Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 72
72 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Börkur og Stefán Hallur munda tökuvélamar.
Frá brúðum yfir í bíó
Það iðar allt af lífí við Ránargötuna, það
er verið að búa til bíómynd. Jóhanna K.
Jóhannesdóttir rétt náði í skottið á öðrum
leikstjóranum, Unni Ösp Stefánsdóttur,
og fræddist um hvernig tilfinning það
er að kalla: „Taka tvö!a
VERO mODK
Laugavegi 97 - Kringlunni
P.s. Amazing buxur vereða ekki seldar á útsölu,
Davíð og Biddi bíða skipana frá Birni leikstjöra (t.h.)
ÞEGAR blaðamann ber að garði sit-
ur hópur fólks á gangstéttinni við
nýbakað gistihúsið við Ránargötuna
og maular hamborgara. Það er há-
degishlé og viðstaddir kunna vel að
meta augnablikshvíld í blíðunni.
Ekki að það sé komin nokkur þreyta
í mannskapinn, öðru nær, þetta er
annar tökudagur og allir eru fullir
lífsorkuj hugmynda og athafnagleði.
Unnur Osp, Bjöm Thors og Börkur
Sigþórsson eru forsprakkar kvik-
myndarinnar, þau skrifuðu handrit-
ið, leikstýra, kvikmynda og eru
framleiðendur hennar.
Hilmir Snær og Margrét Vilhjálmsdóttir rétt fyrir tökur. Dagskráin er stíf og Garún, fram-
kvæmdastjóri í tökum, lítur á skeið-
klukkuna, matartíminn er búinn og
tími til að taka næsta atriði. Unnur
Ösp fær undanþágu frá leikstjórn-
inni í nokkrar mínútur til að spjalla
við blaðamann, hleypur upp stigana
upp á þriðju hæð, skýst inn í eitt
hinna fjölmörgu herbergja og lætur
fara vel um sig. Hún blæs ekki úr nös
en blaðamaður lötrar lafmóður á eft-
ir og nær varla að bera upp fyrstu
spurninguna, hvernig ævintýrið
hófst.
„Þetta byrjaði allt miklu smærra í
sniðum,“ segir Unnur, hikar og bæt-
ir svo við: „Svo ég segi bara sannleik-
ann átti þetta að verða brúðumynd.
Við vorum forvitin og okkur langaði
að vinna með þetta form. Við byrjuð-
um að fabúlera eitthvað með að gera
brúðumynd en svo, í anda sannra ís-
lendinga, vatt þetta upp á sig og end-
aði í kvikmynd í fullri lengd með at-
vinnuleikurum. Þetta þróaðist
eiginlega óvart í þessa átt og það hef-
ur alltaf verið mjög jákvæður andi í
kringum þetta. Það hefur ekki komið
neitt slæmt upp á í ferlinu og allt
hreinlega gengið framar björtustu
vonum.“
Unnið allan sólarhringinn
Handrit myndarinnar var unnið í
vetur jafnhliða dagvinnu ofurhug-
anna. Önnur Ösp og Björn eru bæði
nemendur í Leiklistarskóla íslands
og Börkur er ljósmyndari. Unnur
Ösp viðurkennir að álagið hafi verið
mikið meðan á handritsgerðinni
stóð. „Við þrjú erum bestu vinir og
höfum unnið mikið saman. Auk þess
eigum við vel skap saman sem er
mjög mikilvægt í svona vinnu. Við
unnum handritið á kvöldin, um helg-
ar og á nóttinni, unnum eins og brjál-
æðingar með skólanum í vetur og
hægt og rólega komst handritið end-
anlega saman.“ Margir þekktustu
leikarar þjóðarinnar eru í stórum
hlutverkum í myndinnni og má þar
nefna Kristbjörgu Kjeld, Margréti
Vilhjálmsdóttur og Brynhildi Guð-
jónsdóttur. Ungur leikari, Stefán
Eiríksson, er að stíga sín fyrstu spor
á leiklistarbrautinni enda er hann
ekki nema níu ára gamall og segir
Unnur að hann standi sig eins og
hetja í öðru aðalhlutverkinu á móti
hinum þrautreynda Hilmi Snæ
Guðnasyni.
Aðspurð segir Unnur að vel hafi
gengið að fá atvinnuleikarana til liðs
við verkið og tilkoma þeirra hafi
einnig hleypt auknum metnaði í
verkefnið. Leikararnir fylgdust með
öllu handritsferhnu. „Við hittumst
oft og ræddum karakterana svo að
leikararnir náðu að kynnast persón-
um sínum mjög vel. Við ákváðum að
fara þá leið að æfa senurnar lítið svo
Morgunblaðið/Grolli
F.v. Garún, Elín Jónína farðari,
Unnur Ösp leikstjóri og Begga
skrifta.
að það yrði spennandi og „spontant11
stemmning á tökustað. Allir vita ná-
kvæmlega hvað er að gerast í hveiri
senu og svo mætast þeir fyrir fram-
an myndavélina. Þetta er mjög
skemmtileg aðferð sem virðist ætla
að ganga mjög vel upp.“
Dagur eitt
„Fyrsta tökudeginum fylgdi svo-
lítið skrítin tilfinning. Við erum ein-
hvers konar samsuða af atvinnufólki
og áhugamönnum, það er mikill eld-
ur í fólki en við erum um leið að læra
inn á formið og hvert annað. Þetta
hefur samt hingað til gengið mjög
vel, við erum byrjuð á vinnunni og
búin að átta okkur á hlutunum.
Ástæðan fyrir því hvað allt gengur
vel er mikið til að þakka henni Gar-
únu sem er alveg frábær skipuleggj-
andi. Hún stjórnar öllu á tökustað, er
dugleg og það hlusta allir á hana.
Grundvöllurinn fyrir góðu samstarfi
og að hlutirnir gangi upp er einmitt
þetta, skipulag. Ef ramminn er rétt-
ur er flæðið rétt innan rammans."
Áætlaður tökutími er þijár vikur
og þegar handritið var skrifað var
þessi knappi tími tekinn inn í dæmið
en einnig höfðu höfundarnir í huga
að hafa tökustaðina fáa og lítinn hóp
leikara því það var aldrei ætlunin að
gera stórmynd. „Við vildum segja
frumlega sögu með fáum persónum
þar sem karakterarnir væru í for-
grunni. Þetta er aðallega persónu-
drifin mynd, þ.e. persónurnar eiga
að grípa athygli áhorfandans og
halda honum við efnið.“
Nú standa yfir samningaviðræður
við hljómsveit um að semja tónlist
fyrir myndina. Unnur er leyndar-
dómsfull, glottir og harðneitar að
segja hver hljómsveitin er, segir að
það verði gefið upp síðar.
Frumsýning er fyrirhuguð haustið
2001 en Únnur hefur engan tíma til
að hugsa um það. Framundan eru
æsispennandi tökudagar þar sem líf
og fjögurra daga þroskasaga gisti-
húseigandans undarlega á Ránar-
götunni verður skrásett. Hún kveður
með bros á vör, stekkur út og kallar
til liðsmanna sinna: „Taka tvö!“
Tökur hafnar á nýrri íslenskri bíómynd, Rvk. Guesthouse - rent a bike