Morgunblaðið - 04.07.2000, Side 61

Morgunblaðið - 04.07.2000, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ I DAG ÞRIÐ JUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 6 } BRIDS Umsjón: Kuómundur Páll Arnarson SIGUR Svía í opna flokkn- um á NL í Hveragerði var sérlega sannfærandi og skor þeirra er það hæsta í langan tíma, 201,5 stig í tíu leikjum, eða 20,2 stig að meðaltali í leik. Svíar töp- uðu aðeins einum leik, 12- 18 gegn íslandi í síðari umferð. Hér er fallegt slemmuspil úr þeirri við- ureign, sem féll í sjö tígl- um: Vestur gefur; enginn á hættu (áttum snúið). Noj-ður * AK83 v A6 * D6 * AK875 Norður Vestur Austur 4 975 4 D62 * DG103 »9742 ♦ 42 ♦ 9753 * G963 4 102 Suður * G104 y K85 * ÁKG108 * D4 I opna salnum voi'u bræðurnir Anton og Sig- urbjörn Haraldssynir í NS gegn Nilsson og Eriksson: Vestur Norður Austur Suður Nilsson Sigurbjöm Eriksson Anton Pass llauf Pass 2 tíglar Pass 2spaðar Pass 2grönd Pass 3 tíglar Pass 3grönd Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4grönd Pass 7 tíglar Allirpass Þeir bræður spila eðli- legt kerfl (Standard) og eftir laufopnun krefui' Anton í geim með stökki í tvo tígla. Sigurbjörn sýnir fyrst styrk í spaða en styð- ur síðan tígulinn yflr tveimur gröndum og held- ur áfram þegar Anton slær af í þremur gröndum. Eftir fyrirstöðusagnir á fjórða þrepi sýnir Anton tvö lykilspil með fjórum gi'öndum og það dugir Sig- urbirni til að stökkva í sjö tígla. Alslemman er mjög góð og einfaldasta leiðin til vinnings er að trompa hjarta á tvílitinn í borði. Á hinu borðinu sögðu Strömberg og Nyström einnig sjö tígla, svo spilið féll. Það var aðeins á þess- um tveimur borðum sem alslemma var sögð. Aðrir spiluðu ýmist sex tígla eða sex grönd. E.S. Lesandinn gæti haft gaman af að velta fyr- ir sér spilamennskunni í sjö gröndum en þann samning má vinna með tvöfaldri þvingun: Vestur þarf að valda laufið en austur spaðann, svo hvor- ugur getur staðið vörð um hjartað. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með fveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Árnað heilla O A ÁRA afmæli. í dag, O v þriðjudaginn 4. júlí, er áttræður Haukur S. Guðmundsson, Skúla- götu 20, Reykjavík. Hann og eiginkona hans, Jó- hanna Hálfdánardóttir, taka á móti ættingjum og vinum í Skíðaskálanum í Hveradölum milli kl. 15 og 18 sunnudaginn 9. júlí. pT A ÁRA afmæli. í dag, tl v/ þriðjudaginn 4. júlí, er fimmtug Krist- björg Birna Guðjónsdótt- ir fiskvinnslukona, Vest- urbergi 74, Reykjavík. Ég skil ekki hvað fólk hefur á móti róandi pillum. Nú er ég ekk- ert hræddur lengur. Sjáðu til, hér er ég með 50 króna vinn- ing á skafmiða. 17 A ÁRA afmæli. Nk. I V/ fimmtudag, 6. júlí, verður sjötugur Sigurður R. Guðmundsson, fv. skólastjóri Heiðarskóla, Flétturima 4, Reykjavík. Sigurður og Laufey, sam- býliskona hans, taka á móti gestum í Félagsheim- ilinu Heiðarborg í Leirár- sveit á afmælisdaginn frá kl. 19. Ferð verður frá Hópferðamiðstöðinni, Hesthálsi 10 (við hliðina á Bifreiðaskoðun) kl. 18.30. SKÁK llmsjnn Helgi Áss Grétarsson STAÐAN kom upp í úr- slitakeppni hollensku deildakeppninnar í Breda sem lauk fyrir nokkru. Frægasta lið Hollands, Pan- fox Breda, hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið þar í landi enda tefla margar þekktar kempur fyrir það og má þar m.a. nefna Loek Van Wely, Jan Timman, Michael Adams og Ivan Sokolov. Arftaki Tigrans Petrosjans sem besti skákmaður Árm- ena, Rafael Vaganjan (2618), er einnig í liðinu og hafði hvítt í stöðunni gegn hollenska alþjóðlega meist- aranum Rudy Douven (2389). 34. Hd8+! Bxd8 35. Dxd8+ He8 36. Dd6+ He7 36. ...Kg8 gengur ekki upp sökum hins einfalda 37. Rf6+ og hvítur verður manni yflr. 37. Dh6+! Ke8 38. Rf6+ og svartur gafst upp þar sem fátt er til varn- ar eftir 38.... Kd8 39. Df8+. LJOÐABRÖT ÍSLANDS MINNI Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla og svanahljómi, silungsá, og sælu blómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá, og breiðum jökulskalla. - Drjúpi’ hana blessun drottins á um daga heimsins alla. Jónas Hallgrímsson. STJÖRNUSPÁ eftir Franees Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þér hættir tii að horfa á málin um of frá eigin sjónarhóli. Munduað aðrir hafa líka sitt að segja. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú þarft að skapa þér betri yfirsýn yfir verkefni þitt. Að öðrum kosti áttu það á hættu að geta ekki lokið við það. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér fmnast of margir sækja að þér í einu og vilt því leita uppi einveruna. Gættu þess þó að brenna ekki allar brýr að baki þér. Tvíburar __ (21. maí - 20. júní) Wfl Þér hefur gengið vel að vinna aðra til liðs við þig og nú reynir á forystuhæfileika þína að leiða málið til lykta. Krabbi (21.júní-22. júlí) Þegar allt kemur til alls er það vináttan sem skiptir mestu máli. Sinntu því vin- um þínum og gefðu þér tíma til að hlusta á þá. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú hefur engar efasemdir varðandi markmið þín og átt því auðveldara með að fá fólk til samstarfs við þig. Rómantíkin blómstrar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Það er engin skömm að því að skipta um skoðun ef öll rök hníga til þess. Fjörug skoðanaskipti eru ailtaf til ánægju. (23. sept. - 22. okt.) m. Þú ert glaðlyndur og öll samskipti ganga vel bæði í starfi og einkalífi. Nú er rétti tíminn til að ganga að samningaborði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Finndu þeim því farveg þar sem þeir fá notið sín. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) rttO Hugmyndaauðgi þín dregur langt í samkeppni við aðra. Búðu þig samt undir harða samkeppni sem þú þó átt að geta sigrast á. Steingeit (22. des. -19. janúar) Nú þarftu að taka á honum stóra þínum í fjármálunum. Gættu sérstaklega að út- gjöldunum og dragðu þau saman eftir mætti. Vatnsberi f (20. jan. -18. febr.) eib Þú veltir fyrir þér lífinu og tilverunni þessa dagana. Gefðu þér tíma til að njóta fegurðar náttúrunnar með þínum nánustu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er svo sem gott og blessað að gera áætlanir en gakktu ekki svo langt að þú hafir ekkert svigrúm fyrir sjálfan þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaiegra staðreynda. M11 HOGSKQT J2j óíti -\y Brúðkaupsmyndatökur Nethyl 2, sími 587 8044 Kristján Sigurðsson, Ijósmyndari Umhverfisauglýsingar Til sölu er vaxandi fyrh'tæki sem er sérhæft í umhverfisauglýs- ingum, skiltum, ljósaskiltum, plaggötum, bílamerkingum, gluggamerkingum, risaskiltum og veitir alhliða þjónustu, enda með allar þær vélar sem til þarf og þær nýjustu og bestu. Tækjalisti fyiirliggjandi. Fyrirtækið sér um allt, viðskiptavin- urinn þarf ekki að láta vinna verkið hjá mörgum aðilum. Frá- bær vinnuaðstaða. Traustir og góðir viðskiptavinir. Góð skrif- stofuaðstaða. Fyrirtæki sem skilar góðri framlegð. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUÐURVERI SlMAR 581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRÍMSSON. vetur Opið laugardag frá kl. 10-16 Mörkinni 6, s. 588 5518 Bflastæði við búðarvegginn. Fræðsluauglýsing frá Landlæknisembættinu www.landlaeknir.is iT Lífið er línudans Okkur getur auðveidlega skrikað fótur á lífsins leið, en þurfa ekki að vera alvarlegar, því mikill munur er á fífldirfsku og fyrirhyggju. Áhætta er eðlileg í daglegu umhverfi okkar. Hafðu vaðið fyrir neðan þig og hugsaðu um afleiðingar gerða þinna: • Snertu ekki fíkniefni. Ein tilraun getur gert útaf við þig • Spenntu beltin og aktu hægar en þig langar til • Njóttu kynlífs með fullri meðvitund og notaðu smokkinn • Óvissuferðir eru frábærar en ekki án fyrirhyggju • Reykingar eru aldrei áhættunnar virði * • Ef þú notar áfengi notaðu það í hófi • Ekki gleyma hvíldinni, reglubundinn svefn er öllum nauðsynlegur Lifðu lífinu lifandi og njóttu þess! Landlæknisembættið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.