.000 tonn veiðst í græn- lenskri lögsögu. Landhelgisgæslan og Fiskistofa hafa óskað eftir stað- festingu á vigt aflans frá Noregi þar sem útilokað þykir að skipið hafi getað siglt til veiða í græn- lenskri lögsögu eftir að það hélt úr þeirri íslensku en áður en það landaði í Noregi. Norðmenn mega veiða 41.200 tonn af loðnu innan íslenskrar landhelgi á þessu ári og var afli þeirra í gær orðinn um 25 þúsund tonn. Mest mega vera 35 norsk loðnuskip innan landhelginnar samtímis en þau hafa flest orðið 21 það sem af er þessari vertíð. Gott ár hjá Steinull- arverksmiðjunni 109 millj- óna kr. hagnaður UM 109 milljóna króna hagnað- ur varð af rekstri Steinullar- verksmiðjunnar hf. á Sauðár- króki á síðasta ári af um 672 milljóna króna rekstrartekjum. A aðalfundi Steinullar- verksmiðjunnar sem haldinn var í fyrradag var ákveðið að greiða hluthöfum 12% arð. Fyr- irtækið borgaði í fyrsta skipti tekjuskatt á síðasta ári þar sem frádráttur vegna taprekstrar fyrri ára var uppurinn. Félagið á rúmlega 700 millj- óna króna eignir, samkvæmt efnahagsreikningi, og er eigið fé 444 milljónir eða sem svarar til 63% af eignum. Fram kom á fundinum að næsta stóra verkefni félagsins er að ráðast í kaup á nýrri pökkunarlínu til að mæta breyttum áherslum í flutning- um og ráðast í byggingu á nýju húsnæði. Kostnaður er áætlað- ur 130 milljónir kr. Með Morg- unblaðinu i dag er dreift blaði frá Kom- Sýningar, „Bú-2000“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.