Morgunblaðið - 04.07.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 04.07.2000, Qupperneq 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Strætó besti kosturinn ÞEIR sem ætla að leggja leið sína á Landsmót hestamanna í Víðidal geta komist inn á svæð- ið á þremur stöðum. Aðallega verður selt inn við aðalhliðið þar sem ekið er inn á Fáks- svæðið frá Reykjanesbraut. Annað hlið verður við Reiðhöll- ina og þriðja hliðið við gömlu brúna á Vatnsveituvegi. Þar eru hinsvegar engin bílastæði og því ekki gert ráð fyrir að bfl- um verði hleypt þar inn og því aðallega ætlast til að gangandi umferð komi inn á svæðið á þessum stöðum. Engir bflar Að sögn Fannars Jónasson- ar, framkvæmdastjóra Lands- móts 2000, verður svæðið girt af og munu björgunarsveitar- menn sjá til þess að enginn komist inn á svæðið án þess að greiða aðgangseyri. Reyndar verður ókeypis inn á svæðið fram á föstudag. Þá verður hægt að greiða fyrir einn dag í einu eða alla þrjá saman. Á föstudag er aðgangseyrir 1.000 krónur, en 1.500 krónur á laug- ardag og sunnudag. Ef keyptur er aðgöngumiði fyrir alla dag- ana kostar hann 3.500 krónur. Ekki er gert ráð fyrir bfla- umferð inni á svæðinu og verð- ur öllum bflum beint inn á bfla- stæði við aðalhliðið. Einhver umferð er þó nauðsynleg því koma þarf vörum og matföng- um inn á svæðið auk þess sem keppendur og sýnendur þurfa að koma hrossum sínum inn á svæðið. Fannar sagði að svo virtist sem stærsti hluti keppn- ishrossa yrði í húsum inni á Fákssvæðinu. Far með hestvagni Þeir sem ekki vilja eða treysta sér ekki til að ganga frá aðalhliðinu að Fáksheimilinu geta fengið far með hestvagni sem verður í ferðum milli þess- ara staða. Ekki verða aðrar ferðir í boði inni á svæðinu. Einfaldast er líklega að koma á svæðið í strætisvagni þar sem bfllinn nýtist ekkert þegar þangað er komið. Þá fer enginn tími í að leita að bílastæði og bíða eftir að komast inn á og út af svæðinu. Leiðir 10 og 110 stoppa rétt við hliðið við Reið- höllina. Aðspurður sagði Fannar að gert væri ráð fyrir að fatlaðir gætu horft á mótið úr bflum sínum á svæðinu innan skeið- vallarins. Ekki er um önnur svæði fyrir bfla að ræða. Reyndar er þetta svæði frekar erfitt yfirferðar og líklega nauðsyniegt að vera á jeppa til að komast þangað. Fannar sagði að fólk gæti auðveldlega dvalið daglangt í Víðidalnum því þar yrði allt til alls. Fjölbreyttar veitingar verða í boði og auðvelt að nálg- ast þær. Þá verða ýmsar vörur til sölu á markaðstorginu og hraðbanki verður í anddyri Reiðhallarinnar. Bestu kynbóta- og keppnishrossin Salernisaðstaða er í Reið- höllinni og Fáksheimilinu og auk þess hefur verið komið fyr- ir þurrsalemum á svæðinu. Einnig er salerni í nánast * hveiju hesthúsi á svæðinu fyrir þá sem hafa aðgang að þeim. Þótt aðstaða ætti öll að vera með besta móti sagði Fannar að mestu máli skipti að á þessu landsmóti yrði einstakt úrval af bestu hrossum landsins, bæði kynbótahrossum og keppnis- hrossum. Hópreiðin hefur verið einn af hápunktum landsmóta og nú á að setja heimsmet í samansöfnun hesta og manna í friðsamlegum tilgangi þar sem forseti Islands mun leiða fylkinguna kringum Rauðavatn. Myndin er frá hópreiðinni á Melgerðismelum ’98. Landsmót nýrra tíma hefst í dag Landsmót hestamannafélaga hefst í dag þar sem fremstu fákum landsins verður att saman í keppni og leik. Hátt í þúsund hross eru skráð til leiks auk annarra sem prýða munu mótsstað. Þúsundir manna munu koma til mótsins og þar á meðal verða Valdimar Kristinsson og Asdís Haralds- dóttir sem hér fjalla um ýmislegt af því sem jar verður boðið upp á. „LANDSMÓT nýrra tíma“ er verð- ug yfirskrift þess móts sem í dag hefst með opnunarhátíð. Með þessu móti eru stigin afdrifarík skref í þró- un landsmóta sem að sjálfsögðu er ekki fyrir séð hvernig munu reynast. Nú í fyrsta sinn viðurkenna hesta- menn að sjálfboðahugsjónin sé liðin undir lok og atvinnu- og fagmennsk- an hafi tekið völdin. Landsmót er nú í fyrsta skipti rekið sem hlutafélag og nýverið var samþykkt að halda áfram á þeirri braut. Þá er þetta í fyrsta skipti sem aðeins tvö ár líða milli landsmóta en síðasta mót var haldið á Melgerðismelum fyrir tveimur árum. Tíminn einn mun skera úr um hvort þessar nýjungar reynast vel í þróun landsmótanna til framtíðar. Loksins í Reykjavík Þá er landsmót nú í fyrsta skipti haldið í Reykjavík og er það út af fyrir sig partur af þróuninni. Barátta Reykvfldnga fyrir að fá landsmót hefur verið nokkuð harðsótt en í þeim efnum hafa hestamenn verið nokkuð íhaldssamir. Því hefur gjam- an verið borið við að tjaldbúðalífið og nándin við sveitina og náttúruna sé það stór hluti af stemmningunni að útilokað sé að halda alvöm landsmót í henni Reykjavík. Kröfur mótsgesta hafa aftur á móti í ríkari mæli sveigst að því að fá að sofa með höfuð á kodda og sæng yfir sér í góðu húsi frekar en að skríða ofan í svefnpoka í tjaldi eftir að hafa notið mannlífs- flómnnar á mótsstað fram á nótt. Eins og venja hefur verið er nú boðið upp á bestu aðstöðu til þessa á landsmóti en sú hefur verið raunin á öllum þeim þrettán mótum sem haldin hafa verið. Hestakosturinn er ekki síðri en fyrr, líklega betri ef eitthvað er og nýtt met sett í fjölda einstaklingssýndra kynbótahrossa sem unnið hafa sér rétt til þátttöku. Tvöþúsund manna hópreið Bryddað er upp á ýmsum nýjung- um eins og til dæmis hópreiðinni sem ekki verður nú með hefðbundn- um hætti heldur riðið í kringum Rauðavatn með forsetann, ráðherra og ýmis fyrirmenni þjóðfélagsins í broddi fylkingar. Tvö þúsund manns alls og þar á að setja met. Er full ástæða til að hvetja alla hestfæra menn sem hafa reiðskjóta til ráðstöf- unar að mæta í dag í Víðidal og taka þátt í þessum einstæða viðburði. Óhætt er að segja að félagssvæði Fáks, Víðidalurinn, sé kominn í skartkiæðin þar sem fullbúin Reið- höllin trónir í glæsileik sínum. Knap- ar hafa á undanförnum dögum streymt á svæðið með færleika sína og kynnt fyrir þeim velli og nánasta umhverfi. Að baki er langur og strangur þjálfunar- og undirbún- ingstími þar sem menn hafa lagt metnað sinn í að laða sem best fram kosti gripanna. Þeir eru margir sem sóst hafa eftir að komast með hross á landsmót enda þykir til mikils að vinna. Á landsmótum öðlast knapar frægð og frama, hrossin fá flest hver góða kynningu og liðkast oft um fyr- ir sölu á góðum gripum. Gaman og alvara í bland Því er ekki að neita að keppnin hefur harðnað í tímans rás og fjár- munir hafa leikið stærra hlutverk á landsmótum eins og reyndar al- mennt í hestamennskunni og síðar í ferðamennsku henni tengdri. Lands- mótin eru ekki síður vettvangur mikilla viðskipta og til að efla þann þátt er gerð tilraun með að halda mótin á tveggja ára fresti. Fróðlegt verður einnig að sjá hvemig mannlífsþátturinn verður á landsmóti í Reykjavík. Munu móts- gestir skemmta hver öðrum á sama hátt og þeir hafa gert í grænni laut við lækjarnið í útjaðri tjaldbúða á mótsstað „uppi í sveit“? Eða munu menn sinna félagsþörfinni á fínum veitingastað „niðrí bæ“? Já, það verður forvitnilegt að sjá hvort landsmót í Reykjavík verður eitt- hvað öðruvísi en í sveitinni. Dagskrá Landsmóts 2000 Þriðjudagur 4. júlí 2000 9.00 Opnunarhátíð 15.30 Hópreið leggur af stað um- hverfis Rauðavatn af skeiðvelli 17.00 Setning, ávörp, helgistund Brekkuvöllur: 9.45-13.00 Tölt - forkeppni, nr. 1- 36 18.00-21.00 Tölt - forkeppni, nr. 37-67 Brekkubraut: 10.00-13.00 Hæfileikadómur kyn- bótahrossa, 4 vetra hryssur Hvammsvöllur: 9.30- 12.00 Barnaflokkur - for- keppni, nr. 1-30 13.00-16.00 Barnaflokkur - for- keppni, nr. 31-64 Miðvikudagur 5. júlí 2000 Brekkuvöllur: 9.00-11.30 B-flokkur gæðinga - for- keppni, nr. 1-30 12.30- 15.00 B-flokkur gæðinga - forkeppni, nr. 31-60 15.30- 18.00 B-flokkur gæðinga - forkeppni, nr. 61-89 Brekkubraut: 8.00-12.00 Hæfileikadómar kyn- bótahrossa 5 vetra hryssur 13.00-17.00 Hæfileikadómar kyn- bótahrossa 6 vetra hryssur 17.00-19.00 Hæfileikadómar kyn- bótahrossa 7 vetra og eldri hryssur, fyrri hluti Skeiðvöllur: 20.00-21.00 Kappreiðar - undan- rásir Hvammsvöllur: 10.00-12.30 Ungmennaflokkur - forkeppni, nr. 1-30 13.30- 16.00 Ungmennaflokkur - forkeppni, nr. 31-61 Fimmtudagur 6. júlí 2000 Brekkuvöllur: 9.00-11.30 A-flokkur gæðinga - forkeppni, nr. 1-30 12.30- 15.00 A-flokkur gæðinga - forkeppni, nr. 31-60 15.30- 18.00 A-flokkur gæðinga - forkeppni, nr. 61-90 20.00-20.40 Tölt, B-úrslit Brekkubraut: 8.00-12.00 Hæfileikadómar kyn- bótahrossa: 7 vetra og eldri hryssur, seinni hluti 13.00-15.00 Hæfileikadómar kyn- bótahrossa: 4 vetra stóðhestar 15.00-17.00 Hæfileikadómar kyn- bótahrossa: 5 vetra stóðhestar 17.00-19.30 Hæfileikadómar kyn- bótahrossa: 6 vetra og eldri stóð- hestar Skeiðvöllur: 21.00-22.00 Kappreiðar - undan- keppni (milliriðlar) Hvammsvöllur: 09.00-12.30 Unglingaflokkur - for- keppni, nr. 1-36 13.30- 16.00 Unglingaflokkur - for- keppni, nr. 37-65 16.30- 17.10 Ungmennaflokkur - B- úrslit Föstudagur 7. júlí 2000 Brekkuvöllur: 8.00-12.30 Yfirlitssýning kynbóta- hrossa 7 vetra og eldri og 6 vetra hryssur 13.15-16.00 Yfirlitssýning kynbóta- hrossa 5 og 4 vetra hryssur 16:00 - 17:00 Ræktunarbússýningar 17.30-18.30 Ræktunarbúsýningar 19.00-19.40 B-flokkur - B-úrslit 20.00-20.40 A-flokkur - B-úrslit Skeiðvöllur: 21.00-22.00 Kappreiðar - miiliriðlar Hvammsvöllur: 13.00-15.00 Kynning: Börn, ungl- ingar, ungmenni 15.00-15.40 Unglingaflokkur - B- úrslit 17.00-17.30 Barnaflokkur - B-úrslit 23.00-3.00 Reiðhöll, hljómsveit Geirmundar Valtýssonar Laugardagur 8. júlí 2000 Brekkuvöllur: 11.00-12.00 Yfirlitssýning kjmbóta- hrossa: 4 vetra stóðhestar 13.00-14.00 Yfírlitssýning kynbóta- hrossa: 5 vetra stóðhestar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.