Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Góð heilsa er jafnmikil- væg fyrir alla aldurshópa ÁSDÍS Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópa- vogi, skrifar grein í Mbl. 27. júní sl. þar sem hún fjallar um fjármál íþróttafélaga. Það ber að gleðjast yf- ir áhuga greinarhöf- undar á málefninu þó svo að ýmislegt sé í grein hennar sem Ánætti hugsa betur. Ásdís skrifar að sveitarstjórnir neyðist stundum til að koma að fjármálum íþrótta- félaga. Að mínu mati felst í þessari línu ein helsta hugmyndavilla greinarhöfundar og svo margra í hennar starfsgrein. Það að almennir borgarar sem gefa sig í samfélagslega sjálfboða- vinnu skuli nánast þurfa að neyða sveitarstjórnir til að styrkja íþróttastarf með fjárframlögum af almannafé er náttúrulega fárán- legt. Ég hefði talið að íþróttaiðkun almennings væri löngu orðin viður- 'éennd sem ein helsta sparnaðarað- gerð í heilbrigðismálum þjóðarinn- ar og þar af leiðandi ætti að vera sjálfgefið að kostnaður við rekstur félaga sem stunda þessa starfsemi væri á fjárlögum sveitarstjórna sem og ríkisstjórnar. Það væri verðugur málstaður fyrir hvaða stjórnmálamann sem er að koma slíku til leiðar og má nefna að enn búa íþróttafélög á íslandi við fjár- hagslegt umhverfi sem komið var á að mestu leyti upp úr aldamótunum 1900. Á grein Ásdísar er það að skilja að rekst- ur eldri flokka sé fjár- hagslegur baggi á íþróttafélögum. (Ég sé að Ásdís á hér fyrst og fremst við boltagrein- arnar þrjár - fótbolta, handbolta og körfu- bolta.) Þetta held ég að sé víðtækur mis- skilningur. Meistara- flokkar eru líka einn stærsti tekjupóstur félaganna. Þar kemur margt til. Beint má tengja auglýsingasölu og ýmsa aðra fjáröflun s.s. flug- eldasölu, herrakvöld o.fl. og óbeint má tengja vinsældir félagsins hjá yngri iðkendum við gengi meist- araflokka. Þetta einskorðast ekki bara við boltagreinar og nægir til dæmis að nefna íþróttamenn á borð við Jón Arnar Magnússon og Völu Flosadóttur sem hafa með árangri sínum og glæsilegri fyrirmynd gert íþrótt sína svo vinsæla að tak- marka þarf aðsókn þar sem mest er. Ég tel nánast algilt að meistara- flokkar og afreksfólk skili íþrótta- félögum meiri tekjum en kostnaði. Aftur á móti er rekstur uppbygg- ingarstarfsins mjög erfiður þar sem með engu móti er hægt að inn- heimta æfingagjöld miðað við kostnað. Nægir að nefna það félag sem ég starfa hjá (UMFF) en rúm- íþróttafélög Ég tel það nánast algilt, segir Birgir Gunnlaugs- son, að meistaraflokkar og afreksfólk skili íþróttafélögum meiri tekjum en kostnaði. lega 50% af kostnaði við rekstur yngri flokka þar er aflað utan æf- ingagjalda. Það hefur verið baráttumál íþróttahreyfingarinnar lengi að sveitarfélög greiði fyrir þjálfun íþróttagreina eins og þau gera t.d. í tónlistarskólum. Hingað til hafa sveitarfélög daufheyrst við þessu baráttumáli en við lestur greinar Ásdísar er kannski von á breytingu og þá jafnvel fyrst í Kópavogi. Ég hvet alla þá sem hlut eiga að máli að skoða þessi mál vel og finna þeim framtíðarfarveg sem sæm- andi er því velferðarþjóðfélagi sem við búum í. Engin fjárfesting skilar sér betur fyrir þjóðarbúið en fjár- festing í bættri heilsu almennings. Ein leið til árangurs i þeim efnum væri að styðja betur við starfsemi íþróttafélaga, óháð aldri iðkenda, enda heilsa allra jafnmikilvæg. Höfundur er formaður knattspyrnu- deildar Fjölnis í Grafarvogi. ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar hefur með sérstakri ályktun ítrekað and- stöðu sína við upptöku skólagjalda við Há- skóla íslands. Jafn- framt minnir þing- flokkurinn á að hérlendis ver hið opin- bera að jafnaði mun minna fjármagni til háskólastarfs en gert er í öðrum OECD ríkj- um. Þessi staðreynd var áréttuð í nýrri skýrslu þar sem fram kemur að á meðan OECD-ríkin verja að meðaltali 1,3% af þjóðarframleiðslu sinni til háskólamenntunar verja íslensk stjórnvöld einungis 0,7%. Varasöm túlkun og fordæmi Þingflokkurinn varar við því for- dæmi sem falist getur í þeirri laga- túlkun sem gjaldtaka vegna MBA náms við Háskóla íslands hvílir á. Jafnvel þó menn vilji trúa því að um einstakt tilfelli sé að ræða, að það muni ekki gerast aftur að lögð verði skólagjöld á reglulega nem- endur við skólann sem ljúka þaðan námi með háskólagráðu, þá er búið að túlka lögin með þessum ákveðna hætti. Ef ráðherra skrifar upp á þá túlk- un hlýtur það að verða ærin freisting fyrir aðrar fjársveltar en metnaðarfullar deildir sem vilja takast á við ný verkefni að fara sömu leið. Þegar frumvörpin til laga um háskóla og síðar sérlög um Há- skóla íslands voru til umfjöllunar á Alþingi var það margítrekað, m.a. í nefndaráliti meirihluta mennta- málanefndar, að ekki væri litið svo á að ver- ið væri að opna á heimild til töku skólagjalda við Háskóla íslands. Sú niðurstaða var síðan áréttuð af menntamálaráðherra í utandag- skrárumræðu um MBA-námið sem fram fór á síðasta þingi. Þar kom glögglega fram að þegar fjallað er um endurmenntun í 18 gr. laganna er verið að vísa til Endurmenntun- arstofnunar. Ráðherra hefur síðan verið að breyta málflutningi sínum. Það er líklega til að draga athygl- ina frá því sem hann hefur leyft sér að ásaka okkur í Samfylkingunni, sem höfum gagnrýnt þá túlkun sem leiðir til skólagjaldaniðurstöðu, Birgir Gunnlaugsson Treystum jafnrétti til náms Svanfríður Jónasdóttir Apstekið liþurð oj' l.i-.juri verö Gerðu verðsamanburð! í verðkönnun á lyfjum.á vegum Samkeppnisstofnunar, kom fram að verðmunur á sama lyfi getur verið allt að 403% á milli lyfjaverslana. Apótekið leggur áherslu á lipra þjónustu og lægra lyfjaverð. Gerðu verðsamanburð, það borgar sig. _>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.