Morgunblaðið - 04.07.2000, Page 50

Morgunblaðið - 04.07.2000, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fullveldi og áhrif ALLT frá því að EES-samningurinn gekk í gildi árið 1994 hefur hann skilað Is- lendingum margþætt- um efnahagslegum, menningarlegum og stjómarfarslegum ávinningi. Hann var frá upphafi annað og meira en einfaldur samningur um fríversl- un og tollfríðindi og opnaði íslenskt þjóðlíf fyrir erlendum áhrif- um í ríkum mæli. Áhrifanna gætir um allt samfélagið, í auknu fjárfestingarfrelsi, lægra vöruverði, auknum atvinnu- tækifærum á erlendri grund, aukn- um fjárveitingum til rannsókna og þróunar, gerbreyttri umhverfislög- gjöf og síðast en ekki síst í stór- bættri löggjöf um félagsleg réttindi og vinnuvemd. Evrópusambandið breytist Evrópusambandið hefur verið í stöðugri þróun undanfarinn áratug. Samstarf aðildarríkja ESB snýr nú að fleiri þáttum en fyrr, þeirra á meðal ýmsum þáttum dómsmála og utanríkismála, auk þess sem nýr sameiginlegur gjaldmiðill ESB-ríkj- anna er orðinn að vemleika. Á með- an hefur EES-samningurinn staðið óbreyttur og rýrnað að pólitísku mikilvægi. Aðgangur íslands og hinna EFTA-ríkjanna að töku ákvarðana innan ESB er í auknum mæli takmarkaður. Sú staða er raunar að skapast að ísland þurfi að taka við ákvörðunum sem teknar hafa verið á vettvangi ESB og inn- leiða í íslensk lög án þess að geta haft nægileg áhrif á endanlega gerð þeirra. Það er breyting á þeim for- sendum sem EES-samningurinn rNESTISKÖRFUR- Össur Skarphéðinsson Fullveldi er alltaf takmarkað var byggður á. Við Islendingar virð- um fullveldi okkar mikils og viljum varð- veita það svo sem kost- ur er. Við höfum því verið á varðbergi gagnvart erlendri ásælni og viljað forðast að selja okkur undir erlent vald. Okkur hættir hins vegar til að misskilja hugtakið full- veldi og telja það sérís- lenskt fyrirbæri eins og fossana og hverina sem aldrei verði of vel gætt. Fá ríki hafa komist nær algeru fullveldi en Albanía á tímum stjóm- ar Envers Hoxha. Þá var Albam'u stjórnað án nokkurra áhrifa frá um- heiminum en líka án nokkurra áhrifa á umheiminn. Það er nefni- lega hægt að vera fullvalda ríki en án nokkurra áhrifa í hinu alþjóðlega samfélagi. Er til ríki sem í dag býr ekki við einhvers konar takmörkun á full- veldi sínu? Allt alþjóðasamstarf ríkja felur í sér einhvers konar takmarkanir á fullveldi. Það gildir ekki síður um ísland en önnur ríki. Aðild okkar að Sameinuðu þjóðun- um felur í sér þá takmörkun á full- veldinu að við erum skyldug að hlíta ákvörðunum öryggisráðs Sþ. Við höfum verulega takmarkað fullveldi okkar á sviði öryggismála með nánu samstarfi við erlent ríki um land- varnir sem yfirleitt eru taldar einn mikilvægasti þáttur í fullveldi sér- hvers ríkis. Síðast en ekki síst ber að árétta það sem ég nefndi fyrr að með EES-samningnum erum við í síauknum mæli að innleiða í lands- rétt lagareglur sem aðrir hafa mót- að. 2ja og 4ra manna körfur frá kr. 14.900-24.900 Jfc^PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 3614 I Múrarar - uerktakar byggingameistarar STEIIMIIMGARLIM Margir litir UTIPUSSIMING Margir litir — 3 tegundir RAPPMUR Inni/úti Traust íslensk múrefni síðan 1973 LÉTTIÐ vinnuna og MARGFALDIÐ afköstin með ELGO múrdælunni! Leitið tilboða! !l steinprýði Stangarhyl 7, Rvík Sími 567 2777 Fax 567 2718 Við þurfum að endur- meta utanríkisstefnu okkar með það fyrir augum, segir Össur Skarphéðinsson, að glata ekki áhrifum okk- ar á mótun og setningu þeirra reglna sem síðar verða landslög á Islandi. Það er fráleitt sjálfgefið að ísland verði fullgildur hluti af ESB. En sú röksemd að aðild að ESB leiði til óásættanlegs fullveldisafsals er röng. Samstarf ESB-ríkjanna felur vissulega í sér takmarkanir á full- veldi en það er engu að síður sam- starf fullvalda ríkja. Þau hafa orðið ásátt um að deila tilteknum þáttum fullveldis síns með öðrum ríkjum rétt eins og við höfum gert í öðrum tilvikum í misríkum mæli. Þau sitja öll við borðið og taka sameiginlegar ákvarðanir. Framtíð án áhrifa? Við þurfum að endurmeta utan- ríkisstefnu okkar með það fyrir augum að glata ekki áhrifum okkar á mótun og setningu þeirra reglna sem síðar verða landslög á íslandi. Ef og þegar Norðmenn ganga í ESB verður staða okkar ákaflega þröng að þessu leyti. ísland gæti þá orðið eitt fárra Evrópuríkja sem ekki ætti sæti við borðið þegar ákvarðanir væru teknar en þyrfti engu að síður að fara eftir þeirri forskrift sem frá ESB kæmi. Á þessum grunni tel ég það ábyrgðar- leysi að ræða ekki fordómalaust hvað íslandi er íyrir bestu miðað við þær aðstæður sem eru að skapast. Skynsamlegast er að fylgja þeirri stefnu sem Samfylkingin mótaði á stofnþingi sínu í byrjun maí og hefja skipulega vinnu við að skilgreina samningsmarkmið okkar í hugsan- legum aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið. Um þau markmið þarf að ríkja meirihlutasamstaða meðal þjóðarinnar. Undir þetta sjónarmið hafa menn úr öðrum stjórnmála- hreyfingum tekið síðustu vikur. Það er hins vegar athyglisvert að mál- flutningur Sjálfstæðisflokksins er sér á parti í umræðunni. Þar virðast menn helst miða að því að ísland taki við af Albaníu sem það ríki sem best varðveitir fullveldið í einangr- un. Öðru vísi mér áður brá. Höfundur er alþingismnður og for- maður Samfylkingarinnar. Ullen dúllen doff Á undanförnum mánuðum hafa litið dagsins ljós úrskurðir yfirskattanefndar í málefnum nokkurra aðila sem störfuðu hjá íslenskum sjávar- afurðum hf. vegna verkefnis þeirra á Kamchatka í Rúss- landi á árinu 1996. All- ir þessir úrskurðir eiga það sameiginlegt að hafa verið felldir af sömu nefndarmönnum yfirskattanefndar. Og allir kærendur áttu Örn það sameiginlegt að Gunnlaugsson hafa unnið á sama tíma við sömu aðstæður við sama verkefni erlendis fyrir sama fyrir- tæki á nákvæmlega sambærilegum kjörum, með sams konar réttindi og skyldur og höfðu þeir allir skil- greint verksvið vegna umrædds verkefnis. Það sem kært var til yfirskattanefndar var niðurfelling skattstjóra á frádrætti á móti fengnum dagpeningum meðan þeir störfuðu fyrir íslenskar Sjávar- afurðir hf. utan íslenskrar lögsögu. Nú skyldu menn ætla að umræddir úrskurðir yfirskattanefndar séu keimlíkir af þeim sökum að starfs- kjör og aðstæður kærenda voru með nákvæmlega sama hætti. Heil- brigð skynsemi allra læsra manna leiðir þá að þeirri niðurstöðu að all- ir umræddir úrskurðir hljóti að vera á sama veg, þ.e.a.s. sé gert ráð fyrir að nefndarmenn yfirskatta- nefndar hafi þekkingu á viðfangs- efni sínu. Fyrrgreindir aðilar hljóta að eiga rétt á að njóta sömu með- höndlunar skattalega hvað varðar dagpeningagreiðslur burtséð frá því hvert starfsheiti þeirra var. En því fer víðs fjarri, úrskurðimir eru nánast jafnmismunandi og málin eru mörg. Hér verður hins vegar aðeins minnst á fimm þessara mála, þ.e. eftirfarandi aðila: Aðstoðar- verkefnisstjóra, skipaeftirlitsmanns 1, skipaeftirlitsmanns 2, innkaupa- stjóra og tölvuumsjónarmanns. Áll- ir þessir aðilar nutu jafnra kjara frá vinnuveitanda hvað aðbúnað og dagpeningagreiðslur varðar og voru þær greiðslur innan viðmiðun- armarka ríkisskattstjóra á þessum tíma. Skattyfirvöld ákváðu hins vegar að fella niður frádrátt á móti dagpeningum gagnstætt því sem heimildir ríkisskattstjóra kveða á um. Að sjálfsögðu voru langflest málin kærð til yfirskattanefndar í trausti þess að sú nefnd hefði skiln- ing á hvers eðlis dagpeninga- greiðslur eru. Samkvæmt úrskurð- um yfirskattanefndar í málum fimm Byggingaplatan WDK©(S® sem allir hafa beðið eftir VIROC*byggingaplatan er fyrir veggi, loft og góif V!ROC®byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIROC*byggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIROC® byggingaplatan er umhverfisvæn VIROC®byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. ÞÞ &co Leitið frekari upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 8 568 6100 ^öökaupsveislur—Citlsamtomur—skemmtanlr—tönlelkar—sýnlngar—kynnlngar og fl. og fl. og fl. í - wittyiíPM i |0 "°9 ýmsir fy|g'h|utir Ekkl treysla ó veörið treysla igja á eflirminnilegan viöbur? irygglö ykkur og leiglð stórt tjald á stoöinn - jxiö marg borgar slg. Tjöid af öllum stœrðum frá 20 - 700 m* Elnnlg: Borö, stólar, tjaldgólf og tjalahltarar. ð skótum á helmavelll sfmi 5621390 • fax552 6377 • bU®scoutJs fyrrgreindra starfs- manna er útilokað að ímynda sér að nefnd- armenn yfirskatta- nefndar hafi nokkurn skilning á viðfangsefn- um sínum, a.m.k. hvað dagpeningagreiðslur varðar. Urskurðir yfir- skattanefndar voru með þeim hætti að að- stoðarverkefnisstjóri og skipaeftirlitsmaður 1 skyldu njóta óskerts frádráttar á móti fengnum dagpening- um, skipaeftirlitsmað- ur 2 skyldi ekki njóta neins frádráttar hvar sem hann væri í heiminum, inn- kaupastjóri skyldi njóta óskerts frádráttar meðan hann dvaldist ut- an Islands og Kamchatka á vegum Yfirskattanefnd Það, hversu fyrrnefndir úrskurðir eru mismun- andi, segir Örn Gunn- laugsson, er aðeins staðfesting á því hvers konar apparat yfír- skattanefnd er. vinnuveitanda og tölvuumsjónar- maður skyldi njóta frádráttar vegna annars en gistingar meðan hann var á vegum vinnuveitanda utan íslenskrar lögsögu. Ég stórefa að jafnvel miðilshæfileikar dugi mönnum til að fá botn í það hvers vegna úrskurðir yfirskattanefndar í málum fyrrnefndra starfsmanna eru svo mismunandi. Það, hversu fyrrnefndir úrskurðir eru mismun- andi eru aðeins hrein og klár stað- festing á því hvers konar apparat yfirskattanefnd er. Starfsmenn nefndarinnar eru ekki einu sinni broslegir, þeir eru hreinlega aumk- unarverðir. Það er ekki annað hægt en að kenna í brjósti um fólk sem situr sem fastast í þægilegum og ágætlega vel launuðum stöðum hjá ríkinu án þess þó að hafa nokkra hæfileika til að sinna störfum sín- um þar. Sæmilega greindir menn hafa vit á að vera ekki að gutla við hluti sem þá skortir þekkingu til. Ætli margir væru tilbúnir að taka sér far með bíl ef þeir vissu að öku- maðurinn væri blindur? Sennilega ekki. Eftir reynslu mína af yfir- skattanefnd dettur mér ekki í hug að sóa tíma mínum og peningum í að kæra til hennar nokkur mál í framtíðinni ef upp kunna að koma. Hvoru tveggja, tímanum og aurun- um, er án efa betur varið til ein- hvers annars. Ekki verður betur séð á úrskurðum frá yfirskatta- nefnd en að fyllt sé inn í staðlað bréf þegar úrskurður er felldur. Það er þá aðeins spurning hvort notast er við „úllen dúllen doff‘, „sá sem flöskustúturinn lendir á“ eða eitthvað annað þegar fyllt er í eyð- urnar. Það er hreint ótrúleg óvirð- ing við skattgreiðendur að þeim skuli vera gert að greiða rekstrar- kostnað apparats þar sem „starfs- mennirnir“ fá laun fyrir að leika sér með skattborgarana í rúss- neskri rúllettu. Það er a.m.k. alveg borðleggjandi að ef allir úrskurðir yfirskattanefndar eru í stíl við þá úrskurði sem hér hefur verið vísað til þá eru úrskurðir hennar almennt byggðir á einhverju allt öðru en heilbrigðri skynsemi og/eða nokkr- um lagabókstaf um þau málefni sem fjallað er um hverju sinni. Höfundur starfaði hjá ÍS á Kamchatka en rekur mi eigið fyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.