Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Sellafield-kjarnorkuendurvinnslustöðin í Bretlandi.
Hver verður framtíð
Sellafíeld-verksmiðjunnar?
Harðorð skýrsla frá liðnum vetri um Sella-
fíeld-verksmiðjuna við norðvesturströnd
Englands vakti enn upp umræðu um hvort
henni ætti að loka og hætta endurvinnslu á
brennsluefni kjarnaofna í Bretlandi. í þess-
ari grein Þórunnar Þórsdóttur segir að um-
ræðan hafí snúist um arðsemi, nytsemi og
áhættu; einkum vegna geislavirks úrgangs
frá verksmiðjunni, óhappa og yfírsjóna.
Sellafield-verksmiðjan hefur ekki síð-
ur verið umdeild en Dounreay í Skot-
landi enda hafa öryggismál ekki
reynst í lagi. Síðasta hneykslið varð í
fyrrahaust þegar endurunnið elds-
neyti var sent frá Sellafield til Japans
án viðunandi prófana. Þetta varð til
þess að fallið var um sinn frá fyrirætl-
unum um sölu á helmingshlut í
verksmiðjunni til einkaaðila.
Þá veldur mengun af völdum
geislavirks úrgangs í sjó áhyggjum í
grannlöndum. Mengunin berst úr ír-
landshafi í nokkrum mæli að strönd-
um Norðurlanda. Eins og fram hefur
komið í fréttum beittu Irar sér fyrir
tillögu um lokun Sellafield á fundi
OSPAR-ríkjanna fimmtán í Kaup-
mannahöfn nú í júnflok en íslending-
ar eiga aðild að samningi sem svo er
nefndur um vemd Norðaustur-Atl-
antshafs. Danir gerðu einnig tillögu
um tímabundið bann við endur-
vinnslu kjamorkuúrgangs.
fmynd íslenskra sjávarafurða
stendur viss ógn af losun frá Sella-
field að sögn umhverfisráðherra þó
að mengun mælist mjög lítil hér við
land (1 eining). Ráðherrann vill
styðja málflutning íra og vonast þar
eftir samstarfi Norðurlanda. Meng-
unin hefur reynst mun meiri úti fyrir
Noregi (50 einingar) og sérstaklega
írlandi (1.000 einingar). Einungis 180
kílómetrar skilja Sellafield frá þétt-
býli austurstrandar landsins og írskir
ráðamenn segjast hafa óyggjandi
sannanir fyrir skaðlegum áhrifum
geislamengunar í haflnu.
Þrátt fyrir pólitískan vilja margra
ríkja tekur tíma að breyta því hvað
gert er við geislavirkan úrgang. Á
ráðherrafundi OSPAR 1998 var sam-
þykkt að byrja að draga úr losun í haf
á þessu ári og vinna að því að styrkur
geislavirkra efna sem losaður er út í
umhverfið verði ekki hærri árið 2020
en nú er. Fundurinn í Kaupmanna-
höfn í sumar samþykkti einróma að
allar hlutaðeigandi aðildarþjóðir
OSPAR-samningsins skyldu hafa
ákveðið að ári hvernig þær stæðu að
þessu. Með breytingum á starfsleyf-
um og tæknilegum lausnum auk áætl-
unar um hvemig markinu verði náð.
Síðustu tímamörk eru sett í desem-
ber 2002. Lagalega bindandi ákvörð-
un var svo tekin um að endurskoða
starfsleyfi fyrh-tækja sem losa geis-
lavirk efni. Bretar og Frakkar sátu
hjá. Að sögn Davíðs Egilssonar hjá
Hollustuvemd, sem sat fundinn fyrir
íslands hönd, á að athuga hvort unnt
sé að nota aðferðir sem ekki fela í sér
endurvinnslu, eins og þurrkví, og ráð-
ast í fyrirbyggjandi aðgerðir sem
draga úr áhættu á bráðamengun. Þá
er átt við að að efnin séu ekki geymd í
einum stómm tanki, sem kann að
bresta með ósköpum, heldur í hólfum
líkt og gert hefur verið með olíu.
Hvað fer fram í Sellafield?
Þegar úran-eldsneytisstangir em
notaðar til orkuframleiðslu með
kjamaklofningi verður mikið af frum-
efninu eftir. Hluti þess breytist í plút-
on, sem helst geislavirkt í óratíma og
hægt er að nota til framleiðslu kjarn-
orkuvopna. Það hefur verið kallað
hættulegasta manngerða efnið. En
aðalatriðið er að notaðar eldsneytis-
stangir halda geislavirkni sinni lengi
svo að annað hvort þarf að koma þeim
í ömgga geymslu eða senda til endur-
vinnslu í verksmiðjum eins og Sella-
field. Þá er brennt eldsneyti hreinsað
frá og nýjar stangir búnar tfl. Sú stað-
reynd að birgðir safnast af frumefn-
unum í Sellafield og viðlíka
verksmiðjum dugar mörgum tfl að
fordæma endurvinnslu.
Fyrsti kjamaofn heims sem var
kyntur tfl orkuframleiðslu var opnað-
ur í Calder Hall í Sellafield árið 1956.
Síðan hefur mikið verið aukið við
starfsemina og nú em í Sellafield
tvær endurvinnslustöðvar kjamorku-
úrgangs, önnui- fyrir eldri kynslóð
svonefndra Magnox-ofna og hin,
Thorp-vinnslan svokallaða sem tekist
var á um á áttunda áratugnum, til
vinnslu eldsneytis úr nýrri ofnum í
Bretlandi og annars staðar. Þá er
svokölluð Mox-tilraunaverksmiðja á
svæðinu þar sem blanda úran og plút-
on-oxíða er endumnnin í nýja gerð af
eldsneyti sem selt er úr landi.
ÍSLAND
Hafstraumar mengaðir geislavirkum úrgangi frá Sellafield berast norð-
ur eins og kortið sýnir. Tölurnar sýna styrk geislavirkninnar.
Stór 300 milljóna punda Mox-
verksmiðja stendur tilbúin til notkun-
ar en starfsleyfis stjómvalda hefur
verið beðið í þrjú ár. Erindið hefur
tvisvar farið aftur tfl ráðherra þar
sem efast er um að verksmiðjan
standi undir sér. Fylgjendur Mox
nefna þann kost að nýting fmmefna
sé betri en með eldri aðferðum svo
minni úrgangur sitji eftir. Sellafield
er rekið af bresku kjamorkusjóðun-
um, BNFL (British Nuclear Fund
Limited), stærsta fyrirtæki Bret-
lands sem enn er í eigu ríkisins.
Flaggskipið ruslakista
Fölsuð gögn um öryggiseftirlit
fundust í starfandi Mox-verksmiðju
Sellafield í september síðasta haust. í
byrjun staðhæfði BNFL að ekkert
væri að eldsneytinu, sem þegar hafði
verið sent til Japans. Síðan gerði op-
inbera breska kjarnorkueftirlitið op-
inbert að þótt öryggi hefði ekki
reynst ógnað þegar að var gáð hefði
eldsneytið verið sent úr landi án við-
eigandi gæðaprófunar. Eftirlitið sak-
aði stjómendur Sellafield um marg-
endurtekin mistök og hótuðu því að
loka verksmiðjunum.
Fram á miðjan áttunda áratuginn
hafði sátt að mestu ríkt um
verksmiðjuna. Hún var kölluð flagg-
skip bresks iðnaðar og þótti bjartasta
gróðavonin. í tvo áratugi trúðu menn
því að kjarnorka væri hið friðsamlega
svar við orkuþörf heimsins og hem-
aðargfldið lá meira milli hluta. En
umhverfissjónarmið hlutu smám
saman aukið vægi og í Bretlandi var
það Daily Mirror sem birti fyrst blaða
forsíðugrein í þeim dúr. í fyrirsögn
var Sellafield kölluð kjamorkumsla-
karfa heimsins. Orðalagið var tekið
úr dreifiriti umhverfisvemdarsam-
takanna Friends of the Earth, sem
ásamt Greenpeace hafa barist hvað
harðast gegn endurvinnslunni. Þetta
var 1975, um það leyti sem losun úr-
gangs frá Sellafield í sjóinn var hvað
mest. Ekki leið á löngu þar tfl athygli
beindist að verksmiðjunni aftur.
Leki kom í ljós í gamalli geymslu-
stöð fyrir úrgang Magnox-endur-
vinnslu. Óljóst var hve lengi hann
hafði varað og fyrst reyndu stjóm-
endur verksmiðjunnar að fela þessa
vitneskju.Sú stefna þeirra að halda
mistökum leyndum, jafnvel fyrir yfir-
mönnum rekstrarfélagsins BNFL,
hefur ekki orðið til að vekja traust hjá
almenningi og stjómvöldum. í þessu
tflviki lá tillaga um nýja verksmiðju-
byggingu, THORP, fyrir breska
þinginu og þegar upp komst um lek-
ann var efnt tfl rannsóknar á Sella-
field sem reyndar endaði með því að
þessi viðbót við vinnslu þar var leyfð.
Margir era þeirrar skoðunar að það
myndi aldrei gerast nú í Ijósi þekk-
ingar á umhverfisáhrifum, geymslu-
erfiðleikum og þróun heimsmarkað-
ar.
Við athugun á skaðsemi lekans í
gömlu geymslustöðinni uppgötvaðist
annar öllu alvarlegri í byggingu sem
tekin hafði verið úr notkun tveim ára-
tugum fyrr. Geislavirkum vökva hafði
verið tappað úr leiðslum til rann-
sókna og gleymst að loka röri aftur.
Þetta varð ljóst í árslok 1978, innan
múra Sellafield, en stjómvöld í Bret-
landi vissu ekki af vandanum fyrr en
nokkram mánuðum seinna.
Alvarlegt skakkafall varð svo í
Sellafield 1983 þegar mikið magn af
geislamenguðum vökva losnaði í sjó-
kvíar meðan starfsemi lá niðri vegna
viðgerða. Úr kvíunum fór úrgangur
verksmiðjunnar í hafið og tilraunir til
að hreinsa þær mistókust. Ströndum
í grenndinni var lokað í hálft ár.
Enn gerðist það árið 1992 að plút-
on-leiðsla sprakk í endurvinnslustöð
á svæðinu. Afleiðingamar hefðu get-
að orðið hrikalegar að sögn Harolds
Bolter, fyrram yfirmanns BNFL. En
þarna var ekki um hættulegasta form
efnisins að ræða og Sellafield slapp
með skrekkinn.
Haldið velli
Eftir atvildð síðasta haust óskuðu
japönsk stjómvöld þess að Bretar
sendu herskip til að flytja eldsneytið,
sem ekki þótti öraggt, aftur til baka.
Mesta kjamorkuslys í sögu Japans
átti sér stað nærri Tokaimura norð-
austur af Tókíó á sama tíma og opin-
bert varð að hætta kynni að stafa af
Mox-eldsneytinu. Þetta kom sér vit-
anlega illa fyrir bresku kjarnorku-
sjóðina, sem fært hafa mest fyrir-
tækja í Bretlandi af japönskum
jenum í ríkissjóð. Japan, Svíþjóð og
Sviss sögðu upp samningum við Mox-
vinnsluna í Sellafield. Þýskir græn-
ingjar vildu ganga lengra og hætta
öllum viðskiptum við BNFL. Jafnvel
British Energy, einkavætt rekstrar-
fyrirtæki níu kjamorkuvera í Bret-
landi, vildi segja upp samningi við
BNFL eða borga minna fyrir endur-
vinnsluna. Enda kostar minna að
koma notuðu eldsneyti fyrir til varan-
legrar geymslu.
Heldur illa virðist því horfa fyrir
Sellafield í bili. Yfirlýst er að BNFL
þarf að afla sér nýrra samninga en sá
álitshnekkir sem Japansmálið olli
hjálpar hvorki til þess né til sölu
hlutabréfa. Því frestaði breska rflds-
stjómin áformum sem kynnt voru í
fyrra um sölu á 49% í fyrirtækinu fyr-
ir 1,5 milijarða punda. Þótt talsmenn
BNFL beri sig vel og knýi áfram á
um opnun seinni verksmiðjunnar fyr-
ir MOX-eldsneyti er ólíklegt að um-
hverfisráðherrann John Prescott
sinni því meðan samningar um end-
urvinnslu liggja ekki fyrir.
Plúton safnast upp í Sellafield en
það er dýrara hleðsluefni kjamaofna
heldur en úran. Og birgðir sem til eru
af efnunum báðum draga úr gfldi
hinnar kostnaðarsömu endurvinnslu.
Kjamorkuiðnaður heimsins er nú al-
mennt mun minni en þegar starfsemi
hófst í Sellafield og kjarnorka meira
en tvisvar sinnum dýrari en gasorka.
Efnahagsleg sjónarmið mæla því
gegn endurvinnslu. Sumir sérfræð-
ingar telja hana öraggari leið en urð-
un og bent hefur verið á líkur til þess
að hún sé í þágu framtíðar. Þeir sem
það segja spá því að orkunotkun hafi
aukist um helming þegar öldin er
hálfnuð og olíu- og gaslindir verði þá
að þrotum komnar.
Niðurstaðan er þó að Sellafield
heldur velli, enn um sinn að minnsta
kosti, þrátt fyrir stöðu markaðar og
áföll eins og í vetur. Mikilvægir við-
skiptavinir munu eflaust snúa sér
annað, til dæmis að Cogema í Frakk-
landi. Heildarvelta BNFL af Japans-
viðskiptum hefur verið um 12 millj-
arðar punda svo brýnt er fyrir
fi-amtíð fyrirtækisins að ná aftur
trausti Asíumanna. Sellafield hefur
enn óuppfyllta samninga um endur-
vinnslu við British Energy og aðila í
Þýskalandi, Sviss og Japan. Vegna
þessa og af tæknilegum ástæðum
tæki mörg ár að hætta endurvinnslu í
verksmiðjunni. Án hennar, segja
stjórnendur, væri önnur starfsemi
Sellafield dauðadæmd.