Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Tónias- dóttlr fæddist á Odda hinn 10. októ- ber 1918. Hún lést í Landspítalanum í Fossvogi hinn 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Þorgrímsdóttir hús- freyja, f. 2. nóvember 1885, d. 15. nóvem- ber 1967 og Tómas > Tómasson, húsa- smíðameistari í Reykjavík, f. 19. október 1880, d. 11. október 1948. Guðrún átti tvo bræður, þá Þor- grím Tómasson sem lést árið 1972 og Tómas Á. Tómasson. Guðrún giftist Þorvaldi Þor- steinssyni árið 1940 en hann lést 22. janúar 1998. Hann var fram- kvæmdastjóri Sölufélags garð- yrkjumanna í hartnær 40 ár. Þor- valdur var sonur hjónanna Sigurlínar Halldóru Sigurðar- dóttur húsfreyju, f. 14. ágúst 1884, d. 10. febrúar 1967 og Þor- steins Péturssonar, útgerðar- manns og kaupmanns f Siglufirði, f. 24. október 1879, d. 21. febrúar 1952. Börn Guðrúnar og Þorvaldar Elsku amma. Nú ert þú farin yfir móðuna miklu. Amma, þú varst sannkölluð hefðarkona sem hafðir yfir þér reisn. Alltaf var gaman að spjalla við þig því varst víðlesin og fróð og hafðir gaman af að tala um menn og málefni líðandi stundar. Þú varst afa Þorvaldi stoð og stytta í gegnum langa ævi og þegar hann dó - var það þér mikið áfall. Undirtignar- legu yfirborði þínu sló gott hjarta og þér þótti vænt um fjölskylduna þína. Alltaf vildir þú fá börnin þín og barnabörn í heimsókn á sunnudög- um. Þá bauðst þú upp á kaffi og kök- ur eins og marenskökuna góðu sem þér var einni lagið að baka. Þessar sunnudagsheimsóknir voru fastur punktur í tilverunni sem efldi sam- bandið milli fólks í stórfjölskyldunni. Við minnumst þessara heimsókna með söknuði. Þú varst alltaf mjög félagslynd og hafðir gaman af samkvæmum. Þú varst mikill næturhrafn og vaktir oft lengi nætur, annað hvort í góðra vina hópi, eða við lestur bóka. _ Þér þótti gott að sofa frameftir og að leggja þig á daginn. Það var þitt lífsmunstur sem við virtum. Margs er að minnast í samskiptunum við þig og við söknum þín og þökkum þér samveruna. Elsku amma, þú fórst eftir langvarandi veikindi sem þú varst lengi viss um að hægt væri að lækna. Við hefðum viljað hafa þig lengur hjá okkur en við vitum að nú líður þér vel og að þú ert hjá afa. Minning þín og ykkar beggja mun alltaf lifa í húgum okkar. Guðrún Anna, Fanney og Ragnheiður Hrefna. í dag kveðjum við ömmu mína Guðrúnu Tómasdóttur. Amma var fædd að Odda á Rangárvöllum og átti ættir sínar að rekja til Rangár- valla annarsvegar og hinsvegar norður á Vatnsnes. Að lokinni skóla- göngu lá leið hennar til Englands þar sem hún dvaldi um skeið. Þessi dvöl var henni minnisstæð og bar hún oft á góma. Afa kynntist hún síð- an á Siglufirði og leiddu þau kynni til hjónabands, eignuðust þið fjögur böm. Barnabörnin eru ellefu og langömmubömin einnig. Þú hafðir mikinn metnað fyrir hönd bama og barnabama þinna og fylgdist vel i með öllum. Formleg varst þú og vfld- ir hafa allt eftir settum reglum og hefðum, skráðum sem óskráðum. Þú varst stolt af ævistarfi þínu sem hús- móðir sem þú sinntir af myndarskap eins og allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Skömngur varst þú og var myndarskapur þinn annálaður innan og utan heimilis. Listræn varst þú 4 svo af bar eins og sjá má af vegg- eru: 1) Halldóra Anna, f. 1. desember 1941, sambýlismað- ur hennar er Magni Guðmundsson, börn Halldóru Önnu eru: Þorvaldur Ingvars- son, Kristín Ingvars- dóttir, Sveinn Ing- varsson og Örn Hauksteinn Ingólfs- son. 2) Guðrún Ragnheiður, f. 1. desember 1941, maki hennar er Magnús Sigurodds- son, börn þeirra eru: Guðrún Anna, Fanney og Ragn- heiður Hrefna. 3) Þorsteinn, f. 12. júní 1943, maki hans er Þorbjörg Valdimarsdóttir, börn þeirra eru: Þorvaldur og Margrét Sigrún. 4) Tómas, f. 23. júlí 1953, maki hans er Helga Norland, böm þeirra eru: Anna og Tómas Gunnar. Guðrún var gagnfræðingur að mennt frá Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga. Einnig dvaldi hún á Skotlandi við nám og störf um árs skeið. Hún starfaði lengi með kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík. lítför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. teppum þeim sem prýddu heimili ykkar afa. Þú og afi vomð samhent í því að hugsa um fjölskylduna og því var það þér og okkur mikið áfall er hann féll frá fyrir tveimur áram. Þú hélst verki ykkar áfram óbuguð. Sem barn vandist ég því að koma til ykkar á sunnudagseftirmiðdögum í kaffi, þar kom stórfjölskyldan saman spjallaði og spilaði en þú spilaðir brids alla tíð. Þrátt fyrir skamma skólagöngu varst þú víðlesin og vel menntuð, þú varst lesandi alla tíð og ekki dugðu íslensku heimsbók- menntirnar til því vel varst þú lesin í enskum bókmenntum og jafnvel brá það við að þú læsir frönsku. Miklar og fjömgar eldhúsdagsumræður vora algengar í Amamesinu um bókmenntir, svo ekki sé talað um málefni líðandi stundar og var þá engum hlíft, skipti þá ekki máli hvort um væri að ræða verkamann eða for- seta vorn, allir fengu sína umfjöllun. Þú varst skarpgreind, skapstór og mælsk en oft dul á tilfinningar þínar, þó ekki meir en svo að engum duldist ef þér ekki líkaði. Þér gramdist óákveðni og lítilmennska í fari manna og vildir framgang fjölskyldu þinnar og þjóðar sem mestan. Á háskólaárunum höguðu örlögin því svo að ég bjó hjá þér og afa, þú varst mér sem besta móðir og félagi og á ég þó góða móður fyrir. Þetta vora skemmtileg ár og kann ég ykk- ur afa miklar þakldr fyrir. Eftir að ég flutti að heiman urðu samvera- stundirnar færri eins og nærri má geta, við héldum þó alltaf góðu sam- bandi og komið þið afi hingað norður nokkram sinnum. Síðustu árin vora þér erfið er þú barðist við illvígan sjúkdóm en það var sama hvað bját- aði á, allaf hélst þú reisn þinni og myndarskap. Þegar við hittumst hinn 17. júní var mér ljóst hvert stefndi en þú stefndir heim að venju. Þegar þér fór að hraka þá kom ég suður og var hjá þér síðasta sólar- hringinn, þú hélst reisn þinni og feg- urð allt til endaloka.Við héldumst í hendur og höfðum opið út á svalir á sunnudagseftirmiðdegi er þú sofnað- ir áreynslulaust. Það var sól í hári þínu og yfir þér hvíldi friður. Þú ert farin þangað sem þú ætlaðir þér en lifir áfram í okkur sem eftir lifa. Hvfl þú í friði. Þinn dóttursonur, Þorvaldur Ingvarsson. Elsku amma Nunna, nú er komið að kveðjustund og langar okkur að þakka þér allt sem þú varst okkur. Söknuðurinn er sár en nú vitum við að þér líður vel og ert laus við alla þjáningu. Við huggum okkur við all- ar góðu minningarnar frá skemmti- legu samverustundunum með þér og afa bæði á fallega heimilinu ykkar í Efstaleiti og ekki síst í sumarbú- staðnum við Þingvallavatn. Minning- amar um þig eigum við eftir að geyma í hjarta okkar alla tíð. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir böm- unum ykkar afa og veita þeim styrk. Við kveðjum þig, elsku amma okkar, og biðjum Guð að blessa þig og varð- veita. Hvíl þú í friði. Þín bamabörn, Anna og Tómas Gunnar. Guðrún Tómasdóttir föðursystir mín er látin. Hún hafði á orði þegar við kvödd- umst síðast að við ættum eftir að hittast og tala miklu meira saman. En við höfðum verið að spjalla og ég að spyrja um afa og ömmu og liðna tíma. Hún var sérstaklega minnug og hafði gaman af að rifja upp. Ung flutti hún með foreldram sínum af Rangái-völlunum til Reykjavíkur og var að segja mér frá öllum þeim hús- um sem faðir hennar hafði byggt og hvar þau stæðu. Húsum sem fjöl- skyldan flutti í og aftur úr um hálfu eða einu ári síðar. Þá var annað nýbyggt húsnæði tilbúið sem þau þá bjuggu í um tíma eða þar til það var selt. Þannig gekk þetta koll af kolli í rúman áratug. Faðir hennar byggði hús í sífellu og móðir hennar kom fjölskyldunni fyrir á nýjum og nýjum stað. Loks gátu þau sest að í Garða- stræti 8 og búið þar þótt hann héldi áfram að byggja og selja. Hún minntist þess hvemig öll fjölskyldan málaði, pússaði og snurfusaði til að allt yrði nú skínandi fínt fyir nýja eigendur. Einnig hvernig faðir hennar síðan hjálpaði henni og Þorvaldi við að byggja sitt eigið hús við Nesveginn þegar hún gifti sig og flutti að heim- an. Foreldrar hennar vora rómuð fyr- ir myndarskap , dugnað og smekk- vísi og þetta fékk Guðrún frænka mín einnig í ríkum mæli í heiman- mund. Hún var gjörvileg og eftir- minnileg kona, gædd ágætum gáfum til munns og handa. Hún var sterk, viðkvæm, ákveðin, skapmikil, mild, dul, næm, beinskeytt og aðlaðandi allt í senn. Hún naut þess meðal ann- ars að lesa, ferðast og vinna við hannyrðir. Hún átti sérstaklega fal- legt heimili hvar sem hún bjó og stóra, samheldna fljölskyldu sem hún ásamt manni sínum alltaf hugs- aði einstaklega vel um. Þess naut hún síðan sannarlega síðustu árin þegar hún sjálf þurfti á stuðningi að halda. Nú er hún Nunna frænka mín flutt einu sinni enn. I kvöldsólinni við Þingvallavatn sitjum við hin eftir og tölum um hvað það var margt sem við áttum eftir að spjalla og spyrja. Það samtal mun örugglega eiga sér stað og stund þótt það verði nú á annan hátt en ætlað var. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Vegir okkar skiljast nú eftir nærri sjö áratuga vináttu-amband við þig og manninn þinn heitinn Þorvald Þorsteinsson forstjóra. Nú að kvöldi dagsins sem þú varst kistulögð er depurð í huga mínum. Ykkur hjón- unum fylgja blessunaróskir, fyrir- bænir og margfalt þakklæti fyrir tryggð ykkar, einstök notalegheit og væntumþykju. Eg sakna ykkar sárt. Það var erfitt að koma á heimili Nunnu að lokinni kistulagningu því hún var vön að vera sjálfur gestgjaf- inn kærleiksríki. Nú era bæði hjónin horfin hér úr heimi. Heimili Nunnu og Valda var notalegt skjól allra vina þeirra enda heimsóknir tíðar og samræður fjölbreyttar og líflegar. Á langri lífsleið má búast við nokkram þolraunum. Minnist ég fyrst og fremst þeirrar sáru raunar er Nunna leið þegar faðir hennar lést í vinnuslysi er hann féll ofan af þaki í Hafnarstræti. Nunna spurði ítrekað: „Var enginn á ferðinni þarna sem gat komið í veg fyrir þetta slys“? Þá áttuð þið enn heima á ann- arri hæð í Garðastræti 8. Eg man að stuttu eftir að ég kom heim frá Kanada hafði Guðrún mamma Nunnu plantað nokkrum tijám fyrir framan húsið. Það vakti furðu mína að hún skyldi láta sér detta í hug að þessir kræklingar gætu einhvern tíma orðið fullvaxin tré. Mörgum árum síðar er ég flutti inn í þessa sömu íbúð í Garðastræti voru trén vaxin upp fyrir gluggana okkar Finnboga og minntu mig á Nunnu og foreldra hennar, en til þeirra vora allir vinir Nunnu vel- komnir, jafnvel tólf ára vinkonur, sérstaklega ef þær voru ekki allt of tregar við að spila við húsbóndann. I gegn um Nunnu óx vinahópurinn talsvert og vil ég þá sérstaklega nefna frænkur hennar, systurnar Valborgu og Áslaugu Sigurðardæt- ur. Aram síðar varð þriðja systirin Anna, sú merka kona, heiðursdoktor við Háskóla Islands. Hennar vinátta var mér ómetanleg. Guð blessi alla afkomendm' Nunnu og Valda og leiði á lífsbraut þeirra. María Pétursdóttir. Fyrir rúmum tveimur árum lést Þorvaldur bróðir minn og nú er Guð- rún mágkona mín farin líka. Það kom nokkuð óvænt, þrátt fyrir langvar- andi sjúkdóma síðustu árin. Kynni mín af Nunnu máku, eins og ég kall- aði hana alltaf, hófust snemma, eða haustið 1941. Þegar ég kom hingað suður í skóla, þá bauðst mér að búa hjá þeim hjónum, nýgiftum, á Skarp- héðinsgötunni, sem ég er ævarandi þakklát fyrir. Þau eignuðust tvíbura, Dóra og Rúnu, síðan Steina ári síðar. Eg hafði gaman af að segja bróðir minn á þrjú börn, elsta eins árs. Svo fæddist örverpið hann Tommi. Það má nærri geta að nóg var að gera hjá ungu hjónunum og oft fjörugt á heimilinu en allt gekk þetta með miklum ágætum. Síðan árið 1966 höfum við alltf búið í nágrenni hvert við annað, fyrst í sömu götu í Arnarnesi, síðan á sitt hvorri hæðinni hér i Efstaleiti. Sam- gangur hefur alla tíð verið náinn og mikill enda mörg sameiginleg áhugamál. Mér finnst enn þá ef ég heyri eitthvað skondið eða les eitt- hvað skemmtilegt að ég þurfi að skreppa niður og spjalla við Nunnu máku. Guðrún var í fyrsta hópi kvenna sem gekk í kvennadeild Rauða kross Islands. Þar starfaði hún við bókaútlán og föndur í fjölda- mörg ár. Hún var mjög smekkleg kona, bæði í klæðaburði og heimili þeirra Þoi’valdar var alla tíð sérlega fágað og fallegt. Við Sigurður söknum þeiira mjög og kveðjum með þökk fyrir allt. Guðný. + Elsku bróðir okkar og mágur, SIGURÐUR HALLDÓRSSON frá ísafirði, lést laugardaginn 1. júlí á Landspítalanum í Kópavogi. Jarðsett verður frá Kópavogskirkju föstudaginn 7. júlí kl. 15.00. Systkini, makar og aðrir aðstandendur. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR JOHNSON, Árskógum 8, Reykjavík, lést þriðjudaginn 4. júlí. Rafn F. Johnson, Hildigunnur Johnson, Þóra F. Johnson Fischer, H. Joachim Fischer Ágústa Þ. Johnson, María B. Johnson, Hjördís Ýr Johnson, Arnaldur Gauti Johnson, Ariane G. Fischer, Ninu S. Fischer og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÓBERT BJARNASON, Langeyrarvegi 18, Hafnarfirði, er lést 30. júní sl., verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 7. júlí kl. 13.30. Kristján Róbertsson, Steinunn Eiríksdóttir, Bjarni Sævar Róbertsson, Nanna Guðrún Ásmundsdóttir, Sigurborg Róbertsdóttir, Magnús Guðbjartsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, sonar og bróður, GUNNARS ÁRMANNSSONAR, Snorrabraut 33, Reykjavík. Margrét Gunnarsdóttir, Hafþór Hafdal Jónsson, Jóhann Gunnarsson, Tinna Rós Gunnarsdóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, Úlfar Ármannsson, Bryndís Ásgeirsdóttir, Pétur Ármannsson. GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.