Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 41
40 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 41
+
plm'jjunMaíiifo
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
IÐGJÖLD BÍLATRYGGINGA
FYRIR DYRUM standa almennar og
miklar hækkanir á lögboðnum bílatrygg-
ingum eftir að Sjóvá-Almennar til-
kynntu um 29% meðaltalshækkun til við-
skiptamanna sinna. Kaskótryggingar
hækka um 15% og auk þess hækka ið-
gjöld verulega á svæðinu frá Stokkseyri
til Akraness, þar sem þessi byggðarlög
voru færð á áhættusvæði 1, sem er suð-
vesturhornið og Akureyri. Það er mat
Sjóvár-Almennra, að iðgjaldahækkan-
irnar muni færa fyrirtækinu 600-700
milljónir króna í auknar tekjur. Önnur
tryggingafélög hafa einnig tilkynnt að
þau muni hækka hjá sér.
I fyrra hækkuðu bílatryggingar um
35% í kjölfar nýrra skaðabótalaga.
Hækkun bílatrygginga á einu ári er
því 74,15% sé tekið mið af hækkun Sjó-
vár-Almennra nú.
Rökin, sem tryggingafyrirtækið færir
fyrir 29% hækkuninni, er fjölgun tjóna
umfram fjölgun bila í umferðinni og
veruleg hækkun annars tjónakostnaðar.
Fyrirtækið bendir á, að bílar í umferð-
inni séu nýrri en áður og þeir séu dýrari
og því hækki viðgerðarkostnaður. Slysa-
bætur séu hærri, m.a. vegna kaupmátt-
araukningar, og örorkubætur séu hærri
án þess að slys séu alvarlegri. Talsmenn
Sjóvár-Almennra segja, að lögboðnar
ökutækjatryggingar hefðu þurft að
hækka um 40%, en ákveðið hafi verið að
stíga skrefið upp í 29% og það megi ekki
styttra vera.
Viðbrögðin við þessum miklu hækk-
unum hafa verið hörð, ekki síður en á
síðasta ári. En til þess að þau séu trú-
verðug þarf með rökum að sýna fram á,
að fullyrðingar tryggingafélaganna um
hækkunarþörf standist ekki. Haldið hef-
ur verið fram, að engin samkeppni sé á
tryggingamarkaði, en vert er að minnast
þess, að þegar FIB samdi við erlent
tryggingafélag um bílatryggingar hér
lækkuðu iðgjöld verulega í fyrstu og ís-
lensku tryggingafélögin lækkuðu sam-
svarandi hjá sér, en bentu á, að þessi
lágu iðgjöld gætu ekki staðiðst til fram-
búðar. Erlenda félagið dró sig til baka
eftir örfá ár og þótt FBÍ semdi við nýtt
erlent félag reyndust þeir iðgjaldasamn-
ingar nær íslenzkum tryggingamarkaði
en fyrr.
Það er hlutverk opinberra eftirlits-
stofnana, Fjármálaeftirlits og Sam-
keppnisstofnunar, að fylgjast með því,
að tryggingafélögin fari ekki offari í ið-
gjaldahækkunum og iðgjöldin séu í sam-
ræmi við eðlilega þörf og starfsemi
þeirra í samræmi við eðlilega viðskipta-
hætti. Fjármálaeftirlitið hlýtur nú að
fara ofan í saumana á iðgjaldahækkun-
unum, ekki sízt með tilliti til þess, að í
skýrslu þess sjálfs frá því í september sl.
kom fram, að sennilega hafi tjónaskuld
tryggingrfélaganna, þ.e. framlag í bóta-
sjóði, verið ofmetin um 2 milljarða króna
vegna áranna 1991-1996.
ÍSLENSKUKENNSLA VIÐ
ERLENDA HÁSKÓLA
✓
Islenska er kennd við níutíu erlenda
háskóla en í fjórtán þeirra eru stöð-
ur fyrir íslenska sendikennara. Fólk
sem gegnt hefur þessum stöðum í
gegnum tíðina hefur margt lyft grett-
istaki í kynningu íslenskrar tungu og
menningar þótt ekki hafi verið vel að
öllum búið. Þegar á allt er litið hefur
staða íslenskukennslu við erlenda há-
skóla verið allgóð en á undanförnum
misserum og árum hafa íslenskir sendi-
kennarar og fleiri lýst yfir áhyggjum
sínum af því að hún kunni að vera að
breytast til hins verra.
Eins og fram kemur í ársskýrslu
Stofnunar Sigurðar Nordals árið 1999
lýstu sendikennararnir á árlegum
fundi sínum í fyrra yfir áhyggjum af
því að þær sendikennarastöður sem
losna verði ekki auglýstar, ráðnir verði
stundakennarar í stað sendikennara og
kennsluskylda sendikennara verði auk-
in á kostnað rannsókna. Astæða þess-
ara áherslubreytinga er fyrst og
fremst lítil aðsókn í námið. Þessi sama
breyting er raunar að verða á kennslu
annarra Norðurlandamála við erlenda
háskóla, jafnvel innan Norðurlandanna
sjálfra. Þannig er til að mynda verið að
fella niður sendikennarastöður í
sænsku og dönsku við háskóla í Noregi
og kennsla í finnsku stendur höllum
fæti í sænskum háskólum.
Víða annars staðar er einnig þrengt
að íslenskukennslu. í mörgum breskum
háskólum er stefnan til dæmis sú að
steypa Evrópumálum saman í eina
deild og þar gæti íslenska orðið undir
ef hagsmuna hennar er ekki gætt.
Sendikennarastöður í erlendum
tungumálum við háskóla eru að öllu
jöfnu kostaðar af gistilandinu. LSklegt
er að þjóðir fámennistungna á borð við
íslensku þurfi að leggja nokkuð til
þessarar starfsemi sjálfar i framtíðinni
eigi hún að halda áfram og bera árang-
ur. Ein af fjórtán sendikennarastöðum
í íslensku er að hálfu leyti kostuð af ís-
lendingum nú. Ennfremur má gera ráð
fyrir því að leita þurfi annarra leiða til
þess að koma íslenskri tungu og menn-
ingu á framfæri erlendis en þar er Net-
ið sennilega vannýttur miðill. En
hverjar sem aðferðirnar verða þá er
ljóst að kennsla og miðlun íslenskrar
tungu og menningar erlendis er mikil-
vægur liður í því að Islendingar séu
þátttakendur í alþjóðlegri menningar-
samræðu. Það þarf því að huga að
henni.
NETFYRIRTÆKIN OG VERULEIKINN
Netfyrirtækin horfast nú í augu við
veruleikann um allan heim. Verð
hlutabréfa í fyrirtækjunum, jafnvel
hinum þekktustu þeirra, hefur hríð-
fallið. Þessi fyrirtæki hafa fjármagnað
starfsemi sína með því að leita eftir
nýju hlutafé úti á markaðnum með
reglulegu millibili. Nú er um það talað
að þau geti ekki leitað í þá sjóði eina
ferðina enn. Jafnframt eru menn sam-
mála um að þau geti ekki fjármagnað
starfsemi sína með lánum.
Þessi nýi veruleiki netfyrirtækjanna
mun leiða til þess að mörg þeirra
hætta starfsemi en þau sem lifa af eru
líkleg til að eiga sér framtíð þegar til
lengri tíma er litið. Tekjumöguleikar
netfyrirtækjanna eru takmarkaðir enn
sem komið er en það breytist þegar
fram líða stundir. Netið býður upp á
svo marga möguleika að fyrr eða síðar
finna menn leiðir til þess að tryggja
tekjuöflun af netstarfsemi.
Sj ávarútvegsráðherra kynnir fyrstu aðgerðir í baráttunni gegn brottkasti
Vil ekki að brottkast
viðgangist á minni vakt
Morgunblaðið/Þorkell
Arni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, kynnir aðgerðir gegn brottkasti á blaðamannafundi í gær.
Fjöldi fiska
65 m
ATHUGUN Á MEINTU BROTTKASTI
Veiðarfæri: Dragnót
Veiðisvæði: V úr Kóp
45,0- 50,0- 54,0- 60,0- 65,0- 70,0- 75,0- 80,0- 85,0- 90,0- 95,0- 100,0- 105,0- 110,0- 115,0-
49,9 54,9 59,9 64,9 69,9 74,9 79,9 84,9 89,9 94,9 99,9 104,9 109,9 114,9 119,9
Fjöldi fiska
65
60
55
50
45
40
Veiðarfæri: Dragnót
Veiðisvæði: NV úr Kóp (10 sjómílur)
20. júní 2000
Enginn eftirlitsmaður um borð
Fjöldi mældra fiska: 192
21 .júní 2000
Eftirlitsmaður um borð
Fjöldi mældra fiska: 200
45,0- 50,0- 54,0- 60,0- 65,0- 70,0- 75,0- 80,0- 85,0- 90,0- 95,0- 100,0- 105,0- 110,0- 115,0-
Lengd á fiski 49,9 54,9 59,9 64,9 69,9 74,9 79,9 84,9 89,9 94,9 99,9 104,9 109,9 114,9 119,9
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Faðir Martin vinnur að bættu hlutskipti stéttleysingja, dalíta, á Indlandi.
Stjórnvöld hind-
úa óttast jafn-
réttisboðskapinn
Eftirlitsmönnum sjó-
eftirlits Fiskistofu
verður fjölgað um að
minnsta kosti helming
og möguleiki á notkun
eftirlitsmyndavéla um
borð í fískiskipum
kannaður til að meta
og koma í veg fyrir
brottkast físks. Þá
verður gerð könnun á
umfangi og ástæðum
brottkasts. Þetta kom
fram á blaðamanna-
s
fundi sem Arni M.
Mathiesen, sjávar-
útvegsráðherra, hélt í
gær þar sem kynntar
voru aðgerðir gegn
brottkasti.
JÁVARÚTVEGSRÁÐ-
HERRA boðaði aðgerðir
gegn brottkasti er hann
tilkynnti ákvörðun sína
um leyfilegan heildarafla á næsta
fiskveiðiári, þann 15. júní sl. Ráð-
herrann hefur nú ákveðið að
leggja aukna áherslu á að raun-
verulegt umfang brottkasts sé
metið og að gripið verði til viðeig-
andi aðgerða til þess að koma í
veg fyrir það.
Fiskistofa hefur þegar skilað
inn tillögum um fyrstu aðgerðir og
á grundvelli þeirra hefur sjávar-
útvegsráðherra ákveðið að Fiski-
stofa fjölgi eftirlitsmönnum í sjó-
eftirliti um helming, eða um 5, og
ráði aðra 5 í upphafi næsta árs ef
þurfa þykir. Kostnaður við 5 eftir-
litsmenn er um 30 milljónir króna
á ári. Samkvæmt lögum á útgerðin
í landinu að bera þennan kostnað.
Erfltt að komast
að nákvæmrí tölu
Að mati ráðherrans stendur það
saman að auka eftirlit til að koma
í veg fyrir brottkast og að reyna
að komast til botns í því hversu
umfangsmikið það er og hvernig
því er háttað. „Eg efast um að við
getum komist að mjög nákvæmri
tölu um hvað brottkastið er mikið
en ég vona að við getum komist að
niðurstöðu með þannig skekkju-
mörkum að hægt sé að vinna út
frá henni á áhrifaríkan hátt til að
koma í veg fyrir brottkastið. Eg
tel að full ástæða sé til að auka
eftirlitið og beita þurfi sömu
vinnubrögðum til að koma í veg
fyrir brottkastið og til að fá betri
vitneskju um umfangið. Stofnanir
ráðuneytisins hafa líklega gögn í
fórum sínum sem gætu einnig
hjálpað til, auk þess sem það verð-
ur athugað hvort vinna má betur
úr þeim tölulegu gögnum sem við
eigum en hefur ekki verið stillt
upp á þann hátt að út komi heild-
stæð mynd,“ sagði Árni.
Ráðherrann hefur ákveðið að
skipa sérstaka verkefnisstjórn
sem skipuleggja á og samræma
aðgerðir þeirra aðila sem koma að
eftirliti á sjó. Formaður verkefnis-
stjórnarinnar verður Jón B. Jón-
asson, skrifstofustjóri í sjávarút-
vegsráðuneytinu, en auk hans
munu koma að verkefninu full-
trúar frá Fiskistofu, Hafrann-
sóknastofnuninni og Landhelgis-
gæslunni, svo og annar fulltrúi
skipaður af ráðherra.
Sjávarútvegsráðuneytið skipaði
á síðasta ári nefnd undir for-
mennsku Gunnars I. Birgissonar,
alþingismanns, sem ætlað var það
verkefni að kanna mismun á
starfsaðstöðu landvinnslu og sjó-
vinnslu. Nefndin hefur m.a. tekið
til meðferðar brottkast afla sem
vandamál sem kanna verði ítar-
lega. í þessu sambandi hefur
nefndin rætt við ýmsa aðila. Þá
hefur nefndin, að höfðu samráði
við sjávarútvegsráðherra, samið
við Gallup um gerð sérstakrar
könnunar á umfangi og ástæðum
brottkasts. Búist er við að niður-
stöður könnunai-innar verði birtar
í haust.
I framhaldi af samráðsferli við
hagsmunaaðila sem sjávarútvegs-
ráðheiTa kom á við ákvörðun á út-
hlutun aflamarks fyrir næsta fisk-
veiðiár hefur sjávarútvegsráð-
herra auk þess óskað eftir því við
formann umgengnisnefndar um
auðlindir sjávar, Sævar Gunnars-
son formann Sjómannasambands
íslands, að hún leggi sérstaka
áherslu á brottkastið. I nefndinni
sitja auk Sævars fulltrúar Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna,
Farmanna- og fiskimannasam-
bands Islands, Vélstjórafélags Is-
lands, sjávarútvegsráðuneytisins,
Fiskistofu og Hafrannsóknastofn-
unarinnar.
Sævar sagði á fundinum í gær
að ef aukið eftirlit yrði til þess að
brottkast minnkaði væri það af
hinu góða. „Við komumst senni-
lega aldrei að því hvað brottkastið
var mikið áður, en tilgangur þess-
ara aðgerða er að minnka eða
koma í veg fyrir brottkast."
Möguleiki á eftirlits-
myndavélum kannaður
Á fundinum í gær nefndi Árni
að í umræðum um verkefni
eftirlitsmanna um borð í fiskiskip-
um hefði mönnum orðið tíðrætt
um hvort eftirlitsmyndavélar gætu
ekki komið í stað þeirra. Þessi
möguleiki hefði einkum verið
ræddur meðal útgerðaiTnanna.
Hann hefði því ákveðið að láta
gera athugun á því hvort slíkt
væri raunhæft út frá tæknilegum
og fjárhagslegum sjónarmiðum.
Því hafi hann skipað starfshóp
sem taki þetta sérstaklega til at-
hugunar. Friðrik Arngímsson,
framkvæmdastjóri LÍÚ, verður
formaður hópsins. Hann segir
Kanadamenn hafa gert tilraunir
með eftirlitsmyndavélar um borð í
fiskiskipum en því verkefni sé ekki
lokið. Reynsla verkefnisins sýni
hinsvegar að það sé vel fram-
kvæmanlegt.
Umræðan einkennst
af alhæfíngum
Friðrik sagði á fundinum að um-
ræðan um brottkast hefði að und-
anförnu einkennst af alhæfmgum
um að allir hentu öllum fiski undir
70 sentimetrum. „Sem betur fer er
málum ekki þannig háttað. Þau
dæmi sem könnuð hafa verið og
komið hafa fram í fjölmiðlum eru
valin, vegna þess að grunur lék á
að viðkomandi aðilar hentu fiski.
Staðreyndin er sú að megnið af
fiski af togurum og bátum er und-
ir 70 sentimetrum. Þeir sem helst
hafa komið fram í umræðunni
halda því fram að kerfið neyði þá
til að henda fiski vegna þess hve
leiguverð á aflaheimildum er hátt.
Þeir hinsvegar stjórna sjálfir
leiguverðinu með því að leigja til
sín heimildirnar. Megnið af mönn-
um sem gera út við Island núna
vildi eflaust hafa meiri kvóta. Þeir
hinsvegar leggja skipunum þegar
þeir eru búnir með kvótann sinn
eða þegar leiguverð er of hátt til
að menn hafi af því tekjur. Það
eru hinsvegar aðrir sem stunda
það að leigja til sín kvóta á alltof
háu verði og henda hluta af aflan-
um. Það er á engan hátt réttlæt-
anlegt og við teljum mikilvægt að
koma í veg fyrir brottkast og
munum taka þátt í því með stjórn-
völdum," sagði Friðrik.
Könnun á
brottkasti
Á blaðamannafundinum í gær
voru kynntar niðurstöður athug-
unar sem Fiskistofa gerði á
meintu brottkasti á sunnanverðum
Vestfjörðum í júní sl. Athugunin
er samskonar og gerð var á Snæ-
fellsnesi fyrir skömmu og greint
hefur verið frá í fjölmiðlum og
sagði Árni að væntanlega yrðu
slíkar athuganir gerðar á öllum
helstu útgerðarsvæðum landsins.
Hann lagði áherslu á að athugunin
væri ekki byggð á úrtaki heldur
væru teknir valdir aðilar þar sem
gi’unur léki á brottkasti. „Því
verður að fara varlega í að draga
ályktanir út frá þessum niður-
stöðum. Þær óneitanlega staðfesta
það að brottkast á sér stað í ein-
hverjum þeim mæli sem ég tel að
sé ekki ásættanlegt og vil ekki að
viðgangist á minni vakt.“
Arni sagði ekki ljóst á þessu
stigi hvað aðgerðunum yrði haldið
lengi áfram eða hvort þær yrðu
viðvarandi. „Ég geri mér grein
fyrir að vandamálið er ekki þess
eðlis að eftirlitskerfið eitt og sér
komi í veg fyrir brottkast. Það
þarf að verða ákveðin hugarfars-
breyting og menn þurfa að nálgast
auðlindina á ákveðnum siðferðis-
forsendum. Hinsvegar skiptir máli
að hafa eftirlit og almennt hjálpar
það okkur að rata veg löghlýðn-
innar.“
Ekki fiskveiði-
stjórnun að kenna
Árni sagði ekki ástæðu til að líta
á brottkast sem sérstakt vandamál
íslenska fiskveiðistj órnunarkerfis-
ins. „Flestir, ef ekki allir, þeir
sjávarútvegsráðherrar sem ég hef
átt samstarf við tala um brottkast
sem vandamál í þeim kerfum sem
þeir vinna eftir. Ekkert af þeim
kerfum er eins og það íslenska.
Við þekkjum brottkastsumræðuna
úr Smugunni, en þar voru veiðarn-
ar frjálsar, eins og umræðuna um
fiskveiðar við Island fyrir daga
kvótakerfisins,“ sagði Árni.
KRISTNIR menn á Ind-
landi eru aðeins um 3%
íbúanna, um 30 milljónir,
en þeir reka um fjórðung
allra heilbrigðis- og menntastofnana
í landinu, að sögn föður Martins sem
er kaþólskur prestm' og leiðtogi
hreyfingai-innar Social Action Mo-
vement, SAM, er vinnur að bættum
kjörum stéttleysingja. Hann tók á
dögunum við 30 milljón krónum sem
Hjálparstarf kirkjunnar hér á landi
hefur safnað og verður varið í þágu
ánauðugra, indverski’a bama. Faðir
Martin mun á fundi í Neskirkju í
dag, fimmtudag, lýsa því hvernig
samvinnuverkefnið er skipulagt og
féð notað. Fundurinn er kl. 21 en
klukkutíma fyrr, kl. 20, flytur hann
fyrirlestur um sambúð kristindóms
við önnur trúarbrögð og hugmynda-
fræði á Indlandi.
Þrælabörnin sem um ræðir eru í
borginni líanchipm’am, mörg starfa
í silkiverksmiðjum. Hjálparstarf
kirkjunnar hefur átt samvinnu við
hreyfingu föður Martins um aðstoð-
ina en alls vinna nú um 100 manns
fyrir hreyfinguna, nær allir stétt-
leysingjar, öðra nafni dalítar. Fimm
kiistnir menn vinna fyrir samtökin
en hinir eru hindúar.
„Margar indverskar konur ganga
í glæsilegum og oft dýrum sari úr
silki sem kemur fi’á þessum verk-
smiðjum án þess að vita að vinnuafl-
ið er börn sem oft eru þvinguð til að
halda áfram með því að krefja þau
um afborganir af skuldum sem þau
ráða ekki við. Foreldrar standast oft
ekki freistinguna, þurfa til dæmis fé
til að halda brúðkaup barna sinna og
vita að alltaf er hægt að fá vinnu
handa bömum, jafnvel smábömum.
Kaupið er ekki hátt á vestrænan
mælikvarða, sem svarar tveim doll-
urum á mánuði (um 150 krónur) en
fátæktin er mikil og fólk munar
samt um tekjurnar,“ segir faðir
Martin. „Séu bömin þjálfuð getur
kaupið verið fjórir dollarar fyrir
vinnu frá kl. sjö á morgnana til sjö á
kvöldin.
Fjárhæðin sem Islendingar söfn-
uðu er há þegar haft er í huga hve
fátt fólk býr hér og við emm afar
þakklát. Með þessum peningum get-
um við hjálpað 500 börnum, ætlum
að bjóða þeim í sumarbúðir fjarri
vinnustaðnum og leyfa þeim að leika
sér og nota tækifærið til að tala við
þau. Þar sem það er hægt ætlum við
að koma börnunum í grunnskóla,
greiðum skólagjöldin og kaupum
bækur handa þeim. Um 50 starfs-
menn okkar ætla að fara í
verksmiðjumar, ræða við börnin og
síðar foreldrana.
Vissulega er 500 ekki há tala og
mörg verða út undan, alls er talið að
Kaþólski presturinn
faðir Martin segir að
kristnir Indverjar sæti
ofsóknum af háifu nú-
verandi valdhafa sem
eru margir ofstækis-
fullir hindúar.
um 65.000 ánauðug börn séu í Ka-
nchipuram einni en það munar um
allt sem gert er.
Við reynum að fá foreldra ung-
linga sem em yfir skólaskyldualdri
til að leyfa þeim að mennta sig í
kvöldskólunum sem við höfum
stofnað en oft er við ramman reip að
draga. Verksmiðjueigendur og sum-
ir embættismenn reyna eftir getu að
bregða fyrir okkur fæti. Og foreldr-
arnir era oft tortryggnir og vonlaus-
ir, segja sér til afsökunar að mennt-
un sé hvort sem er einskis virði
vegna þess að atvinnuleysið sé svo
mikið. En mai’gir gera sér grein fyr-
ir því að þetta er rangt og við reyn-
um að höfða til samvisku þeirra. Við
höfum skipulagt foreldrafélög fyi-ú’
þá sem hafa hætt að láta börnin
vinna verksmiðjuvinnu. Þá fær fólk-
ið stuðning hvað af öðm.
Við ætlum að fá börnin í kvöld-
skólunum til að læra undirstöðuatr-
iði í einhverri iðngrein, trésmíði eða
vélvirkjun sem getur komið sér vel
af því að mikið er af vélhjólum á
Indlandi. Við gefum þeim líka tæki-
færi á afþreyingu og menningarvið-
burðum, reynum að gera skólana að
athvarfi sem þau geta leitað til því að
sum geta ekki farið heim tO sín eftir
vinnu. En ekki síst rekum við áróður
meðal almennings gegn þrælavinnu,
ræðum við fulltrúa stjómvalda og
eigendur vefstofanna, setjum upp
veggspjöld, gefum út bæklinga og
efnum til skemmtana og funda.
Við höfum reynt að leita réttar
þrælabarna fyiir dómstólum en
dómskerfið í Indlandi er afar sein-
virkt og lítill áhugi á að sinna slíkum
málum. Það getur tekið mörg ár og
barnið verið fullvaxið þegar loks
fæst niðurstaða.“
Á Indlandi er nú við völd ríkis-
stjórn bókstafstrúaðra og oft of-
stækisfullra hindúa sem reyna að
treysta sig í sessi með því að etja
hindúum gegn öðmm trúflokkum,
múslimum og kristnum en einnig
búddistum, segir faðir Martin. Hann
segir að andstaðan af hálfu ráða-
manna við kristna sé alls ekki af
trúarlegum ástæðum heldur sé um
hreinræktaða hagsmunabaráttu
þeirra að ræða, ótta við að fátækir
öðlist réttindi. Hindúismi sé vopn í
pólitískum átökum.
Leiðtogum hindúa er sérstaklega
í nöp við kristindóminn vegna boð-
skapar hans um jafnræði og réttlæti
sem þeir telja að gæti grafið undan
hagsmunum auðmanna og erfða-
stéttakerfinu. Kei’fið tryggir yfu’-
stétt og auðmönnum hræódýrt
vinnuafl úr röðum 200 milljónarétt- -<
lausra stéttleysingja, dalítanna, þar
á meðal dalítabamanna.
Faðir Martin segii’ aðspurður að
hægt sé að tala um ofsóknh’ gegn
kristnum síðustu tvö árin. „Ráðist er
á presta og nunnur á götum úti,
kveikt í kii’kjum og komið íyrir
sprengjum í þeim. Kirkjugarðar
hafa verið saurgaðii’. Það er skipu-
lögð barátta í gangi gegn kristnu
fólki á Indlandi." í kristindómi, is-
lam og búddisma era öflugai' hefðir
fyrir kærleika við meðbræður sína,
fyrir mannúð og þá einkum gagn-
vart börnum. Er ekki hægt að höfða
til samsvarandi þátta í hindúisma til
að afla stuðnings við að hlutskipti
dalíta sé bætt?
„Hindúismi er í eðli sínu tníar-
brögð ójafnræðis. Hann ýtii’ undir
ójafnræði og óréttlæti vegna þess að
ein af helstu kennisetningum hans
er að þjóðfélagið skiptist í erfða-
stéttir. Niðurstaðan er að 200 millj-
ónir Indverja, dalítarnir, era í sam-
ræmi við boð hindúisma taldar vera
á sama plani og dýrin. Ef einhver er
fátækur er það vegna þess að karma
hans mælir fyrir um fátækt, þetta
eru örlög hans.
Guð hefur að áliti hindúans ákveð-
ið að misréttið skuli vera með þess-
um hætti og því erfitt að fá hindúa til
að samþykkja að ástæðan sé einfald-
lega óréttlæti í samskiptum manna.
Þeir vilja frekar telja að fátækh- séu ^
latir eða di’ykkfelldir eða þá að Guð
hafi gert þá fátæka en þeim geti
farnast betur í næsta lífi.
Við reynum því frekar að höfða til
skynsemi hindúa sem em í miklum
memhluta á Indlandi. Við tölum líka
um mannleg gildi, sem á vesturlönd-
um era kölluð kristin gildi og höfð-
um til þeirra, til samviskunnar."
En hindúar sem gerast kristnir,
kasta þeir mörg þúsund ára hefðum
erfðastéttakerfisins fyrir róða?
„Svo auðvelt er það ekki, kerfið er
fyrir löngu orðið kjaminn í ind-
verskri þjóðarsál og menningu, ein *
af stoðum samfélagsins. Þeir verða
kristnir en halda því miður fast í
stéttahugsunina. Fólk af hástétt
finnur sér ekki maka af lágstétt og í
söfnuðum kristinna Indverja eru
einnig stéttleysingjar. Sagt er að
Indveiji geti skipt um trú, skipt um
maka, jafnvel skipt um foreldra en
ekki um stétt.“ ^