Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 47 UMRÆÐAN 1 Eftir orrahríð veg'na EM og jarðskjálfta UNDANFARNAR vikur hefur Sjónvarpið mátt þola umtalsverða orrahríð vegna Evrópumótsins í knattspyrnu og fyrirferð þess í dagskrá. Þá hefur kastljósið beinst að fyrirtækinu vegna framgöngu þess í tengslum við Suður- landsskjálftann 17. júní. Um slík skoðana- skipti er yfirleitt ekk- ert nema gott eitt að segja en að þessu sinni hafa þau verið óvenju rætin og full af misskilningi. Steininn tók þó úr í Mbl. sl. sunnudag þegar einn bréfritari segir: „...ég held að það sé ekki við fréttamenn RÚV að sakast, þeim var ein- faldlega ekki hleypt að.“ Hér er einu sinni enn hallað svo réttu máli að við það verður ekki unað. Staðreynd þessa máls er sú að fréttastofur Ríkisútvarpsins geta rofið dagskrá hvenær sem er enda ítrekaði útvarpstjóri slíkt hvað varðar Útvarpið í bréfi dags. 20. júní: „í þeim tilgangi að tryggja sem best skjót og örugg viðbrögð Ríkisútvarpsins sem almannavarn- artækis ef vá ber að höndum skal hér með staðfest að fréttastjóri, eða varafréttastjóri/vaktstjóri á fréttastofu Útvarpsins, hefur óskorað vald til þess að rjúfa dag- skrárútsendingar Út- varpsins, gera allar nauðsynlegar breyt- ingar á tilkynntri dag- skrá, ákvarða sam- tengingu rása og breytta notkun lang- bylgju eftir aðstæð- um“. Hvað Sjónvarpið áhrærir skal viðkom- andi fréttastjóri/vakt- stjóri fréttastofu gera slíkt í samráði við framkvæmdastjóra. íþróttadeild, sem var með útsendingar á sínum snærum á þjóð- hátíðardaginn, getur með öngvum hætti borið ábyrgð á því hvernig fréttir af válegum viðburð- um komast til skila. Hitt er síðan annað mál að við gerðum það sem við gátum í þessari erfiðu stöðu, sögðum frá skjálftanum fyrstir net- og ljósvakamiðla þegar við fórum í loftið kl. 15.40, rufum dag- skrá og sýndum viðtal við Pál Hall- dórsson jarðeðlisfræðing kl. 16.33, fluttum fréttir úr myndveri í 9 mín. Útsendingar íþróttadeild getur með öngvum hætti borið ábyrgð á því, segir Ingólfur Hannesson, hvernig fréttir af válegum viðburðum komast til skila. í leikhléi kl. 16.55 og aftur milli leikja í 15 mín. kl. 18.31. Ekki er óvarlegt að áætla að á milli 60 og 80 þúsund manns hafi fylgst með þessum útsendingum. Hins vegar má segja að það hafi verið regin- mistök að rjúfa ekki leik Englands og Þýskalands og hafa fréttir kl. 19 og slíkt er reyndar staðfest í skýrslu framkvæmdastjóra Sjón- varps, dags. 22. júni, en þar segir: „Við þær aðstæður sem sköpuðust laugardaginn 17. júní sl. var rangt að senda ekki fréttirnar líka út kl. 19.00 á venjulegum fréttatíma Sjónvarps." Hann fékk ekki upp- lýsingar um skjálftann fyrr en um kl. 17, en var þá staddur utan skjálftasvæðis og því í erfiðri að- Ingólfur Hannesson stöðu til ákvarðanatöku. Það er því alls EKKI á verksviði annarra deilda en fréttastofu, ásamt fram- kvæmdastjóra, að ákveða slíkar út- sendingar. Við á íþróttadeild get- um axlað alla þá ábyrgð sem okkur ber en í slíkum tilfellum hvorki viljum við né getum tekið slíkt að okkur. Á persónulegum nótum get ég sagt að það var átakanlegt að upplifa þjóðhátíðarskjálftann hér í sjónvarpshúsinu þar sem allt lék á reiðiskjálfi í myndveri okkar réttri mínútu áður en við fórum í loftið, myndavélar, leikmynd og ljósaloft, sem maður átti von á að hryndi niður þá og þegar. Tveir starfsmenn á útsendingar- vakt þennan dag eiga foreldra, ætt- ingja og vini á Hellu og þegar óljósar fréttir fóru að berast af þessum hörmungum var ástandið hjá okkur vægast sagt skelfilegt. Samúel Örn er annar þeirra, en hann var að lýsa fótboltaleik og heyrði margoft út undan sér um skemmdir, að hús væru „hálfhrun- in“ og að „ekki væri enn vitað um manntjón". Þá fóru tveir úr út- sendingarhópnum heim í talsverðu uppnámi. Hið eina sem hægt var að gera í þessari stöðu var að ná fram fréttum inn í og í kringum fótbolt- ann þegar einhverjar fréttir var að hafa. Hitt er öllum ljóst nú, að auð- vitað átti að rjúfa útsendingu frá leik Englands og Þýskalands klukkan 19 og senda út fréttir af jarðskjálftanum. Því miður var það ekki gert. Hvað varðar umfang fótbolta- sendinganna má geta þess að grunnur ákvörðunar um þessa góðu þjónustu var m.a. eftirfar- andi: Allar áhorfskannanir fyrri ára benda til að knattspyrna í þess- um gæðaflokki eigi geysilegum vin- sældum að fagna. Fyrir tveimur árum voru fjórir fótboltaleikir á ' HM í Frakklandi í fjórum efstu sætum yfir vinsælustu dagskrárliði í íslensku sjónvarpi í júlímánuði það ár (45%, 40%, 40% og 35%). Ríflega helmingi fleiri horfðu á fót- bolta á RÚV en fréttir Stöðvar 2! Þrisvar hefur verið spurt: Á að færa fréttir vegna íþrótta? Áiið 1990 sögðu 56% já, 33% nei. Árið 1992 voru hlutföllin 78% - 19% og 1994 66% - 27%. Fáir svöruðu „veit ekki“. Um vilja meirihluta þjóðarinnar þarf því ekki að fjölyrða. EM í knattspyrnu var sýnt af öll- " um sjónvarpsstöðvum Evrópu og mótið talið til helstu skrautfjaðra ársins á þeim bæjum. Hins vegar eru þær allar með fleiri en eina rás, sem auðveldar mjög dagskrár- setningu. Útsendingar Sjónvarps- ins hafa sýnt fram á knýjandi nauðsyn þess að fyrirtækið hafi yf- ir annarri rás að ráða, ekki sér- stakri íþróttarás, heldur rás með fjölbreyttu efni sem síðan má nýta þegar stórviðburðir á sviði íþrótta fara fram. Eftir þá orrahríð sem ég minntist á í upphafi er leiknum lok- ið í bili. Við erum reynslunni ríkari, en sælir og glaðir með það að hafa boðið upp á frábært skemmtiefni í opinni dagskrá, nokkuð sem stærstur hluti þjóðarinnar kann vafalítið vel að meta. Höfundur er deildarstjóri íþróttadeildar Sjónvarps. I Heimskir hæla sjálfum sér ÞEIR sjálfstæðis- menn ætla ekki að gef- ast upp á að hæla sjálf- um sér fyrir að hafa kvalið okkur íslendinga með þeirri fiskveiði- stjórn sem þeir komu hér upp með annarri hendinni fyi'ir um 16 ár- um, ef marka má grein Kristjáns Pálssonar sem birtist hér í Mbl. 28. júní síðastliðinn. Kristján vill meina að vegna þessa kerfist hafi meðferð aflans breyst til batnaðar og allt sé svo æðislegt að það hálfa væri nóg. Eg skal viðurkenna að þær takmarkanir sem settar voru á veiðamar urðu til þess að menn urðu að fara að hugsa sinn gang og ná meiri verðmætum úr fisk- inum, en að það sé kvótakerfinu að þakka hvemig að því er staðið í dag er mesti misskiln- ingm’. Ég þakka Bill Gates, þýskum fiski- vélaframleiðendum, ís- lenskum karaframleið- endum og Evrópu- sambandinu alla þessa búbót á meðferð sjáv- arafurða. Sjálfstæðis- flokkurinn á þann einn heiður skilinn, að í stað þess að hafa meira að vinna fyrir erlenda markaði er bolfiskurinn á hröðu undanhaldi og allt vegna þess að menn muna ekki fæðukeðjufræðin úr bamaskóla. Á meðan ausum við upp fæðu þessara verðmætu tegunda í tugþúsunda tonna tali og klórum okk- Fiskveiðistjórnun Ekkert er óendanlegt, segir Kristján Ragnar Asgeirsson, ekki einu sinni stjórnarseta Sjálfstæðisflokksins. ur svo í hausnum yfir því að þeim skuli fækka, hætta að stækka og/eða éta sjálfa sig. Eina rökfærslan fyrir yfirburðum íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins virðist vera þessi eini þáttur, að mati Kristjáns, að meðferð afla hafi batn- að. í þessu samhengi virðist hann gleyma að sífellt verðum við að draga úr veiðum, ár eftir ár. Hann gleymir að orðið „byggðastefna" hafði ekki heyrst hér á landi iyrr en eftir að kerfinu var komið á. Hann gleymir, líkt og allir flokksbræður hans, að nú mega fáir útvaldi veiða og aðiir ekki, sem er ekkert annað en lénskerfi og heftir atvinnurétt íslenskra þegna til muna. Já, það má segja að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé sérstakt, reyndar alveg einstakt. Allavega hafa allir þeir útlendingar sem heyrt hafa frásögn mína af kerfinu ýmist skelli- hlegið að vitleysunni eða sopið kvelj- ur vegna óréttlætisins. Ég er nefni- lega ekki á launum hjá þjóðinni við að Ijúga að henni og fulltrúum annama þjóða um ágæti okkar kerfis. Ég segi hlutina einfaldlega eins og ég sé þá, og tek ekkert fyrir. Fyrir vikið er ég einstaklega vinsæll maður hér á Spáni þar sem ég eyði sumrinu. Ef ég verð uppiskroppa með brandara þá segi ég þeim af hveiju þeir hafa ekki Krisfján Ragnar Ásgeirsson efni á saltfiski lengur og þeir fara yf- irum af hlátri. Ég get ímyndað mér að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sókn vilji ekki fá mig til að troða upp á samkomum sínum. En svo við snúum okkur aftur að grein Kristjáns þá viðurkennir hann að hafa telað þátt í að henda 8 af hverjum 10 tonnum sem hann fiskaði fyi-ir um 24 árum. Svo halda menn fram að þetta hafi minnkað með tím- anum...það er þá ekkert smámagn á engum smátíma. Besti parturinn fannst mér þó til- raunin til að virðast gáfulegur: „Líf- fræðilegur Qölbreytileiki hafsins er nánast óendanlegur og því í raun óendanlega margir þættir sem geta haft áhrif á vöxt og viðgang þess.“ Kristján minn, ekkert er óendan- legt, ekki einu sinni stjórnarseta Sjálfstæðisflokksins. Á meðan þið sitjið heima íyrir og bullið svona kjaft- æði opinberlega, held ég mig fjarri svo ég verði ekki vitlaus af öllu saman. Höfundur er nemandi í Samvinnuháskólanum á Bifröst. TIL SÖLU EVRÓPA BILASALA Mercedes Benz 300 4 Madic Eðaleintak Mercedes Benz 4 Madic, ekinn aöeins 64 þús. km frá upphafi. Bíllinn er sjálfskiptur og vel búinn. Útlit bílsins innan sem utan eróaðfinn- anlegt, hann er á nýjum dekkjum og nýjum álfelgum. Bílnum fylgir þjónustubók, ástands- skoðun og eigandaferill frá upphafi. Bíllinn verðurtil sýnis og sölu í sýningarsal okkar nokkra næstu daga. Sjón er sögu ríkari. Verð kr. 2650.000,- Tilboðsverð kr. 2.090.000,- www.evropa.is FÉLAGSLÍF S5/ íámhjólp Hjálpræóis- herinn / Kirkjustrcti 2 I kvöld kl. 20.30: Lofgjörðasamkoma í umsjón Áslaugar Haugland og Katrínar Eyjólfsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir. Helgarferðir 5. - 7. júlí 1. „Með góðu lagi í Básum" Það er alltaf líf og fjör í Básum. Ein af afmælishelgum sumars- ins. Kjörin fjölskylduferð. Næg tjaldstæði. 2. Fimmvörðuhóls - Bósar Brottför föstudag og laugardag. Kvöldganga föstudaginn 5. júlí kl. 20 á Borgarhóla. Hekluferð er frestað. Lifandi heimasíða: utivist.is Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Fjölbreyttur söngur. Ræðumaður Hreinn Bem- harðsson. Allir velkomnir. www.samhjalp.is. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Lækningasamkoma i kvöld kl. 20:00. Erna Eyjólfsdóttir predikar. Allir hjartanlega velkomnir. www.vegurinn.is augl@mbl.is Sparaðu þér umstang og tíma með því að senda atvinnu- og raðauglýsingar til birtingar í Morgunblaðinu með tölvupósti. Notfærðu þér tæknina næst. IttorgttttMaMfe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.