Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 68
38 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
I.EIKFÉLAG ÍSLAND5S
FÓLK í FRÉTTUM
faslftEMk 5513°°°
THRILLER
fnimsýning fös. 7/7 kl. 2030
nokkur sæti laus
fös. 14/7 kl. 20.30 laus sæti
lau. 15/7 kl. 20.30 laus sæti
fös. 21/7 kl. 20.30 laus sæti
530 3030
Hádegisleikhús með stuðningi
Símnns — BJÖRNINN
fim. 6/7 kl. 12 UPPSELT
fös. 7/7 kl. 12 nokkur sæti laus
lau. 8/7 kl. 12 nokkur sæti laus
fim. 13/7 kl. 12, fös. 14/7 kl. 12
Miðasalan er opin frá kl. 12-18 f loftkastalanum
og frá kl. 11-17 f Iðnó. Á báðum stöðum eropið
fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar
sýning er. Miðar óskast sóttir I viðkomandi leikhús.
(Loftkastalinn/lðnó).
Ath. Úsóttar pantanir sefdar 3 dógum fyrir sýningu.
Miðasala S. 555 2222
The Hammer of Thor
A mythological action-comedy
fim. 6/ kl. 14.30 aukasýning
Fim. 6/7 kl. 20 uppselt
Fös. 7/7 kl. 20
Sýningarta'mi 50 mínútur.
Ath. Takmarkaður sýningafjöfdi.
— Einstakur viðburður
Tónleikar/spuni/dans
Kuran kompaní, Lipur tré,
Distanz.
Föstudagskvöld kl. 21.
MIÐASALA í síma 551 9055.
Oryggisnet
frá rug’linu
Þeir tilkynntu þjóðinni að hún myndi öll
deyja. Þeir eru enn sprelllifandi og ætla að
snúa aftur í sumar. Birgir Örn Steinarsson
hitti Utangarðsmennina Mike og Daniel
Pollock við upptökur á nýju lagi.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Bræðurnir Mike og Daniel Pollock styrkja öryggisnet sitt.
Úr hljódverinu
ROKKIÐ er lífskraftur. Þetta er til-
finning sem flestir finna án þess að
vita endilega af því. Ef til vill eftir
nokkra klukkustunda langt sjón-
varpsgláp fær áhorfandinn þá til-
finningu að nú sé kominn tími til
þess að slökkva á sjónvarpinu,
standa upp, fara út og framkvæma
eitthvað sem brýtur hversdagsleik-
ann í mola. Þeir sem guggna á þessu
verða alltaf áhorfendur, þeir sem
fylgja hvötinni eftir eru rokkarar.
Utangarðsmenn eru líklegast sú
rokkhljómsveit sem reif flesta upp
úr sófasettunum fyrir tæpum
tveimur áratugum síðan. Þeir sem
sátu eftir í sætum sínum tóku síðan
að ókyrrast. Utangarðsmenn voru
endanleg staðfesting á því að
breska pönkbylgjan hefði náð að
ströndum íslands.
I dag kemur út safnplata með Ut-
angarðsmönnum sem inniheldur
þekktustu lög þeirra ásamt áður
óútgefnu efni. I kjölfar plötunnar
ætlar hljómsveitin í tónleikaferð um
landið, eins konar riddaraför sem
endar svo með endurkomu þeirra í
Laugardalshöllina.
Til þess að gullhúða endurkomu
sína endanlega var hljómsveitin að
taka upp nýtt lag á dögunum, það
fyrsta í tæp tuttugu ár.
Islenski draumurinn
„Við erum að taka upp eitt lag
fyrir bíómyndina „íslenski draum-
urinn“,“ segir Daniel Pollock, annar
gítarleikari Utangarðsmanna, er
blaðamaður hitti hann í hljóðveri.
„Þetta er svört afbragðsgaman-
mynd og það getur ekki komið sér
betur fyrir okkur því við höfum ver-
ið með svarta kímnigáfu alla okkar
ævi,“ segir Mike Pollock, hinn gítar-
leikari Utangarðsmanna og bróðir
Daniels.
Bræðurnir fengu að sjá hálftíma
úr myndinni, sem er sú nýjasta úr
smiðju Júlíusar Kemp, urðu fyrir
andagift og fóru heim í sitt hvoru
lagi til þess að semja lag.
„Þetta var svoldið fyndið,“ segir
Mike. „Því hann [Daniel] var með
heilt Iag og ég var með heilt lag og
við vorum mikið að velta því fyrir
okkur hvort lagið væri betra fyrir
myndina. Svo fór viðlagið úr mínu
lagi út og hans viðlag kom inn í
staðinn þannig að lögin sameinuð-
ust í eitt. Svo kom Bubbi og samdi
strax textann.“
Textinn fjallar um það hvernig
efnishyggja ameríska draumsins
hefur breitt arma sína yfir allan
heiminn og er m.a. orðinn að ís-
lenska draumnum.
„Þetta er svona martröð af hon-
um í okkar nágrenni," segir Mike.
Tónleikaferð í sumar
Tónleikaferð þeirra Utangarðs-
manna hefst á Neskaupstað 14. júlí
og endar svo í Laugardalshöll rúmri
viku síðar.
„Þetta ferli endar 22. júlí í Laug-
ardalshöllinni. Þá segjum við þetta
gott í bili en það er aldrei að vita.
Rúnar býr náttúrulega erlendis en
það gæti samt alveg gerst að við
kæmum saman aftur,“ segir Daniel.
„Það er búið að taka okkur 20 ár
að koma saman. Við erum búnir að
vera að vinna í því í heilt ár að að
undirbúa þessa tónleikaferð þannig
að þetta er voðaleg vinna að koma
öllum saman. Við erum allir hver í
sínum verkefnum og að spá hvort
það sé eitthvað fram undan er bara
kæruleysi. Þetta er ekki lengur eini
hluti lífs okkar,“ segir Mike og
skellir upp úr.
En skyldu þeir félagar finna fyrir
stuðningi frá fólki?
„Já,“ svara þeir báðir í kór.
„Ahæg ótrúlega. Þetta er líka svo
breiður hluti fólks,“ segir Daniel.
„Ég hef verið að tala við 17-18 ára
krakka og þeir eru mjög spenntir."
„Þessi hljómsveit er miklu stærri
en einhver einn einstaklingur innan
hennar,“ segir Mike. „Ég get svarið
að síðan hljómsveitin hætti fyrir
tuttugu árum síðan hefur varla liðið
vika hjá án þess að einhver komi til
mín og þakki mér fyrir. Ég hef allt-
af fundið fyrir því að fólk vilji þetta
og það sé þörf á þessu. Núna er
rétti tíminn kominn. Það er líka
mjög gaman að hlusta á gamlar tón-
leikaupptökur og átta sig á því að
hljómsveitin er miklu betri í dag
heldur en hún var þá. Við erum enn
betri rokkarar."
,A-ð vísu var góð stemming í þá
daga því þá var þetta „splúnkunýtt"
fyrir íslenskt tónlistarlíf," bætir
Daniel við.
„Mér finnst þetta mjög gaman og
andinn á milli okkar er mjög já-
kvæður. Við enduðum mjög illa síð-
ast og ég verð að segja að það hefði
verið ljótt að láta það liggja þannig.
Nú gerum við þetta með stíl,“ segir
Mike.
Bræðurnir taka fram að uppá-
komur sveitarinnar séu tónleikar
enda hafi þeir lítinn áhuga á því að
ryðjast inn á sveitaballamarkaðinn.
Með höfuðin 50 metrum
fyrir ofan jörðina
Eins og flestir vita var líferni
þeirra félaga ekki það heilsusam-
legasta hér áður fyrr. Gæti verið að
betra líferni þeirra í dag sé ástæðan
fyrir því að hljómsveitin er jafn
fersk og þeir félagar fullyrða?
„Við erum reynslunni ríkari,“
segir Mike. „Ég held að það hafi ör-
ugglega sitt að segja. Þegar ég er
að vinna í hljóðveri í dag eða spila á
tónleikum er það aðeins tónlistar-
innar vegna. Eg hef verið að hlusta
á eldri upptökur með okkur og það
heyrist greinilega á þeim hvaða
áhrif þetta hafði á okkur. Stundum
eru 5 menn með fæturna á sviðinu
en höfuðin á þeim voru 50 metrum
fyrir ofan jörðina. Við vorum ekkert
að spila saman þannig að betra líf-
erni spilar stóran þátt inn í það að
við erum betri í dag. Við erum að
hugsa um tónlist í stað þess að
hugsa um að komast í vímu.“
„Tónlistin hefur bjargað mér frá
ruglinu í lífinu," segir Daniel. „Hún
var öryggisnet mitt. Maður gerði
alls konar tilraunir á sínum yngri
árum en í dag náum við orkunni úr
okkur á annan hátt.“
0PIÐ: MÁNUD. - F0STUD. KL. 12 -18 • LAUGARD. KL. 10-16
Laugavegi 103 • Sími 511 2619
Leðurbuxur......kr. 3.900
Leðurjakkar.....kr. 3.900
Rússkinsjakkar..kr. 3.900
Bolir ...........kr. 690
Pils...............kr. 1.900
Gallabuxur.......kr. 1.490
Toppar..............kr. 990
I skipstjóraklæðn-
aði til London
Á SJÓMANNADEGINUM var
skorað á sjómenn í Reykjavík að
mæta á hátíðarsvæði sjómanndags-
ráðs á Miðbakka Reykjavíkurhafnar
í sem glæsilegustum sjómannaklæð-
um. Lágfargjaldaflugfélagið Go hét
ferð fyrir tvo til London í sumar til
handa þeim sem valinn yrði „flottasti
sjóarinn". Sjómenn létu ekki á sér
standa og voru nokkrir um hituna.
En sá sem hlaut titilinn eftirsótta
heitir Ágúst Magnússon, skipstjóri á
hafnsögubátum Reykjavíkurhafnar.
Hann sést á meðfylgjandi mynd í
skipstjóragallanum sem tryggði
honum ferðina með Go með staðfest-
inguna á ferðinni til London í hönd-
unum.