Morgunblaðið - 04.07.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 04.07.2000, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gunnhildur Sig- ríður Guð- mundsdóttir fæddist á Akureyri 13. maí 1936. Hún Iést á Sjúkrahúsi Húsavík- ur 26. júní síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guömundur Arnason bóndi í -*Arnarnesi v/Hjalt- eyri, f. 24.12. 1912, d. 4.4.1992 og Aðal- heiður Guðmunds- dóttir f. 16.6 1913, d. 20.11.1989, hús- móðir. Gunnhildur ólst upp í Arnarnesi og gekk í Barnaskólann á Hjalteyri og síð- an í Barnaskóla Akureyrar. Vet- urinn 1953-1954 stundaði hún nám í Húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal. Systkini hennar eru: Sesselía Björk f. 18.10.1937, gift Jóni H. Pálssyni og eiga þau sex börn, Unnur f. 19.8.1941, gift Birgi Þór- hallssyni og eiga þau þrjú börn, Árni Örn f. 21.11.1944, d. 20.5.1966, Guðmundur Smári, f. 27.11.1945, Svava Friðrika, f. 12.4.1949, giftist Jónasi Hall- grímssyni og eiga þau fjögur börn, þau skildu. Núverandi eiginmaður Svövu er Júlíus Hraunberg og á hann tvo syni, Heið- brá, f. 11.12.1954, maki Sigurður M. Björnsson og eiga þau tvö börn, áður átti Heiðbrá eina dóttur með Freygarði Jóhannssyni. Er Gunnhildur var við nám í Húsmæðraskólanum á Laugum kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Stefáni Þóris- syni bónda og vörubifreiðastjóra á Hólkoti, f. 22. júní 1930. Þau gengu í hjónaband 31. desember 1954. Foreldrar Stefáns voru Þórir Stefánsson frá Hellulandi, f. 9. maí 1891, d. 27. júní 1965, bóndi á Hólkoti og Ásrún Jóns- dóttir frá Höskuldsstöðum, f. 3. mars 1900, d. 17. ágúst 1980, hús- móðir. Systir Stefáns er Svanhild- ur, f. 4. júlí 1929, gift Albert Valdimarssyni, búsett á Akureyri og eiga þau fjórar dætur. Gunnhildur og Stefán eignuð- ust sex börn. Þau eru: 1) Aðal- heiður, f. 27. maí 1955, búsett á Akureyri, giftist Sigurði V. Jón- assyni og eiga þau tvö börn, þau skildu. Núverandi maki er Sveinn B. Sveinsson og á hann þrjá syni, 2) Þórir, f. 15. apríl 1956, giftur Svanhvíti Jóhannesdóttur, búsett á Húsavík og eiga þau fimm börn, 3) Guðmundur, f. 1. aprfl 1957, d. 1. apríl 1997, kvæntist Hólmfríði F. Svavarsdóttur og áttu þau þrjú börn, Hólmfríður býr í Reykjavík, 4) Stefán, f. 24. nóvember 1960, kvæntur Lovísu Leifsdóttur, bú- sett í Mývatnssveit og eiga þau fimm börn, 5) Olga Ásrún, f. 14. mars 1963, gift Sigurjóni B. Kristinssyni, búsett í Reykjavík og eiga þau fjögur börn, 6) Gunn- hildur, f. 22. aprfl 1964, gift Leifi Hallgrímssyni, búsett í Mývatns- sveit og eiga þau tvo syni. Gunnhildur vann lengst af við húsmóðurstörf heima á Hólkoti en eftir að börnin uxu úr grasi vann hún um tima utan heimilis, lengst vann hún við mötuneyti Laugaskóla og eftir það á Leik- skólanum á Litlu-Laugum, Póst- húsinu á Laugum og f Sumarbúð- um ÆSK við Vestmannsvatn. Útför Gunnhildar fer fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. GUNNHILDUR SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Elsku mamma mín. Að leiðarlok- um er mér efst í huga þakklæti til þín fyrir það hvað þú varst yndisleg mamma. Alltaf ef mig vantaði hjálp við að greiða úr einhverju var hægt að leita til þín. Mig langar sérstaklega til að þakka þér fyrir alla þá hlýju og um- hyggju sem þú sýndir sonum mín- um, alltaf varstu boðin og búin til að gæta þeirra á meðan þú hafðir heilsu til og hvergi fannst þeim betra að vera en hjá ömmu og afa í Hólkoti. Þeir eiga nú um sárt að binda eins og við hin og sakna ömmu sárt. Einnig er mér minnisstætt hversu gott sam- band ykkar pabba var, og kannski var það táknrænt að þú kvaddir jarð- lífið á 46 ára trúlofunarafmælinu ykkar. Pabbi á nú um sárt að binda að hafa misst sinn lífsförunaut, en við öll sem eftir erum hér getum huggað okkur við allar þær góðu minningar sem við eigum um þig og munum við styðja við bakið á pabba, og hvert annað í sorg okkar. Það er þó huggun okkar harmi gegn að vita það að nú eruð þú og Gummi bróðir saman á ný og gætið hvors annars. Að lokum vona ég, mamma mín, að þér líði nú vel eftir allar þjáningarn- ar sem þú gekkst í gegnum. Hvíl í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Við elskum þig öll. Þín Gunnhildur, Leifur, Hallgrímur Páll og Einar Bjarki. Hví ert þú beygð, sál mín, ogólgarímér? VonaáGuð, því að enn mun ég fá að lofa hann, hjálpræði auglitis míns og Guð minn. (Davíðssálmur, 42.12.) Því er sál mín beygð og af hverju ólgar allt í mér? Jú af því að þú ert farin frá mér, yndislega mamma mín. Af öllum þeim konum sem ég hef þekkt ert þú sú kona sem mest hefur haft áhrif á mig í lífinu. Þú kenndir mér svo margt. Að sjá feg- urðina í náttúrunni, hvernig hver árstíð hafði sína fallegu liti og smá- atriði. Þú kenndir mér að meta lífið út frá öðru en heimsins prjáli. Tryggð, vinátta og kærleikur er það sem skiptir máli. Þú kenndir mér hversu mikils virði fjölskylda og vin- ir eru, þér var alltaf svo umhugað um aðra. Enda kom það vel fram þessa ■ ‘-Gwustu daga okkar saman, hve erfitt það var fyrir þig að skilja við okkur. Við ræddum það að okkar ævidag- ar voru ákveðnir áður en við vorum myndaðar í móðurkviði og að við vissurn ekki hversu mai’gir þeir yrðu. Ég veit að nú ert þú komin til Guðs og ert laus undan allri þjáningu og kvöl, það veitir mér huggun í s.^rginni. Við ræddum það líka hversu tím- inn er afstæður og eins og segii’ í orði Guðs þá er einn dagur hjá honum sem þúsund ár og þúsund ár eins og einn dagur. Því yrði þess ekki langt að bíða að við værum saman á ný. En ég sakna þín mikið, að geta ekki tal- að við þig eða fundið þig nálægt mér. Hver minning sem ég á um þig er dýrmæt og þér gleymi ég aldrei. í hjarta mínu er ég þakklát Guði fyrir að gefa mér svona yndislega móður, þú skilaðir hlutverki þínu með sóma og gafst mér veganesti út í lífið sem ég mun alltaf búa að. Blessuð sé minning þín. Elsku pabbi minn, ég veit að Guð mun gefa þér og okkur öllum sem syrgjum styi’k á erfiðum stundum. Hjúkrunarfólki á Sjúkrahúsi Húsa- víkur, sem annaðist móður mína í veikindum hennar, vil ég þakka, þið eruð dýrmæt, Guð blessi ykkur í störfum ykkar. Olga Ásrún. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) Elsku systir, þá er lífshlaupi þínu lokið, þinn mikli lífsvilji varð að lúta í lægra haldi eftir harða baráttu. Það er sama í hvaða mynd dauðinn kemur. Söknuðurinn er sár. Skarðið er stórt. En huggunin er allar sam- verustundirnar sem ég þakka fyrir. Ég var svo heppin að vera yngst sjö systkina. Minningarnar verða að ævintýr- urn er árin líða. Ég var alltaf svo hreykin en samt svo feimin framan af árum við Hiddu systur. En það kom þó ekki í veg fyr- ir að ég sótti í krakkahópinn hennar og Stebba og fannst hvergi betra að vera. Sumar ferðir eru minnisstæðari en aðrar. Eins og að koma með mömmu í heimsókn að kvöldi til og fá að líta yfir bamahópinn sofandi. Það fannst mér flott, að valsa í kringum þau. Og þau vissu ekki að ég væri komin. Þá var ég stóra móðursystir. Faðmlögin, knúsið og aginn. Allt er þetta ómetanlegt úr bernskunni. Fötin sem hún saumaði á mig. Fyrstu útvíðu buxurnar. Leiðbeiningar til unglingsins. Voru þær einhverjar? Já; en smeygt + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ANDRÉS INGIBERGSSON, Álftamýri 26, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 30. júní. Jarðarför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. júlí kl. 13.30. Sigurður Ingi Andrésson, Soffía Sigurðardóttir, Gunnar Andrésson, Guðbjörg Stefánsdóttir, Einar Andrésson, Halla Hallsdóttir og barnabörn. + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR RÓSA SIGURÐARDÓTTIR frá Skjaldbreið, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að morgni mánudagsins 3. júlí. Jarðaförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Kristmannsdóttir, Guðmundur Wiium Stefánsson, Guðrún Kristmannsdóttir, Kristmann Kristmannsson, Ómar Kristmannsson, Magnús Kristmannsson, Ólafur Kristmannsson, Birgir Kristmannsson, Ásta Kristmannsdóttir, Jakobína Guðfinnsdóttir, Sonja Hilmarsdóttir, Ólöf S. Björnsdóttir, Ruth Baldvinsdóttir, Anna Bjarnadóttir, Sigmar Gíslason. inn í samtölin með stríðni og umræð- um um dagleg málefni. Svarið dróst, því fljótt fann ég að ekki var sama hverju væri svarað: Þú hugsaðir þig alltaf um áður en þú svaraðir og svo var hlegið dátt. Vinátta, væntumþykja, hvatning. Alltaf var þetta þér efst í huga ef tal- ið barst að fjölskyldunni fjær og nær. A ættarmótum voruð þið Stebbi með stærsta hópinn. Hjá Arnarnesættinni var og einnig látið af mikilli hreysti í ættinni. En bregð- ast krosstré sem önnur tré. Það komu erfiðir tímar þegar Gummi ykkar var hrifinn burt fyrir þremur árum eftir erfið veikindi og nú Hidda. Elsku Stebbi minn, þú og börnin þín hafið sýnt ótrúlegan styrk í erfið- um veikindum í langan tíma. Guð gefi ykkur þrek og þolinmæði til að vinna ykkur út úr sorginni. Ég kveð þig, elsku systh’. Megi minningin um þig lýsa okkur gegn- um sorgina. Heiðbrá og fjöiskylda. Þá hefur hún systir mín verið leyst þrautunum frá. Ég vil minnast henn- ar í örfáum orðum. Hún var elst okk- ar systkinanna. Hidda, eins og hún var kölluð, reyndist mér ætíð vel sem stóra systir og kenndi mér svo ótal margt sem geymt er í þeim stóra minningasjóði sem gerir endurminn- inguna ljúfa. Okkur er gefinn ákveð- inn tími hér í þessum heimi og ég veit að nú hefur Jesús tekið á móti henni og leitt hana með sér inn í him- ininn. Þegar endar mitt stnð og sú upp rennur tíð, að ég eilífðarströndum skal ná. Jesús auga mitt sér og um eilífð ég er mínum ástkæra Frelsara hjá. (Sigr. Halldórsd.) Þegar ég sá systur mína síðast í maí, áttum við langt og gott samtal, þar sem hún fullvissaði mig um að hún vissi hvað framundan væri og hún átti frelsarann í hjarta sínu. Það er ákvörðun sem hver og einn þarf að taka, að taka við Jesú Kristi inn í sitt líf. Þetta hefur verið langur og erfið- ur tími fyrir Stefán og börnin að tak- ast á við en allt samverkar þeim til góðs sem Drottinn elskar. Ég minnist hennar Hiddu þannig að hún var sívinnandi, bæði úti sem inni. Því finnst mér að orðin úr Orðskviðunum 31 eigi vel við hana: „Verkin lofa væna konu“. Elsku Stefán, börn og barnabörn. Drottinn blessi ykkur og styrki á þessum erfiðu tímum. Hann einn getur læknað hjartasárin og gefið ykkur þann nýja styrk sem Hann veit að þið þarfnist. Svava Friðrika og Júlíus Hraunberg. Elsku besta amma mín. Loksins fékkst þú hvíldina eftir þessa þrauta- göngu. Ég veit að pabbi er glaður yf- ir að hafa fengið þig til sín. Ég bað hann um að passa þig vel og taka á móti þér þegar þú yfirgæfir okkur og ég er alveg viss um að hann hefur staðið sig vel við það. Ég vil þakka þér fyrir að hafa verið til, amma mín, og nú veit ég að þér líður vel. Sjáumst síðar. Þín Kristbjörg. Veðrið er eins fallegt og það getur orðið. Það er kvöld og mér er sagt andlát Hiddu í Hólkoti. Ég fer að hugsa um dagana, hvernig þeir flögra hjá eins og fiðrildi í ótal lit- brigðum. Öll eigum við okkar af- markaða dagafjölda og nú eru dag- arnir hennar Hiddu liðnir. En hún fór vel með dagana sína og gaf þeim margskonar liti, sem ætíð munu gleðja þá sem til hennar hugsa. Ég veit ekki hvernig tíminn er mældur þar sem hún er nú, en ég er þess fullviss að þar muni litir liðinna daga verða henni gott veganesti á nýjum brautum. Blessuð sé minning Hiddu í Hól- koti. Öllum sem sakna hennar sendi ég samúðarkveðjur. Sigrún á Sflalæk. • Fleiri minningargreinar um Gunnhildi Sigríði Guðmunds- dóttur bíða birtingar og munu birt- ast íblaðinu næstu daga. + Föðurbróðir minn, Adolf Sigurðsson, Sjúkraskýlinu, Vallargötu 7, Þingeyri, er látinn. Útförin auglýst síðar. Axel Axelsson. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, UNNUR JÓNSDÓTTIR, Höfðabrekku 10, Húsavík, lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík laugar- daginn 1. júlí sl. Jónas Reynir Helgason, Nanna Þórhallsdóttir, Bjarki Jónasson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR, Efstaleiti 12, Reykjavík, lést sunnudaginn 25. júní. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 6. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Minningarsjóð kvenna- deildar Rauða krossins. Halldóra Þorvaldsdóttir, Magni Guðmundsson, Guðrún Þorvaldsdóttir, Magnús Siguroddsson, Þorsteinn Þorvaldsson, Þorbjörg Valdimarsdóttir, Tómas Þorvaldsson, Helga Norland, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.