Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Trúður og menningarviti Tékkneski rithöfundurinn, tónlistarmaðurinn og sjón- varpsmaðurinn Jan Burian er staddur hér á landi við gerð sjónvarpsþáttar um Island. Hávar Sigurjónsson fann hann í miðbæ Reykjavíkur. Morgunblaðið/Ami Sæberg Jan Burian gerir sjónvarpsþætti um Island. „Ég er lítill og feitur með svart skegg og myndavél," segir tékkneski rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Jan Burian við blaða- mann í símann þegar við mælum okkur mót á kaffihúsi í miðborginni. Hann er greinilega ekki viðkvæmur fyrir sjálfum sér þrátt fyrir að vera einn af vinsælustu listamönnunum í heimalandi sínu, Tékklandi. Sprakk út eins og blóm Hann stjórnar spjallþætti í sjónvarpinu sem nýtur vinsælda. Hann hefur gefið út fjölda geisladiska með tónlist sinni og textum og ellefu bækur. Allt þetta eftir að landið varð frjálst undan einræði kommúnismans fyrir tíu árum. „Ég sprakk út eins og blóm,“ segir hann sposkur en sautján árin þar á undan gaf hann einungis út eina bók opinber- lega. „Ég var flokkaður sem andófsmaður og fékk ekki að gefa neitt út,“ segir hann. Árið 1995 gaf hann út bók um ferð sína til íslands árið áður og var hún endurútgefin í Tékk- landi í vor því fyrra 5.000 eintaka upplagið var löngu uppselt. Hann er staddur á Islandi við gerð sjón- varpsþáttar um ísland og íslenskt mannlíf. „Þetta verða tveir hálftíma langir þættir sem sýndir verða í haust,“ segir hann og leggur áherslu á að þeir séu tveir höfundar þátt- anna, hann og Pavel Koutecký leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður. „Við Pavel höfum gert saman tvær myndir áður, aðra um Borg- undarhólm og hina um Dani og hamingjuna sem er afhjúpun á þeirri alþjóðlegu ímynd að Danir séu alltaf glaðir og kátir.“ Ef dæma ætti tékknesku þjóðina eftir Jan Burian ætti hún vafalaust vinninginn í spaugilegri sýn á veröldina. Hann er húmoristi en þó ekki grínisti," segir hann og hristir höfuðið þegar ég spyr hvort myndin af honum utan á nýj- asta geisladiskinum hans sé dæmigerð fyi'ir hann. Þar er hann klæddur að hálfu eins og trúður og að hálfu eins og menningarviti. „Nei, þetta er bara hugmynd ljósmyndar- ans,“ segir hann og enn veit maður ekki hvort honum er alvara því á maga hans sjálfs trónir myndavél atvinnumannsins. Hefð í fjölskyldunni „Það er hefð fyrir því í minni fjölskyldu að skrifa bók um Island,“ segir hann. „Móðir mín átti þann draum í mörg ár að koma hing- að og árið 1980 lét hún drauminn rætast þrátt fyrir erfiðleika við að komast út úr Tékkóslóvakíu á þeim tíma. Hún kom hingað sextug að aldri með bakpoka og eldgamalt rússneskt landakort af Islandi. Hún komst aftur til baka og skrifaði bók um ferðina. Ég kom hingað 14 árum síðar og skrifaði bók um mína ferð og í sumar hef ég hitt tékkneska ferðamenn hér á íslandi sem eru með bókina mína meðferðis. Þeir hafa komið hingað í þeirri von að verða fyrir svipuðum áhrifum og ég.“ Ferðabók Jans Burian er ólíkindalegt safn af dagbókarbrotum hans, köflum úr íslensk- um skáldskap og ýmiss konar upplýsingum sem hann hefur dregið saman héðan og það- an um land og þjóð. Þórbergur Þórðarson er í sérstöku uppáhaldi hjá honum. „Tvær bóka Þórbergs hafa verið þýddar á tékknesku; Steinarnir tala og íslenskur aðall.“ Myndirn- ar í bókina hefur Burian tekið sjálfur og er greinilega glúrinn ljósmyndari. „Ég er núna að skrifa aðra bók um eyjar á Eystrasalti sem verður væntan- lega tilbúin á næsta ári,“ segir hann. fslendingar kvarta ekki Sjónvarpsþættirnir hafa verið í vinnslu frá því í vetur er þeir féjagar komu hingað til lands. „Ég vildi ná myndum af Islandi utan ferðamannatímans, þegar lífið gengur sinn vanagang hjá Islendingum. Við vinnum ekki eftir handriti heldur hugmynd og ég sem þulartextann á eftir þegar búið er klippa myndina og orðið klárt hvernig hún á að vera. Þetta er ekki kynningar- mynd um ísland heldur persónu- leg sýn okkar Pavels á landið, menninguna og þjóðina. Það sem mér finnst skemmtilegast við ís- lendinga er hvernig þeir bregð- ast við erfiðleikum. Þeir kvarta ekki, að minnsta kosti ekki við mig heldur bera allir sig vel. I Tékklandi er hefð fyrir því að kvarta. Annars tek ég ekki viðtöl við stjórnmálamenn eða forset- ann heldur tala ég við venjulegt fólk og við förum vítt og breitt um landið og finnum okkur efni til að mynda. Einmitt núna erum við á leiðinni austur að Hala í Suðursveit þar sem Þórbergur fæddist." Það er greinilegt að þetta verður eins konar pílagrímsför fyrir að- dáandann sem líklega hefur gert meira fyrir kynningu á Islandi 1 Tékklandi upp á eigin spýtur en flestir aðrir. „Forsetinn okkar er reyndar sérstakur Islandsvinur og það getur vel verið að honum bregði fyrir í sjónvarps- þáttunum þar sem svo vel vill til að Pavel er að vinna að heimildarmynd um líf Vaclavs Havel, mynd sem hefur verið mörg ár í smíð- um og lýkur ekki fyrr en embættisferill hans er á enda,“ segir Jan Burian um leið og hann snarar sér upp í bílinn á leið austur að Hala. Skúlaskeið 4, Hafnarfirði Til sölu gamalt timburhús Þarfnast mikilla endurbóta Hæð, kjallari og ris, alls 114 fm. Eignin er á eftirsóttum stað ofan við Hellisgerði. Tilboð óskast. Árni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. Útsalan hefst í dag kl. 9.00 30 - 40 % afsláttur Eigin veruleiki í li ósmyndaverkum Sjálfsmynd Elinu Brotherus FINNSKI listamaðurinn Elina Brotherus opnar sýningu á ljós- myndaverkum sínum í i8 í dag, fimmtudag kl. 17. Elina Brotherus er fædd í Hels- inki árið 1972 og er í hópi þeirra ungu finnsku ljósmyndara sem hafa vakið athygli í myndlistarheiminum undanfarið. í ljósmyndaverkum sín- um lýsir hún á opinskáan og einlæg- an hátt eigin veruleika. í tilefni af sýningunni gefur i8 út sýningarskrá í samvinnu við An- hava-galleríið í Helsinki. Þar er m.a. að finna þennan texta eftir Caryn Faure Walker. „Þær tvær stóru raðir ljósmynda eftir Elinu Brotherus; Landscapes and Escapes (1998-1999) og Suites Francaises I (1999), sem sýndar eru í Gallerí i8 í Reykjavík og Gallerí Anhara í Helsinki, má þekkja um leið sem portrett og landslög. Þegar við bregðumst við því að sjá þær sýndar saman færa þær okkur ekki aðeins nær skilningi á berskjaldaðri mannlegri viðveru, heldur sjáum við þessa viðveru „lita landslagið og gefa því blæ hugarflugs sem það hefði annars ekki“. Þegar hún var að læra ljósmynd- un við Lista- og hönnunarháskólann í Helsinki, UIAH (1995-1998), lauk Brotherus einnig við mastersgráðu í greiningarefnafræði. Sem vísinda- maður ímyndunaraflsins fylgist Brotherus grannt með er hún fram- kvæmir nauðsynlegar en ófyrirsjá- anlegar tilraunir. Viðfangsefni til- raunanna er lífið. Þegar hún gengur, gerir, hugsar, er íhugul eða á kafi í því sem er að gerast er hún hvort tveggja í senn miðja viðfangs- efnis síns og í fjarlægð frá því, þar sem hún afmarkar reynslu innan ramma ljósmyndar. Þessi leit með myndavél er mikil- vægur hluti þess að gera heimildar- ljósmyndir, samkvæmt skilgrein- ingu Brotherus; „ Ég held að heimildarmyndagerð reyni [að segja] frá einhverskonar sannleika, og það geri ég einnig: Ég vinn líka oftast út frá kringumstæðunum eins og þær koma fyrir, nota til dæmis það ljós sem fyrir hendi er og þá hluti sem finnast á staðnum fyrir til- viljun; ljósmynda þegar eitthvað raunverulegt gerist; þetta felur í sér leit að mínum „afgerandi augnablik- um“, að vera næm og leiftursnögg þegar þrungið augnablik birtist.“ Með því að tengja heimildarljós- myndun við beina samantekt reynslu krefst Brotherus samstilltr- ar þátttöku myndasmiðs og áhorf- anda. Vegna þessarar nálgunar lík- ist meginþorri ljósmynda hennar uppstilltri bresk-amerískri ljós- myndun níunda áratugarins og lífs- stíls-ljósmyndun tíunda áratugar- ins.“ Sýningin stendur til 7. ágúst og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá 14-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.