Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Formaður Dýraverndunarfélags fslands óánægður með aðbúnað sela í húsdýragarðinum
Segir of mikið að hafa
sjö seli í lauginni
Laugardalur
SELIR í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum eru orðnir 7
að tölu, en tveir kópar bætt-
ust í hópinn nýlega. Sigríð-
ur Ásgeirsdóttir, formaður
Dýraverndunarfélags
Reykjavíkur, segir að selun-
um hafi fjölgað of mikið.
„Það eru alltof margir
selir í þessari litlu laug og í
raun er alls ekkert pláss til
þess að láta þá tímgast
þarna eins og nú er gert,“
segir Sigríður. Sigríður seg-
ir að Dýraverndunarfélag
Reykjavíkur hafi oftar en
einu sinni gert athugasemd-
ir við fjölda selanna í laug-
inni og einnig vegna minka-
og refahalds í garðinum.
Hún segir að félagið sé að
öðru leyti mjög ánægt með
starfsemi Húsdýragarðsins.
„Þarna er unnið gott starf
og það má eiginlega segja
að starfsmenn garðsins séu
okkar mestu hjálparhellur.
Þau eru alltaf tilbúin að
taka við dýrum sem eiga
erfitt og yfirleitt fer afskap-
lega vel um dýrin þeirra en
við erum ekki sátt við fjölda
selanna ílauginni,“ segir
Sigríður.
Unnur Sigþórsdóttir,
dýrahirðir í Húsdýragarðin-
um, segir selina hafa nægt
pláss og ekki séu áform um
að fækka þeim enda virðist
þeim líða vel. Hún segir að
fullorðnir selir í lauginni
séu 5 en 2 þeirra séu ekki
enn orðnir kynþroska og
tímgist því ekki. Að sögn
Unnar er reynt að stunda
sem eðlilegastan búskap í
húsdýragarðinum og er dýr-
unum fækkað þegar þörf er
á því en hún telur að ekki sé
þörf á að fækka selum nú.
Örkinni hans Nóa, einkareknum leikskóla, verður lokað í haust
Reksturinn
bar sig
engan veginn
Vesturbær
SAGT var frá því í Morgun-
blaðinu á dögunum að Örkinni
hans Nóa, sem er einkarekinn
leikskóli við Brunnstíg, yrði
lokað 1. september. Morgun-
blaðið ræddi við Fríðu Jóns-
dóttur, sem starfrækt hefur
leikskólann í 7 ár, og segir hún
að öll þau 24 böm, sem dvalið
hafi á Órkinm hans Nóa, hafi
nú fengið leikskólapláss hjá
Leikskólum Reykjavíkurborg-
ar. Fríða segir að mjög erfitt
sé fyrir einkaaðUa að reka leik-
skóla eins og málin standi í dag
og óhjákvæmUegt hafi verið að
loka Órkinni hans Nóa vegna
rekstrarerfiðleika.
Aðspurð segir Fríða að ekki
hafi staðið tU lengi að hætta
starfsemi en þegar ljóst hafi
verið að reksturinn bæri sig
engan veginn hafi verið tekin
ákvörðun um að loka leikskól-
anum. Þetta gerðist um miðjan
maí, að sögn Fríðu, og var for-
eldrum tilkynnt um þá ákvörð-
un eins fljótt og unnt var.
Fríða segir að áður en til þessa
hafi komið hafi hún rætt við
borgaryfirvöld um kaup á hús-
inu og þjónustusamning um
rekstur leikskólans sem myndi
gera honum kleift að starfa
áfram. Hún segir að borgin
hafi ekki sýnt áhuga á því að
kaupa skólann, til þess væri
þetta of lítil og óhagkvæm
rekstrareining. Þá hafi ekkert
annað verið til ráða en að setja
húsið í sölu og hætta starfsemi.
Krefst sjálfboðavinnu
Fríða segir að rekstrarum-
hverfi skólans hafi breyst mik-
ið síðan starfsemi hófst fyrir
sjö árum en þar skipti miklu að
launakostnaður hafi hækkað
gífurlega en ekki síður að
starfið hafi í fyrstu verið unnið
að miklu leyti í sjálfboðavinnu.
„Við keyptum húsið fyrir sjö
árum og hófum rekstur á leik-
skólanum. Reksturinn gekk
upp með mikilli vinnu sem að
miklu leyti var unnin í sjálf-
boðastarfi og ekkert nema gott
um það að segja því við vissum
aðhveiju við vorum að ganga.
Það kostar mikla vinnu að
halda svona skóla úti ef hann á
að standa undir sér. Fyrir ári
síðan ákváðum ég og maðurinn
minn, Guðmundur Tómasson,
að draga okkur út úr daglegu
starfi leikskólans en sjá áfram
um reksturinn. Við þetta
hækkaði rekstrarkostnaður
mikið, til dæmis þurfti leik-
skólinn að borga iðnaðar-
mönnum fyrir allt viðhald sem
við höfðum áður séð um sjálf
auk þess sem launakostnaður
hækkaði, en ef ráða á metnað-
arfullt og hæft fólk til starfa,
eins og við höfum kappkostað
að gera, kostar það peninga.
Þama reyndi fyrst á hvort
leikskólinn stæði undir sér
sem rekstrareining og því mið-
ur kom í ljós að það gerir hann
ekki,“ segir Fríða.
Meiri Qölbreytni
Fríða segir að litlir leikskól-
ar þoli illa mikinn kostnaðar-
auka þar sem tekjumar séu af-
skaplega takmarkaðai’ og
styrkir lágir. „ Það sem við
höfum era leikskólagjöldin og
sá styrkur sem Reykjavíkur-
borg greiðir með hveiju bami.
Húsnæðið eigum við og rekum
sjálf og það sem við höfum
dugar einfaldlega ekki tíl,“
segir Fríða. Hún segir að það
væri augljóslega hagkvæmara
fyrir borgina að fá einkaaðila
til þess að reka leikskóla en að
reka þá og eiga alfarið sjálf en
þá þurfi líka að standa betur að
baki leikskólunum. Hún segir
að einkareknir leikskólar auki
á fjölbreytni þess sem í boði sé
fyrir foreldra og böm þar sem
starf þeirra sé oft að einhveiju
leyti frábragðið starfi hjá
Leikskólum Reykjavíkur en
nauðsynlegt sé að skapa einka-
reknu leikskólunum viðunandi
rekstraramhverfi.
í dag eru 14 leikskólar í
Reykjavik reknir af einkaaðil-
um. Styrkur með hveiju bami
er um 19.000 krónur fyrir
heilsdagsvist ef foreldrar era í
sambúð. Auk þess fá leikskól-
amir stofnstyrk í byrjun sem
miðast við fermetrastærð og
bamafjölda. Morgunblaðið
hafði samband við forsvars-
menn annarra einkarekinna
leikskóla sem voru sammála
um að þeim væri þrengri
stakkur sniðinn en fyrir
nokkram áram, styrkir hefðu
ekki hækkað í samræmi við
launaþróun en auk þess hefði
hið aukna fjármagn sem borg-
in hefði verið að leggja til leik-
skólamála ekki skilað sér til
einkarekinna leikskóla.
Morgunblaðið/Jóra
Tindátaorrusta
Mosfellsbær
EFLAUST eru margir,
bæði ungir og aldnir, sem
eiga tindáta. Margir þeirra
eru líklega geymdir í öskj-
um og hafa háð sína síð-
ustu orrustu en aðrir eru
enn / fullu fjöri. Þeirra á
meðal eru tindátamir hans
Hrólfs Þeys Þorrasonar
sem börðust til síðasta dáta
í sólinni í Mosfellsbænum
nú í vikunni.
Forsvarsmenn Kópavog’s, Garðabæjar og Hafnarfjarðar um sameiningu
Tilbúnir í viðræður
Höfuóborgarsvædid
FORSVARSMENN Kópa-
vogs, Garðabæjar og Hafnar-
fjarðar segjast tilbúnir til að
skipa fulltrúa í viðræðunefnd
til að ræða um sameiningu
sveitarfélaga en eins og fram
kom í Morgunblaðinu á laug-
ardag ákvað hreppsráð Bessa-
staðahrepps að leita eftir því
við bæjarráð Garðabæjar,
Hafnarfjarðar og Kópavogs að
þau skipi fulltrúa í viðræðu-
nefnd um sameiningu þessara
fjögurra sveitarfélaga.
Sigurður Geirdal bæjar-
stjóri Kópavogs segir að
Kópavogsbær myndi að sjálf-
sögðu taka þátt í slíkum við-
ræðum en segist ekki hafa trú
á því að þær skili tilætluðum
ái-angri.
Lítill áhugi
Hann segist telja erfitt að
finna einhvern sem haíi áhuga
á því að sameina sveitarfélög-
in.
„Menn hittast ekki nokkrir
og sameina öll sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu. Það er í
rauninni miklu merkilegrí um-
ræða sem á sér stað í sam-
bandi við svæðisskipulag höf-
uðborgarsvæðisins. Þar er
verið að fjalla mjög ítarlega
um alls konar samstarf og
samstarfsform sveitarfélag-
anna og þar er verið að taka
raunhæft á þessu,“ segir Sig-
urður, Hann bendir á að sam-
starf á milli sveitarfélaganna
sé mjög mikið og að sjálfsögðu
sé mikilvægt að halda áfram
að þróa það. Hann segir hins
vegar mikilvægt að taka bara
eitt skref í einu og segist ekki
sjá nokkra ástæðu til að sam-
eina sveitarfélögin eins og
staðan sé í dag.
„Það virðist heldur ekki
vera meðal sveitarstjómar-
manna og annarra sem í þessu
vinna að þeir sjái það,“ segir
Sigurður.
Sameinast ekki samein-
ingarinnar vegna
Ingimundur Sigurpálsson,
bæjarstjóri Garðabæjar, seg-
ist hafa gott eitt um það að
segja að Garðabær taki þátt í
þessum viðræðum enda sé allt-
af skemmtilegt að tala við við-
ræðugott fólk um áhugaverð
efni. Hann bendir jafnframt á
að menn verði að sjálfsögðu að
sjá einhvem hag af því að fara
út í sameiningu sveitarfélag-
anna fjögurra en eins og stað-
an sé núna sjái hann ekki í
fljótu bragði að af henni yrði
neinn hagur fyrir Garðabæ.
„Maður sameinast ekki
sameiningarinnar vegna. En
svona viðræður eiga væntan-
lega að leiða til þess að draga
fram kosti og galla,“ segir
Ingimundur.
Hann segir að huga þyrfti
að mjög mörgu ef til samein-
ingar þessara sveitarfélaga
kæmi enda sé staða þeirra
mjög ólík. Hann nefnir sem
dæmi að útsvar þeirra sé mis-
munandi sem og skuldsetning
þeirra og að þau séu einnig
komin mislangt á veg með
skóla, leikskóla og annað.
Hann bendir á að umræðan
um sameiningu Bessastaða-
hrepps og Garðabæjar sé búin
að vera lengi í gangi. Búið sé
að leggja töluverða vinnu í þá
athugun og hún sé komin mun
lengra á veg en umræðan um
hugsanlega sameiningu sveit-
arfélagana fjögurra.
„Menn þyrftu því að fara í
töluvert kostnaðarsama vinnu
við þessa athugun og við höf-
um ekki mótað afstöðu okkar
til þess að fara út í slíkt gagn-
vart þessum fjóram sveitarfé-
lögum. Ég lít á þessa beiðni
Bessastaðahrepps sem ósk um
almennt spjall um málið enda
þarf að ræða almennt um þessi
mál áður en farið er út í ítar-
legri athugun," segir Ingi-
mundur.
Fyrr eða síðar munu sveit-
arfélögin sameinast
Valgerður Sigurðardóttir,
forseti bæjarstjómar í Hafn-
arfirði, segir að Hafnarfjörður
muni koma til með að skipa
fulltrúa í nefnd þessa enda sé
stofnun slíkrar viðræðunefnd-
ar eðlilegt framhald af þeirri
umræðu sem þegar hefur átt
sér stað um þessi mál.
„í þessum sameiningarvið-
ræðum höfum við verið opin
fyrir því að skoða málið. Við-
ræðunefnd sem þessi er sett á
laggimar til að sjá hvort að
það kæmi einhver hagræðing
út úr sameiningu og hveiju
það gæti skilað sveitarfélögun-
um,“ segir Valgerður.
Hún bendir á að sveitarfé-
lögin séu nú þegar í mikilli
samvinnu og nefnir Soipu, Al-
menningsvagna og slökkviliðið
sem dæmi. Hún segir enn-
fremur Ijóst að mjög skiptar
skoðanir séu um það meðal
sveitarfélaganna hvort sam-
eining þeirra sé æskilegur
kostur. Hún segir að það muni
fara eftir niðurstöðum
viðræðunefndarinnai’ hvort
þau hjá Hafnarfjarðarbæ
muni líta á sameiningu sem
raunhæfan möguleika.
„Hvort það gangi eftii’ núna
að sameining verði skal ég
ekki segja en hún verður
öragglega einhvern tímann í
framtíðinni. Þessi sveitarfélög
era öll orðin svo samtengd að
það hlýtur að koma að því,“
segir Valgerður.