Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristinn
Jakkinn er prjónaður úr Funny-pelsgarni sem er einstaklega mjúkt og
þægilegt að vera í. Fyrirsæta: Vilborg Magnúsdóttir.
Hönnun: Sandnes
Prjónakona: María Markúsdóttir
Garn - Funny-pelsgarn:
upplýsingar í síma 565-4610
Blátt 5836: 4-5-5-6-6-7 dokkur
Stærðir: 2-4-6-8-10-12 ára
Yfírvídd: 74-78-82-86-90-94 cm.
Sídd: 34-38-42-46-50-53 cm.
Ermalengd: 24-27-30-34-37-40
cm.
Prjónar: Hringprjónar og sokka-
prjónar
nr. 3,5 og 4,5.
Tölur : 5-5-6-6-6-7 stykki
Prjónfesta: 20 lykkur í sléttu
prjóni á prjóna nr. 4,5 = 10 cm.
Ath. Áður en byrjað er að prjóna
er gott að merkja með penna allar
þær tölur sem tilheyra þeirri
stærð sem valin er.
Fram og bakstykki:
Fitjið upp með hringprjón nr.
3,5 138 - 146 - 150 - 158 - 162 - 170
lykkjur og prjónið slétt fram og til
baka alls 2 cm = garðaprjón.
Skiptið yfír á hringprjón nr. 4,5 og
aukið í með jöfnu millibili 10 - 10 -
14 -14 - 18 -18 lykkjur = 148 -156
- 164 - 172 - 180 - 188 lykkjur.
Prjónið áfram slétt prjón, þ.e.a.s.
slétt á réttu og brugðið á röngu.
Fyrsta og síðasta lykkja eru alltaf
-^prjónaðar slétt = kantlykkjur. Það
er gott að setja nælu á réttuna til
að átta sig strax á hvort er réttan
Jakki úr
Funny-
pelsgarni
eða rangan. Þegar flíkin mælist 18
- 21 - 24 - 27 - 30 - 32 cm, skiptist
hún í fram og bakstykki þannig: 37
- 39 - 41 - 43 - 45 - 47 á hvoru fram-
stykki og 74 - 78 - 82 - 86 - 90 - 94
lykkjur á bakstykki. Prjónið hvern
hluta fyrir sig.
Framstykki: Prjónið þar til
handvegur mælist 11 -12 -13 - 13 -
14 -15 cm. Fellið af í hálsmáli 7-8
-9-9-10-11 lykkjur einu sinni
og síðan 2 lykkjur tvisvar sinnum
og síðan 1 lykkju þar til eftir
standa 24 - 25 - 26 - 27 - 28 - 29
lykkjur á öxlinni. Fellið af þegar
handvegur mælist 16 -17 -18 -19 -
20 - 21 cm.
Bakstykki: Prjónið þar til vantar
1,5 cm í fulla sídd. Fellið þá af
miðjulykkjurnar 20 - 22 - 24 - 26 -
28 - 30 og prjónið síðan hvora öxl
fyrir sig. Fellið næst tvær lykkjur
einu sinni og síðan eina lykkju einu
sinni á öllum stærðum við hálsmál-
ið. Fellið síðan lykkjurnar af þegar
fullri sídd er náð. Prjónið hina
hliðina eins.
Ermar:
Fitjið upp á hringprjón nr. 3,5
40 - 40 - 42 - 42 - 44 - 44 lykkjur og
prjónið fram og til baka. Aukið í
eftir 2 cm. eina lykkju í hvorri hlið.
Setjið lykkjurnar yfir á sokka-
prjóna nr. 4,5 og prjónið áfram í
hring. Aukið í með tveggja cm.
millibili á samskeytunum um tvær
lykkjur (ath. það þarf að auka í að-
eins hraðar í restina) eða þar til
lykkjurnar eru orðnar 64 - 68 - 72 -
76 - 80 - 84 í allt og ermasídd er
náð. Fellið passlega laust af.
Frágangur:
Saumið axlir saman. Saumið
saman kantana neðst á ermunum
og saumið þær í handveginn.
Hálskantur: Prjónið upp með
prjón nr. 3,5 ca. 70 - 74 - 78 - 82 -
86 - 90 lykkjur og prjónið 1,5 cm.
slétt prjón fram og til baka =
garðaprjón. Fellið af með sléttum
og brugðnum lykkjum.
Vinstri listi: Prjónið upp með
prjón nr. 3,5 ca. 10 lykkjur á
hverja 5 cm. meðfram framhlið-
inni. Prjónið 2 cm. slétt prjón fram
og til baka = garðaprjón. Fellið af.
Hægri listi: Prjónið á sama máta
en með 5-5-6-6-6-7 hnappa-
götum. Það efsta á miðjan háls-
kantinn og það neðsta tvo cm frá
kantinum og hin með jöfnu milli-
bili. Festið tölur á jakkann.
,Þá hló Þormóður [Kol-
brúnarskáld] og mælti,
setjumst niður og
rekjum spuna okkarn“
I hinni frægu bók Gerplu
eftir Halldór Kiljan Lax-
ness er skemmtileg sena
þar sem fram kemur
kynngimagnaður kraftur
ullarinnar og spunans.
Jafnframt kemur berlega í
ljós hvernig kona, sem
kann sitthvað fyrir sér,
nýtir sér og magnar upp
þann kraft af mikilli þekk-
ingu sem þó er vart hægt
að sjá hvort að er þessa heims eða
annars. Það er kannski ekki skrýtið
því spuninn, eins og við þekkjum
hann, virðist í fyrstu mjög raun-
verulegur og áreiðanlega þessa
heims en það er ljóst að eitthvað er
það við spunann sjálfan sem veldur
því að manni finnst um einhvern
galdur vera að ræða.
Spuninn hefur lengi verið tengd-
ur göldrum. Astæðuna er sennilega
að finna í spunanum sjálfum því
þegar verið er að spinna á hala-
snældu þarf að einbeita sér mjög að
verkinu, gæta þess að þráðurinn sé
jafn, slitni ekki né verði of þykkur.
Halasnældan snýst og snýst og
þráðurinn spinnst upp af hraða, ör-
yggi og takti sé rétt að farið. Það
var nefnilega alls ekki á færi allra
að spinna á halasnældu en sumir
gátu náð mikilli leikni svo unun hef-
ur verið á að horfa. Það er því ekki
óhTdegt að sá sem spinnur og þeir
sem fylgjast með spunanum dáleið-
ist og þar með gleymi stund og stað,
svo ekki sé nú talað um ef kveðið er
undir, þá getur andrúmsloftið orðið
talsvert undarlegt.
í Gerplu er það Þórdís Kötludótt-
ir úr Ögri sem nýtir sér kunnáttu
sína þannig að hún vefur garnvind-
um sem hún hefur spunnið utan um
Kolbak þræl sinn og Þormóð Kol-
brúnarskáld ástmann sinn þeim til
varnar gagnvart höggum hvor ann-
ars. Ástæðan er sú að Þórdís biður
Kolbak um að drepa Þormóð fyrir
sig og vefur hún því garnvindum
um Kolbak honum til varnar við til-
ætlað dráp. Þegar Kolbakur er
lagður af stað til verksins er eins og
hún sjái eftir því að hafa beðið hann
þessarar bónar og biður þá Þormóð
að fara aðra leið en venjulega þeg-
ar hann ætli heim til sín en það ger-
ir hún til að koma í veg fyrir að þeir
hittist. Þormóður neitar því og þess
vegna bregður hún á það ráð að
veíja hann líka garnvindum og bið-
ur hann í yfirskini að fara með
þessar vindur fyrir sig
til Mjóafjarðar í leið-
inni, því þar búi góðir
vefarar. Þormóður
leggur af stað sömu leið
og hann er vanur en
þegar hann gengur
undir hlíð nokkra á leið
sinni fara steinar að
hrynja úr henni. Þor-
móður kemur fljótlega
auga á Kolbak þræl
Þórdísar og sér að hann er valdur
að steinhruninu og þá fara þeir
auðvitað að beijast upp á líf og
dauða.
„Höfðu nú þau undur gerst í bar-
daganum að hvornugan manninn
bitu járn. Þá kastaði Þormóður öx-
inni og hljóp undir fyrirsátursmann
og takast þeir á fángbrögðum. Þeir
glímdu nokkra stund, en menn vóru
léttir og úngir og veitti hvorugum
betur. En í ryskíngunum rifnaði
stakkur þrælsins og sá í bláan veft
undir milli laga. Þá hló Þormóður
og mælti, setjumst niður og rekjum
spuna okkarn. Þeir hættu áflogun-
um og settust niður. Kolbakur
steypti af sér stakki sínum og dró
fram tuttugu vindur gams. Þor-
móður fór úr kyrtlinum og vafði af
sér jafnmargar, - mun ein nom
hafa spunnið báðum okkur, mælti
hann.“
Kraftur spunans er svo mikill að
ekki einu sinni öxi getur klofið
hann. Vindumar vörðu mennina
gagnvart höggunum sem þeir létu
dynja á hvor öðrum og er þar senni-
lega bæði fyrir að þakka göldrum
Þórdísar en ekki síður raunveru-
legum styrk ullarinnar sem getur
orðið sterk og þolin sé hún þétt og
þykk.
Þess má líka geta að ullin var oft
þæfð hér áður og var hún mönnum
góð brynja bæði fyrir vatni og vindi
og ekki síður gegn óæskilegum
höggum. Svo virðist sem þæfð ull sé
að verða vinsæl aftur og er það vel
enda um þvílíkt gæðaefni að ræða
eins og þessi frásögn ber vitni um!I
I júlí-spuna er boðið upp á
skemmtilegan jakka úr Funny-
pelsgarni sem er virkilega fallegt
og mjúkt garn sem auðvelt og fljót-
legt er að prjóna úr á allar prinsess-
ur sem vilja vera fínar. Hvort ein-
hver Þórdís hafi komið nálægt
spunanum á þessu garni er ekki vit-
að en það kemur áreiðanlega í ljós
fyrr eða síðar. Gangi ykkur vel.
Nýjar vörur
Verðdæmi:_________________
Jakkar frá kr. 4.900
Pils frá kr. 2.900
Buxur frá kr. 1.690
Bolir frá kr. 1.500
Kvartbuxur kr. 2.500
Stuttbuxur og
bermudabuxur frá kr. 1.900
Alltaf sama góða verðið!
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.
NÁTTHAGI GARÐPLÖNTU9TÖÐ
austur í Ölfusi
Verðdœmi: Alparifs 450, Glidmispill 290
Blátoppur 450, Alaskavíðir 110
og margt fleira ó mjög hagstœðu verði.
Mikið úrval alls konar runna, trjóa og blóma
í garða og skógrœktarplöntur af bœdi lerki,
ösp og birki i f jölpottum
Upplýsingar í síma 483 4840 og fax 483 4802
Netpóstur: natthagi@centrum.is
ÚTIVISTAR » HARKAÐUR
viö Paxafen í Reykjavik
www.mbl.is