Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
-
; V ;
.
URVERINU
Ályktun fundar Alþjóða hvalveiðiráðsins
Vinnu við stjórnun
hvalveiða hraðað
Höldum
fótunum mjúkum
í sumar
Kaupauki frá Scholl
efkeypter 1 fótakrem
og 1 fótaþjöl þá fylgir
snyrtitaska með
í kaupauka
vDmbl.is!
LL.TAf= e!TTH\SAÐ /VÝT7
MIKILVÆGT skrefvar stígið í átt til
hvalveiða á fundi Alþjóða hvalveiði-
ráðsins í gær en fundurinn er haldinn
í Adelaide í Ástralíu. Ályktun um að
hraða áætlun um stjóm hvalveiða í
atvinnuskyni var samþykkt en álykt-
unin var flutt af þjóðum sem hingað
til hafa verið á móti hvalveiðum. Sam-
þykkt ályktunarinnar þýðir það að
fundur verðm- haldinn fyrir hinn ár-
lega fund hvalveiðiráðsins sem áætl-
aður er í London á næsta ári og verð-
ur þá reynt að enda hina tíu ára löngu
deilu um innihald endurskoðaðrar
áætlunar um nýtingu hvalastofn-
anna.
Fulltrúar þjóðanna sem stóðu að
ályktuninni, með Svíþjóð í farar-
broddi, sögðu að ætlun sín væri að
auka trúverðugleika Alþjóða hval-
veiðiráðsins en trúverðugleiki ráðsins
hefur beðið hnekki undanfarin ár
vegna aðgerðaleysis. Japan hefur
boðist til að halda fundinn, sem áætl-
að er að verði haldinn í febrúar, og
segir Joji Morishita, yfirmaður
úthafsveiðideildar Japans, að þetta sé
vissulega skref í rétta átt en það eigi
eftir að koma í Ijós hve stórt þetta
skref eigi eftir að verða.
Umhverfisvemdarsinnar hafa lýst
m
Umhverfisskipulag, háskólanám (B.Sc.)
■Hefur þú áhuga á háskólanámi f umhverfisskipulagi?
•Kynntu þér nýja námsbraut við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri
þar sem fjallað er um náttúru landsins og félagslegar aðstæður íbúa
þess, Miðað er viö að nemendur verði færir um að þróa og móta
búsetulandslag m,a. út frá fagurfræðilegum og umhverfistengdum
sjónarmiðum.
•Námsbrautin er viðurkennd sem fyrri hluta nám í landslagsarkitektúr
við Norska landbúnaðarháskólann í Ási.
•Heimsæktu sýningarbás Landbúnaðarháskólans á BÚ2000 og fáðu
upplýsingar um námið og önnur atriði sem tengjast því að stunda
nám á Hvanneyri. Þar getur þú einnig sótt um skólavist.
Landbúnaðarháskóllnn á Hvanneyri
311 Borgarnes
sími: 437 0000 fax: 437 0048
www.hvanneyri.is / lbh@hvanneyri.is
yfir áhyggjum vegna þessarar álykt-
unar og telja margir að nú verði ekki
aftur snúið. Þeir benda á að margir
þættir séu óleystir áður en veiðar
geta hafist eins og siðfræði veiðanna
og lagabókstafur til að framfylgja
þeim reglum sem Alþjóða hvalveiði-
ráðið setur.
Á fundinum í gær var áætlunum
Japana um að hefja vísindaveiðar á
fleiri hvalastofnum, þar á meðal búr-
hval, hafnað. Þetta er í fyrsta skiptí
síðan hvalveiðibannið var sett á 1986
sem einhver þjóð hyggst veiða búr-
hval og var það harðlega gagnrýnt af
verndarsinnum. Japanir voru jafn-
framt gagnrýndir fyrir hrefnuveiðar
sínar í vísindaskyni og hvattir til að
hætta þeim sem fyrst en undanfarin
ár hafa Japanir veitt um 540 hrefnur
árlega.
Afgreiðslu helstu
mála lokið
Kristín Haraldsdóttir hjá Sjávar-
útvegsráðuneytinu hefur setíð fund-
inn ásamt Þórði Ásgeirssyni
fiskistofustjóra. Kristín segir að búið
sé að ræða öll helstu mál en fundinum
lýkur á morgun. „Helstu málin sem
hafa verið tekin fyrir eru tillaga Ástr-
ala og Nýsjálendinga um griðasvæði
fyrir hvali í Suður-Kyrrahafi sem var
felld með 11 atkvæðum gegn 18. Síð-
an fór dagurinn í gær að mestu í að
endurskoða stjórnunarreglur sem
eru forsenda þess að hægt verði að
aflétta hvalveiðibanninu.
Fyrir fundinn hafði maður orðið
var við bjartsýni í þessum efnum og
eru menn sammála um að eitthvað
hafi nú þokast en þó eru erfiðustu
málin enn eftir. Það var samþykkt
ályktun um tveggja ára ramma til að
ljúka endurskoðun reglnanna sem er
líklega bjartsýnasta áætlunin.
í gær voru einnig miklar umræður
um vísindaveiðar Japana en þær eru
alltaf harðlega gagnrýndar á þessum
fundum. Það voru samþykktar álykt-
anir um að skora á þá að hætta þeim.
Eru þær ályktanir í í svipuðum dúr
og verið hefur og í raun endurtekn-
ing. Eins mæltust áætlanir Japana
um að bæta hvalastofnum inn í vís-
indaveiðar sínar einkar illa fyrir hjá
þeim ríkjum sem styðja vemdun
hvala og var samþykkt ályktun um
það.“
Kristín segir að ályktun um að
hraða gerð stjómunarreglna hafi
ekki komið sérstaklega á óvai’t þar
sem hún hafi komið í beinu framhaldi
af þeirri umræðu sem var í gangi.
„Ríkin sem stóðu að ályktuninni em
ríki sem hafa lýst yfir áhyggjum af
framtíð stofnunarinnar. Það kom
kannski svolítið á óvart að Svíar stóðu
að ályktuninni þar sem maður hafði
tilfinningu fyrir því í byrjun fundar-
ins að þeir væm heldur að herða af-
stöðu sína gegn hvalveiðum. Þeir
lýstu yfir að verndarsvæði um öll höf
væra þeirra markmið og eins hafa
þeir verið mjög eindregnfr í afstöðu
sinni í gegnum tíðina en svo koma
þeir með þessa ályktun engu að síður.
Hvatinn að þessu var sjálfsagt sá
að það barst bréf inn á fundinn frá
CITES, Samningur um alþjóðlega
verslun með tegundir villtra dýra og
plantna í útrýmingarhættu, sem mér
skilst að sé í svipuðum dúr og sam;
þykktir á síðasta fundi CITES. í
bréfinu var það brýnt að vinnan inn-
an Hvalveiðiráðsins gengi ekki nægi-
lega hratt og það ýtti við mönnum og
kom af stað umræðum."
Japanir og Norðmenn
svartsýnastir
Kristín segir að þegar rætt sé við
aðildarríkin hafi menn almennt góða
tilfinningu fyrir framtíðinni og flest
ríkin telja að banninu verði aflétt inn-
an fárra ára. „Þó benda margir á að
erfiðustu málin séu eftir og mér sýn-
ist að það séu Japanir og Norðmenn
sem em svartsýnastir á þetta enda
liggur þeim mest á. Ánnars er
ómögulegt að segja hvað önnur ríki
em að hugsa og það fer mikið eftir því
við hvern maður talar en það er al-
menn tilfinning manna að þetta verði
að gerast fyrir næsta CITES-fund
sem verður árið 2002.
Erfiðu málin sem eftir era lúta
fyrst og fremst að eftirliti og stjóm-
unarreglunum. Síðan em hvalafrið-
unarsinnar að reyna að koma inn
eftirliti með viðskiptum með hvalaaf-
urðir en Norðmenn og Japanir era
því mótfallnir og segja að það eigi
ekki að fallaundir þennan samning og
um þetta er algjör grandvallar-
ágreiningur. Jafnframt era mörg
önnur einfaldari mál eftir en þetta
tekur allt saman tíma.“
Síðasti fundardagurinn er í dag og
segir Kristín að umræðu um flest öO
stóra málin sé lokið. Á fundinum í dag
verður skýrsla vísindanefndar stofn-
unarinnar kynnt ásamt því sem ýmis
smærri mál verða tekin fyrir.
FUJI FinePix 4700 ZOOM
Starfsmenntanám í búfræði
•Langar þig til að vinna við landbúnaö?
•Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri býður fjölbreytta starfsmenntun
(landbúnaði með áherslu á nautgriparækt og sauðfjárrækt, auk margra
valgrelna s.s. hrossarækt, landbætur í úthaga, skógrækt, búsmíði ofl.
•Auk staðbundins náms er boðið upp á starfsmenntanám I fjarkennslu
sem miðast við þarfir starfandi bænda. Slikt nám er skipulagt einstaklings-
bundið fyrir hvem nemanda.
•Heimsæktu sýningarbás landbúnaðarháskólans á BÚ2000 og fáðu
upplýsingar um námið og önnur atriði sem tengjast því að stunda nám
á Hvanneyri. Þar getur þú einnig sótt um skólavist.
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
311 Borgarnes
sími: 437 0000/fax: 437 0048
www.hvanneyri.is / !bh@hvanneyri.is
BYLTING
f stafrænni Ijósmyndun
4.3 miljón pixel.
f/2.8 x3 Super EBC
zoomlinsa sem jafngildir
38-114mm á 35mm vél.
Macroeiginleikar.
5 prógrömm.
3 ijósmælingar TTL.
Lokari 1/2000 til 3 sek.
Jpeg format.
Innbyggt flass.
USB tengi.
Adobe PhotoDeluxe 3.0.
l'KMKUI
W£ digital
sn
Skipholti 31, sími 568-0450 Kaupvangsstræti 1, sími 461 2850
__________________ www.fujifilm.is___________________________