Morgunblaðið - 04.07.2000, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kristskirkja fær
heiðurstitilinn basilika
Cassidy kardináli, fulltrúi páfagarðs, lýsti Kristskirkju basilíku við messu á laugardag. Að baki honum sitja Jó-
hannes Gijsen biskup og nokkrir presta kaþólsku kirkjunnar.
KRISTSKIRKJA, kaþólska dóm-
kirkjan 1 Reykjavík, var síðastlið-
inn laugardag heiðruð með nýjum
titli, basilica minor, eða lítil basi-
líka. Með þvi er hún hafin til auk-
innar vegsemdar að sögn biskups
kaþólskra, Jóhannesar Gijsen, og
segir hann tilefnið vera minningu
um þúsund ára kristni á íslandi.
Edward Cassidy kardináli, full-
trúi páfa, annaðist athöfnina en
hann var jafnframt gestur og full-
trúi páfagarðs á kristnihátíðinni á
Þingvöllum.
Tilskipun um útnefningu kaþ-
ólsku dómkirkjunnar, kirkju Krists
konungs, var gefin út af stjórnar-
deild helgisiða í Róm í fyrravor og
segir biskup að biskupafundur
Norðurlanda hafi einnig samþykkt
titilinn á fundi sínum í fyrra en sá
fundur hefur umsagnarrétt á slík-
um tillögum.
Jóhannes Gijsen biskup segir tit-
ilinn ekki koma í stað dómkirkju-
nafnsins heldur sé hann viðbót.
„Páfi segir í yfirlýsingu sinni að
hann veiti þennan titil sem gjöf til
landsins í tilefni af þúsund ára
kristniafmælinu.
Fyrsta kirkja Norðurlanda
sem fær þennan titil
Venjulega er þessi titill fenginn
kirkju sem er höfuðkirkja lands, er
sögulega merkileg eða merkileg að
arkitektúr en hér ákvað páfi þetta
tilefni," segir kaþólski biskupinn.
Hann segir enga aðra kirkju á
Norðurlöndum bera þennan titil og
ekki heldur í allri Norður-Evrópu.
Jóhannes Gijsen hefur verið hér
í fimm ár og kveðst búast við að
vera hér enn um sinn. „Það verður
eins lengi og páfi og fólkið hér
leyfir,“ segir hann. Biskup segir
páfa þekkja alla biskupa sína,
flesta með nafni, enda hitti þeir
hann reglulega á biskupafundum.
Goðafoss
á gömlum
slóðum
GOÐAFOSS lagðist skamma
stund að bryggju í gömlu höfn-
inni í Reykjavík í gærmorgun
með fullt þilfar af gámum.
Mörg ár eru liðin sfðan losun
millilandaskipa fluttist yfir i
Sundahöfn en í gær var þar
enga viðlegu að hafa þegar
Goðafoss kom til heimahafnar.
Meðan þess var beðið að pláss
losnaði undir gámakrananum í
Sundahöfn lá Goðafoss við gamla
hafnarbakkann og setti svip á
miðbæinn brot úr degi. Gladdi
þetta augu margra sem muna þá
tíma er höfnin var full af milli-
landaskipum og iðaði af lífi.
Á seinni árum eru það helst
skemmtiferðaskip sem setja svip
sinn á gömlu höfnina í Reykja-
vík.
Morgunblaðið/Kristinn
Sjöfaldur
Lottópott-
ur í annað
sinn í
sögunni
LOTTÓVINNINGUR síðast-
liðins laugardagskvölds gekk
ekki út. Enginn var með
fimm tölur réttar. Potturinn
verður því sjöfaldur um
næstu helgi.
í Lottóinu hefur verið
dregið alls 710 sinnum frá
upphafi. Aðeins einu sinni áð-
ur hefur potturinn orðið
sjöfaldur, hinn 24. október
1998. Það kvöld skiptist vinn-
ingurinn, rúmar 38 milljónir,
á milli fjögurra vinningshafa.
Tölfræðilega á þetta ekki
að geta gerst, að sögn Berg-
sveins Sampsted, fram-
kvæmdastjóra íslenskrar get-
spár. Líkurnar á að vinna í
Lottóinu eru einn á móti
fimmhundruð þúsund. Þegar
seldar eru sjöhundruð þúsund
raðir eins og um síðustu helgi
ætti að vera búið að tryggja
að allar hugsanlegar talna-
samsetningar hefðu verið not-
aðar. Bergsveinn segir það þó
hafa sýnt sig að allt geti gerst
í Lottóinu. Margur kann að
velta fyrir sér hve hár pottur-
inn muni verða um helgina.
Bergsveinn telur erfitt að
segja nákvæmlega til um
upphæðina sem í pottinum
verður. Hann segir sumarið
erfiðari tíma til að selja
Lottó, þar sem fólk sé á ferð
og flugi jafnt heima sem er-
lendis. Þó geri þeir á Is-
lenskri getspá ráð fyrir að
vinningurinn fari að minnsta
kosti yfir 30 milljónir króna.
Bergsveinn segir það nán-
ast öruggt að vinningurinn
gangi út um næstu helgi.
Sleipnisdeilan
Fundur um
launaliðinn
í dag
Sáttafundur er boðaður í kjara-
deilu Sleipnis og Samtaka atvinnu-
lífsins klukkan hálftvö í dag.
Eins og fram hefur komið hjá Þóri
Einarssyni ríkissáttasemjara hefur
þegar náðst samkomulag um önnur
deiluatriði en launaliði, þar sem enn
ber nokkuð á milli aðila, og verða
launamálin til umræðu á fundinum í
dag.
Þjónusta númer eitt!
Til sölu Volvo S70 2500
nýskráður 14.07.1998, 4radyra,
leðurinnrétting, spoiler, sjálf-
skiptur, ekinn 42.000 km.
Ásett verð 2.460.000.
Ath. skipti ódýrari
Nánarí uppl. hjá Bílaþingi
Heklu, sími 569 5500.
Opnunartími: Mdnud. - föstud. kl. 9-I8
laugardagar kl. 12-16 ,
BÍLAÞINGflEKLU
Nurwo oH í nofvPuni bílvryif
Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500
wviw.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is
Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu
Ríki o g sveitarfélög
skipa viðræðunefnd
BORGARSTJÓRI og bæjarstjórar Kópavogs og
Hafnarfjarðar hafa fundað með fjármálaráðherra,
samgönguráðherra og umhverfisráðherra vegna sam-
göngumála á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega
almenningssamgangna.
Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar-
stjóra var ákveðið að í framhaldi yrði settur niður við-
ræðuhópur milli sveitarfélaganna og ríkisins sem færi
yfir stöðuna. „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu
leggja áherslu á að ríkið komi með einhverjum hætti
að almenningssamgöngum," sagði Ingibjörg Sólrún.
„Okkur telst til að þeir taki inn í skatta af þeim núna
um 170 milljónir á ári. Við förum ekki fram á að þess-
ir skattar verði lagðir niður, þar sem það gæti verið
erfitt fyrir ríkið vegna fordæmisáhrifa en að þess í
stað komi einhver framlög til almenningssamgangna,
þar sem við teljum að þær séu hluti af stofnbrauta-
kerfi rétt eins og þjóðvegir."
Umferðin í höfuðborginni
mikill mengunarvaldur
Borgarstjóri benti á að umferðin á höfuðborgar-
svæðinu væri einn stærsti mengunarvaldurinn á land-
inu og að í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar
sem hún hafi samþykkt, kæmi fram að taka ætti upp
viðræður við sveitarfélögin um almenningssamgöng-
ur. „Við leggjum áherslu á að það verði gert,“ sagði
hún. „Meðal þess sem við munum ræða er hvernig
hægt verði að veita almenningsvögnum meiri forgang
í umferðinni þannig að fólk finni ávinning af því að
nota þá en það veður að skoða í samráði við ríkið sem
sér um allar stofnbrautir.“