Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Á hlaðinu hjá Kristínu Gestsdóttur flögraði aðmírálsfíðrildi um þá daga sem kristnihátíð var haldin á Þingvöllum og hélt hátíð með þeim hjónum, en þau komust ekki á Þingvöll. ORÐIÐ maís er komið úr máli indíána og er hið rétta orð á græn- metinu og víðast notað. Það vou breskir landnemar sem kölluðu það indian corn sem síðar var stytt í com, en það orð er mt- að í enskumælandi löndum. ís- lendingar kalla þetta maískom eða jafnvel maísbaunir og eiga þá við þann maís sem búið er að losa afkólfinum. Sagan segir að Kólumbus hafi komið með maísinn til Evrópu upp úr aldamótunum 1500. í Austurríki og Ungverjalandi er maís þekktur sem tyrkneskur maís, en þegar Tyrkir réðust inn í Evrópu á sextándu og sautjándu öld tóku þeir með sér ýmsar nýj- ungar og var maís þar á meðal. Bendir það til að maís hafi verið ræktaður í Tyrklandi þá þegar. Indíánamir í Nýja heiminum þekktu hann þó löngu áður og ræktuðu og nytjuðu hann mörg- um öldum áður en hvíti maðurinn steig þar á land. Maís hefur þó aldrei fundist villtur en menjar ýmissa tegunda hans hafa fundist í grafhýsum Inka og Azteka. Maís þess tíma var smávaxinn og gjör- ólíkur þeim maís sem við þekkjum en gegnum aldimar hefur hann verið mikið kynbætur enda mjög vel fallinn til slíks. Við þeklgum helst þann maís sem á ensku kall- ast sweet corn, en af því afbrigði em meira en 200 tegundir sem nær allar era framræktaðar. Til- tölulega stutt er síðan Evrópu- búar fóra að nýta maís til mann- eldis. Þrátt fyrir frysti- og kæligáma fáum við aldrei maís eins og hann er bestur, hann er fljótur að tapa sér og mynda sterkju sem gerir hann of sætan einkum ef hann er geymdur við of hátt hitastig. Þeg- ar maískomin era skafin af kólfin- um tapast ljúffengur safi, þess vegna er hann bestur matreiddur heill. Nagið maískomin af kólfin- um ef hægt er að koma því við, þannig er hann langbestur. Ekki er sama hvemig heill maís er matreiddur. Utan um hann er bastkennt hýði, sem því miður er stundum búið að fjarlægja þegar við kaupum hann. Stundum er búið að taka helming af hýðinu og setja maísinn á plastbakka og filmu yfir. Hann tekur sig vel út þannig en versnar til muna við þessa meðferð. Þegar við bökum eða grillum maís er best að hafa hann í hýð- inu, ef hægt er. Því miður er það oft svo illa farið að það er ekki hægt. Undir hýðinu er fínir þræð- ir sem þarf að fjarlægja, bijóta eða toga hýðið út til endans og bursta þræðina af. Leggja síðan hýðið yfir maísinn og binda utan um hann með bómullarþræði. Setja svo kalt vatn í skál og hreyfa maísinn fram og til baka í því nokkram sinnum. Maís á hvorki að sjóða í söltu vatni né salta fyrir matreiðslu. Nóg af smjöri og salt og pipar á að bera með honum. Frosinn rilaís þarf að þíða fyrir matreiðslu. Soðinn maís Látið mikið vatn í frekar stóran pott og látið sjóða. Setjið einn kólf í einu í pottinn svo að suðan fari aldrei úr. Sjóðið í 5-8 mínútur. Bakaður maís Bakið maísinn í hýðinu, sjá hér að framan, eða vefjið í smurðan ál- pappír. Hitið ofninn í 200 °C. Leggið á grind og bakið í 25 mín- útur, aðeins lengur ef hann er í hýðinu. Grillaður maís Grillið maísinn í hýðinu eða vefjið í smurðan álpappír. Snúið öðra hveiju og grillið í 25-35 mínútur. Einfaldur réttur með maiskornum oq grænum baunum. Handa4 4 miúkar tortillokökur (fást iil- ____________búnor)____________ 4 msk. hreinn rjómoostur ________4 msk. hrein jógúrt___ _______4 msk. sýrður rjómi____ _________fersk steinselja_____ _______4 dl frosin maískorn___ 4 dl frosnar smáar grænar baunir 12 sneiðar mjólkurostur Brúnið Tortillakökurnar örlítið á þurri pönnukökupönnu. Blandið saman rjómaosti, jóg- úrt og sýrðum rjóma. Klippið steinseljuna út í. Rjómaostinn má velgja örlítið, t.d. í örbylgjuofni. Smyrjið blöndunni á kökurnar. Sjóðið maískornin og baunirnar án vatns í örbylgjuofni í 3 mínút- ur. A hellu í örlitlu vatni í 5 mínút- ur. Skiptið jafnt á helming kakn- anna og brjótið yfir. Setjið ostsneiðar ofan á og bak- ið í ofni við 200 °C í um 10 mínút- ur. ÍDAG VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Aldraðir og öryrkjar NU er kristnitökuhátíð á Þingvöllum að baki. Nú tekur við sumarfrí hjá þing- mönnum og ráðherrum. Á Þingvöllum var samþykkt að ríkið legði fram eitt hundrað milijónir á næstu fimm árum til að efla kristni í landinu. Það er allt gott og blessað. En þingmenn og ráð- herrar eru ekki svona samstiga í að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja í þessu þjóðfélagi. Kannski flytja allir flokkar sameiginlega á haustdögum frumvarp til laga um leiðréttingu á kjör- um aldraðra og öryrkja og efni sín kosningaloforð í leiðinni. Það er kannski kominn tími til að ráðherr- ar fari að iðrast og fari að starfa í anda kristni og efni sín loforð. Ef til vill hafa aldraðir og öryrkjar verið bænheyrðir á því ári sem þjóðin minnist kristnitöku á Islandi. Aldraðir og ör- yrkjar, allir sem vilja að kjör þessara hópa verði leiðrétt, ættu að biðja fyrir alþingismönnum og ráð- herrum til að þeir megi starfa í anda kristinnar trúar. Aldraðir og öryrkjar verða að biðja, bíða og vona. Gunnar G. Bjartmarsson. Hugleiðing að lokinni hátíð AÐ lokinni kristnitökuhátíð segja menn að þeir hafi ekki viljað fara á hátíðina því þeim hafi blöskrað svo kostnaðurinn við hátíðina. En vegna þess hversu mik- ið var lagt í hátíðina og til hennar vandað var hún mjög vönduð og skemmti- leg. í öðru lagi er talað um að aðstandendur hátíðar- innar hafi verið óánægðir með aðsóknina, að aðsóknin að hátíðinni hafi verið mis- reiknuð. Það hefði mátt hafa skoð- anakönnun fyrir hátíðina til að finna út hversu margir ætluðu á kristnihátíð og þá hefði aðsóknin ekki átt að koma á óvart. Og hvers vegna var það ekki gert? Var kannski talið að slík könnun myndi draga úr að- sókn? Að lokinni þessari hátíð mætti hugleiða að kannski hefði verið betra að dreifa hátíðinni á fleiri daga, hafa styttri dagskrá og sjónvarpa svo lands- menn gætu fylgst með. Sjónvarpið á að þjóna þeim sem heima sitja og þannig gert öllum kleift að fylgjast með þessari hátíð. 270821-2439. Tapað/fundið Hækja tapaðist HÆKJA tapaðist fyrir um það bil mánuði síðan, gæti hafa gleymst í verslun. Það er mjög áríðandi fyrir eig- andann að hún finnist. Ef einhver getur gefið ein- hverjar upplýsingar, vin- samlegast hringið í síma vs. 562-2411 eða hs. 562-5354 eða 896-0460. Kvengullarmband fannst KVENGULLARMBAND fannst á Landspítalalóðinni fyrir hádegi þriðjudaginn 4. júlí sl. Upplýsingar í síma 894-4327. Gullarmband í óskilum GULLARMBAND með ágröfnu nafni fannst í Hvassaleiti sl. þriðjudag. Uppl. í síma 568-5374. Fjólublá flíspeysa í óskilum FJÓLUBLÁ flíspeysa fannst í Heiðmörk fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Einnig fannst húfa með fléttum á Helgafelli fyrir nokkrum vikum síðan. Upplýsingar í sima 555-1223 og 555-0164. Armbandsúr týndist ARMBANDSÚR, blátt með höfrungamynd, týnd- ist líklega á leiðinni með- fram sjónum við miðbæ Reykjavíkur sl. fostudag. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 699-8428. Dýrahald Læður fást gefins TVÆR átta vikna læður fást gefins. Upplýsingar í síma 551-0033. Fallegir kettlingar fást gefins SÉRSTAKLEGA fallegir kettlingar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 553-0457. Gárapar óskast ÓSKA eftir gefins gára- pari. Upplýsingar í síma 555-3041. SKAK Umsjón lielgi Áss Grótarsson Franska vörnin hefur oft reynst Alexander Mor- ozevich (2748) vel í ólgu- sjó skákbaráttunnar, en staðan kemur einmitt upp úr þeirri byrjun í skák hans við ungverska skákstirnið Peter Leko (2725) á risaatskákmót- inu í Frankfurt er lauk 25. júní sl. 30...Dg3+! 31.Khl 31.fxg3 eða 31.Hxg3 leiða í bæði skiptin til máts eftir 31...hxg3. 31...Dxf2 32.Hc3 h3 33.g3 h2 34.Hgcl Hxg3 35.Hxg3 Dxg3 36.Hfl Hg6 37.Rd7+ Síðasta brella Ungverjans snjalla þar sem eftir 37...Bxd7 38. HÍ8+ Bc8 39. Hxc8+ Kxc8 40.De8 er það hvítur sem mátar! Hinn rúss- neski mót- herji hans er hins vegar eldri en tvævetur í þessum bransa og lék 37...Ka8! sem þvingaði hvítan til uppgjafar enda verður hann mát innan tíðar. Ég leyfi Lúðvík stundum að ráða hvar hann situr. Víkverji skrifar... IÞRÓTTAFRÉTTIR era oft sér- kennilega persónulegar. Næsta sjálfsagt þykir að fjalla á persónu- legan hátt um frammistöðu íþrótta- manna og segja ítarlega frá meiðsl- um þeirra og heilsufari. Stundum liggur við að fréttimir fjalli ekki um íþróttir heldur um eitthvað allt ann- að. Dæmi um þetta er frétt sem birt- ist í sjónvarpi um síðustu helgi. Fréttin var stutt en þar segir: „Fanney Rúnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í handknattleik, leikur ekki með liði sínu, Gróttu-KR, á næstu leiktíð. Fanney á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Hreini Karlssyni. Sömu sögu er að segja af Hrafnhildi Skúladóttur, stórskyttu úr FH.“ Tekið skal fram að þetta var fyrsta frétt í þeim hluta fréttatímans sem fjallar um íþróttir. Næst á eftir vora sagðar fréttir af tímatökum í Formula 1 kappakstrinum. Þessi frétt vekur upp ýmsar spurningar. Hvenær á Fanney Rúnarsdóttir von á sér? Er þetta fyrsta barn Hrafn- hildar Skúladóttur? En það sem vekur þó mestar spurningar er það hver er barnsfaðir Hrafnhildar? Sú spurning vaknar einnig hvort aðrir fréttamenn gætu ekki lært sitthvað af fréttaflutningi íþrótta- fréttamanna. Hvað er t.d. að því að birta eftirfarandi frétt þar sem greint er frá helstu viðburðum í menningarlífinu? „Signý Sigurhjart- ardóttir, óbóleikari í Sinfóníuhljóm- sveit íslands, leikur ekki með hljóm- sveitinni næsta vetur. Signý á von á sínu öðra barni með eiginmanni sín- um Jóni Sveinbjörnssyni fiðluleik- ara. Þetta er hins vegar þriðja barn Jóns en hann átti sem kunnugt er barn með Sveinbjörgu Sigurgísla- dóttur klarinettuleikara áður en hann gekk að eiga Signýju." Vel mætti einnig hugsa sér að fréttamenn sem flytja fréttir af sjáv- arútvegi segðu eftirfarandi frétt: „Sæmundur Sæmundsson, skip- stjóri á Guðnýju frá Húsavík, hefur ákveðið að hætta á sjónum en Sæ- mundur á von á sínu þriðja barni með konu sinni Sveinbjörgu Sigur- hjartardóttur. Karl Jósepsson, stýrimaður á Guðnýju, á einnig von á barni og er því óvíst hvort hann tekur við bátnum af Sæmundi." xxx ÍKVERJI er orðinn ærið þreyttur á háu bensínverði en bensínlítrinn náði því sögulega marki um helgina að fara yfir 100 krónur. Bensínið hefur hækkað nær mánaðarlega í meira en eitt ár og ekki fyrirsjáanlegt að endir sé að verða á. Þrátt fyrir að bensínið sé orðið óheyrilega dýrt er samt ekki komið að því að Víkverji sé farinn að hugleiða að leggja bílnum og svo Víkverji sé alveg hreinskilinn er hann ekki viss um að þetta háa verð hafi orðið til þess að hann hafi dregið úr akstri. Ástæðan er einfaldlega sú að einkabíll er svo þægilegur ferða- máti að „óþægindin" af því að nota hann verða að vera ærið mikil áður en Víkverji fer að hugleiða að finna sér annan ferðamáta. Ef það er rétt mat hjá Víkverja að fleiri hugsi eins þá vaknar sú spurning hvort það sé til nokkurs að reyna að sporna við mengun frá bílaumferð með því að leggja sérstakan mengunarskatt á bensín og aðrar olíuvörar eins og sumir stjórnmálamenn hafa lagt til. Það er a.m.k. ljóst að 100 króna bensínlítri dugar ekki til. XXX FURÐULEGASTA frétt vikunn- ar er fréttin um að skútan Besta sé í neðsta sæti í siglinga- keppni milli íslands og Frakklands. Fréttamenn fluttu fyrir nokkram dögum ítarlegar fréttir af því að skútan væri í fyrsta sæti. Rætt var við skipverja eftir fyrri hluta keppn- innar sem lýstu ánægju með þennan frábæra árangur. Síðan kemur í ljós að þegar búið er að taka tillit til stærðar skútunnar, stærðar segl- flatar og fleira er Besta tveimur dögum á eftir skútunni sem er í fyrsta sæti. Greinilegt er að hér hef- ur eitthvað farið úrskeiðis í frétta- flutningi eða eins og maðurinn sagði, þetta er hið versta mál fyrir áhöfn Bestu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.