Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 49
Frum-
stæð
lausn
ÞEGAR ég var strákur á eyrinni
á Akureyri var stundum talað um
þjóðilokk sem kallaður var einu
nafni Þorparar. Hann hafði fast að-
setur norðan Glerár. Einhvern veg-
inn fékk ég á tilfinninguna að þar
giltu önnur lögmál og aðrar viðmið-
anir en sunnan árinnar og það
myndi aðeins flaskja tilveruna að
reyna að skilja í hverju mismunur-
inn væri fólginn; þeir væru bara
þarna og liði vonandi vel. Síðan
Sund
Sá valkostur að kynna
Glerárlaug og vekja at-
hygli á þeirri ágætu að-
stöðu og þjónustu sem
þar er að finna, segir
Ragnar Sverrisson,
virðist ekki hafa þótt
heillavænlegt skref.
varð Þorpið hluti Akureyrarbæjar
og við margir fluttum þangað en
ýmislegt bendir þó tO að þar ríki
áfram aðrar reglur og annar siður.
Skelltílás
Fyrir nokkrum árum var byggð
sundlaug í Þorpinu sem heitir nú
því virðulega nafni Glerárhverfi.
Henni var ætlað að sinna þörfum
okkar Þorpara svo við gætum með
hægu móti stundað sund og aðra
fagra mennt til jafns við þá sunnan
ár. Strax í upphafi komust bæjaryf-
irvöld að þeim greindarlegu niður-
stöðu að rétt væri að opna sund-
laugina á sama tíma á morgnana og
Sundlaug Akureyi’ar. Líklega færu
Þorparar á fætur á svipuðum tíma
og aðrir Akureyringar. Nýlega sáu
þau að þarna hefðu verið gerð mis-
tök og úr þyrfti að bæta. Gefin var
út tilskipun frá yfirvöldum um að
halda Þorpslauginni lokaðri til
klukkan 10 og auk þess um helgar
yfir sumarið. Þeir sem hefðu hingað
til vanið komur sínar þangað strax
og opnað var kl. 6.45 á morgnana
yrðu annað tveggja að leggja af
þann ósið eða leggjast í ferðalag og
mæta í hinni einu sönnu sundlaug
Akureyringa allra í hinum enda
bæjarins. Þar gildir að vísu ekki
árskortið sem við nokkrir höfum
keypt enda ólíku saman að jafna
vatninu sunnan ár og norðan þrátt
íyrir að það sé ætlað til sama brúks.
Vinna að aukinni aðsókn
Yfirvöld hafa sagt að of fáir
kæmu í laugina og því aðeins eitt
ráð til: læsa öllu og loka og gefast
upp með það sama. Hinn valkostur-
inn, að kynna laugina og vekja at-
hygli fleiri á þeirri ágætu aðstöðu
og þjónustu sem þar er að finna,
virðist ekki hafa þótt heillavænlegt
skref. Hvernig væri samt sem áður
að gera tímabundið markaðsátak til
þess að láta reyna á hvort aðsókn
myndi aukast? Það mætti t.a.m.
bjóða bæjarbúum frítt í laugina í
júlí og ágúst, bjóða þjálfurum yngri
flokka íþróttafélaganna að fara með
ungviðið í sund og heita potta og
vekja með ýmsum öðrum hætti at-
hygli á því sem í boði er. Væri ekki
ágætt fyrir það góða fólk sem skip-
ar íþrótta- og tómstundaráð að setj-
ast með okkur Pottverjum í heita
pottinn eftir góðan sundsprett og
fara yfir ýmsar hugmyndir sem þar
hafa fæðst og miða að því að auka
aðsóknina. Við höfum nefnilega
meiri trú á að kynningar- og mark-
aðsstarf skili betri árangri en að
loka og nýta ekki þessi ágætu
mannvirki betur. Það er alltént
einnar Pottmessu virði að ræða
málið, a.m.k. á meðan
við sem erum utanfyrir
erum enn á kjörskrá.
En að leysa málið með
svo frumstæðum hætti
að gefast upp og loka er
ekki einu sinni bæjaryf-
irvöldum sæmandi.
Dýrast í sund
á Akureyri
Nú er mikið talað um
að vinna að því að fá
fleiri til að flytjast
hingað til Akureyrar.
Það er gott verk og
þarft. En úr því við er-
um að tala um laugarn-
ar okkar er kannski
ekki úr vegi að bæjaryfírvöld íhugi
hvaða áhrif miklu hærri gjaldtaka
vegna sundlaugaferða hér á Akur-
eyri en víðast hvar á
Reykjavíkursvæðinu
hefur á ímynd bæjar-
ins. Staðreyndin er
t.d. sú að ein ferð í
sundlaug hér er 109%
dýrari en í Mosfells-
bæ, 28% dýrari en í
Hafnarfirði og 15%
dýrari en í Reykjavík.
Arskortin eru auk
heldur 33% dýrari en
í Reykjavík, 43% dýr-
ari en í Hafnarfirði og
60% dýrari en í Kópa-
vogi. Ekki getur þessi
verðlagning hvatt til
flutninga norður - að
ekki sé talað um ef
annað er sama markinu brennt.
Menn verða að hafa í huga að Akur-
eyri er í samkeppni um fólkið og
það hlýtur að veikja okkur í þeirri
keppni ef boðið er upp á svo mikinn
verðmismun á þjónustu sem í dag
er talið sjálfsagt og nauðynlegt.
Þegar við bætist að menn geta
átt yfir höfði sér að þjónusta verði
aflögð vegna þess að gleymst hafði
að vekja athygli á henni, þá er eins
víst að fólk fái óstöðvandi hláturs-
kast þegar minnst er á að flytja
norður í þennan fallega bæ með sín
sérkennilegu lögmál og viðmiðanir.
Höfundur er kaupmaður á Akureyri
og formaður Pottorma í Glerárlaug.
Vestur-íslendingar
leita ættingja sinna hér
heima.
Sjá: www.kristur.net
Ragnar
Sverrisson
ÆGIR
EYIARSl-ÓÐ 7 • Sími 51 I 2200
N Ó A T Ú N
Ferskir
kjúkiinga
lærlegqm
noldmikHr og safaríkir
499:
7 ( ývwsvÁav \
\ V.WNvAV' J
' v\ J
Vildarpunktar Flugleiða
Þú faerð ferðapunkta þegar þú
greiðir með greiðslukorti Visa og
Flugleiða f verslunum Nóatúns.
N O AIT U N
NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • HÓLAGARÐI * HAMRAB0RG 14 KÓP. • HVERAF0LD • FURUGRUND 3, KÓP.
• ÞVERH0LTI 6, M0S. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI • KEFLAVÍK.
www.noatun.is