Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus Sveinbjörn Jónsson við brakið af húsi sínu að Freyvangi 12 á Hellu. Morgunblaðið/Júlíus Grafa mokar rústum hússins upp á vörubíl, FYRSTA húsið af þeim sem eyði- lögðust í Suðurlandsskjálftunum í júní var rifíð í gærmorgun. Var það húsið að Freyvangi 12 á Hellu sem varð fyrst til að falla en eig- andinn, Sveinbjörn Jónsson, ætlar sér að byggja nýtt hús á sama stað. „Það er skrýtin tilfinning að sjá húsið sitt komið svona í eina hrúgu, en núna getur maður loks- ins farið að gera eitthvað. Þetta er komið af stað,“ sagði Sveinbjörn Fyrsta húsið fallið þegar hann var inntur eftir því hvernig líðanin væri á stundu sem þessari. Jafnframt sagði hann að það hefði verið ótrúlega seigt í húsinu, en þegar stóreflis grafa hefði verið komin inn á baðher- bergisgólf hefðu hlutirnir Ioks far- ið að ganga. Sveinbjörn sagðist vera ánægð- ur með að vera fyrstur í röðinni. Hlutirnir gengju þá væntanlega hratt fyrir sig og um leið væri hann að ryðja leiðina fyrir aðra. Sagðist Sveinbjörn hafa verið kom- inn með allar vélar á staðinn fyrir löngu en veðbandamál hefðu tafið sig. Á þriðjudag hefði síðan komið grænt Ijós frá Ibúðalánasjóði varð- andi flutning á veðböndum og því ekki eftir neinu að bíða lengur. Var hafist handa við að rífa húsið um áttaleytið í gærmorgun og klukkan 11 var það fallið. Nýtt einingahús verður reist á lóðinni í stað gamla hússins. Von- ast Sveinbjörn, Heiðrún kona hans og synir þeirra tveir, Jón Freyr og Hlynur Órn, eftir því að nýja húsið verði orðið fokhelt í lok ágúst og hægt verði að flytja inn í október. Fastafloti NATO kemur á morgun FASTAFLOTI Atlantshafs- bandalagsins á Atlantshafi mun heimsækja Reykjavík 7.-13. júlí næstkomandi. I fréttatilkynningu frá utan- nldsráðuneytinu segir að í flot- anum séu sjö skip; frá Banda- ríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Kanada, Portúgal, Spáni og Þýskalandi. „íslandsheimsókn fastaflot- ans er liður í reglubundnum heimsóknum flotans til aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins og annarra ríkja,“ segir í frétta- tilkynningunni þar sem fram kemur að fastaflotinn hafi síð- ast komið hingað til lands í apríl 1998. Yfirmaður fastaflotans er bandaríski flotaforinginn Thomas J. Wilson. Ráðstefnan Trú í framtíðinni sett í Viðey í gærkvöldi Utboðskynning deCODE hafín Skráning líklega í þriðju viku júlí ÚTBOÐSKYNNING deCODE Genetics hófst á mánudag í Lon- don, að sögn Braga Smith, sér- fræðings hjá Verðbréfastofunni. Bragi segist hafa þetta eftir áreiðanlegum heimildum frá fjár- málafyrirtækinu Morgan Stanley í London, sem hefur umsjón með útboðinu. Er gert ráð fyrir að kynningarferlið muni taka um tvær vikur. Á þriðjudag var útboðskynning haldin fyrir fjárfesta í París, í gær í Frankfurt og í dag fer fram kynning í Zurich í Sviss. Á laugar- dag verður haldin útboðskynning í London, mánudaginn 10. júlí í Skandinavíu eða í Bandaríkjunum og loks 11.-14. júlí í Bandaríkjun- um. Bragi segist ekki hafa upp- lýsingar um nákvæman skráning- ardag félagsins á Nasdaq. Að fenginni reynslu segist hann þó búast fastlega við því að af því muni verða einhvern dag í þriðju viku júlímánaðar, 17.-21. júlí. Hlutabréfavísitala líftæknifyrir- tækja á mörkuðum í Bandaríkjun- um hefur verið að styrkjast og er nú mun sterkari en hún hefur ver- ið á undanförnum vikum, að sögn Braga. „Útlitið er mun bjartara nú og það virðist vera mikill spenningur í kringum þessi félög. Ég á allt eins von á því að bréf deCODE geti hækkað í verði eftir skrán- ingu,“ segir Bragi. Tækifæri og takmörk vísinda og trúar RÁÐSTEFNAN Trú í framtíðinni (Faith in the Future) var sett í Viðey í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Ráðstefnan er haldin af Þjóðkirkj- unni og Framtíðarstofnun í sam- vinnu við og með þátttöku Al- kirkjuráðsins (World Council of Churches) og Vísindafélags Banda- ríkjanna (American Association for the Advancement of Science). Karl Sigurbjörnsson, biskup Is- lands, setti ráðstefnuna en auk þess flutti Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, ávarp. Gestir ráðstefnunnar eru um 140 og koma víða að. Viðfangsefni ráðstefnunnar er leiðsögn trúar og vísinda á nýrri öld. Tækifæri og takmörk vísinda og trúar verða skoðuð, sem og eðli og tilgangur mannlífsins. Framtíð- arhlutverk vísinda og trúar i samfé- lagi manna verður einnig rætt. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs fs- lands og einn fundarstjóra ráðstefn- unnar, sagði gildi ráðstefnu sem þessarar fjölþætt. Meðal annars myndi ráðstefnan færaþá umræðu sem hefur átt sér stað á síðustu ár- um um trúarbrögð og vísindi nær íslendingum og íslensku samfélagi. Einnig kynni umræða ráðstefnunn- ar að leiða í ljós að andstæðurnar milli trúarbragða og vísinda séu ekki eins miklar og gjarnan er talið. Samið um nýja afurðastöð í kjúklingaframleiðslu FULLTRÚAR alifuglabúsins Móa hf., íslenskra aðalverktaka hf. og Landsafls hf. undirrituðu í gær samninga um nýja afurðastöð fyrir kjúklinga í Mosfellsbæ, þá lang- stærstu og fullkomnustu sinnar tegundar á íslandi. Gert er ráð fyrir 4.500 fermetra húsi þar sem verður sláturhús, hrá- vinnsla, pökkun kjúklingakjöts og fullvinnsla og eldhús fyrir kjúkl- ingaafurðir. Einnig verður dreif- ingarstöð með kæli- og frystig- eymslum, skrifstofur og vistarverur starfsfólks. Samningar hljþða upp á um 450 milljónir króna. Áætlað er að nýbyggingin rísi á einu ári og verkinu ljúki að fullu í júlí 2001. Að því er fram kemur í fréttatil- kynningu voru tveir samningar gerðir um verkefnið, annars vegar langtímasamningur Landsafls hf. og Móa ehf. um að leigja húsið fyrir starfsemi Móa og hinsvegar verk- samningur Landsafls hf. og fs- lenskra aðalverktaka um byggingu hússins. Nýja afurðastöðin mun marka þáttaskil í starfsemi Móa ehf. og breyta allri aðstöðu til framleiðslu, vinnslu og sölu á kjúklingum. Eig- endur Móa hafa unnið sl. tvö ár að undirbúningi og hönnun og er lögð áhersla á að uppfylla þær ströngu kröfur sem gerðar eru í matvæla- vinnslu og jafnframt að auka veru- lega hagkvæmni í framleiðslu og vinnslu kjúklingakjöts. Móabúið á Kjalarnesi og dóttur- fyrirtæki þess, Ferskir kjúklingar, er í dag annað stærsta kjúklingabú landsins með yfir 30% markaðs- hlutdeild. Eigendur fyrirtækisins hafa fleiri járn í eldinum því að Hurðarbaki í Svínadal er að rísa á þeiira vegum stærsta kjúklingahús landsins, um 2.500 fermetrar að stærð. Sérblöð í dag Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf 9 lUlorgunblaðinu f IWÍB dag fylgir / Æ tímaritið 24-7. { "'/* m Útgefandi: é f'íV Alltaf ehf. u ■ Ábyrgðarmaður: 9. " Á 1 Snorri Jónsson. Jóhann Möller skoraði þrennu í Ólafsfirði/C5 Þórður seldur fyrir 190 milljónir króna/Cl Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.