Morgunblaðið - 04.07.2000, Side 24

Morgunblaðið - 04.07.2000, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sjö áratuga valdatíma stjórnarflokks Mexíkó lokið eftir ósigur í forsetakosningum Líkt við hrun komm- únismans í A-Evrúpu Mexíkdborg. Reuters, AFP. VICENTE Fox, írambjóðandi íhaldsflokksins PAN, fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Mexíkó á sunnudag og batt þar með enda á 71 árs valdatíma flokksins PRI, sem hefur verið lengur við völd samfleytt en nokkur annar flokkur í heiminum. Ósigur PRI markar þáttaskil í stjómmálum Mexíkó, fjöl- mennasta spænskumælandi lands heims, og var honum líkt við hrun kommúnismans í Austur-Evrópu. Hyggst bæta efnahaginn og uppræta spillingu Fox ávarpaði stuðningsmenn sína í Mexíkóborg í gær og hvatti þá til að reyna ekki að hefna sín á PRI sem hélt völdunum í sjö áratugi, stundum með augljósum kosningasvikum. „Verkefni okkar er að koma á breyt- ingum án haturs og reiði,“ sagði Fox og bætti við að hann væri staðráðinn í að tryggja efnahagslegan stöðug- leika í landinu. Fox hefur lofað „nýju efnahags- undri“ og kveðst ætla að stuðla að 7% hagvexti, koma verðbólgunni í 2% og skapa 1,3 milljónir nýrra starfa. Hann hefur einnig heitið því að upp- ræta spillinguna, sem hann segir hafa einkennt valdatíma PRI, bæta kjör hinna fátæku og stuðla að rétt- látari skiptingu þjóðarauðsins. Emesto Zedillo, fráfarandi forseti, sem er hagfræðingur, hefur beitt sér fyrir markaðsumbótum og frjálsum viðskiptum og búist er við að Fox framfylgi sömu stefnu. Mexíkó er næststærsta hagkerfi Rómönsku Ameríku á eftir Brasilíu og aðild landsins að Fríverslunarbandalagi Norður-Ameríku (NAFTA) frá árinu 1994 varð til þess að viðskiptin við Bandaríkin stórjukust. Fox lagði áherslu á að þótt mikil umskipti væra í vændum í stjórnmál- um landsins væri engin ástæða til að óttast efnahagslegt umrót. PRI hefur oft verið gagnrýndur fyrir efnahagslega óstjóm og víð- tæka spillingu. Embættismaður í Mexíkóborg sagði að ósigur flokksins væri jafnmikilvægur og hran komm- únismans í Austur-Evrópu. „Þetta er söguleg stund fyrir Mexlkó. Þetta er eins og hran Berlínarmúrsins, en PRI entist lengur en hann.“ Boðar sættir Fox fór hörðum orðum um gamla stjórnarflokkinn í kosningabarátt- unni en boðaði sættir í ræðu sinni í gær. Hann hrósaði Zedillo forseta fyrir að hafa tryggt frjálsar og lýð- ræðislegar kosningar í landinu og að „hafa nægan lýðræðislegan þroska til að viðurkenna úrslitin þegar í stað og án nokkurs hiks“. „Við ætlum að vinna saman að fjárlögum næsta árs til að tryggja að allt gangi snurðu- laust fyrir sig.“ Zedillo, sem hafði komið á lýðræð- islegum umbótum fyrir kosningam- ar, óskaði Fox til hamingju og kvaðst ætla að tryggja að valdaskiptin gengju vel og friðsamlega fyrir sig. Fox tekur við forsetaembættinu 1. desember. Francisco Labastida, for- setaefni PRI, var augljóslega miður sín þegar hann játaði sig sigraðan. „Borgararnir tóku ákvörðun og við verðum öll að virða hana,“ sagði hann. Samkvæmt fyrstu tölum var flokk- ur Fox, PAN, nálægt því að ná meiri- hluta í neðri deild þingsins. Fox kvaðst þó ekki búast við því að flokk- urinn næði meirihluta á þinginu og lofaði samstarfi við aðra flokka. Rithöfundurinn Mario Vargas Llosa fagnaði úrslitunum og lýsti kosningunum sem „merkum degi fyrir Rómönsku Ameríku og lýðræð- ismálstaðinn". Hann bætti við að Fox ætti mjög eifitt verk fyrir höndum. „Til að rífa niður alræðisvélina sem hefur verið við völd í 71 ár þarf hann að endurbæta ríkið frá granni.“ Vargas Llosa lýsti eitt sinn Mexíkó sem „fullkomnu einræðisríki", eink- um vegna þess að PRI tókst að halda völdunum svo lengi með því m.a. að skipta um forseta á sex ára fresti. Vargas Llosa bauð sig fram í forseta- kosningum í Perú árið 1990 en beið ósigur fyrir Alberto Fujimori. Vinstrimönnum spáð sigri í Mexíkóborg PAN virtist í gær vera öraggur um sigur í ríkisstjórakosningum sem fram fóra í tveimur ríkjum, Gu- anajuato og Morales, á sunnudag. Guanajuato er heimaríki Fox og hann var ríkisstjóri þar á áranum 1995-99. Morales hefur lengi verið undir stjóra PRI en fylgi stjómar- andstöðunnar jókst mjög í ríkinu eft- ir að ríkisstjórinn var sviptur em- bættinu vegna ásakana um spillingu og tengsl við glæpasamtök. Flest benti til þess að vinstriflokk- urinn PRD héldi völdunum í Mexíkó- borg þar sem Andres Manuel Lopez Obrador, frambjóðandi flokksins, var með um 39% atkvæða í borgar- stjórakosningum þegar 60% atkvæð- anna höfðu verið talin. Helsti keppi- nautur hans, Santiago Creel, borgarstjóraefni PAN, var með 34% en frambjóðandi PRI fékk miklu minna fylgi. Sigurinn í Mexíkóborg er mjög mikilvægur fyrir PRD, sem fór með sigur af hólmi í fyrstu borgarstjóra- kosningunum í höfuðborginni árið 1997. Stjómmálaskýrendur spáðu því að Lopez Obrador yrði mjög at- kvæðamikill í stjórnmálum landsins næstu árin og töldu líklegt að hann yrði forsetaefni vinstriflokksins í næstu forsetakosningum árið 2006. Ungir Mexíkdbúar fagna í borginni Tijuana í fyrrakvöld eftir að Ijdst var að Vicente Fox fdr með sigur af hdlmi í forsetakosningunum í Mexíkd á sunnudag. Fögnuður og ótti meðal almennings Mcxíkóborg. Reuters. TUGÞÚSUNDIR íbúa Mexíkdborg- ar sungu og dönsuðu við undirlcik farandsveita á götum borgarinnar í fyrrindtt eftir að nýr stjdrnar- flokkur komst til valda í Mexíkd í fyrsta sinn í sjö áratugi. Aðrir báru kvíðboga fyrir fjölræðinu og pdlitísku dvissunni sem því kann að fylgja eftir 71 árs valdatíma eins og sama flokksins, PRI. Tugir þúsunda söfnuðust saman við Sjálfstæðisengilinn, styttu á helsta breiðstræti Mexíköborgar, til að fagna sigri Vicente Fox, for- setaefnis íhaldsflokksins PAN, sem þeir telja marka upphaf nýs lýðræðisskeiðs i landinu. Francisco Labastida, forsetaefni gamla stjdrnarflokksins, tárfelldi þegar hnuggnir stuðningsmenn hans sungu þjdðsönginn eftir fyrsta dsigur PRI í forsetakosn- ingum frá 1929. Hann flýtti sér si'ðan úr höfuðstöðvum flokksins. Gabriella Padilla, 42 ára hús- mdðir, grét af gleði, þakin marg- litum pappirssnifsuin sem kastað var yfir mannfjöldann í hátíða- höldunum. „Þetta er tilfinning sem ég get ekki lýst eftir 70 ára kúgun. Eg varð svo glöð að ég grét.“ „Við héldum að PRI yrði enda- laust við völd en okkur tdkst að sigra," sagði kona í höfuðstöðvum PAN. „Við þurftum frambjdðanda eins og Fox til að sigra PRI.“ Manucl Mogel, 76 ára, brosti breitt þegar hann frétti af sigri Fox við stdrmarkað í Mexíköborg. „Þetta er það besta sem gat gerst. Ef við höfum snefil af stolti getum við ekki látið það viðgangast að hdpur glæpamanna haldi áfram að stjórna landinu." Jafnvel félagar í PRI, þeirra á meðal Ernesto Zedillo, fráfarandi forseti, sögðu að pdlitískar breyt- ingar væru af hinu gdða fyrir Mexíkd. „Við höfum sannað að við búum nú við þroskað lýðræði með traustar stofnanir," sagði hann í sjdnvarpsávarpi. Öðrum stendur stuggur af Fox Ekki eru þö allir hrifnir af Fox, sem er 58 ára og fyrrverandi framkvæmdastjdri hjá Coca-Cola. Nokkrir drögu í efa að hann yrði betri en ráðamennirnir úr PRI. „Mig hryllir við þessu,“ sagði David Surisky, fimmtugur íbúi Mexíköborgar. „Mér geðjast ekki að Fox vegna þess að hann er hall- ærislegur. Það eina sem mér líkar við hann er að hann kann að fara með peninga." Lilian Rozen, 41 árs, kvaðst hafa stutt Fox þegar hann hdf kosn- ingabaráttuna fyrir þremur árum en farið að vantreysta honum þar sem hann væri of „árásargjarn". „Mig öar við því að svo hviklyndur maður eigi að stjdrna Iandinu." Rozen bætti við að Labastida hefði verið betri kostur þar sem hann væri holdtekja stöðugleika en Fox dvissu. „Ég hef alltaf talið að þekkt böl sé skárra en öþekkt.“ Sigurvegarinn Vicente Fox Stóryrtur stórbýlisbóndi Mexíkóborg. Reuters. VICENTE Fox, maðurinn sem vann það stórvirki að takast að binda enda á yfir 70 ára valdatíð PRI-flokksins í Mexíkó, er stóryrt- ur stórbýlisbóndi og fyrrverandi forstjóri Coca-Cola í Mexíkó sem líkar betur að klæðast kúreka- stígvélum en hálsbindi. Með því að „gefa PRI sparkið" tókst Fox að gera alvöru úr því ætlunarverki sem hann lýsti yfir fyrir þremur áram, við upphaf kosningabaráttuherferðar sinnar, en hann lagði leið sína um flest byggð ból landsins í rútu, hvetj- andi landsmenn sína til að kjósa breytingar. „Bylting vonarinnar" „I dag höfum við náð yfir á hinn árbakkann og nýtt tímabil í þjóð- arsögunni er að renna upp,“ sagði Fox, sem var í framboði fyrir hægriflokkinn PAN (Partido de Accion Nacional), er hann ávarpaði stuðningsmenn árla á mánudag eftir að úrslitin vora orðin ljós. „Þessi bylting vonarinnar náði að bera ávöxt fyrir tilstilli milljóna og aftur milljóna mexíkóskra kjós- enda,“ tjáði sigui-vegarinn frétta- mönnum, enn í sigurvímu aðfara- nótt gærdagsins. „Ég vil tileinka hverja vökustund lífs míns því að standa með ykkur og gera það sem ég get til að hjálpa draumum ykk- ar og míns elskaða Mexíkó að ræt- ast,“ sagði hann í ávarpinu í gær- morgun. Það vildi svo til að kjördagurinn var jafnframt 58 ára afmælisdagur Fox og fjölmennið fyrir utan höf- uðstöðvar PAN-flokksins og við sjálfstæðisminnismerkið í miðborg Mexíkóborgar kyrjaði ítrekað mexíkóska afmælissönginn „Las Mananitas". Þar til fyrir fjórum áram var hinn stórvaxni stjórnmálamaður (hann er 1,98 m á hæð) svo til óþekktur meðal almennings í Mexíkó en þá var hann orðinn rík- isstjóri heimahéraðs síns Gu- anajuato, þar sem hann rekur jafnframt stórbýli með kjúklinga- Vicente Fox rækt, mjólkurkúm, strútaeldi og kynbótanautum. En hann naut nógu mikillar virðingar meðal annarra stjórn- málamanna til þess að þeir sam- þykktu stjórnarskrárbreytingu sem gerðimanni sem er að hálfu af erlendu foreldri kleift að bjóða sig fram til forseta. Móðir Fox var spænsk. Sem stjórnmálamaður er hann álitinn miðjumaður sem styður frjálst framtak en er tilbúinn til að verja skattfé t.d. til menntamála. Hann líkir sjálfur stefnu sinni oft við „þriðju leiðina" svokölluðu sem Tony Blair og fleiri evrópskir jafn- aðarmannaleiðtogar hafa mótað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.