Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
E6 OSKA ÞESS A£> LANA
VILJIFARA ÚTMEÖMÉR
Grettir
Ferdinand
Við virðumst vera á sðmu leið.
Eigum við að vera samferða?
Nema auvitað, ha, ha,
að þú haldir að ég sé
of gamail fyrir þig.
Ert þú ekki of
tungulipur fyrir mig?
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Eftirminnilegt
kvöld
Frá Ásgerði Jónsdóttur:
EG dvaldist meirihluta sl. maímán-
aðar á Húsavík. Hinn 13. maí var
mér boðið á vortónleika Tónlistar-
skóla Hafralækjarskóla í Aðaldal.
Mér þykir sá at-
burður þess verð-
ur að minnast
hans og þakka.
Eg sá í einni svip-
anaðhérvar skóli
með „brag“ þar
sem ekki er að-
eins kennt á
hljóðfæri heldur
einnig sú yfirveg-
aða og látlausa
framkoma sem
hæfir tónlistinni. Þá gladdi það hug
minn að ég sá í framkomu nemenda
sama svip þess glaðlega, frjálsa en
þó sterka aga sem einkennir nem-
endatónleika Tónlistarskóla Isa-
Qarðar og vekur ávallt aðdáun mína.
A tónleikunum komu fram 37
nemendur og lék hver um sig tvö
tónverk. Mér virtust þeir vera á hin-
um ýmsu aldursstigum grunnskóla
nema ein stúlka og leikni þeirra vera
samkvæmt því. Sumir voru byrjend-
ur og aðrir lengra komnir með um-
talsverðan árangur, s.s. álitlegur
trompetleikari og annar klarinett-
leikari. Sérstaka athygli mína vakti
fyrrnefnd ung stúlka, Kristín Björk
Kristjánsdóttir. Hún lék þarna eigin
hugverk af innlifun og leikni.
Aður en lengra er haldið langar
mig til að minnast þess að í Þingeyj-
arsýslum hefur löngum ríkt áhugi á
tónlist, bæði söng og hljóðfæraleik
og heimildir benda til mikillar og al-
mennrar iðkunar á því sviði. Á síð-
asta hluta 19. aldar og framan af 20.
öld er víða getið um hljóðfæri á
heimilum. Þar var um að ræða fiðlur
og flautur, aðallega fiðlur. Þessi
hljóðfæri gátu vel átt heima í bað-
stofum. Fyrir um 30-40 árum var
gerð talsverð könnun á fiðlueign
fólks í S-Þingeyjarsýslu á þeim lið-
lega helmingi 20. aldar er þá var lið-
inn (Mér er ekki kunnugt um hvort
önnur slík fór fram í N-Þingeyjar-
sýslu). Samkvæmt þeirri könnun var
sú fiðlueign með ólíkindum, einkum
framan af öldinni. I sumum sveitum
var þá fiðla á öðrum hverjum bæ og í
stöku tilvikum tvær á sama bæ enda
var víða margbýlt á jörðum. í öðrum
sveitum var eignin minni og í enn
öðrum meiri. Þar vísa ég á Reykja-
dal. Þar var í bamsminni mínu fiðla á
næstum því hverjum bæ. í sumum
sveitum, t.d. Mývatnssveit mátti
finna dæmi um fimm manna fiðlu-
sveit er lék fyrir dansi. Með breytt-
um byggingarháttum og húsagerð
fyrir og eftir mót 19. og 20. aldar
bættust orgel við hljóðfæraeign
Þingeyinga. Þau yfirgnæfðu brátt
fiðlumar og sjálflærða leikara
þeirra. Píanó tók við af orgeli sem
aðalhljóðfæri og fábreytni ríkti í
hljóðfæraeign og hljóðfæranámi
fram undir síðasta áratug.
Nú er öldin önnur sem betur fer
og Tónlistarskóli Hafralækjarskóla
ber ótvírætt vitni þess. Fjölbreytni
þeirra hljóðfæra er nemendum bjóð-
ast til náms er mikil og næsta ótrú-
legt þegar litið er til kennarafjölda
skólans. Ég sá á sviðinu leikið á eftir-
talin hljóðfæri: Fiðlu, píanó, blokk-
flautu, þverflautu, klarinett, tromp-
et, tvenns konar hom og harmoniku.
Auk þessara: Hljómborð, gítar og
trommu þegar hljómsveit skólans
kom fram við lok tónleikanna. Uppá-
koma hennar, frammistaða og leikni
reyndist einstaklega skemmtileg.
Hún hefur fallið í góðan jarðveg víð-
ar en á skólalóðinni samkvæmt frá-
sögn skólastjóra tónlistarskólans:
Hljómsveit Tónlistarskóla Hafra-
lækjarskóla tók, á liðnu starfsári,
þátt í alþjóðlegri keppni reyklausra
grunnskóla um tóbaksvamir og var
heilbrigðismálaráðherra, Ingibjörg
Pálmadóttir, verndari íslensku
keppninnar. Hljómsveitin sendi til
keppninnar frumsamið ljóð og lag
sem hún flutti og ávann sér fyrstu
verðlaun meðal íslenskra keppenda.
Verðlaunin em ferð til Berlínar í júlí
nk. á sameiginlegt mót þeirra þjóða
er tóku þátt í keppninni. Áheyrendur
fögnuðu mjög þessum tíðindum og
klöppuðu skólastjóra, kennumm og
hljómsveit lof í lófa.
Mér er sagt að kennrarar þessa
tónlistarskóla séu aðeins tveir, þ.e.
skólastjórinn og eiginkona hans, og
að þau kenni á öll fyrrgreind hljóð-
færi og stjórni hljómsveitinni. Þetta
em ensk kraftaverkahjón - Juliet og
Robert Fauikner - sem hafa búið hér
alllengi og endurreist, byggt upp og
auðgað tónlistar- og tónmenntalíf
þessara byggða. Hafi þau ómælda
þökk og heiður fyrir unnin menning-
arstörf í þágu landsbyggðar á Is-
landi. Ég óska Þingeyingum þeirrar
gæfu að mega njóta starfa þeirra
meðan þeim endist aldur.
Það er vissulega vert að geta þess
að fleiri erlendir tónlistarmenn, virk-
ir og snjallir, starfa í S-Þingeyjar-
sýslu og raunar mjög víða á lands-
byggðinni. Að lokum: Kvöldstundin í
Hafralækjarskóla varð mér sérlegur
gleðigjafi vegna þess að þar sá ég
ungmennum sveita og dreifbýlis
veitast sömu tækifæri til tónlistar-
menntunar og gerist eða getur gerst
í hinum stærri skólum þéttbýlis.
Aðstandendum þessa starfs verður
seint fullþakkað.
ÁSGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
fv. kennari.
Ásgerður
Jónsdðttir
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.