Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
•*/
Ræktar þú garðinn þinn?
Sameinaðu kosti Heímilislínu og Heimilisbarika
Landbúnaðarsýningin Bú 2000 - Landbúnaður er lífsnauðsyn
/
Ahersla
lögð á
tölvunotk-
un bænda
Skúturnar á leið til Frakklands
Forstjóri Fjármálaeftirlits
Skiptingí
áhættusvæði
heimil
Hins vegar hefði stofnunin ekki
tekið afstöðu til hækkana Sjóvár-
Almennra.
LANDBÚNAÐARSÝNINGIN Bú
2000 - Landbúnaður er lífsnauð-
syn hefst í dag í Laugardalshöll.
Þetta er vöru- og þjónustusýning
og munu bændasamtökin leggja
áherslu á að sýna tölvunotkun
bænda og kynna ný forrit sem
eru eða eru væntanleg á markað-
inn að sögn Sigurgeirs Þorgeirs-
son framkvæmdastjóra Bænda-
samtakanna.
„Forritin eru ýmist hönnuð hér
eða keypt að utan og aðlöguð
okkar aðstæðum,“ sagði hann.
„Við munum sýna nýtt forrit, fs-
kú, sem er nýkomið til bænda og
við leigjum frá Noregi en höfum
breytt í samráði við höfundinn og
er það fullkomnara en það sem er
í Noregi. Við erum með sam-
tengdan banka í kynbótaræktun
nautgripa og reyndar í öllum bú-
greinum, þar sem reiknaðar eru
út kynbótaeinkunnir fyrir naut-
gripina en þetta nýja forrit gerir
það að allir gagnaflutningar til
okkar fara um Netið eða frá
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Undirbúningur fyrir landbúnaðarsýninguna var á lokastigi í Laugardalshöll í gær.
bóndanum til okkar og siðan fara
niðurstöðurnar aftur til bóndans.
Þetta er senniiega nýjung í heim-
inum.“
Sigurgeir sagði að verið væri
að þróa sambærilegt íslenskt for-
rit fyrir sauðfjárrækt sem upp-
haflega var skrifað af bónda í
Vatnsdal.
„Þá munum við meðan á lands-
móti hestamanna stendur undir-
rita samning við Heimssamband
íslenskra hestaeigenda erlendis
um að taka inn í okkar gagna-
banka aila útreikninga og þar
með kynbótaútreikning fyrir Is-
landshesta hvar sem þeir eru í
heiminu og erum við að vinna
miklar endurbætur á hrossafor-
ritinu þannig að það verði einnig
sent um Netið," sagði Sigurgeir.
Morgunblaðið/porkell
Islenska skútan Besta hélt i gær áleiðis til Frakklands ásamt níu öðruin
skútum, en hún tekur þátt í siglingakeppni á milli landanna.
Hvalir fylgdu Bestu
út Faxaflóann
ALÞJÓÐLEGA siglingakeppnin,
Skippers d’Islande, sem íslenska
skútan Besta tekur þátt í, hélt
áfram í gærmorgun er skúturnar
tíu héldu til baka til hafnarbæjarins
Paimpol á Bretaníuskaga í Frakk-
landi. Ræst var með fallbyssu Land-
helgisgæslunnar og eiga skúturnar
um 1.330 mílna leið fyrir höndum
og er reiknað með 7-13 daga sigl-
ingartíma.
Þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við Baldvin Björgvinsson,
skipstjóra Bestu, í gærkvöld, var
skútan að nálgast Reykjanesvitann.
Hann sagði að siglingin út Faxaflóa
hefði verið leiðinleg, þar sem lítill
sem enginn byr hefði verið og að
það sem helst hefði skemmt mönn-
um hefðu verið hvalirnir sem
fylgdu skútunni meðfram Reykja-
nesinu.
I gærkvöld var ein skúta á undan
Bestu, en Baldvin sagðist gera ráð
fyrir því að ná henni í dag eða á
morgun.
Þess má geta að þrátt fyrir að
koma fyrst í mark í keppninni frá
Paimpol til Reykjavikur er Bestaj
niunda sæti í keppninni, en keppt
er eftir forgjöf, sem er óhagstæð
Bestu þar sem hún er stærri og
hraðskreiðari en hinar keppnis-
skúturnar.
PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, segir að
stofnunin telji að tryggingafélögin
hafi lagalegar heimildir til að
leggja mismunandi há iðgjöld á
bíleigendur eftir búsetu.
„Þetta er ekki eitthvað sem er
nýtekið upp; landinu hefur verið
skipt í áhættusvæði í áratugi,"
sagði Páll Gunnar og sagði að yfir-
lýsingar Sjóvár-Almennra nú
beindust fyrst og fremst að breyt-
ingu á uppbyggingu áhættusvæðis-
skiptingarinnar. „Áhættusvæða-
skipting hefur verið rökstudd með
því að hættan á tjóni geti verið
mismunandi eftir aðstæðum, þann-
ig að það að skipta landinu eftir
áhættusvæðum er ekki óeðlilegt að
okkar mati. Þetta er auðvitað
byggt á þeirri forsendu að menn
aki mest á því svæði þar sem þeir
eiga heima. En þetta eru ekki full-
komin vísindi," sagði hann.
Hins vegar sagði Páll Gunnar
það skoðunaratriði hvernig menn
útfærðu slíka svæðisskiptingu en
kvaðst ekki reiðubúinn að tjá sig
um það að svo stöddu.
Hann sagði að fjármálaeftirlitið
fylgdist með málinu enda væri það
eitt af hlutverkum þess lögum
samkvæmt að fylgjast með hækk-
unum af þessu tagi.
Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari
vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi.
Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum
og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma.
HEIMILISLlNAN
®BÚNAÐARBANKINN
Tmtmrbanki
www.bLls
Kortabók Máls og
menningar
Morgunblaðið/Þorkell
ORN Sigurðsson forstöðu-
maður kortadeildar Máls
og menningar með nýju
Kortabókina, sem hlaut 1.
verðlaun í alþjóðlegri sam-
keppni um bestu kortagerð
ársins 2000.
Besta
korta
gerð árs-
ins 2000
KORTABÓK Máls og menn-
ingar, sem gefin var út í júní
sl. og ætluð er þeim sem ferð-
ast um vegi landsins, hlaut
fyrstu verðlaun á alþjóðlegri
ráðstefnu um kortagerð og
landupplýsingar, sem haldin
var í Kaliforníu.
„Við fórum með bókina á
stærstu ráðstefnu kortagerð-
armanna sem um getur um
kortagerð og landupplýsinga-
kerfl,“ sagði Örn Sigurðsson
forstöðumaður kortadeildar.
Þátttakendur voru
um 10 þúsund
„Þátttakendur voru um 10
þúsund frá fjölmörgum þjóð-
löndum og kepptu þúsund
kort til verðlauna í sam-
keppni um bestu kortagerð
ársins 2000. Við erum að
sjálfsögðu í sjöunda himni
með verðlaunin."
Kortabókin, sem unnin er
af Hans H. Hansen korta-
gerðarmanni, fékk 1. verð-
laun í hópi kortaflokka og
kortabóka og sagði Örn að
gaman væri að geta þess að
fjórðungskortin frá Mál og
menningu, sem eru þau sömu
og í bókinni fengu 1. verðlaun
í sama flokki á síðasta ári.
„Það er algert einsdæmi að
fyrirtæki fái þessi verðlaun
tvö ár í röð því við erum til
dæmis að keppa við National
Geographic og US Geological
Survey,“ sagði hann. „Þetta
bætir verulega samkeppnis-
stöðu okkar til dæmis gagn-
vart Landmælingum íslands
og er ánægjulegt að vita til
þess að einkarekin kortagerð
skuli vera orðin þetta góð.
Bókin er sniðin fyrir þá sem
eru að ferðast um landið á bíl
og sem slik er hún mjög góð.
Þarna eru einnig kort yfir
helstu þéttbýlisstaði landsins
ásamt ítarlegri nafnaskrá.“
Islenski
hesturinn í
opinberar
móttökur
VALDIR hafa verið úrvals hest-
ar og knapar úr hópi færustu
reiðmanna til að taka þátt í opin-
berum móttökum að því er fram
kom í eiindi GuðnaÁgústssonar
landbúnaðarráðherra á ríkis-
stjómarfundi í gærmorgun.
„Nú bíðum við bara spenntir
eftir fyrsta gestinum sem fær að
njóta þess að sjá íslenska hest-
inn og hestamenn i þessu nýja
hlutverki," sagði Guðni.
Guðni sagði að búið væri að
skipa sýningarstjóm með full-
trúum frá landbúnaðarráðu-
neyti, Landssambandi hesta-
manna og Félagi
tamningamanna og að stjórnin
hefði ráðið Eystein Leifsson,
hestamann í Mosfellsbæ, í starf
sýningarstjóra. Sýningarstjór-
inn myndi annast val á hestum
og knöpum ásamt þjálfun sýn-
ingarliðs. Landslið hestamanna,
sem skipað yrði 8 til 10 reið-
mönnum, myndi taka þátt í op-
inberum móttökum og öðmm
opinberum athöfnum eftir því
sem ráðuneyti og stofnanir rík-
isins óskuðu.
Guðni sagði að einkaaðilum
yrði einnig gert kleift að kaupa
slíka sýningu ef þeir hefðu
áhuga á.