Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Lestin er að fara... SAMKEPPNISSTAÐA íslenskra fyrirtækja hefur veikst að undan- fómu, m.a. sökum skorts á sérmennt- uðu vinnuafli. Þetta kom fram í erindi Alm- ars Guðmundssonar, forstöðumanns grein- ingar og útgáfu FBA, á ráðstefnu sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir nýverið. Þá kom einnig fram í erindi Almars að atvinnurekendur á suð- ^vesturhominu vildu um 'þessar mundir fjölga starfsfólki en atvinnu- rekendur á lands- byggðinni vildu fækka hjá sér. Þessi greining er samhljóma könnun sem Markaðs- og at- vinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar lét gera árið 1998 meðal fyiirtækja á svæðinu undir yfirskriftinni ,A-t- vinnulíf ogmenntun á Suðurnesjum“. Markmið þessarar könnunar var að reyna að spá fyrir um þörf atvinnu- lífsins fyrir vinnuafl og menntun launþeganna næstu 5 árin þar á eftir. Skýrslan sem geymir niðurstöður _ könnunaiinnar ber heitið „Reykja- nes 2003“ og birtir spá um íbúaþró- un, þátttöku í atvinnulífi, þróun at- vinnuleysis og skiptingu ársverka. Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að skortur yrði á faglærðu starfsfólki, þó einkum faglærðum iðnaðarmönnum. Þá töldu forsvars- menn fyrirtækja að talsverðai- breytingar þyrftu að verða á næstu 3-5 áram hvað mennt- un varðaði, atvinnulífið myndi gera kröfur um meiri menntun og þá sérstaklega iðngrein- amar. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist þessa dagana með því minnsta á landinu, var í maí sl. 0,8% og hefur ekki verið minna síðan 1988. Þenslan í samfé- laginu hefur því ekki farið fram hjá sveitar- félögum á Suðurnesj- um en þar er næga at- vinnu að hafa í ýmsum atvinnugreinum auk þess sem búseta á svæðinu býður upp á flesta kosti höfuðboi'garsvæðisins án þess þó að íbúar verði varir við hraðann og streituna sem fylgir búsetu innan þess. Byggðaþróun erlendis hefur undanfarin ár veríð með þeim hætti að sífellt eftirsóknarverðara er að búa í úthverfum stórborganna, utan skarkalans en í nálægð við alla helstu þjónustu. Suðurnesin ættu því að vera góður kostur fyrir fólk sem kýs að búa í nálægð við höfuðborgar- Menntun Góð almenn menntun er af hinu góða, segir Helga Sigrún Harðar- dóttir, en einnig er þörf á að viðhalda þeirri þekkingu og reynslu sem þegar er til staðar í atvinnulífinu. svæðið en njóta samt sem áður þeirra þæginda sem fylgja því að búa í minni sveitarfélögum. I Reykjanes- bæ er öflugur framhaldsskóli sem sinnir þörfum unga fólksins og mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum sem sinnir þörfum atvinnulífsins fyr- ir símenntun auk þess að bjóða upp á háskólanám í fjarkennslu frá Háskól- anum á Akureyri. Allir í framhaldsnám? Góð almenn menntun er mjög af hinu góða en einnig er mikil og sívax- andi þörf á að viðhalda þeirri þekk- ingu og reynslu sem nú þegar er til staðar í atvinnulífinu. Menntun er ekki einungis það að stimpla sig inn í skóla og ljúka prófi með formlegum hætti heldur einnig það að sækja aukna þekkingu og fæmi með markvissum og meðvituð- um hætti. I samfélagi sem sífellt krefst meiri þekkingar verður leið- andi hlutverk endurmenntunarstofn- ana og miðstöðva símenntunar æ mikilvægara. Með nánu samstarfi at- vinnulífs, bæjar- og sveitarstjórna, menntastofnana og verkalýðs- og vinnuveitendafélaga er mögulegt að halda mikilvægri þekkingu inni í fyr- irtækjum og viðhalda nauðsynlegri þjálfun vegna tækniframfara og nýj- unga í atvinnulífinu. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir landsbyggðina sem með öflugri menntastefnu getur orðið samkeppnisfær við höfuðborg- arsvæðið um eftirsóknarverð störf. Aður fyrr var það starfsöryggið sem launþegarnir sóttust eftir hjá vinnu- veitendum. í dag er það góð mennta- stefna fyrirtækja sem sker úr um hver þeirra geta valið úr hæfum um- sækjendum. Já, en nú er góðæri! Nú kann einhverjum að finnast þessar hugleiðingar tímaskekkja í góðærinu þegar næg atvinna er fyrir alla og enginn þarf að óttast það að fá ekki „eitthvað“ að gera. En er „eitt- hvað“ nóg? í góðæri fá þeir sem era vel þjálfaðir og búa yfir fæmi á sínu sviði betri starfstækifæri sem skila sér samkvæmt könnunum beint í launaumslagið að ekki sé talað um starfsánægju og almenna vellíðan. Flestum finnast einnig forréttindi að „fá að vinna við það sem þeim finnst skemmtilegt". í mörgum tilvikum getum við sjálf haft áhrif á þau rétt- indi með markvissu vali menntunar en góð menntastefna atvinnurekenda sem vinna stöðugt að því að gera launþega sína að öflugri starfskröft- um getur gert gæfumuninn fyrir ein- staklinginn og um leið fyrirtækið. Hvar get ég fengið ráðgjöf um minn starfsframa? Nú hafa því miður ekki allir greið- an aðgang að stai’fsráðgjöf en innan stórra fyrirtækja era starfandi sí- menntunarfulltrúar sem huga að sí- menntun starfsmannanna. Stéttarfé- lög hafa í einhveijum mæli boðið upp á slíka þjónustu, svæðisvinnumiðlan- ir bjóða ráðgjöf fyrir atvinnulausa og ráðgjafarfyrirtæki eins og Hollráð bjóða einstaklingsbundnar lausnir fyrir almenning. Þá era náms- og starfsráðgjafar starfandi inni í flest- um framhaldsskólum sem sinna þessu hlutverki auk ráðgjafa í sum- um grunnskólum. Gera má ráð fyrir að símenntunar- miðstöðvar á landsbyggðinni taki í auknum mæli að sér það hlutverk að finna þegnunum þá staði í atvinnu- lífinu sem hæfa hverjum og einum og gera einstaklingsbundnar áætlanir um starfsframa. Þótt ræna megi manninn flestu er menntun eitt af því sem ekki verður frá manni tekið og mennt er vissu- lega máttur. Höfundur er a tvinnuráðgjafi Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar. Helga Sigrún Harðardóttir Herkostnaður í stríðinu Faglegir fordómar ÞAÐ er oft talað fjálglega um að við ís- lendingar séum her- laus þjóð sem stöndum ekki í neinu stríði. Það er reginmisskilningur. Við stöndum svo sann- arlega í stríði alla daga, stríði sem kostar okkur allt of mikið hvort sem litið er til peninga eða mann- legra þjáninga og jafn- vel dauða. Þetta stríð er ólíkt öðrum stríðum að því leyti að í stað þess að gerðir séu út af ^örkinni þjálfaðir her- menn til þess að berja á óvininum stöndum við öll frammi fyrir honum, oft á tíðum óviðbúin og óþjálfuð. Ovinurinn berst á ótal víg- stöðvum og er sífellt tilbúinn til árásar ef við slökum á árvekninni. Það er óvinurinn sem fær okkur til þess að keyra of hratt miðað við aðstæður og kemur okkur í aðra þá stöðu að við ráðum ekki lengur við gang mála. Það er talið að umferðarslysin ein hafi kostað okkur 18.000.000.000 kr á síðasta ári og þá eru hvorki þján- ingar þeirra sem slösuðust eða lét- ust né allra þeirra aðstandenda sem eiga um sárt að binda teknar með í reikninginn. Ef þessi upphæð skipt- ist á milli okkar allra fengi hver fjögurra manna fjölskylda 730 krónur á dag alla daga ársins. Fyrir þá upphæð gæti fjölskyldan farið í bíó fjórða hvern dag og boðið öllum meðlæti með bíómiðanum eða skellt sér í þriggja vikna sólarlandaferð á hverju sumri. Þetta er þó bara herkostnaðurinn í einni orrustu af mörgum í stríðinu við slysin. Við stöndum frammi fyrir andskota okkar nánast hvar sem við erum og sorglega margir bardagar ^apast sem við hefðum getað unnið með svolítilli forsjálni og umhugs- un. Sem betur fer eigum við marga Vestur-íslendingar leita ættingja sinna hér heima. Sjá: www.kristur.net sjálfboðna hermenn sem berjast af ósér- hlífni og ætlast ekki til annarra launa en að sjá nokkum árangur af starfi sínu. Þetta eru félagar í Slysa- varnafélaginu Lands- björg og mörgum öðr- um félögum sem hafa það sem áhugamál að berjast fyrir velferð samferðarmanna sinna. Það er þó ekki nóg að allt þetta ágæta fólk leggi sig allt fram, það verður að fara fram allsherjar hervæðing, hver einasti maður verður að grípa til vopna ef von á að vera til þess að vinna orrusturnar og að lokum stríðið allt. Grípum því til vopna og leggjum til atlögu. Umferðarslys Það er óvinurinn, segir Kristján Friðgeirsson, sem fær okkur til þess að keyra of hratt miðað við aðstæður og kemur okkur í aðra þá stöðu að við ráðum ekki lengur við gang mála. Vopnin eru aukin árvekni, breytt afstaða til notkunar á öryggisbún- aði eins og bílbelta og stöðug skoð- un á umhverfi okkar með slysa- varnagleraugum. Með því að hver einasti Islend- ingur sé virkur í baráttunni, skipti sér af og gæti bæði sín og bróður síns getum við unnið margar orrust- ur og afvopnað óvininn í öðrum og þá höfum við efni á að halda margar Þingvallahátíðir á hverju sumri. Höfundur er erindreki slysavama- sviðs Slysavamafélagsins Landsbjargar. ÞAÐ er kýrskýrt hvers konar tónlistar- stefnu Kristín Björk Kristjánsdóttir aðhyll- ist ef nafn hennar er slegið inn sem leitarorð í gagnasafni mbl.is og rýnt í tónlistarumfjöll- un hennar í Morgun- blaðinu. Hún hælir við hvert reipi öllu því sem telst vera út við jaðar- inn í íslenskri tónlistar- flóra, ekki síst ef um svokallaða raftónlist er að ræða. Öðra hvoru brýst svo púki út í henni með bullandi þörf til sjálfsupphafningar og réttlætingar augljóslega þröngum tónlistarsmekk. Þannig má sjá fyrirsögnina „Hátal- aramorð og snilld" í umfjöllun hennar um plötu Stilluppsteypu á síðasta ári og segir þar í niðurlagi: „Eg myndi viija heyra þessa plötu á skelfilega háum styrk í tíu sinnum betri hátölur- um en mínum og renna niður einum köldum um leið.“ Fyrirsögnin í dómi um Plötu Saktmóðigs er: „Kæruleys- isleg logsýra úr raksápubrúsa“ og þar segir í niðurlagi: ,Annars skelli ég Plötu hiklaust á topp tíu yfir bestu fyllerísplötur ársins." Við annan tón kveður í umfjöllun um síðustu plötu Skítamórals. Fyrirsögnin þar er: „Tómlegir slagarabrannar" og niður- lagið: „Það lepur enginn úr slagara- brannum Skítamórals á þessari plötu því þeir eru heldur tómlegir.“ Sam- kvæmt þeim mælikvörðum sem Kristín augljóslega styðst við til að meta gæði tónlistar er skiljanlegt að henni hafi brugðið þegar hún sá að kostunaraðili hljómleika Selmu Bjömsdóttur og hljómsveitar hennar í Háskólabíó var Mjólkursamsalan en ekki umboðsaðili áfengis eins og oft er og full ástæða til að ætla að henni líki betur. í upphafi umfjöllunarinn- armá sjá glósu og tilvísun til tónlistar Selmu sem iðnaðar. Hvort skyldi nú vera meiri iðnaðarmennska handspil- uð tónlist Selmu eða segulbanda- vædda raftónlistin sem gefur Krist- ínu rafstuð í tærnar samkvæmt eigin lýsingu? Sami orðhengilsháttur er viðhafður þegar hún kemst að þeirri niðurstöðu að lög Þorvaldar Bjama séu nokkurs konar meðallög. Engin viti borin svör era við al- hæfingum af þessu tagi. Áfram heldur mein- fysnin með fullyrðingu um að Selma hafi fengið áheyrendur til þess að klappa saman höndun- um með því að segja „put your hands to- gether,“ á milli laga. Yf- ir þessu er fárast aftur og aftur í umfjölluninni. Eg var á þessum sömu hljómleikum og heyrði Selmu hvetja áheyrend- ur með því að segja: „Leyfið mér að sjá hendur“ inni í nokkram lögum. A milli laga tal- aði hún til áheyrenda á skýrri ís- lensku. Annars ber svo til að öll þjóðin getur fengið að sjá og heyra hljóm- Gagnrýni Það er ófaglegt í hæsta máta, segir Steinar Berg ísleifsson, þegar gagnrýnendur hafa fyrirfram neikvæða af- stöðu til tónlistar og tónlistarfólks sem þeir eiga að fjalla um. leikana í Sjónvarpinu og Rás 2 nú á næstunni. Þá gefst kostur á að sjá hvaða ástæðu blaðamaður hafði til þess að sakfella og dæma til þess er virðist að skapa sér neikvæðan út- gangspunkt í skrifum sínum. Þá upplýsist óvart að blaðamaður þekkti ekki til plötu Selmu sem kom út á síðasta ári enda vinsælasta plata ársins og fellur þannig sjálfkrafa elcki að þeirri rafvæddu elítu sem Kristín virðist vilja tilheyra. í forandran spyr hún sig spuminga þegar hún heyiir útgáfur af tveimur lögum sem Þor- valdur Bjami, samstarfsmaður Selmu, samdi upphaflega fyrh- Todmobile og er að finna á ensku (eins og öll hin lögin) á plötunni. Er það ámælisvert að leitað skuli í Krislján Friðgeirsson Steinar Berg ísleifsson smiðju samstarfsaðila eftir góðum lögum með það að markmiði að koma þeim á framfæri utan íslands? Og að þau skuli flutt í þeim útgáfum sem eru á plötunni? Áfram heldur svo yfir- borðskennd leit eftir höggstað og af takmarkaðri sannleiksást með full- yrðingu um að „flest lögin hafi verið eftir Þorvald Bjama, utan þeirra sem ekki vora gamlir diskósmellir". Stað- reyndin er að öll lögin voru eftir Þor- vald Bjama við texta Selmu og Svein- bjöms Baldvinssonar. Aðeins eitt var ekki eftir þau. Stef sem stuðst var við til kynning- ar á hljómsveitarmeðlimum er þá ekki meðtalið. Það er ófaglegt í hæsta máta þegar gagnrýnendur hafa fyrirfram nei- kvæða afstöðu til tónlistar og tónlist- arfólks sem þeir eiga að fjalla um. Tilraunir til að breiða yfir slíkt af- hjúpa enn frekar fordóma og áhuga- leysi á viðfangsefninu. Mestur hluti skrifanna um tónleika Selmu eru upp- hafnar sjálfsbyrgingslegar vanga- veltur og rangfærslur af sama toga. Við lesturinn vakna margar spurn- ingar. Hvaða faglegu forsendur hafði Morgunblaðið til þess að senda þenn- an blaðamann á tónleika Selmu? Mátti ekki vera Ijóst hver útkoman yrði? Hafði blaðið ekki yfir að ráða manneskju sem gat nálgast viðfangs- efnið á grandvelli fagþekkingai'? Er réttlætanlegt að sverta mannorð og feril listamanns með fordómaíúllum skrifum undir yfii'skini faglegrar tónlistarumfjöllunar? Er hægt að halda því fram með einhveijum rökum að umfjöllunin hafi verið greinargóð og réttmæt lýsing, sann- gjöm gagnrýni, metrtaðarfull úttekt eða upplýsandi fyrir lesendur blaðs- ins? Það ber að virða skrif og álit gagnrýnenda á tónleika og aðra list- viðburði. Jafnframt verður að ganga út frá þvi að viðkomandi hafi faglegar for- sendur til slíkrar umfjöllunai’. Kredd- ur og óyfirveguð framsetning geta varla verið þær forsendur sem rit- stjórar vilja leggja til grundvallar í umfjöllun Morgunblaðsins jafnvel þó „einungis" sé um popptónleika að ræða. Ef íþróttaumfjöllun blaðsins lyti sömu lögmálum væri blak hafið til skýja en knattspyma úthrópuð á síð- um blaðsins. Og ef pólitísk umfjöllun blaðsins lyti sömu lögmálum hefði Morgunblaðið lagt upp laupana vel á undan Þjóðviljanum sáluga. Með allri virðingu fyrir blaki, kommúnistum, jaðai’tónlist og Morg- unblaðinu. Höfundur hefur stundað útgafustarfsemi á fslenskri tónlist Í25ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.