Morgunblaðið - 04.07.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.07.2000, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fyrirspurn frá einkafyrirtæki til borgarmnar Morgunblaðið/Golli Borgin og ríkið eiga hús Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg en einkafyrirtæki hefur nú falast eftir því. Falast eftir Heilsu- verndarstöðinni Austurbær REYKJAVÍKURBORG hefur borist fyrirspum frá einkafyr- irtæki um hvort hús Heilsu- vemdarstöðvarinnar við Bar- ónstíg sé falt og segir Hjörleifur Kvaran borgarlög- maður, í samtali við Morgun- blaðið, að vel gæti komið til greina af hálfu borgarinnar að selja eignina, en fyrst þurfi borgin og ríkið, sem eiga húsið saman, að skýra eignarhluta sína í húsinu. Ríkið greiðir borginni ekki fyrir afnot af eignar- hluta hennar Eins og staðan er í dag á borgin 60% í húsinu og ríkið 40% en ríkið er með starfsemi í nær öllu húsinu. Hjörleifur segir að borgin hafi um nokk- urt skeið vilja breyta þessari stöðu þar sem ríkið greiði enga leigu fyrir afnot sín af þeim hluta hússins sem sé í eigu borgarinnar. „Okkur er það ekkert sér- staklega Ijúft að eiga þama 60% í húsi og hafa engin not af því fyrir eigin starfsemi né leigutekjur," segir Hjörleifur. Hann segir að borgin hafi lengi óskað eftir því við ríkið að stöðu þessari yrði breytt og að þeim hjá borginni hafi fundist þrennt koma helst til greina; að ríldð keypti hluta borgar- innar, að eignin yrði seld, eða að henni yrði skipt upp í sam- ræmi við eignarhluta hvors um sig og þá gæti borgin annað- hvort selt sinn hluta eða nýtt hana undir eigin starfsemi. Hjörleifur segir að fyrir nokkmm ámm hafi staðið til að hlutur borgarinnar yrði seldur og þá hafi húsið verið metið af matsnefnd sem í sátu bæði fulltrúi borgar og ríkis. Þá hafi eignin verið metin á um 600 milljónir króna. „Eignin var metin fyrir meira en þremur ámm, sam- eiginlega af ríki og borg, og þegar matið kom þótti ríkinu verðið of hátt og vildi ekki kaupa okkar hluta á því verði.“ Eignin yrði auglýst rækilega ef ákveðið yrði að selja hana Hjörleifur segir að fyrirtæk- ið sem spurðist fyrir um húsið hafi ekki nefnt ákveðið verð. Hann tekur fram að ef ákveðið yrði að selja húsið myndi það að sjálfsögðu verða auglýst rækilega þannig að öllum þeim sem vildu gæfist tækifæri til að gera tilboð. Hann segir einnig að áður en mögulegt yrði að selja húsið þyrftu borgin og ríkið að gera með sér eigna- skiptasamning tfi að átta sig á því hvaða hluta hússins hvor eigi. Hann bendir á að taka beri með í reikninginn að húsið henti núverandi starfsemi þess sérstaklegavel. „Mér sýnist sem starfsemi ríkisins í húsinu sé með þeim hætti að erfitt sé að flytja hana. Húsið var byggt fyrir heilbrigðisstarfsemi í upphafi og hentar náttúrlega fyrst og fremst fyrir einhverja slíka starfsemi," segir Hjörleifur. Hann segir að ríkið hafi fyr- ir nokkmm vikum sett á lagg- imar nefnd með fulltrúum heilbrigðis- og fjármálaráðu- neytisins sem sé ætlað að meta stöðuna og að líklega muni mál þetta skýrast þegar niðurstaða hennar liggi fyrir. Samið um þjónustu- hús fyrir ylströndina Nauthólsvík Arkibúllan ehf Reykjavíkurborg hefur ákveðið að ganga til samninga við Völundarverk ehf. um byggingu 525 fermetra þjón- ustuhúss við ylströndina í Nauthólsvík. Húsið verður til- búiðnæstavor Útboð var nýlega haldið vegna byggingarinnar og var öllum tilboðum hafnað og út- boðið fellt niður en samþykkt að ganga til samninga við Völdunarverk sem skilaði inn lægstatilboði. Fyrirtækið bauð 109,1 milljón króna sem var um 17% yfir kostnaðaráætlun sem var tæpar 93 m.kr. Aðrir bjóðendur vom Spöng ehf. sem bauð 109,3 m.kr., Gils ehf. sem bauð 112,3 m.kr, Garðar Ingþórsson sem bauð 131,2 m.kr., Deka ehf. sem bauð 134,3 m.kr, Kraft- vaki ehf. sem bauð 137,7 m.kr. og Framkvæmd ehf. sem bauð 150,5 m.kr. sem var 61,9% yfir kostnaðaráætlun. Að sögn Rúnars Gunnars- sonar hjá byggingadeild borg- arverkfræðings er áætlað að standa þannig að fram- kvæmdum að verkinu verði lokið næsta vor. Búningsaðstaða fyrir 200, snyrtiaðstaða fyrir 500 Hönnuðir hússins em Heba Hertervig, Hólmfríður Jóns- dóttir og Hrefna B. Þorvalds- dóttir arkitektar hjá Arkibúll- unni. Heba sagði í samtali við Morgunblaðið að lega bygg- ingarinnar í landinu byði upp á tvíþætta nýtingu. Annars vegar verður þar áningar- og útsýnisstaður fyrir útivistar- fólk sem á leið um Nauthóls- vík. Hins vegar verður húsið búnings- og sturtuaðstaða fyrir gesti ylstrandarinnar en byggingin mun snúa að ströndinni og fyrir framan hana verða verönd og heit set- laug. Búningsaðstaða verður fyrir 200 manns en snyrtiað- staða sem annar 500 gestum. Morgunblaðið/Amaldur s Aferð og flugi Reykjavík Þessi knái hjólreiðamaður var fljótur í förum þegar hann þaut eftir Skothúsvegi á dögunum. Nú er rétti tíminn til þess að dusta rykið af reiðhjólunum og hjóla af stað enda er veðrið á höfuðborgarsvæðinu eins og best verður á kosið þessa dagana. Nýr vegur frá Fjallkonuvegi að Víkurvegi Helstu umhverfísáhrif eru hljóðmengun Grafarvogur ÁFORMAÐ er að nýr vegur, Hallsvegur, verði lagður frá Fjallkonuvegi að Víkurvegi síðar á þessu ári en fram- athugun Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum vegna lagningar vegarins er lokið. Um er að ræða eins kflómetra langan tveggja akgreina veg- arkafla ásamt þrennum gatnamótum, undirgöngum fyrir gangandi umferð og til- heyrandi göngustígum. I fréttatilkynningu frá Skipulagsstofnun segir að vegurinn eigi að bæta sam- göngur til og frá Grafarvogs- hverfum, létta umferð á Gagnvegi og koma í veg fyrir óþarfa akstur um íbúðahverfi með tilheyrandi slysahættu. Framkvæmdin er hluti af fyrirhuguðum fjögurra ak- reina vegi sem í framtíðinni mun tengja Sundabraut við Vesturlandsveg. Helstu umhverfísáhrif hljóðmengun í fmmmatsskýrslu skipu- lagsstjóra kemur fram að helstu umhverfisáhrif fram- kvæmdarinnar verði hljóð- mengun en áhrif á náttúra eða menningarminjar á svæðinu verði ekki umtals- verð. Einnig segir að styrkur mengunarefna í lofti vegna umferðar um veginn sé ekki talinn nálgast umhverfis- mörk. Mest verður hljóðmengun við Garðhús og í suðaustur- hluta Gufuneskirkjugarðs en byggðar verða hljóðmanir við Garðhús til þess að draga úr hávaða frá veginum. Skipulagsstjóri ríkisins setur það sem skilyrði fyrir framkvæmdunum að tryggt verði að hljóðstig frá umferð um Hallsveg verði undir 55 db við íbúðir við Garðhús. Hann telur einnig nauðsyn- legt að gerðar verði ráðstaf- anir til þess að draga úr hávaða í Gufuneskirkjugarði enda sé þar um útivistar- svæði að ræða og viðmiðunar- mörk vegna hljóðmengunar svipuð íbúðarsvæðum. Sömu auðkenni og í borginni Kjalarnes DÆMI em um að bæjar- nöfn á Kjalarnesi séu þau sömu og götunöfn í annars staðar í Reykjavík. Að sögn Magnúsar Sædal Svavar- ssonar, byggingarfulltrúa í Reykjavík, getur þetta vald- ið talsverðum vandræðum, sérstaklega ef byggingar við bæina á Kjalamesi em tölu- settar. Hann segir að vanda- mál geti meðal annars skap- ast við fasteignaskráningu og póstdreifingu en einnig geti þetta hamlað bmna- vömum og sjúkraflutning- um. Magnús segir að byggð á Kjalamesi sé að þéttast mik- ið og nýbyggingar séu að rísa við einhverja bæi. Hann segir því nauðsynlegt að koma skipulagi á þessi mál. Vegir að bæjum fái nöfn Að sögn Magnúsar er lík- legt að Byggingarnefnd sendi á næstunni tillögur til Borgarráðs um að vegir sem liggi frá Vesturlandsvegi að bæjum á Kjalarnesi fái nöfn og bæirnir verði síðan tölu- settir við þá vegi. Magnús nefndi sem dæmi bæinn Brautarholt, en gata með því nafni er einnig til í Reykja- vík. Vegurinn upp að Braut- arholti nefnist Brautarholts- vegur en ef bærinn yrði skráður sem Brautarholt við Brautarholtsveg kæmi það í veg fyrir að honum yrði raglað við götuna í Reykja- vík, sérstaklega ef bygging- um myndi fjölga við bæinn og þær yrðu tölusettar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.