Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl6691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Þrír slösuðust alvarlega í árekstri tveggja fólksbfla við Hellu Ljósmynd/Benedikt Jónsson Fimm voru fluttir á slysadeild, þar af þrír alvarlega slasaðir, eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á Suðurlandsvegi við Hellu. Einn sagður í lífshættu HARÐUR árekstur tveggja fólks- bfla varð í Varmadal, rétt austan við Hellu á Rangárvöllum, laust fyrir klukkan fimm í gærdag. Að sögn lög- reglu voru alls fimm manns í bflun- um tveimur og voru þeir allir fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, fjórir með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar og einn með sjúkrabifreið. Að sögn læknis á slysadeildinni eru þrír mjög alvarlega slasaðir og er einn af þeim talinn vera í lífshættu. Bflamir eru báðir gjörónýtir. Að sögn lögreglu voru bflarnir á leið í gagnstæðar áttir þegar þeir rákust á. Fjórir voru í bílnum sem var á leið austur, ökumaður og þrír farþegar og eru þeir allir á fertugs- aldri. Fólkið var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild- ina, en það voru farþegarnir þrír sem slösuðust mjög alvarlega. Ökumaður bflsins sem var á leið vestur, kona um tvítugt, slasaðist nokkuð. Klippur þurfti til að ná henni út úr bíinum og var hún flutt með sjúkrabifreið á slysadeildina. Að sögn lögreglu eru orsakir slyssins ókunnar. Ekki er talið að bflarnir hafi verið á ofsahraða. Lög- reglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum að slysinu. Banaslys við V atnsfellsvirkjun Lést er krani fell 25 m ofan í aðveitu- skurð MAÐUR lést er 45 tonna bílkrani, sem hann var að stjórna, féll 25 metra ofan í að- veituskurð við Vatnsfellsvirkj- un um klukkan 16.30 í gærdag. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við lög- regluna á Selfossi, en hún sagði að maðurinn hefði verið á sextugsaldri. Verið var að steypa botninn í skurðinum þegar slysið átti sér stað og stóð kraninn uppi á brúninni. Að sögn lögreglu eru orsak- ir slyssins ókunnar, en Vinnu- eftirlitið og rannsóknarlög- reglan mættu strax á vettvang og stendur rannsókn á tildrög- um slyssins enn yfir. Aðgerðir gegn brottkasti Eftirlitsmönnum fjölgað til muna EFTIRLITSMÖNNUM sjóeftirlits Fiskistofu verður fjölgað um a.m.k. helming í því skyni að kanna og koma í veg fyrir brottkast á íslands- miðum. Þetta er liður í aðgerðum ^g^egn brottkasti sem Árni M. Math- Sleipnisdeilan Fundur fram á nótt SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins, sem hófst klukkan 16 í gær, stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun. „Það þokast hægt,“ sagði Þórir Einarsson ríkissáttasemjari, í sam- _íali við Morgunblaðið. Aðilar hafa náð samkomulagi um ýmsa þætti nýs kjarasamnings en deila enn um launaliði. Þórir stað- festi þó að fyrir lægi sameiginlegur skilningur á því að gengið yrði út frá 90 þús. króna byrjunarlaunum. iesen, sjávarútvegsráðherra, kynnti í gær. Þegar hefur verið ákveðið að fjölga eftirlitsmönnum sjóeftirlitsins úr 5 í 10 og verður öðrum 5 bætt við um áramót ef þurfa þykir. Kostnað- ur við 5 eftirlitsmenn er áætlaður um 30 milljónir króna á ári. Ráðherrann hefur skipað sérstaka verkefnis- stjórn sem skipuleggja á og sam- ræma aðgerðir þeirra aðila sem koma að eftirliti á sjó. Þá mun nefnd um umgengni um auðlindir sjávar leggja sérstaka áherslu á brottkast, auk þess sem samið hefur verið við Gallup um gerð sérstakrar könnunar á umfangi og ástæðum brottkasts. Ennfremur hefur ráðherrann skipað starfshóp sem kanna mun möguleika á notkun eftirlitsmyndavéla um borð í fiskiskipum. Sjávarútvegsráðherra kynnti einnig í gær niðurstöður athugunar Fiskistofu á meintu brottkasti á sunnanverðum Vestfjörðum. Sagði ráðherrann að athugunin staðfesti að brottkast væri stundað og brýn ástæða væri til aðgerða. ■ Vil ekki/40 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Reynir Pétur Ingvarsson og Lúðrasveit Reykjavíkur fóru fyrir göngu gesta að Sólheimum í gær. 75 milljónir fara til byggingar vistmenningarhúss SIV Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra tilkynnti í gær að ríkis- stjórnin hefði fallist á tillögu hennar að veija 75 milljónum króna á næstu þremur árum til byggingar vist- menningarhúss að Sólheimum í Grúnsnesi. Húsið verður kennt við Sesselju Sigmundsdóttur stoftianda Sólheima, en í gær voru einmitt liðin 70 ár frá því að Sesselja hóf starf sitt að Sólheimum. Sesseljuhús er hugsað sem sýn- ingar- og fræðslusetur í umhverfis- málum fyrir almenning, fyrirtæki, stofnanir og stéttarfélög. Húsið verður að mestu byggt úr lífrænum endumýjanlegum efnum og allri orku- og vatnsnotkun í húsinu verð- ur stillt í hóf og þannig leitast við að sýna fyrirmyndarlausnir í umhverf- ismálum. Húsið verður með gras- þaki og einangrað með endurunnum pappír. Torfhleðsla verður við út- veggi. Notast verður við vistvæna orkugjafa og á framhlið hússins verða sólarsellur þannig að það verði sem mest sjálfbært í öflun raf- orku. Áætlað er að bygging Sesselju- húss kosti 110 milljónir og munu Sól- heimar útvega það fé sem á vantar. Umhverfisráðherra mun skipa sér- stakt fagráð yfir húsið sem verður stjórnendum Sólheima til ráðgjafar um faglega áherslu í rekstri hússins. í gær var formlega opnað hand- verkshús að Sólheimum, kennt við Ingu Berg Jóhannsdóttur. Húsið var fjármagnað með framlögurn um 1.600 fyrirtækja. Þetta er þriðja hús- ið sem byggt er á Sólheimum á fimmtán árum sem eingöngu er fjár- magnað með framlögum einstak- linga og fyrirtækja. Samtals nema þessi framlög yfir 200 milljónum króna. ■ Ríkissjóður/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.