Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 31
ERLENT
Svínaveir-
an kemur
fram á ný
HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í
Malasíu hafa ákveðið að setja
átta svínabú í austurhluta
landsins í sóttkví þar sem rann-
sóknir hafa leitt í ljós að nokkur
svín kunna að hafa sýkst af
veiru sem varð rúmlega 100
manns að bana í fyrra. Tæpri
milljón svína var þá slátrað til
að uppræta hættulegt afbrigði
af veirunni sem veldur heila-
bólgu.
Telja nýbúa
of marga
Rúmur helmingur Pjóðverja
telur að of margir útlendingar
búi í Þýskalandi samkvæmt
viðhorfskönnun sem birt var í
gær.
52% aðspurðra sögðust telja
að útlendingarnir væru of
margir og 78% vildu að kvóti
yrði settur á innflutning fólks
til landsins. Þá vildu 59% Þjóð-
verjanna að rétturinn til póli-
tísks hælis í landinu yrði skert-
ur.
Vændi færist
í vöxt í Iran
Vændi og eiturlyfjaneysla hef-
ur færst mjög í vöxt meðal ung-
ra írana samkvæmt opinberri
skýrslu sem var birt í Iran í
gær. „Eiturlyfjafíkn er orðin
algeng meðal skólabarna,
vændi hefur aukist um 635%
meðal menntaskólanema og
sjálfsvígum hefur fjölgað um
109%“ á árunum 1998-99 að því
er fram kom í skýrslunni.
Enn fremur kom þar fram að
75% af 60 milljónum íbúa lands-
ins og 86% námsmanna fara
ekki með bænir daglega þótt
það sé skylda í landinu.
mmmm
Við skerum 30% af PUND lömpum
Verð aðeins 890 kr,
Sófasett, stólar, sófaborð, bókaskápar og hillur, geisladiskastandar, sjónvarps-
bekkir, eldhúsborð og stólar, hurðir og skúffur á eldhúsinnréttingar, fataskápar,
rúm, dýnur, náttborð, kommóður, skóskápar, baðinnréttingar, tölvuborð,
skrifborðsstólar, lampar, mottur, lök, sængur, handklæði, metravara, margir litir
og mynstur, gluggatjöld, rammar og myndir.
Mán. - fös. 10 - 18.30
Lau. 10 - 17
Sun. 12 - 17
' ENGIN ÖRVANDI EFNI
< ElNböNGU NÁTTÚRULEG
NIERINGAR- OG BIETiEFNI
' HENTAR ÖLLUM ALOURSHðPUM