Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 13 Hjörleifur Guttormsson gagnrýnir seinagang í kjölfar nýrra laga V antar reglugerð um umhverfísmat Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Skemmtiferðaskipið Royal Princess er á ferð um landið en héðan heldur það til Svalbarða og suður með Noregsströndum. Norræna vegabréfaeftir- litssamningnum breytt LOKIÐ hefur verið við gerð sam- komulags milli Norðurlandanna um sérstakan viðauka við Norðurlanda- samninginn frá 1957 um afnám vega- bréfaskoðunar við landamæri milli Norðurlandanna. Þetta kom fram í erindi Sólveigar Pétursdóttur, dóms- og kirkjumálaráðherra, á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun, en í sam- komulaginu er tekið tillit til þeirra skuldbindinga sem leiða af þátttöku landanna í Sehengen-samstarfinu. Sem dæmi má nefna að í samkomu- laginu hafa heimildir til að vísa burt útlendingi við komu til lands verið þrengdar. HJÖRLEIFUR Guttormsson sagði á blaðamannafundi í fyrradag að verulega skorti á leiðsögn stjórnvalda í stóriðjumálum á Austurlandi og lét þau orð falla að þar væri fyrst og fremst um að kenna landlægum slóðaskap stjómvalda í reglugerðai-smíðum. Telur Hjörleifur að ekki sé hægt að hefja mat á umhverf- isáhrifum vegna framkvæmda Reyðaráls og Landsvirkjunar á Austurlandi án þess að til sé orðin reglugerð um mat á umhverfisáhrifum eins og mælt er fyrir um í 19. grein nýrra laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. í bráðabirgðaákvæði laganna segir að reglugerðin skuli sett eins fljótt og auðið er og eigi síðar en 1. október 2000 en Hjörleifur telur að það sé allt of seint því á meðan engin reglu- gerð sé orðin til skapist óviðunandi réttaróvissa um matsferlið þegar í upphafi þess. Margvísleg áhrif reglu- gerðarskorts í lok júnímánaðar sendi Hjörleifur frá sér athugasemdir við matsáætl- anir vegna beggja framkvæmdanna, þ.e. Kárahnúkavirkjunar og álvers við Reyðarfjörð. I báðum tilvikum kemur m.a. fram að mati á umhverf- isáhrifum framkvæmdanna verði að fresta vegna þess að áðurnefnd reglugerð frá umhverfisráðherra sé ekki orðin til. Segir Hjörleifur að þar sem reglugerðin eigi að segja fyrir um framsetningu matsáætlun- ar, matsskýrslu og gögn, sem og um samráðsferlið skapi það óviðunandi réttaróvissu fyrir framkvæmdarað- ila að hefja matsferli fyrir útgáfu lögboðinnar reglugerðar. Einnig kom fram í máli Hjörleifs að reglu- gerðarskorturinn skapi mikla óvissu um aðgengi almennings að málum sem þessum. Þannig sé ekki ljóst hvaða rétt almenningur hafi til athugasemda við tillögu að mats- áætlun eftir að hún er send Skipu- lagsstofnun og hvergi komi fram hvort Skipulagsstofnun skuli auglýsa opinberlega hvenær um- fjöllunartími um matsáætlun hefst en slíka auglýsingu segir Hjörleifur nauðsynlega til að almenningur geti komið athugasemdum að. Jtí °*s 0 Útsalan hefst í dag kl. 10:00 KrÍHOlUHHt - Louoovcoi ' . KrÍHgluHH? - Lao§ovc§i Opið til kl. 21:00 í Kringlunni Lífsgæðalisti Sameinuðu þjóðanna Hagstofan segir sölutölur á síga- rettum rangar HAGSTOFA Islands segir að þær tölur sem birtust á lífsgæðalista Sameinuðu þjóðanna séu rangar. Á listanum kom fram að Islendingar reyki meira en aðrir Norðurlanda- búar. Samkvæmt lífsgæðalistanum var árleg sígarettuneysla íslend- ings 2.234 sígarettur á árunum 1993-1997. Hagstofa íslands kann- ast ekki við þær tölur sem birtast á lífsgæðalistanum og segist ekki vita fyrir víst hvaðan Sameinuðu þjóð- irnar fengu sínar upplýsingar. Út- reikningar Hagstofunnar sýni að sala á sígarettum hafi verið talsvert minni eða um 1.846 sígarettur á ári. Þrátt fyrir þetta virðist árleg neysla sígarettna mjög mikil hér á landi miðað við hin Norðurlöndin. Reykingamenn ekki fleiri hér en á hinum Norðurlöndunum Jónas Ragnarsson hjá Krabba- meinsfélaginu telur að þær tölur sem birtast á lífsgæðalistanum séu undarlegar og komi á óvart. Ein- hvers staðar hljóti að vera villa í samanburði á milli landa. Hann bendir á að kannanir hafi sýnt fram á að reykingamenn hér á landi séu síst fleiri en á hinum Norðui-lönd- unum. Jónas segir að sígarettu- neysla þar sé ekki alls staðar með sama sniði og hér, t.d. sé algengt að Norðmenn og aðrar Norður- landaþjóðir vefji sér sígarettur en þær komi hins vegar ekki fram í opinberum sölutölum um sígarett- ur. Jónas telur að fjöldi reykinga- manna sé betri vísbending um reykingar en samanburður á sölu- tölum þar sem ekki sé með fullu ljóst við hvað sé miðað í hvert skipti. Þór Oddgeirsson, aðstoðar- forstjóri ÁTVR, segist ekki vita skýringarnar á háum neyslutölum á Islandi miðað við hin Norðurlöndin. Hins vegar sé það reynsla Norð- manna að neysla áfengis í Noregi sé mun meiri en komi fram í opin- berum sölutölum. Tíðni lungnakrabbameins á Norðurlöndum (1988-1992) Fjöldi nýrra tilfella á hveija 100 þús. íbúa F| tilfella Kariar Konur mörk land" ,Sland Nore9ur Svíþióð Hlutfall reykingamanna % meðal fullorðinna 70------------------- Karlar Konur Dan- Finn- Græn- Is- Noregur Svíþjóð mörk land land land Islenskar konur fá frekar lungnakrabbamein Jónas Ragnarsson segir áhyggju- efni hve margar íslenskar konur fái lungnakrabbamein. „Islenskar kon- ur eru með hæstu tíðni lungna- krabbameins á Norðurlöndum en þær eru ekki hæstar í reykinga- tíðninni." Þetta telur Jónas benda til þess að íslenskar konur séu á einhvern hátt næmari fyrir lungna- krabbameini en frænkur þeiira annars staðar á Norðurlöndunum. Skemmtifer ð askip frá Englandi á ferð við landið BRESKA skemmtiferðaskipið MV Royal Princess sem nefnt er til heiðurs Díönu heitinni prinsessu er á ferð við landið þessa dagana en f gær lagðist það að bryggju á Isa- firði en skipið er það stærsta sem komið hefur til bæjarins eða um 44 þúsund tonn. Með skipinu ferðast 1.230 farþegar og 534 manna áhöfn. Farþegarnir eru af sautján þjóðernum en langflestir, eða um 800 þeirra, eru Bandaríkjamenn. För skipsins hófst í Dover á Eng- landi en þaðan hélt það til íslands og frá íslandi liggur leið þess til Svalbarða, suður með Noregs- ströndum og aftur til Englands. Auk þess að heimsækja ísafjörð kom skipið til Reykjavíkur og seinnipart þriðjudags hélt það til Akureyrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.