Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ y<M-2000 Fimmtudagur 6. júlí Um „pó mó“, eða ástand mannsandans SKAGAFJÓRÐUR - HÓP Búðirnar i Hópi - Búðakvöld Skagfirðingar hafa reist tjaldbúöir sem ætlaö er aö sýna lifnaöarhætti landkönnuðanna ogbjóöupp á mat, líkan þeim sem ætla má að hafi ver- iö á boröum þeirra. í kvöld kl. 20:30 veröa flutt ávörp, Andrea Gylfadóttir söngkona og Guömundur Pétursson gítarleikari flytja fjölbreytta söngdag- skrá. Bragðaö á íslenskum skrínu- kosti viö búöirnar. Kúmenkaffi-tilboö á Kaffi Krók. LAUGARDALUR KL. 16 BÚ 2000 Landbúnaöur er lífsnauösyn eryfir- skrift sýningarinnar um íslenskan landbúnaö við aldahvörfsem haldin verður í Laugardal á sama tíma og Landsmót 2000. Á sýningunni verö- ur vöru- og þjónustusýning en markmið hennar er að varpa Ijósi á mikilvægi landbúnaðar í nútímaþjóö- félagi. Sérstök áhersla veröurlögö á aö kynna nýjar búgreinar, vekja at- hygli á hollustu og hreinleika afuröa íslensks landbúnaðar og sýna nýja tækni sem landbúnaðurinn hefur tekiö íþjónustu sína. Sýningin stendur til 9. júlí. www.reykjavik2000.is, wap.olis.is. HÁSKÓLABÍÓ KL. 20:30 STOMP STOMP er alþjóðlegur hópur lista- manna sem fariö hefur vítt og breitt um heiminn og vakiö hrifningu. STOMP veröur hér á landi til 9. júlí ogheldurátta tónleika á tímabilinu. Miðasala veröur í verslunum Skíf- unnar í Kringlunni og á Laugavegin- um. www.stomponline.com. Nýjar bækur UGLAN - íslenski kiljuklúbburinn hefur gefið út þrjár nýjar bækur. • Lesarinn eftir Bernard Schlink segir frá leynilegu ástarsambandi fimmtán ára pilts og 36 ára konu. Einn daginn er konan horfin og mörgum árum síðar sér pilturinn, þá laganemi, konuna aftur - í réttarsal þar sem hún situr á sakamanna- bekk. Sú upprifjun og sjálfsskoðun sem fylgir í kjölfarið felur í sér magnað uppgjör - ekki bara ein- staklinga heldur heilla kynslóða í Þýskalandi eftirstríðsáranna, segir í kynningu. Lesarinn kom fyrst út í Syrtlu- flokki Máls og menningar árið 1998. Verfí: 1599 kr. • Rauðamyrkur eftir Iiannes Pét- ursson kom fyrst út 1973, en er nú endurútgefin með nýjum formála höfundar. I Hjaltadal í Skagafirði, skammt frá hinum fomfræga Hóla- stað, var um gangnaleytið 1871 rænt vöru og umtalsverðu fé frá Hafliða nokkrum Jónssyni, kunnum fjárafla- manni þar í sveit. Vísast hefði brátt fennt yfir þennan stuld hefðu eftir- mál hans ekki verið með óþokkaleg- asta móti og slungin myrkri. Glæp- urinn og eftirmálin geymdust í munnmælum staðarmanna og tæp- lega öld síðar heyrði Hannes Péturs- son þá skuggalegu sögu og færði á bók. Verfí: 1399 kr. • Eins og steinn sem hafið fágai- eftir Guðberg Bergsson var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs árið 1999. Þetta er annað bindi skáldævisögu Guðbergs .Hér heldur hann áfram sögunni af lífi sem hvergi er lengur að finna nema í hugskotinu: Þetta er óður um fátækt alþýðufólk sem býr yfir miklu viti og djúpum tilfinningum, saga um barn sem elst upp í heimi þar sem strit fólksins og duttlungar náttúrunnar verða grundvöllur að hugsanalífi þess og sköpunarþrá, segir m.a. í kynningu. Verfí: 1790 kr. Bækurnar eru prentaðarí Dan- mörku. Hleyptu tánum út í sumar! TEVA eru ekkertvenjulegir sandalar. Þeir eru svo sterkir að þú getur boðið þeim nánast hvað sem er. Þeirendast og endast! fyrirtærnar! UTILIF GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is BÆKUR Skáldsaga ÓSÝNILEGA KONAN, SG TRIÓIÐ LEIKUR OG SYNGUR eftir Sigurð Guðmundsson. Mál og menning, Reykjavík 2000. Prentun: AiT Falun AB, Svíþjóð. 182 bls. Verð: 3.980 kr. SKÁLDSAGA Sigurðar Guðmun- dssonar, Ósýnilega konan, SG tríóið leikur og syngur, er önnur skáldsaga hans. Sú fyrri, Tabúlarasa, hlaut ágætar viðtökur og má því ætla að einum framsæknasta myndlistar- manni sinnar kynslóðar á íslandi hafi einnig tekist að fmna sér hljómgrunn sem rithöfundur. í Ósýnilegu konunni takast á þrjár raddir; konunnar, kallsins (í brúnni að íslenskum sið) og hulstursins, en allar búa þær innra með Sigurði Guð- mundssyni. Hylkið þjónar eðli síns vegna ákveðnu samhæfingarhlut- verki, en konan og kallinn eru nokkuð dæmigerð fýrir hugmyndafræði þess tíma sem þau lifa. Þar sem raddimar þrjár eru ákaflega ólíkar og oftast nær ósammála, má segja að bókin segi sögu ákveðinnar innri togstreitu sem flestir sem komnir eru yfir miðj- an aldur ættu að kannast við. Samræður þessara þriggja radda leiða meginumræðu bókarinnar, sem er um leið umræða um menningu okkar, um „ástand mannsandans“ eins og hann birtist í óvenju víðtæku hversdagumhverfi Sigurðar eða SG. Kvenleg sjónarmið og karlleg takast á, en rödd hulstursins er kannski næst því að vera rödd skynsemis- hyggju nútímans enda hulstrinu eðli- lega umhugað að halda sér (og um leið hinum) í þokkalegu standi. Það er athyglisvert hversu víð- feðmt sögusvið bókarinnar er, en lesandinn flakkar með höfundi allt frá íslenskum sjávarþorpum til fjalla- þorpa í Kína, með viðkomu í Reykja- vík, Hollandi, Svíþjóð ogXiamen. Það er því ekki nóg með að bókin sé bein- línis fjölradda heldur gerir hún ákaf- lega ólíkum sjónarmiðum og menn- ingarheildum (eða afkimum) skil þar sem allt hefur sama vægi og er jafn merkilegt framlag til „menningarást- andsins" eins og það birtist í bókinni. Fjölskrúðug ein- kenni póstmódem- ismans (eða pó mó eins og Sigurður nefnir þann ,,isma“) koma ekki einungis fram í efniviði bókarinnar, heldur ekki síður í byggingu hennar. „Strúktúrinn í verkinu býr til verkið“ segir Sigurður um óperu sem hann er með í smíðum, en þau orð hans gætu allt eins átt við um Ósýnilegu konuna. Bygging bókarinnar er brotakennd og laus í reipunum, endurspegl- ar þannig margradda frásagnarhátt- inn, en það er einmitt ákveðin form- leysa sem leiðir bókina áfram. Sjálft form hennar (eða formleysan) ýtir því undir og styrkir efniviðinn með því að líkja eftir margradda og sundurlausri menningunni sem hún fjallar um. Söguþráðurinn, ef þráð skyldi kalla, er í samræmi við það líkari vef sem er spunninn hingað og þangað eftir þvi hvemig vitundármiðja bók- arinnar lætur hugann reika, fram og til baka, út og suður, í fúlustu alvöru og hálfkæringslegu gamni. Stíll Sigurðar er lipur og gaman- samur og hæfir vel efniviðnum. Oft á tíðum er leikið með tungumálið, myndbirtingar þess og merkingu, skilning okkar og misskilning. Höf- undur hikar ekki við að sletta erlend- um orðum og hugtökum, - talar eins og sá sem lifir og hrærist í fjölskrúð- ugu og fjölþjóðlegu umhverfi. Ólíkar skoðanir tríósins á tungu- málinu málinu eru dæmigerðar fyrir samspil þeirra í sögunni. Hylkið telur útlenskar slettur málinu jafnnauð- synlegar og súrmjólk þarmaflórunni, en kallinn lítur á málvöndun sem verkfæri til að skerpa hugann. Konan bíður hins vegar „spennt eftir að tungumálið lendi í umferðarslysi". Textinn er ákaflega myndrænn, á stundum töluvert skylt við ljós- myndaverk Sigurðar frá fyrri tíð, þar sem frásögn var oft áberandi þáttur, enda verkin oft textatengd. Það er þó spuninn eða sköpunar- ferlið sjálft sem er meginþema sög- unnar, þar sem höfúðandstæðurnar eru menningin og náttúran. Bókin er að stærstum hluta hugleiðingar tríós- ins um þessi grundvall- aröfl sem uppsprettu sköpunarinnar. Innan þess ramma er tæpt á fiestum þeim hugmynd- um sem verið hafa ofar- lega á baugi undanfarin þijátíu ár. Málefni á borð við femínisma, hómofóbíu, og fagur- fræði verða farvegur lyrir umræðu um listina og tilgang hennar, lífið og tilveruna, ýmist frá sjónarhóli vallarhyggju (field thinking) eða ball- arhyggju (phallic think- ing), - en ágætar þýð- ingar á þessum hugtökum eignar Sigurður Hörpu Bjömsdóttur myndlistarmanni. Ekki er neinnar niðurstöðu að vænta af þessari athyglisverðu um- ræðu, enda félli hún þá um sjálfa sig. Með því að nota þessi þijú sjónar- hom tekst höfundi meðvitað að forð- ast að taka afstöðu til flestra hluta. Þannig er sagan að einhverju leyti óð- ur til afstöðuleysisins, óður til allra þeirra möguleika sem búa í okkur öll- um og lífinu sjálfu. Afstöðuleysinu er stillt upp sem fullkominni andstæðu „ríkjandi“ sjónarmiða karlveldisins og þess hugsunarháttar er finnur sig stöðugt knúinn til að móta „kanón- una“ svo ég noti myndmál við hæfi. Eitt af því fáa sem tríóið er sam- mála um er að „líf með misjafnlega lífseigum og lífsglöðum já-um [sé] lík- ara hreyfingum náttúmnnar en tví- hyggjan sem kemur fram þegar nei- in era látin drepa já-in.“ Já- in era þannig alltaf í fyrirrúmi í verkinu, enda er hreyfiafl sögunnar ódrepandi forvitni um vitsmunalega getu okkar og þær takmarkanir sem hugmyr.da- fræði hvers tíma og staðar setur henni. Ósýnilega konan er ákaflega at- hyglisverð bók sem rekur það hvern- ig óljós hugmynd verður að vera- leika, - það hvemig tilraun til að kyngreina menningu okkar mótast í lausbyggða lesningu sem flæðir í lík- ingu við hið sammannlega minni, hugsunina sjálfa og verður um leið að myndlíkingu fyrir þá formlausu og brotakenndu menningu sem hún ger- ir tilraun til að greina. Fríða Björk Ingvarsdóttir Sigurður Guðmundsson Léttur og fínlegur flutningur TONLIST I i i s t a s a f n SI g u r j ó n s ðlafssonar PIANÓTÓNLEIKAR Christopher Czaja Sager flutti þrjár partítur eftir Johann Sebastian Bach. Þriðjudagurinn 4. júlí, 2000. ÞAÐ er ýmist að partíturnar eru sagðar vera sex eða sjö og er þá h- moll forleikurinn í frönskum stíl (BWV 831) einnig hafður með í þessum flokki. Á efniskránni voru þrjár fystu partíturnar (BWV 825- 27) í B-dúr, c-moll og a-moll. Hvað form snertir eru partíturnar í svítu- formi þó stundum sé bragðið frá venjulegri kaflaskipan svítunnar og jafnvel viðteknum rithætti. Fyrsta partítan hefst á stuttri einþátta prelúdíu en allir hinir þættirnir eru í tvenndarformi (Binary) sem ein- leikarinn fór að mestu eftir hvað snertir endurtekningar. Ritháttur gikksins (lokakaflinn) í fyrstu par- títunni er sérstæður og þykir minna á Scarlatti, sem var „sérfræðingur“ í að víxla handstöðunni. Svítan var mjög fallega leikin, fyrsti kaflinn með fallegri syngjandi og tvöfaldi kontrapunkturinn í Allemande kafl- anum, var sérlega skýr. í Courante kaflanum ritar Bach punkteringar sem leika skal með frönskum hætti svo sem Sager gerði mjög smekk- lega. Sarabandan var einstaklega fallega leikin og þar naut sín fínleg- ur áslátturinn hjá Sager. Önnur partítan er í c-moll og hefst á hægum (frönskum) inngangi en síðan tekur við Andante (aríóso) kafli og lýkur fyrsta þættinum á frjálst unninni fúgu þar sem svarið í framsögunni er í undir-fimmund. Þessi þrískipti þáttur var mjög vel fluttur, sérstaklega aríósó kaflinn þar sem fallega mótaðar tónhend- ingarnar blátt áfram „sungu“. Þessi partíta endar ekki á gikk (Gigue), heldur á Capriccio, sérlega glaðleg- um þætti þar sem heyra má tónbrot (Tvær tíundir) sem minnir á stef úr tvífiðlukonsertinum fræga í d-moll en einmitt þessar tíundir notar Bach á mjög skemmtilegan máta í þessum kafla sem var glansandi vel fluttur. Þriðja partítan er ekki hefðbund- in hvað snertir kaflaskipan og hefst á eins konar „Invention" einþátt- ungi (Fantasia) en rithátturinn er glæsilegur og mikið um gagnhverft tónferli sem gerir tónmál hverrar tónlínu oft „tvíraddað“, en þetta er eitt af einkennum meistarans þegar hann vildi mikið við hafa. Alleman- de er einnig óvenjulegur og í raun hæg syngjandi aría er var einstak- lega fallega flutt þar sem Sager lék sér með tónmálið. Sérkennileg og sérlega óvenjuleg Sarabandan var fallega mótuð og Burleskan var átaksmesti kaflinn hjá Sager og einnig Skersó þátturinn þar sem bera fyrir eyru tveir „klasahljóm- ar“ sem minna aftur á Scarlatti. Síðasti kaflinn, gikkurinn, er skemmtileg tónsmíð þar sem í seinni hluta kaflans er unnið með stefið í spegilmynd. Christopher Czaja Sager er góð- ur píanóleikari er hefur tamið sér mjög léttan og fínlegan áslátt svo að partíturnar streymdu áfram áreynslulaust. I svona fínlegum flutningi vill spenna oft vera minni en ella, bæði er varðar mótun á styrkleikabreytingum en þó sér- staklega hin hrynræna skerpa, svo að heildaráhrif flutningsins verða í heildina talað helst til of átakslítil og á köflum nokkuð hlutlaus. Það var helst í hægu þáttunum þar sem „aríóso" tónlínur vora mest áber- andi að leikurinn og öll tónmótunin hjá Sager var einstaklega falleg. Það má deila um hvort yfirmáta fín- leg túlkunin hjá Sager sé eðlileg fjTÍr barokktónlist en hugsanlega mótar hann leik sinn með hliðsjón af hljómgun sembalsins sem er út af fyrir sig nothæf skýring en and- stætt þessari hugmynd má halda því fram að fyrst verið er að leika þessi verk á píanó eigi hljómgun píanósins að fá að njóta sín. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.